Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Page 42

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Page 42
FJARMAL Flutningur grunnskólanna bætti peninga- lega stöðu sveitarfélaga — eða hvað? samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum á fjárhagsstöðu sveitarfélaga Þröstur Sigurðsson og Bjami Jónsson, ráðgjafar hjá Rekstri og Ráðgjöfehf. í grein þessari er sýnt fram á hvemig fjárhagsstaða sveitarfélags virðist styrkjast við flutning gmnn- skólanna til sveitarfélaga, án þess að svo hafí verið í raun. Kynnt em ný hugtök, skuldaþol, skuldaþolshlut- fall og endurgreiðslutími, sem meta greiðslugetu og skuldastöðu sveitar- félaga á gleggri hátt en þær viðmið- unartölur sem nú er beitt í reikn- ingsskilum sveitarfélaga. I janúar árið 1990 skilaði nefnd um fjárhagsstöðu sveitarfélaga skýrslu til félagsmála- ráðherra. Skýrsla þessi markaði ákveðin tíma- mót í umræðu um það hvernig ljárhagsstaða sveitarfélaga hefur verið metin og þau borin saman í fjárhags- legu tilliti. í skýrslunni er m.a. lagt til að fé- lagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga komi sér saman um ákveðnar viðmiðunartölur: „Þessar viðmiðanir gætu t.d. verið að nettóskuldir sveitarfé- laga ættu yfírleitt ekki að fara yfir 50% af sameiginlegum tekjum og hættumörkum væri náð þegar hlutfallið væri orðið 80-90%. Eins væri æskilegt að framlegð 2 væri ekki lægri en 25%.“ Þessar viðmiðanir hafa fest sig í sessi án þess að hafa hlotið formlega stað- festingu og sveitarstjórnarmenn gjarnan miðað samanburð sín á milli við það hvernig fjárhagur sveitarfélags þeirra stendur með til- liti til þessa. Breytt rekstrarumhverfi - breytt hlutföll Frá því að nefndin skilaði fyrr- nefndri skýrslu hefur á hinn bóginn margt gerst i rekstrarumhverfi sveit- arfélaga, sem hefur orðið til þess að ofangreind viðmið hafa skekkst. Tökum dæmi um sveitarfélögin A-hrepp og B-hrepp, sem hafa jafnmarga íbúa. A 1. töflu má sjá nokkrar tölur úr árs- reikningum sveitarfé- laganna. Ur fjár- magnsyfirlitinu má lesa að framlegð1’ var jafnhá í krónum talið í A- og B-hreppi. Samt sem áður var fram- legðarhlutfallið21 20% i A-hreppi, en 24% í B-hreppi. Framlegðar- hlutfallssamanburður á milli sveitarfélag- anna hefði þvi einn og sér ekki gefið okkur rétta mynd af fjárhags- stöðu þeirra. Þau höfðu bæði 24.000 kr. til ráðstöfunar til greiðslu lána og til framkvæmda, en þar sem skatttekjur A- hrepps voru hærri en 1. tafla. Tilbúin dæmi um fjárhag A- og B-hrepps Úr fjármagnsyfirliti A-hreppur B-hreppur A-hreppur fyrir flutning grunnskóla Skatttekjur Rekstur málaflokka 120.000 96.000 100.000 76.000 90.000 66.000 Framlegð 24.000 24.000 24.000 Framlegðarhlutfall 20% 24% 27% Greiðslubyrði lána, m.v. 5% vexti Afgangur til framkvæmda -18.055 5.945 -20.061 3.939 -18.055 5.945 Greiðslubyrði lána, m.v. 7% vexti Afgangur til framkvæmda 21.238 2.762 -23.598 402 -21.238 2.762 Úr efnahagsreikningi A-hreppur B-hreppur A-hreppur fyrir flutning grunnskóla Peningalegar eignir Skuldir Peningaleg staða 25.000 225.000 -200.000 25.000 250.000 -225.000 25.000 225.000 -200.000 í hlutfalli við skatttekjur Skuldir Peningaleg staða 188% -167% 250% -225% 250% -222% 1 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.