Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Leppalúði er sjötti óróinn íjólasveinaseríu Styrkt-arfélags lamaðra og fatl-aðra. Hann er viðfangs- efni hönnuðarins Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur og Ingibjargar Har- aldsdóttur ljóðskálds. En frá upp- hafi hafa margir af þekktustu hönn- uðum og skáldum okkar Íslendinga lagt félaginu lið við gerð óróanna. Skemmtilegt verkefni „Lítið hefur verið skrifað um Leppalúða sjálfan. Hann hefur eig- inlega bara verið nafnið og maður Grýlu. Því reyndi ég að búa til eitt- hvað um hann sjálfan. Þetta var tals- vert öðruvísi en það sem ég hef feng- ist við hingað til en skemmtilegt verkefni. Það var nú ekki svo erfitt að yrkja um Leppalúða. Þetta var svona skemmtilegt jólaverkefni og gaman hvað hann Gunnar leikari las þetta vel. Það gerði lukku þegar ljóðið var flutt,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir. Er hér gripið niður í kvæði Ingibjargar um Leppalúða; Svo liðu ár og aldir. Þá bar svo við eitt kvöldið Leppalúði sjálfur fær aukna athygli þessi jólin Leppalúði Karlinn þann er nú hægt að hengja á jólatréð eða út í glugga. Leppalúði hefur nú bæst í hóp jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Óróinn er samstarfsverkefni hönnuðarins Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur sem kom Leppalúða í stál og Ingibjargar Haraldsdóttur sem samdi um hann ljóð. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það þarf að vanda til verka íjólakortagerðinni. Ég geriþetta ekki á tíu mínútum.Það fara þó nokkur kvöld í þetta. En ég hef virkilega gaman af því, þess vegna stend ég í þessu,“ segir Gerður G. Bjarklind sem hefur nú á miðri aðventunni lokið við að búa til eitt hundrað jólakort sem hún sendir vinum og vandamönnum þessi jólin. „Ég geymi öll kort sem ég fæ og nýti þau sem efnivið í kortagerðinni. Vinir og vandamenn senda mér líka sitthvað fallegt og svo klippi ég þetta niður í október, raða saman upp á nýtt, lími og skapa ný kort. Ég nota líka myndir af servíettum og svo teikna ég sjálf fríhendis sumar myndirnar. Engin tvö kort eru eins. Sum eru með Jósef og Maríu, önnur eru sprellfjörug, allt fer það eftir því hver viðtakandinn er, því það er ald- eilis ekki sama hver fær hvaða kort.“ Mínar prívat smásögur „Ég hef haft þennan háttinn á undanfarin tuttugu ár. Ég byrjaði á þessu af því mér finnst það gaman, þetta er ekki nein kvöð, heldur ein- vörðungu ánægja. Ég er bara þannig að mér finnst ekki gaman að senda frá mér kort sem ekki er fallegt. Það vill nú oft fara mikið fyrir textanum sem ég skrifa í jólakortin. Þetta er heil ritgerð, enda er mér ekki sama hvað ég skrifa, þetta er ekkert Birna Barði börnin, án kommu,“ segir Gerður og hlær. „Ég vil ekki senda mínu fólki snubbótta Aldeilis ekki sama hver fær hvaða kort Hún býr til hundrað kort fyrir hver jól og engin tvö kort eru eins. Og hún skrif- ar heila ritgerð í hvert kort. Gerður G. Bjarklind leggur mikið upp úr jólakort- um og sms-jólakveðjur eru ekki að hennar skapi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólakortagerð Gerður geymir öll kort sem hún fær og nýtir sem efnivið. Skrif „Þetta er ekkert Birna Barði börnin, án kommu,“ segir Gerður og hlær. Breska matarblaðið Delicious magaz- ine er stútfullt af girnilegum upp- skriftum af ýmsu tagi. Þær má einnig finna á vefsíðu blaðsins á delicio- usmagazine.co.uk. Nú á aðventunni langar mann kannski að gera eitt- hvað nýtt og fljótlegt fyrir mat- arboðið. Eða jafnvel að finna góðan rétt eða meðlæti í jólaboðið. Það ætti ekki að vera ýkja erfitt hér á þessum mikla uppskriftarvef. Eitt sem þar má finna er uppskrift að banönum með hunangi og hnetum. Banönunum er skellt í steikingu á pönnu upp úr hun- angi og smjöri og síðan er skvett út í rommi. Að lokum er svo dreift yfir pekanhnetum. Þetta gæti nú verið al- veg ágætt með afganginum af jóla- ísnum. Svo er líka að finna á vefnum ýmiss konar grænmetisuppskriftir. Tilvaldar fyrir þá sem vilja borða eitt- hvað aðeins léttara nú áður en öll jólaboðin taka við með þungum mat. Vefsíðan www.deliciousmagazine.co.uk Morgunblaðið/G. Rúnar Eftirréttur Þessir bananar gætu endað í rommbaði á pönnu. Rommslegnir bananar Næstkomandi sunnudag kl. 14 mun Eiríkur Þorláksson, sýningarstjóri og fyrrverandi forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, leiða gesti um sýninguna Frá hugmynd að högg- mynd – Teikningar Ásmundar Sveins- sonar. En sýningin stendur nú yfir í Ásmundarsafni Listasafns Reykjavík- ur. Sýningin veitir innsýn í verkferli myndhöggvarans Ásmundar Sveins- sonar þar sem lögð er áhersla á að koma til skila þeim formstúdíum sem liggja að baki höggmyndum hans. Fyrir nokkru lauk skráningu og raf- rænni skönnun allra teikninga sem tilheyra Ásmundarsafni, en með því rættist langþráður draumur safnsins um að miðla þessari áður ókönnuðu hlið á listsköpun Ásmundar Sveins- sonar. Umræddar teikningar eru tæplega 2.000 talsins og þar má finna fjöl- breytt viðfangsefni; helgimyndir, landslagsteikningar, formstúdíur, mannamyndir og allt sem nöfnum tjáir að nefna – þar á meðal nokkurn fjölda teikninga sem tengja má við einstakar höggmyndir, sem Ásmund- ur Sveinsson vann á langri og giftu- ríkri starfsævi. Sýningar á teikn- ingum Ásmundar Sveinssonar eru fáheyrðar og má vænta þess að þær veki verðskuldaða athygli allra þeirra sem hafa áhuga á að kynnast nýjum þætti í íslenskri listasögu. Endilega … … sjáið sýningu um Ásmund Morgunblaðið/Golli Piltur og stúlka Verk Ásmundar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.ms.is Mjólk er góð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.