Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 64
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2011 Úlfar Jónsson, nýráðinn landsliðs- þjálfari í golfi, segist eiga spenn- andi verkefni fyrir höndum. „Að- almarkmiðið er að koma kylfingi inn á stærstu mótaraðirnar innan tíu ára. Ekki einungis að þeir kom- ist þangað, heldur einnig að kylf- ingarnir verði sjálfbærir og haldi þátttökuréttinum,“ segir Úlfar í viðtali við Morgunblaðið. »2 Stefnt á stærstu mótaraðirnar „Íþróttamennirnir eru mjög mikilvægir. Þeir eru m.a. fyrirmyndir barna og ung- linga í landinu og um leið ímynd hreysti og heil- brigðis. Einnig hafa íþróttir afþreyingargildi og þegar vel gengur er íþróttafólkið sameiningartákn fyrir þjóð- ina. Þar af leiðandi er mik- ilvægt að búa ennþá betur að því,“ segir Þórey Edda Elísdóttir. »4 Íþróttafólk sam- einingartákn Mikið í húfi í stórleikn- um á Spáni í kvöld Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er vistvænn búskapur. Ég gef hænunum grænmetisafganga og sýð stundum í þær hafragraut, sérstaklega ef ég held að þeim sé kalt,“ segir Olga Sveinbjörnsdóttir sem heldur þrjár landnámshænur í garðinum hjá sér á Selfossi. Hænsnaskíturinn er dýrmætur áburður og hann er notaður í græn- metisgarðinn. Mikil aukning hefur orðið í hænsnahaldi, bæði í strjálbýli og ekki síður í smáum stíl í þéttbýli. Sjá má litla kofa í görðum í flestum bæjum og þorpum landsins. Al- gengast er að fólk sé með 3-5 pútur, sem gæludýr, og njóti um leið eggjanna. Hænsnarækt virðist vera smitandi því þegar einn byrjar fylgja vinir og kunningjar oft í kjöl- farið. Það er reynsla Olgu á Selfossi og fleiri hænsnabænda í þéttbýli. Landnámshænan í tísku „Það hefur lengi verið aukning en vakningin hófst fyrir fimm eða sex árum,“ segir Júlíus Már Baldursson á Tjörn á Vatnsnesi. Hann rekur ræktunarbú íslensku landnáms- hænunnar og er formaður Eigenda- og ræktendafélags landnáms- hænsna. Margir þeirra sem eru að hefja hænsnarækt í smáum stíl fá unghænur frá honum. Telur hann að tugir nýrra hænsnabænda hafi byrjað í ár. Reynslan sýni að sumir hætti en aðrir haldi áfram. Svo þurfi að endurnýja fuglana. Fólk þarf að koma sér upp góðri aðstöðu til að geta haldið hænsni. Hægt er að kaupa einfalda kofa í byggingarvöruverslunum eða sérsmíðaða hænsna- kofa í verslunum sem selja rekstrarvörur fyrir land- búnað. Gunnar Biering, verslunarstjóri hjá Ísbúi, segir að nokkrir tugir hænsnakofa hafi verið seldir í ár, aðallega framan af ári. Hann stað- festir að hænsnahald sé í tísku en segist ekki geta fullyrt hvort búið sé að taka kúfinn af eða hvort aukn- ingin verði jafnmikil á næsta ári eða árum. Hvergi eru gerðar athugasemdir við að hænsni séu haldin sem gælu- dýr, eftir því sem næst verður kom- ist, nema í Reykjavík. Þar er litið á þetta sem húsdýrahald. Samt eru margir með hænur í borginni. Ein- staka kærumál hafa komið upp. „Þeir eru neikvæðir hjá Reykjavík- urborg. Ég bjóst við öðru af nýjum valdhöfum,“ segir Júlíus á Tjörn. Á Akureyri á að banna þetta, vænt- anlega til að hlífa þeim morg- unsvæfu við galinu. Sýður hafragraut í hænsnin  Sífellt fleiri koma sér upp hænsna- kofum í