Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Elsku langamma mín er dá-
in. Hún lifir ennþá í minning-
um okkar og mun alltaf gera.
Ég man hvað það var gott
að koma til langömmu á
Reynimel, ég sat í litla eldhús-
inu hennar, borðaði jólaköku
og drakk kakómalt. Það muna
víst flestir eftir jólakökunni
hennar langömmu.
Þegar langamma hélt upp á
níutíu ára afmælið sitt fékk ég
lánaðan gamlan upphlut hjá
henni til að klæðast í veislunni.
Ég var mjög stolt. Seinna
hengdi hún upp mynd af mér í
upphlutnum á vegginn í stof-
unni, við hliðina á myndunum
af öllum frænkum mínum sem
áður höfðu verið í þessum
sama upphlut.
Ég man vel eftir síðasta
skiptinu sem ég heimsótti
langömmu á Reynimelinn. Hún
var þá úti að taka til í garð-
inum. Langamma hugsaði svo
vel um garðinn sinn, hann var
líka mjög fallegur, eins og æv-
intýraveröld. Við Matthildur
systir mín lékum okkur oft
þar.
Ég mun alltaf muna eftir
deginum þegar ég kvaddi lang-
ömmu þar sem hún lá veik á
Grund.
Ég mun alltaf muna eftir
langömmu eins og hún var.
Snædís Björnsdóttir.
Kristín María Gísladóttir
var einstök og aðdáunarverð
kona, gáfuð, góð og skemmti-
leg. Hún átti langt og gott líf
og marga ástvini sem nú hugsa
til hennar með mikilli hlýju og
þakklæti. Allir sem nærri
henni stóðu tengdust henni á
persónulegan hátt. Hún horfði
á hvert og eitt okkar þar sem
við vorum stödd í lífinu og
spurði af einlægum áhuga um
viðfangsefni og hugðarefni.
Langömmubörnin minnast
hennar ekki síst fyrir það ör-
yggi og þá hlýju sem frá henni
stafaði, ófáar sögur voru sagð-
ar og lesnar í stofunni á
Reynimelnum, súkkulaði
stungið í lítinn munn, og lítil
hönd leidd áfram um þá töfra-
veröld sem garðurinn hennar
Kristínar var litlum manneskj-
um. Hún hafði jafn mikinn
áhuga á hugarheimi barnanna
og hugðarefnum okkar hinna.
Stjórnmál og þjóðfélagsmál
ræddi hún af mikilli þekkingu
og innsæi, spurði ögrandi og
áhugaverðra spurninga um allt
milli himins og jarðar.
Ég man vel eftir þeim degi
þegar ég hitti Kristínu í fyrsta
sinn fyrir tæpum fjórtán árum.
Hún leiddi mig ákveðin til
stofu og vildi heyra álit mitt á
hinu og þessu, og forvitnast
um það hversu vel stjórnmála-
skoðanir okkar færu saman.
Ég áttaði mig fljótlega á því
hvers vegna Kristín skipaði
svo stóran sess í lífi Björns
míns og fljótlega varð hún
einnig mikilvæg persóna í
mínu lífi. Kona sem alltaf var
gott að leita til, hvort sem það
var til þess að hlýja sér á
göngu um Vesturbæinn,
spjalla um daginn og veginn
eða ræða við um meira aðkall-
andi hluti. Þegar við Björn
Kristín María
Gísladóttir
✝ Kristín fæddistá Stóru-
Reykjum í Hraun-
gerðishreppi í Flóa
10. ágúst 1918. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Grund 2. desember
2011.
Útför Kristínar
Maríu var gerð frá
Neskirkju 9. des-
ember 2011.
bjuggum í Dan-
mörku lagði Krist-
ín land undir fót
og heimsótti okkur
til Kaupmanna-
hafnar. Hún var
þá á níræðisaldri
en hafði engu að
síður lifandi áhuga
á öllu í kringum
sig og saman fór-
um við í eftir-
minnilega bæjar-
ferð þar sem
hannyrðaverslanir stórborgar-
innar voru heimsóttar.
Kristín gaf okkur svo margt.
