Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 32
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar evrulandanna sautján sam- þykktu á fundi Evrópusambandsins í Brussel í gær að gera nýjan samning um skatta- og fjármál eftir að Bretar höfnuðu því að sáttmálum sambands- ins yrði breytt. Leiðtogafundinum hafði verið lýst sem síðasta tækifærinu til að bjarga evrusvæðinu vegna skuldavanda evruríkja. Niðurstaða fundarins var sú að evrulöndin – og hugsanlega öll önnur ríki Evrópusambandsins að Bretlandi einu undanskildu – ætla að gera milliríkjasamning um hertar reglur um útgjöld og fjárlagahalla með ákvæðum um sjálfkrafa refsing- ar fyrir að brjóta reglurnar. Leiðtogar ESB sögðu í yfirlýsingu að evrulöndin sautján hefðu fallist á slíkan samning og öll hin ESB-ríkin nema Bretland hefðu léð máls á því að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykki þjóðþinganna. Áður höfðu stjórnvöld í Ungverjalandi gef- ið til kynna að þau væru andvíg slík- um samningi og Svíar og Tékkar voru óákveðnir. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að danska stjórnin gæti ekki undirrit- að samninginn án samráðs við þingið. Gert er ráð fyrir því að samningurinn taki gildi í mars. Með því að gera slíkan milliríkja- samning utan við sáttmála Evrópu- sambandsins öðlast reglurnar gildi miklu fyrr en ef öll ESB-löndin þyrftu að staðfesta breytingar á sáttmálun- um. Óljóst er hins vegar hvort milli- ríkjasamningurinn verði eins árang- ursríkur. Langtímaáhrif niður- stöðunnar eru einnig mjög óljós. Mesti klofningur í sögu ESB Margir fréttaskýrendur sögðu að niðurstaða fundarins þýddi að tví- skipting Evrópusambandsins – eða „tveggja hraða Evrópa“ eins og hún er oft kölluð – væri nú óhjákvæmileg. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, tók undir þetta. Fréttaskýrandi breska dagblaðsins The Telegraph lýsti niðurstöðunni sem mesta klofningi Evrópusam- bandsins í sögu þess. Mikið fullveldisafsal Fréttaskýrandi breska ríkisút- varpsins, Gavin Hewitt, sagði að á leiðtogafundinum hefði verið tekið stórt skref í átt að auknum samruna ESB-ríkja. Flest ríki sambandsins hefðu samþykkt að afsala sér stórum hluta af fullveldi sínu og myntbanda- lag evrulandanna væri nú líka orðið að fjármálabandalagi. Drög að fjár- lagafrumvörpum yrðu borin undir evrópska embættismenn áður en þau yrðu lögð fram á þjóðþingunum. Óljóst er þó hvaða stofnanir eiga að framfylgja milliríkjasamningnum. Frakkar og Þjóðverjar vilja að fram- kvæmdastjórn ESB og Evrópudóm- stóllinn framfylgi nýju reglunum og refsi þeim ríkjum sem brjóta þær. Bretar eru hins vegar þeirrar hyggju að stofnanir ESB tilheyri öllum aðild- arlöndunum og geti ekki gegnt neinu formlegu hlutverki í milliríkjasamn- ingum utan við sáttmála sambands- ins. Hewitt telur að niðurstaða fundar- ins valdi straumhvörfum í tengslum Bretlands við Evrópusambandið og segir að Bretar hafi aldrei verið jafn- einangraðir í sambandinu. „David Cameron hefur fengið marga evr- ópska leiðtoga upp á móti sér. Þeir líta svo á að hann hafi beitt neitunar- valdinu og brugðist Evrópu í nauð.“ Tvískipting sögð óhjákvæmileg Reuters Sögulegur fundur Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands (t.v.), Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynna niðurstöðu leiðtogafundarins í Brussel.  Niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsins talin valda straumhvörfum í tengslum Bretlands við sambandið  Bretland eina ríkið sem hafnar aðild að nýjum samningi um hertar fjárlagareglur „Óviðunandi“ kröfur » David Cameron neitaði að samþykkja breytingar á sátt- málum ESB eftir að kröfu Breta um undanþágu frá fyrir- huguðum reglum um fjár- málaþjónustu var hafnað. » Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að Cameron hefði lagt fram „óviðunandi“ kröfur á fundinum. » Leiðtogar ESB samþykktu m.a. að láta Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum í té 200 milljarða evra til að hjálpa evrulöndum. Niðurstaða leiðtogafundar Evrópu- sambandsins er líkleg til að kynda undir kröfu andstæðinga sam- bandsins í breska Íhaldsflokknum um að Bretland segi sig úr ESB. Bresk stjórnvöld höfðu áður hót- að að beita neitunarvaldi sínu gegn auknum samruna ESB-ríkja en David Cameron er eini breski for- sætisráðherrann sem hefur staðið við slíka hótun. Hann gekk jafnvel lengra í rimmunni við ESB en Margaret Thatcher. Afstöðu Camerons má að miklu leyti rekja til þess að hann vill koma í veg fyrir nýja uppreisn í Íhaldsflokknum eftir að 79 þing- menn flokksins buðu forsætisráð- herranum birginn í október með því að greiða atkvæði með tillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild Bretlands að Evr- ópusambandinu. „Hann varð að gera það sem hann gerði,“ sagði John Redwood, einn uppreisnarmannanna, um framgöngu Camerons á leiðtoga- fundinum. Hann kvaðst ætla að beita sér fyrir því að tengslum Bretlands við ESB yrði breytt ef landið einangraðist í sambandinu. Bill Cash, annar þingmaður Íhalds- flokksins, tók í sama streng. „Það þjónar litlum tilgangi núna að Bretland verði áfram í ESB,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Denis MacShane, þingmanni Verka- mannaflokksins. „Þetta eru söguleg umskipti og Bretland gæti þess vegna gengið úr sambandinu þar sem framtíð þess verður ákveðin án okkar.“ Cameron gæti lent í vandræðum með Frjálslynda demókrata sem eiga aðild að ríkisstjórn hans og hafa verið hlynntir Evrópusam- bandinu. Nick Clegg, leiðtogi flokksins og aðstoðarforsætis- ráðherra, sagði að sér þætti miður að ekki hefði náðst samkomulag um breytingar á sáttmálum ESB en kröfur bresku stjórnarinnar hefðu verið sanngjarnar. Einn þingmanna Frjálslyndra demókrata sakaði hins vegar Cameron um að hafa fórnað hagsmunum Bretlands. Kyndir undir kröfu um úrsögn  „Það þjónar litlum tilgangi núna að Bretland verði áfram í ESB“ Reuters Ósammála Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB (t.v.) ræðir við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á leiðtogafundinum. 32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.