Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Þegar talað er um hrunið mikla á Íslandi, er fyrst og fremst minnst á bankana frægu, sem þöndu sig út um allan heim, soguðu í sig fjár- magn mikið, spýttu því aftur út, oft í vasa gæð- inga, og sprungu svo á limminu og settu efna- hag og þjóðlíf allt á hvolf. En það voru ekki ein- göngu bankarnir, sem urðu fyrir barðinu á þeim her ungra, sjálfskip- aðra fjármálagreifa, sem sköpuðu all- an þennan glundroða. Gömul og gró- in atvinnufyrirtæki og stofnanir urðu líka leikföng þessara snillinga. Mörg þeirra lifðu ekki af þennan darraðardans. Sum voru keypt með lánsfé, veðsett, mergsogin, klofin sundur, látin renna saman við önnur fyrirtæki og stundum tízkuorðinu „group“ skeytt aftan við. Það þótti mjög fínt, en reyndist oft dauðadóm- ur. Blessunarlega skrimtu þau sum, eins og það, sem einu sinni var óska- barn þjóðarinnar, en varð svo oln- bogabarn, Eimskip. Það er krafta- verk, að það skyldi lifa þetta af eftir allar misþyrmingarnar. Mikið af þessu rifjast upp við að heyra þau tíðindi, að Icelandic USA hafi verið selt til stærsta keppinautar Íslendinga á fiskmörkuðum Am- eríku, High Liner Foods. Það er að mörgu leyti merkilegt, hve lítið hefir verið fjallað um þessa sölu. Segja má náttúrulega, að fólkið hafi um önnur mikilvægari mál að hugsa, eins og fimmstjörnu Kínamanninn, sem kaupa vildi jarðarspildu og svo auð- vitað þjóðariðjuna, að býsnast yfir stjórninni. Það eru liðin rúm 65 ár síðan hafið var að selja frystan fisk til Bandaríkjanna. Sölu- miðstöð Hraðfrysti- húsanna stofnaði Coldwater Seafood og nokkru seinna setti SÍS heitinn í gang sitt eigið útibú þar í landi. Bæði fyrirtækin ráku fiskréttaverksmiðjur og hægt og sígandi náðu þau góðri mark- aðaðstöðu. Árið 2005 voru þessir keppinautar í Amerík- unni sameinaðir undir núverandi nafni, Icelandic USA. Móðurfyr- irtækin á Íslandi, Sölumiðstöðin og Íslenzkar sjávarafurðir voru einnig sameinuð undir heitinu Icelandic Group. Einhvern veginn tókst stjórn- endum íslenzku „Grúppunnar“ að vefja sig skuldum, sem reyndar var tímanna tákn. Og hvað er þá til bragðs að taka til að bjarga skinn- inu? Selja börnin sín, dótturfyr- irtækin. Selja framleiðslu- og mark- aðsfyrirtækin, sem malað hafa gullið í áratugi. Selja stofnanirnar, sem unnið hafa markað fyrir íslenzkar sjávarafurðir og fært þjóðarbúinu dýrmætan gjaldeyri í gegnum tíðina. Búið er að farga hluta félaganna í Evrópu og nú hefir verið fórnað stærsta djásninu, Icelandic USA. Kanadamenn hafa verið stærstu keppinautar Íslendinga vestan hafs. Hæst bar High Liner og Fishery Products. Svo gleypti það fyrr- greinda Fishery og nú er það búið að gera út af við aðalkeppinautinn ís- lenzka líka. Söluverðið fyrir starf- semi Icelandic USA í Bandaríkj- unum og innkaupastarfsemi í Asíu var 230 milljónir dollara. Obama- menn hafa um stærri hluti að hugsa, en samt hlýtur einhver í samkeppn- iseftirlitinu þar að taka eftir því, að fákeppni muni nú ríkja á þessum mörkuðum. Í tilkynningunni um söluna segir, að High Liner hafi rétt á að nota vörumerkið Icelandic í 7 ár. Líka ætla þeir góðu menn náðarsamlegast að sjá um kaup og dreifingu á ís- lenzkum sjávarafurðum til að tryggja, „að markaðsaðgangur ís- lenzkra framleiðenda verði sá sami og verið hefir“. Í leit að góðri samlík- ingu kemur upp í