Það er ætíð erfitt að horfast í
augu við andlát ástvinar en
hvernig sem á það er litið er
erfitt að ímynda sér annað en
að hún sé nú á einhvern hátt
hluti af sömu tilvist og þeir
þrír sem hún þurfti að kveðja
allt of fljótt en elskaði svo
mikið, Hannes, Vilhjálmur og
Steinar. Í það minnsta finnst
mér gott að hugsa um hana á
sama hátt og yngsta dóttir mín
sem bendir á ljósmynd af
Kristínu og segir „langamma
engill“. Þannig var hún líka
þegar hún kvaddi þetta líf, fal-
leg gömul kona sem upplifað
hafði margt og gerði heiminn í
kringum sig alltaf aðeins betri.
Sigrún Sigurðardóttir.
Kristín Gísladóttir frá
Stóru-Reykjum í Flóa er látin,
hún var næst elst í stórum
systkinahópi. Gísli faðir henn-
ar var forystumaður sveitar
sinnar og stóð með Agli Thor-
arensen kaupfélagsstjóra í
stafni Kaupfélags Árnesinga.
Stóru-Reykjaheimilið var róm-
að fyrir gestrisni og framsýni
og var María móðir hennar
mikil hannyrðakona og voru
verk hennar síðast til sýnis í
Ullarsetrinu í Þingborg í sum-
ar. Hannes föðurbróðir hennar
var í búi með Gísla og Maríu
heyrði ég hann aldrei nefndan
annað en frænda. Frændi var
systkinunum góður, hann var
mikill bókamaður, frændi opn-
aði systkinunum heima bók-
anna og á heimilinu var rætt
saman um bókmenntir, listir
og menningu sem börnin
drukku í sig. Kristín Gísladótt-
ir var ung að aldri þegar ástir
tókust með henni og Vilhjálmi
Þorsteinssyni frá Húsatóftum.
Þau fluttu til Reykjavíkur og
byggðu sér hús á Reynimel,
þar bjuggu þau allan sinn bú-
skap og Kristín nánast fram til
hinstu stundar. Að koma yfir
sig húsnæði á þeim tíma var
vökustarf og reyndi á menn.
Vilhjálmur gekk til baráttu
með verkalýðshreyfingunni og
barðist fyrir bættum lífskjör-
um og mannréttindum alþýð-
unnar. Í þá daga slógust menn
við íhaldið og auðvaldið. Vil-
hjálmur og Guðmundur J.
Guðmundsson voru miklir vin-
ir og samherjar. Ungur maður
kynntist ég vináttu þeirra er
ég sat eitt ASÍ þing. Guð-
mundur Jaki var þá á hátindi
ferils síns, skemmtilegur, að-
sópsmikill og baráttuglaður.
Vilhjálmi fannst það skylda sín
að taka mig að sér á þinginu,
ég eins og hann forðum búinn
að ná mér í heimasætu frá
Stóru-Reykjum. Margt spjöll-
uðum við saman um, og heila
nótt meðan allt logaði í deilum
í bakherbergjum sat ég með
honum og sagði hann mér
margt úr æsku sinni af Skeið-
unum. Undir morgun lauk
þinginu, fór ég þá heim með
honum og var þá Krístín með
kaffi og lék á als oddi. Við
Margrét komum oft við hjá
Stínu frænku og voru það
ógleymanlegar stundir. Kristín
ræddi við okkur um æsku sína
og sveit sína og hina gömlu og
góðu daga. Kristínu lá hlýtt
orð til samferðamanna sinna
og aldrei heyrði ég hana tala
illt orð um nokkurn mann.
Hún var drengur góður og
hjálpleg fátækum og öllu fólki
sem stóð höllum fæti.
Kristín var stolt kona og
minntist oft afreka verkalýðs-
baráttunnar og þeirra mann-
réttinda sem hugsjónamenn-
irnir náðu fram í
mannréttindum fólksins. Hún
var ánægðust með hvernig
menntakerfið opnaðist ungu
fólki og að jafnræði ríkir milli
stétta, þar var mikil brotalöm
áður fyrr. Og stolt var hún af
öllum þeim prófum og gráðum
sem afkomendur hennar sækja
í gegnum háskólanámið. Lífið
fór vel með Kristínu Gísladótt-
ur, hún var hamingjusöm kona
og setti svip á dálítið um-
hverfi. Heimili hennar bar list-
hneigð vitni, þar var öllu hag-
anlega fyrir komið í röð og
reglu. Myndir af afkomendum
þeirra Vilhjálms prýða veggi
enda naut hún þess að sjá
fjórðu kynslóðina hefja veg-
ferð sína. Við Margrét þökkum
góðri frænku vinskap og
tryggð. Ung fór Margrét or-
lofsnæturnar til frænku sinnar
sem opnaði hús sín fyrir
frændfólki og vinum og gaf
sveitastelpunni innsýn í líf
borgarinnar.
