Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 6
AFMÆLI Smábátahöfnin. Húsavíkurkaupstaður 50 ára - bær með fortíð og bjarta framtíð Reinhard Reynisson bœjarstjóri Húsavík við Skjálfanda rekur sögu sína allt aftur til 870 er Garðar Svavarsson hafði hér vetursetu, en um ferð Garðars til íslands segir m.a. svo í Landnámu: „Garðarr sigldi umhverfís landit ok vissi, at þat var eyland. Hann var um vetrinn norðr í Húsavík á Skjálf- anda ok gerði þar hús. Um várit, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, ok þræl ok ambátt.“ Hafa Þingeyingar löngum litið á Náttfara sem fyrsta landnámsmanninn og fögnuðu til að mynda ellefu alda afmæli íslands byggðar á árinu 1970, fjórum árum áður en flestir aðrir landsmenn. Kirkja mun hafa verið reist á Húsavík strax á tólftu öld, helguð Magnúsi Orkneyjajarli. Hefur Húsavík síðan verið kirkjustaður. Á Húsavík hefur löngum verið skást höfn í Þingeyjarþingi en skipakomur eru ekki miklar eft- ir miðja elleftu öld og allt ffam til þess tíma að þingeyski brennisteinninn varð mikilvæg útflutningsvara í upphafi sextándu aldar og frá árinu 1614 hefur Húsavík verið fastur verslunarstaður. Það er ekki fyrr en seint á nítjándu öld að þorpsmynd- un hefst að marki á Húsavík. Árið 1910 eru skráðir 574 íbúar í þorpinu á Húsavík og 1912 varð kauptúnið að sérstökum hreppi - Húsavíkurhreppi. Með lögum nr. 109, 30. desember 1949 hlaut Húsavík svo kaupstaðar- réttindi frá og með 1. janúar 1950 og halda Húsvíkingar því i ár upp á fimmtiu ára afmæli kaupstaðarins. Árið 1949 var íbúafjöldi Húsavíkur um 1.200 en hinn 1. des- ember sl. voru þeir 2.428 þannig að íbúafjöldinn hefur ríflega tvöfaldast á þessari hálfu öld. 1 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.