þéttbýli Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gjörðu svo vel! Heiðrún Jónsdóttir á Akureyri gefur hænunum graut að éta í gærdag. Þær tóku vel til matar síns. „Þetta er gaman. Ég bíð spennt á hverjum morgni eftir fyrstu eggj- unum,“ segir Heiðrún Jónsdóttir á Akureyri en hún og systir hennar fengu sér 10 ung- hænur frá Tjörn og komu sér upp kofa í garðinum hjá Heiðrúnu. Aðeins ein hænan er komin upp á prik og gerir sig líklega til að verpa. Von- ast Heiðrún eftir eggjum í ár. „Mér finnst þær skemmtilegar. Hver fugl hefur sinn persónu- leika,“ segir Olga Sveinbjörns- dóttir á Selfossi. „Við hleypum þeim stundum út í garðinn en stöndum þá yfir þeim eða sitjum á pallinum. Maðurinn minn er með prik við höndina til að vísa þeim til baka ef þær ætla að fara eitthvað. Vinir okkar gera mikið grín að þessu og nágrannarnir hafa líka gaman af þessu.“ Bíður eftir fyrstu eggjunum MEÐ TÍU HÆNUR Í GARÐINUM Á AKUREYRI 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Forsíðumynd Playboy lekið … 2. Neitaði að yfirgefa spítalann 3. Þurfti að klippa sundur … 4. Barnsmóðir þarf að endurgreiða …  James Taylor mun leika í Hörpunni 18. maí ásamt hljómsveit. Það er Concert sem stendur að tónleikunum í samstarfi við Listahátíð. Miðasala hefst mánudaginn 19. desember á harpa.is og í síma 528-5050. James Taylor heldur tónleika á Listahátíð  Hljómplötu- útgáfan Warén Music gefur í dag út hljómplötuna Kjuregej – Lævirk- inn. Á henni syng- ur sakha-jakútíska listakonan Kjure- gej Alexandra Arg- unova sextán lög, flest þeirra þjóðlög á jakútsku en einnig lög á rússnesku og íslensku. Á plötunni má m.a. finna fágætar upp- tökur með Kjuregej, hljóðritaðar í Rík- isútvarpinu árið 1972. Þjóðlög á jakútsku, rússnesku og íslensku Um 400 leikendur í Jólaævintýri Línu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í austan 13-20 með snjókomu S-lands, hvassast við sjóinn. Annars mun hægari og bjartviðri. Hvessir og snjóar einnig dálítið N-lands í kvöld. Frost yfirleitt 8 til 13 stig, en dregur úr frosti S-til á morgun. Real Madrid og Barcelona mætast í sannkölluðum stórleik í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Real Madrid freistar þess að ná góðu for- skoti á erkifjendur sína í Barcelona, sem hins vegar reyna að slá fé- lagsmet með því að fara ósigraðir úr sjöunda deildaleik liðanna í röð. »4 VEÐUR » 8 www.mbl.is Á sunnudag og mánudag Austlæg átt, 8-13 m/s, en hvassara á annesjum. Víða snjó- koma eða él, en úrkomulítið V-lands. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust við sjávarsíðuna. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Útlit fyrir norðanátt með snjókomu eða éljum fyrir norðan og austan, en annars bjartviðri. Kólnar í veðri.  Jólaævintýri Línu Langsokks verð- ur sýnt í dag kl. 10, 12 og 13.30 í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi en höfundar þess, leikmyndar, dansa og búninga eru þjálfarar fimleikadeildar UMF Selfoss. Leikendur í verkinu stunda allir fim- leika á Selfossi og eru um 400 talsins, allt frá fimm ára aldri til fertugs. Sýn- ingin er því vægast sagt fjölmenn og um- fangsmikil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.