Kæra Kristín, far þú í friði
og ljós þitt mun lýsa börnum
þínum um ókomna tíð.
Guðni Ágústsson.
Það er bjart yfir minningu
Kristínar M. Gísladóttur. Með
virðingu og þökk hugsum við
Hvítabandskonur til hennar og
starfa hennar í þágu félagsins.
Árið 1964 gekk þessi trausta,
dugmikla kona til liðs við líkn-
arfélagið Hvítabandið og vann
síðan ötullega að öllum fram-
faramálum félagsins. Þegar
konur taka höndum saman er
Grettistaki lyft og konur innan
Hvítabandsins hafa í áranna
rás unnið af eldmóði að bættri
velferð náunga síns undir ein-
kunnarorðum félagsins „Fyrir
Guð, heimilið og þjóðina“.
Kristín var í framvarðasveit.
Það var gott og lærdómsríkt
að vinna með henni því hún
var ráðagóð og fylgin sér og
glaðværð var aldrei fjarri í
nærveru hennar.
Hvítabandið hefur frá upp-
hafi haft velferð barna að leið-
arljósi og það var ekki síst fyr-
ir vinnu Hvítabandskvenna að
heimili fyrir taugaveikluð börn
var opnað að Kleifarvegi árið
1976. Kristín átti hér sem ann-
ars staðar sinn þátt í að stuðla
að sálarheill barna. Sömuleiðis
lá Kristín ekki á liði sínu við
opnun og stuðning við rekstur
Dyngjunnar, fyrsta áfanga-
heimilis fyrir konur eftir
áfengis- og vímuefnameðferð.
Hún lá þar ekki á liði sínu og
vann ötullega af heilindum,
sem var henni lagið, að velferð
kvennanna.
Verslunin okkar að Furu-
gerði 1 er ein helsta fjáröflun
félagsins og frá opnun hennar
vann Kristín í búðinni meðan
heilsa og þrek leyfði.
Kristín var formaður Hvíta-
bandsins 1990-1991 og átti
jafnframt sæti í ritnefnd bók-
arinnar Aldarspor sem kom út
á 100 ára afmælis félagsins ár-
ið 1995. Hún var stolt af vinnu
Hvítabandsins og vildi ætíð
veg félagsins sem mestan.
Fyrir öll hennar vel unnu
óeigingjörnu störf og vináttu
Kristínar í gegnum árin, þökk-
um við af alhug.
Við vottum fjölskyldu henn-
ar okkar dýpstu samúð við frá-
fall hennar og biðjum Guð að
blessa minningu hennar.
F. h. Hvítabandsins,
Hervör Jón-
asdóttir, formaður.
Það hrundi allt
þegar ég frétti að afi væri að
fara. Það stoppaði allt, ein mín-
úta varð að klukkutíma,
klukkutími varð að heilum degi
og dagur varð eins og vika. En
svo var afi svo glaður og
spenntur yfir að fara að maður
gat eiginlega ekki verið mikið
leiður. Hann var búinn að und-
irbúa okkur svo mikið. Það
missa margir afa sinn og ömm-
ur en ég var svo heppin að búa
með honum alla mína ævi og
við vorum bestu vinir. Hann
hjálpaði manni svo mikið í
gegnum allt.
Ef þú mundir kynnast afa
einn dag þá mundir þú sjá al-
vörugefinn mann sem talar eins
og hann sé frá 18. öld og trúir á
annað líf, drauga og huldufólk,
en þegar þú kynntist honum þá
var hann svo miklu meira.
Hann var ljúfur og góður og
maður gat alltaf treyst á hann.
Sem betur fer náði ég að
kveðja hann þegar hann vakn-
aði og kvaddi alla með áhuga-
verðum orðum. Þótt hann sé
farinn býr hann enn í hjarta
okkar allra og verður þar að ei-
lífu.
Afi, Þú ert sérstakur karl,
enginn verður eins og þú. Ég
elska þig og við sjáumst í sum-
arlandinu.
