Morgunblaðið - 10.12.2011, Side 40

Morgunblaðið - 10.12.2011, Side 40
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Munið að slökkva á kertunum Kertakveikur á ekki að vera lengri en 1 cm. Klippið af kveiknum svo að ekki sé hætta á að logandi kveikur detti af og brenni út frá sér Slökkvilið höfuborgasvæðisins Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Dagskrá 8.30 21st Century Policies for Innovation Andrew Wyckoff, forstöðumaður vísinda- tækni- og iðnaðarmála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (Director of Science, Technology and Industry, OECD) 9.10 Hvað geta háskólar lagt til verðmæta- og nýsköpunar? Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands 9.30 Vaxtargreinar atvinnulífsins næstu 20 ár Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 9.50 Sjónarhorn og stefna Vísinda- og tækniráðs Guðrún Nordal formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs 10.00 Sjónarhorn og stefna Vísinda- og tækniráðs Sveinn Margeirsson, tækninefnd Vísinda- og tækniráðs 10.10 Umræður Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís Morgunmatur frá kl. 8.15. Allir velkomnir. Skráning á rannis@rannis.is Haustþing Rannís 2011 Vísindi og nýsköpun til vaxtar 14. desember kl. 8.30 -10.30 á Grand hótel Reykjavík H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Til Íslands komu fyrstir kristnir, írskir menn, friðsamt fólk sem flúði ofríki og grimmd heiðindóms- ins. Þetta fólk lofaði Guð Biblíunnar, drott- in Jesúm fyrir að ná landi og helgaði landið með bænum sínum. Norskir flóttamenn settust síðar að í land- inu ásamt kristnum, keltneskum þrælum þeirra. Úr þess- ari blöndu varð íslenska þjóðin til og kristnin varð þjóðtrú alls þessa flóttafólks. Þjóðin elskaði sitt harð- býla land og þjóðskáld og trúarskáld kváðu því lofsöngva, sem blessuðu landið og gott dæmi um það er þjóð- söngurinn, „Ó Guð vors lands, Ó lands vors Guð“. Í harðindum og mannfelli lærði þjóðin sínar lexíur og með drottni Jesú Kristi þraukaði hún og hertist við hverja raun. Ís- lendingar börðust fyrir sjálfstæði sínu, ekki með vopnum heldur með þjóðernisvitund eins og áður er lýst. Efst á stefnuskrá allra þjóðhollra frelsisvina voru orð svipuð og ein- kunnarorð Ungmennafélags Íslands „Íslandi allt“. Þjóðarherinn var í hjörtum landsmanna og afkomendur flóttamannanna eignuðust þjóð- tungu, sjálfstæða mynt, lýðræðislegt stjórnskipulag og drottinn Jesús þráir að blessa land og þjóð. Ég hrökk í kút við hvellinn þegar innanríkisráðherra okkar „sprengdi kínverja“ til heiðurs landi og þjóð. Þvílík viðbrögð, heill þingflokkur á alþingi kemur út úr skápnum með þá stjórnarstefnu að best sé að selja landið útlendingum. Ef það eiga að vera úrræðin í atvinnumálum að selja landið undir spilavíti þá virðist mér ímynd hins drykkjusjúka spjátrungs útrásarinnar ekki liðinn leikur. Landið er forsendan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Menn eru sendir í stríð til að verja ættland sitt og láta lífið fyrir land og þjóð. Þeim sem ekki hlýða herskyldu er refsað. Það að til skuli vera Íslendingar og það á þingi sem eru svo úrræða- og hug- myndasnauðir að vilja selja hluta landsins fyr- ir disk af baunum er þjóðarskömm. Atgervisflótti hefur orðið á þingi eftir að ómagalögin voru samþykkt um styrki handa þingflokkunum. Hug- sjónafólki er að fækka í röðun þing- manna og efnishyggjufólki, sem ekki getur hugsað nema að fá auka- greiðslur fyrir, er að fjölga meðal þingmanna. Þessir ófrjóu „spari- baukar“ eru þrasgjarnir og væru- kærir. Ásælni og úrræðaleysi eru „Nýju fötin keisarans“ í spilltum hugarheimi mammons og það er ekki sá mannauður sem alþingi þarf á að halda. Ég vil ekki trúa öðru en íslenska þjóðin eigi fullt af þjóðhollu hug- myndaríku fólki sem vill leggja sitt af mörkum við endurreisn atvinnu- lífsins í landinu. Skipta þarf landinu upp í fleiri kjördæmi (fylki) eins og áður var og stórauka áhrif lands- byggðarinnar. Það er hluti sjálfstæð- isins að landið sé allt í byggð og at- hafnasamir landsbyggðarmenn hafi tækifæri til áhrifa eins og áður var. Að draga stjórnsýsluna alla til Reykjavíkur leiðir til þröngsýnna viðhorfa og óæskilegra ákvarðana. Ef erlendir aðilar vilja fjárfesta hér verða þeir, eins og margir Ís- lendingar þurfa að sætta sig við, að leigja land undir sína atvinnu- starfsemi til ákveðins árafjölda. Hafi „Kínverjinn á Grímsstöðum“ fyrst og fremst verið að hugsa um at- vinnuuppbyggingu fyrir Íslendinga þá hefði hann látið sér nægja það land sem hann þurfti undir hótelið á langleigusamning. Það er nú komið í ljós að hótelið var beitan en landa- kaupin veiðin. Hin ljúfa ásýnd ljóð- skáldsins breyttist á einu andartaki í móðgaðan kommúnista sem þoldi ekki afsvar. Í heiminum eru landlausar þjóðir. Sígaunar flækjast um alls staðar óvelkomnir, hvað varð um þeirra föð- urland? Kúrdar berjast með vopnum fyrir tilvist sinni, hvernig komst þessi þjóð á vergang? Gyðingar björguðust fyrir horn og þó gyð- ingahatrið á alþingi Íslendinga reyni nú að koma þeim aftur á vergang og kjósi frekar að styðja múslímsk hryðjuverkasamtök til alþjóðlegra áhrifa en söguþjóð Biblíunnar mun drottinn Jesús vitja sinnar þjóðar og verja hennar landamæri. Eftir höfðinu dansa limirnir. Fyr- irhyggja og ráðdeildarsemi eru góðir eiginleikar hjá stjórnmálamanni, eiginleikar sem skólapróf eða langar rannsóknarritgerðir hafa ekkert með að gera. Ungur menntamaður bað eitt sinn gamlan verkamann um að ganga í ábyrgð fyrir sig, með þeim venjulega formála að engin áhætta fylgdi því. Verkamaðurinn svaraði „Það getur verið að þessu fylgi engin áhætta en áhættuminna er að gera það ekki“. Aðgát í við- skiptum er dyggð og aldrei er of var- lega farið, sérstaklega þegar ætt- jörðin og auðlindir landsins eru annars vegar. Dýrmætustu auðlindir þjóðarinnar er að finna í hjörtum ungra Íslendinga sem hafa trú á landsins gæðum og vilja nýta þau gæði fyrir íslenska þjóð og leita ráða hjá drottni Jesú Kristi, guði krist- inna manna. Ég bið Íslendingum Guðs friðar. Ó guð vors lands Eftir Ársæl Þórðarson » Í harðindum og mannfelli lærði þjóð- in sínar lexíur og með drottni Jesú Kristi þraukaði hún og hertist við hverja raun. Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.