hugann, að það sé svipað og að Palestína bæði Ísrael að gæta hagsmuna sinna úti í heimi. Sölusamtök frystihúsanna, SH og Sjávarafurðadeild SÍS unnu mikið starf við að samrýma gæði, skipu- leggja framleiðslu og útbreiða aðal vörumerkin, Icelandic og Samband. Fjöldi manna vann að því að tryggja markaðshluta í útlandinu og sann- færa kaupendur um yfirburði ís- lenzka fisksins. En þetta er nú að mestu gleymt og frystiiðnaðurinn ekki í hávegum hafður, enda erfitt að fá íslenzkt fólk til að vinna í frysti- húsunum. Vel má vera, að bréfritari sé ekki samstiga þeirri kynslóð yngra fólks, sem ræður fyrir þjóðinni. Áherzl- urnar nú á dögum eru aðrar en áður og einblínt er á aðra atvinnuvegi, sem þetta fólk telur mikilvægari fyr- ir landið. Í stað þess að flytja út fisk er talið happasælla að flytja inn ferðamenn. Ekki skal gert lítið úr mikilvægi þess að styrkja ferða- starfsemina, en svo virðist sem engar hömlur séu þar á. Mörg útlenzk flug- félög ætla að hjálpa til að flytja múg- inn og margmennið til Íslands og nýtt íslenzkt félag hefir slegist í hópinn, Vá Er (fyrir dyrum). Talað er um, að stækka verði flugstöðina í Keflavík. Icelandic USA er almennt talið vel rekið fyrirtæki og var andvirði söl- unnar um 270 milljónir dollara síð- ustu 12 mánuði. Hagnaðurinn fyrir afskriftir og fjármagnsliði var um $ 25 milljónir. Nokkrir Íslendingar eru þar við stjórnvölinn og svo vinna um 500 manns hjá fyrirtækinu. Þar fyrir utan er fjöldi umboðsmanna vítt og breitt um landið. Innan skamms verður allt þetta horfið, eða að minnsta kosti kemur það Íslandi ekki við. Þessum afdankaða fisksala finnst þetta sorgardagur í sögu þjóð- arinnar. Vonandi eru einhverjir aðrir sama sinnis á Fróni, en eflaust eru fleiri, sem yppa öxlum og segja „Þetta er nú bara sona“. Kanada 1, Ísland 0 Eftir Þóri S. Gröndal »High Liner ætlar að sjá um að markaðs- aðgangur Íslands verði sami og áður. Líkja má því við það, að Ísrael ætli að gæta hagsmuna Palestínu úti í heimi. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali í Flórída. 6 Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Komdu í heimsókn til okkar á aðventunni og gerðu góð kaup. Fjöldi tækja á sérstöku jólaverði. Sjón er sögu ríkari. Símtæki Gigaset AS180 Langur taltími, mikil hljómgæði. Jólaverð: 5.930 kr. stgr. Vendela borðlampar Jólaverð: 8.500 kr. stgr. Þvottavél WM 10A163DN Tekur mest 5,5 kg, vindur upp í 1000 sn./mín. Jólaverð: 84.900 kr. stgr. Þurrkari WT 44E103DN Tekur mest 7 kg. Gufuþétting, enginn barki. Jólaverð: 119.900 kr. stgr. Skaftryksuga MOVE 4 Ein sú allra öflugasta, 18 V. Jólaverð: 23.900 kr. stgr. Eldhúsvogir AD3138W / AD3138B Vigta allt að 5 kg með 1 g nákvæmni. Jólaverð: 2.200 kr. stgr. Expressó-kaffivél TK 52001 Sjálfvirk kaffivél, 15 bara þrýstingur. Jólaverð: 79.900 kr. stgr. 1 2 3 4 5 6 7 7 5 1 4 3 2011 2 Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.donusnova.is Fjárfestingatækifæri - verslunarhúsnæði Axel Axelsson Löggiltur fasteignasali Heimir Bergmann Sími 822 3600 heimir@domusnova.is heimir.domusnova.is Til sölu verslunar- húsnæði að Fjarðargötu 11 Hafnarfirði. Húsnæðinu fylgir góður langtíma leigusamningur með öruggum leigutekjum. Gott áhvílandi lán. Tilboð óskast. Nánari uppl. veitir Heimir Bergmann eða Axel Axelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.