Þú ert karl sem allir þekkja,
ég þekki engan eins og þig
ekki er auðvelt þig að blekkja
þú sérð strax í gegnum mig.
Ást til þín er frábært að eiga,
þú skilur eftir hjartasár.
Er ég hugsa um þig þá hlýt ég að
mega,
að fella niður eitt, tvö tár.
Sumarlandið bíður þín
með mikilli ást og gleði
Þú lofar að bíða mín
og segja hæ þegar ég sé þig.
Þú baðar þig í sumarsól
í ruggustólnum þínum
Ég segi bæ og gleðileg jól
þú verður ávallt í huga mínum.
Tileinkað afa Jónasi.
Ég elska þig til tunglsins og
til baka.
Sólveig Torfadóttir.
Nú hefur yndislegur tengda-
faðir minn, Jónas Jónasson,
kvatt þessa jarðvist, eftir lang-
vinn veikindi. Hann háði aldrei
stríð við dauðann, heldur tók
honum af ótrúlegu æðruleysi
og, að manni stundum fannst,
fagnandi.
Ég og fjölskylda mín höfum
búið í sama húsi og Jónas og
dásamleg eiginkona hans, Sig-
rún, í tæp tuttugu ár. Svona
svolítið að ítölskum sið. Jónas
var Doninn.
Hann var alltaf fullkomlega
tilhafður og flottur. Maður
hafði aldrei á tilfinningunni að
Jónas væri orðinn gamall mað-
ur, svo reffilegur og sjálfstæð-
ur sem hann var.
Þegar fjölskyldumeðlimir
fengu kvef, átti Jónas það til að
fá meira kvef, en þegar raun-
verulegir erfiðleikar steðjuðu
að, kom í ljós úr hverju hann
var gerður. Mér er það minn-
isstætt hversu sterkur hann
var, þegar hann glímdi við erf-
itt lærbrot fyrir nokkrum ár-
Jónas
Jónasson
✝ Jónas Jónassonfæddist í
Reykjavík 3. maí
1931. Hann lést á
líknardeild LSH í
Kópavogi 22. nóv-
ember 2011.
Jónas var jarð-
sunginn frá Hall-
grímskirkju 2. des-
ember 2011.
um.Hann kærði sig
ekki um vorkunn
og lét engan finna
þann sársauka sem
hann þá upplifði.
Ég kem alltaf til
með dást að
verksóvitanum, til-
finninganæma orð-
snillingnum, húm-
oristanum og
lífskúnstnerinum
Jónasi Jónassyni.
Hvernig hann bjó fjölskylduna
sína undir það sem koma skyldi
var fullkomlega aðdáunarvert.
Mér er það mikill heiður að
hafa fengið að vera samferða
slíkum manni.
Far vel, vinur og tengdafað-
ir.
Torfi Rafn Hjálmarsson.
Örfá orð um Jónas Jónasson.
Jónas var fjölhæfasta mann-
vera, sem ég hef kynnzt. Fag-
urkeri, listamaður á fjölmörg-
um sviðum, útvarpsmaður par
excellence og galdramaður í
viðtölum. Dulustu menn og
konur tókst honum að opna upp
á gátt með hlýju og notalegu
viðmóti, heimilislegu umhverfi
og óviðjafnanlegri fagmennsku.
Kynni okkar voru stutt; hóf-
ust með viðtölum fyrir nokkr-
um árum, en upp úr þeim
spratt vinátta, sem entist með-
an báðir lifðu.
Ég heimsótti Jónas rúmri
viku áður en hann lézt. Við
ræddum saman á sama hátt og
við höfðum gert svo oft áður,
hispurslaust og einlægt, um
heima og geima. En einnig um
dauðann.
„Læknirinn segir ,að þetta
fari að styttast,“ sagði Jónas
„hvað sem það nú þýðir.“
„Ertu ekki kvíðinn?“
„Ég fór einu sinni til
Egyptalands. Þá var ég svolítið
kvíðinn, og þetta er svona svip-
að. En ég er auðvitað spenntur
líka“.
Meðal þess, sem við áttum
sameiginlegt var áralöng veg-
ferð innan mannræktarsam-
taka, þar sem æðruleysið situr í
öndvegi. Síðasta lífsskeið Jón-
asar bar því fagurt vitni, að sá
eiginleiki hefði í honum rækt-
ast nálægt fullkomnun.
