Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 28
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Séð yfir þingsalinn í íþróttahúsinu á Tálknafirði. atvinnugreina fjórðungsins en þær greinar eru undirstað- an sem önnur starfsemi byggist á. Samhliða þarf að efla nýsköpun innan starfandi fyrirtækja og stuðla að upp- byggingu nýrra atvinnugreina, sem nýta þá kosti sem Vestfirðir hafa til að bera. Þetta eru langtímaverkefni sem þarfnast stuðnings jafnt opinberra sem einkaaðila. Þingið lýsir yfir ánægju sinni með það starf sem At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur unnið í þessum efn- um og hvetur stjómvöld, sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklinga að standa með féfaginu í þessu viðamikla starfi sínu. Jafnframt hvetur þingið félagið til að kynna starf- semi sína enn betur, en slíkt er mikilvægt til að samstaða og samstarf náist um þessi verkefni. Eignarhaldsfélag Þingið samþykkir að stjóm sambandsins vinni með Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða að stofnun eignar- haldsfélags á Vestfjörðunr. Mörkuð verði fjárfestingar- stefna með ásættanlegum arðsemissjónarmiðum. Sam- hliða verði leitað leiða í fjármögnun sem geri sveitarfé- lögunum kleift að taka þátt í uppbyggingu félagsins. Þingið skorar á hlutaðeigandi aðila að hraða þessu máli eftir því sem kostur er. Fasteignagjöld Þingið fagnar framkomnum hugmyndum um lækkun fasteignagjalda á landsbyggðinni ef tryggt er að sveitar- félögum verði bætt sú tekjuskerðing sem þau verða fyrir við breytinguna. Eyðing minks Þingið skorar á landbúnaðarráðherra og ríkisvaldið að hefjast nú þegar handa við að eyða mink úr íslensku líf- ríki með árangursríkum, markvissum og óyggjandi að- ferðum. Stóraukin verði framlög til veiða. Sérstaklega verði leitað nýrra leiða á sviði líftækni og erfðafræði til að útrýma minki. Jafnframt er stjórn FV falið að beita sér fyrir því að sveitarfélögin á Vestfjörðum vinni saman og sam- ræmi vinnu sína við eyðingu minks. Svofelld greinargerð fylgdi tillög- unni: í þessu máli er ábyrgð ríkisins mik- il. Minkur var fluttur inn með sér- stöku innflutningsleyfi gegn skilyrð- um um einangrun. Síðan hefúr hann dreift sér um allt land og gengur laus i líffíkinu. Árlega veldur hann miklum búsiQum hjá bændum og skaðar af- komu þeirra ásamt því að hann veldur ómældu tjóni í lífríki landsins. Nauð- synlegt er að stórauka veiðar og stuðla að veiði allt árið. Mikilvægt er að leita allra leiða í þessari baráttu. Þar koma mjög til álita leiðir í líftækni og erfðavísindum. Is- lenskt hugvit og íslenskir vísindamenn eru að skipa sér í ffemstu röð erfðavísinda. Leitað verði leiða með færustu vísindamönnum til að finna einfalda og örugga leið til að eyða minknum úr líffíkinu á þennan hátt. Slíkar aðferðir hafa rutt sér til rúms erlendis við eyðingu vargs sem veldur búsifjum við ræktun nytjajurta. Með samræmdu átaki og fyrirkomulagi sveitarfélag- anna á svæðinu er hægt að nýta fjármuni betur, stuðla að markvissara starfi og ná betri árangri. VSK af refa- og minkaveiðum verði endurgreiddur Þingið beinir því til Alþingis að gerðar verði nauðsyn- legar breytingar á lögum og reglugerðum sem þarf til að sveitarfélögum verði endurgreiddur virðisaukaskattur af kostnaði þeirra við refa- og minkaveiðar. Svofelld greinargerð fylgdi tillögunni: Á undanfömum árum hefur Alþingi ákveðið að draga úr greiðslum til sveitarfélaga við refa- og minkaveiðar en á sama tíma hefúr það færst í vöxt að þeir aðilar sem sinna veiðunum vinni sem verktakar og þar af leiðandi leggst 24,5% virðisaukaskattur á kostnaðinn. Sveitarfé- lög sem áfram sinna þessum málaflokki með svipuðu sniði og áður hafa því orðið fyrir verulegum útgjalda- auka og er ekki nema sanngjamt að ætlast til þess að rík- isvaldið láti af þessari skattheimtu á sveitarfélögin sem þarna eru að sinna lagaskyldum og vemda viðkvæmt fúgla- og dýralíf. Kvöldflug á Isafjarðarflugvöll, flugsamgöngur Þingið beinir því til samgönguráðherra að hraðað verði undirbúningsvinnu á vegum flugráðs og Flugmálastjóm- ar er miðar að því að gera kvöldflug um ísafjarðarflug- 1 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.