Og nú er Jónas kominn til
einhvers konar Egyptalands
handan okkar skilnings og
skynjunar. Það voru forréttindi
að fá að kynnast þessum ein-
staka manni, sem gaf okkur,
sem þetta land byggjum, fjár-
sjóði, sem eiga eftir að reynast
ómetanlegir.
Konu hans og dætrum og
öðrum ættingjum færi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Jósep Ó. Blöndal.
Mér þótti svo undurvænt um
Jónas Jónasson. Hann var fal-
legur jafnt að utan sem innan;
hjartahlýr mannvinur og sann-
ur meistari þagnarinnar. Því
þótt Jónas hafi á yfirborðinu
verið maður orðsins – þessi
dáði útvarpsmaður og skáld –
þá lá hans sérstaki neisti í því
hve fallega hann fór ávallt með
þögnina. Í þessu liggja e.t.v.
sams konar þverstæður og þær
að maðurinn, sem hafði atvinnu
af því að tala, og tala fólk til í
að tala um sjálft sig, kvaðst í
rauninni vera einfari. Einfari
sem kynni best við sig í þögn
og einn með sjálfum sér.
Af einhverjum undarlegum
ástæðum treysti Jónas mér
fyrir lífi sínu. Við settumst
saman fyrir um 20 árum síðan
til að leggja upp í ferðalag inn í
minningar hans og draga upp
myndina af viðburðaríku lífi
þessa margbrotna manns.
Þessi mynd reyndist vera af
yndislegu bernskuheimili, ást-
ríkum foreldrum, af andans
endurreisnarmanni og þúsund-
þjalasmiði, af glæsilegum ung-
um manni sem ætlaði sér heim-
inn – en tókst svo á við hann á
eilítið annan hátt en draumarn-
ir stóðu til. Þær glímur gerðu
hann að sterkari og heilsteypt-
ari manni en ella hefði e.t.v.
orðið úr einkasyni embættis-
mannsins, sem fæddist – eins
og hann sagði sjálfur – með
silfurskeið í munni.
Hann hlífði sér aldrei í sam-
tölum okkar; var óvægnari og
áleitnari í eigin garð en gagn-
vart þeim hundruðum Kvöld-
gesta sem hann leiddi svo listi-
lega fram úr rökkrinu, sem
hann þreyttist ekki á að vara
okkur öll við. Bókin okkar Lífs-
háskinn varð til; heiðarleg
mynd af breyskum manni, sem
var svo einbeittur og einlægur
á þeirri vegferð að læra af líf-
inu og gefa af sjálfum sér.
Á milli okkar fléttaðist
strengur sem aldrei hefur
slitnað síðan.
Jónas Jónasson var gæfu-
maður. Hann komst sterkari
frá ýmsum erfiðum prófraun-
um lífsins, eignaðist yndislega
fjölskyldu og var virtur og
elskaður af mörgum. Gæfa
hans fólst þó ekki síst í því að
hann kunni að lifa lífinu af
ástríðu. Hann var fagurkeri á
allt sem nöfnum tjáir að nefna
– mannfólkið, listirnar og orð-
in. Hann sagðist reyndar vera
latur – en var í raun haldinn
svo brennandi ákefð og áhuga
á öllu, sem gerir okkur að
manneskjum, að hann unni sér
sjaldan hvíldar við að upp-
götva, laða fram og skilja
margbreytileika mannlífsins.
Þessi ástríða Jónasar Jónas-
sonar skilur okkur eftir ríkari.
Hann fékk þjóðina til horfa inn
á við og segja í einlægni frá því
sem stendur hjartanu næst.
Fallegri gjöf og mikilvægara
framlag er vart hægt að hugsa
sér.
Þegar ljóst varð að þetta
óumflýjanlega ferðalag stæði
fyrir dyrum tók Jónas því eins
fallega og við var að búast af
honum. Ég kom og kvaddi og
færði honum litla bók sem ég
áritaði „Með hjartans þökk fyr-
ir samferðina í gegnum lífs-
háskann“. Hann hló og hlýju,
brúnu augun ljómuðu.
Þannig mun ég minnast
hans.
Svanhildur Konráðsdóttir.
• Mikið úrval
• Yfir 40 ára reynsla
• Sendum myndalista
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir