Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mannrétt-indi þykjasjálfsögð
á Vesturlöndum,
svo sjálfsögð að
margir virðast taka þeim sem
gefnum hlut. En það er öðru
nær, mannréttindi kosta bar-
áttu og víða um heim eru þau
höfð að engu.
Á þessu ári hefur almenn-
ingur boðið einræðisherrum
birginn. Í Túnis og Egypta-
landi hrökkluðust einræðis-
herrarnir frá. Í Líbíu þurfti
blóðug átök til að knésetja ein-
ræðisherrann. Í Sýrlandi þrá-
ast einræðisherrann við og
kveðst alsaklaus þegar mót-
mælendur falla í valinn.
Enn er ekki útséð um það
hverjir muni njóta góðs af
þeirri vakningu, sem kölluð
hefur verið arabíska vorið, en
hún á rætur sínar í óskinni eftir
frelsi; frelsi frá spillingu, kúg-
un, ritskoðun, mannréttinda-
brotum og gerræði.
Einræðisherrarnir hafa átt
sér viðhlæjendur meðal leið-
toga á Vesturlöndum. Það er
uppörvandi fyrir andófsmenn í
einræðisríkjum þegar leiðtog-
ar ríkja, sem kenna sig við
frelsi og mannréttindi, birtast
glaðhlakkalegir á rauðum
dreglum við hlið kúgara þeirra.
Mannréttindi gefa ekkert
svigrúm. Þau eru hvorki teygj-
anleg né sveigjanleg. Í Kína
hefur margt breyst
frá tímum menn-
ingarbylting-
arinnar. Frelsi hef-
ur aukist. Frelsi í
viðskiptum. Þar ríkir hins veg-
ar ekki skoðanafrelsi. Á því
hafa andófsmenn á borð við Liu
Xiaobo og Ai Weiwei fengið að
kenna. Norsku nóbelsakademí-
unni varð á að veita Liu friðar-
verðlaun Nóbels og kínversk
stjórnvöld urðu æf af bræði,
slitu viðræðum um fríverslun-
arsamning milli ríkjanna og
settu alls kyns hindranir á inn-
flutning á norskum laxi. Kín-
verjum finnst mannréttindi
vera afstæð. Í gær sögðu Kín-
verjar að samskiptin við Noreg
væru enn „erfið“ þótt ár væri
liðið frá því að þeir settu þau á
ís. Kína er að verða valdamesta
ríki heims og kínversk stjórn-
völd kunna ekki að meta þegar
stuggað er við þeim. Nóbels-
nefndin kemur norsku ríkis-
stjórninni ekki vitund við, en
Kínverjum finnst greinilega að
ríkisstjórnir annarra landa eigi
að hlutast til um það hvað þar
er sagt um Kína.
Dagurinn í dag er helgaður
mannréttindum. Á þessu ári
má segja að hafi orðið vakning í
mannréttindamálum, en bar-
áttunni lýkur ekki fyrr en allir
njóta þeirra réttinda, sem á
Vesturlöndum þykja svo sjálf-
sögð.
Í mannréttindum er
enginn afsláttur}Dagur mannréttinda
Í tíð sitjandi rík-isstjórnar hefur
verið gert áhlaup á
sparifé almenn-
ings. Opnað hefur
verið á það að al-
menningur geti tekið út sér-
eignasparnað sinn til að borga
upp í skuldir og gildir einu þótt
útilokað sé að viðkomandi muni
nokkurn tímann geta greitt
þær upp.
Forsætisráðherra var einu
sinni yfirlýstur andstæðingur
verðtryggingarinnar, en hún
stendur þó óhögguð. Verð-
tryggingin var á sínum tíma
sett til þess að vernda peninga
fyrir verðbólgubálinu. Fyrir
verðtryggingu urðu afborganir
af lánum að smáaurum og lán-
ardrottnarnir sátu uppi með
tapið. Nú hefur taflið snúist
við. Áður fyrr eltu launin verð-
bólguna og áttu þátt í að
mynda vítahring, sem þjóðar-
sátt þurfti til að rjúfa. Kjör
launþega hafa hins vegar nán-
ast staðið í stað undanfarin ár.
Launatekjur hafa hækkað um
5% á Íslandi frá 2007 til 2010. Á
höfuðborgarsvæðinu hafa þær
lækkað um 1%. Kaupmáttar-
rýrnunina má telja í tugum
prósenta. Til þess að geta stað-
ið í skilum hefur almenningur
því þurft að ganga
á eigið fé. Í raun
má segja að eigið
fé landsmanna
brenni nú upp til að
greiða skuldir, sem
hækka hraðar en hægt er að
greiða þær niður.
Fyrst á sínum tíma þurfti að
grípa til aðgerða til að vernda
eigendur fjármagns fyrir verð-
bólgunni mætti ætla að nú
hefði verið gripið til aðgerða til
að vernda launþega, ekki síst
þegar í stjórn eru flokkar, sem
kenna sig við velferð og fé-
lagshyggju.
Stjórnin ætlar hins vegar að
fara aðra leið. Hún ætlar að
gera nýja atlögu að sparifé
landsmanna með því að lækka
frádráttarheimild vegna sér-
eignalífeyrissparnaðar úr 4% í
2% af launum.
Þetta þýðir að óbreyttu að
séreignasparnaður umfram 2%
verður bæði skattlagður þegar
hann er lagður inn á reikning
og þegar hann er tekinn út aft-
ur. Næst hugkvæmist stjórn-
inni sennilega að skattleggja
launin þegar þau fara inn á
launareikninginn og aftur þeg-
ar þau eru tekin út af honum.
Lækkun frádráttarheimildar-
innar er fráleit aðgerð.
Eigið fé almennings
brennur upp á
skuldabáli}
Aðför að sparnaði
E
inkalíf er okkur öllum mikilvægt.
Reyndar svo mikilvægt að það er
verndað af stjórnarskrá landsins
en í 71. gr. hennar er að finna ákvæði
sem kveður á um að allir skuli njóta
friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, sem er
þó heimilt að takmarka vegna réttinda annarra.
Hugtakið er mjög víðtækt og nær yfir nánast
allt sem snýr að einkalífi manna og rétt þeirra
til að ráða yfir eigin lífi og vera í friði fyrir af-
skiptum annarra af persónulegum högum, inn-
an þeirra marka sem lög setja.
Umræða síðustu daga hlýtur óhjákvæmilega
að skerpa á þeim spurningum sem þegar eru
komnar fram um virðingu fyrir einkalífi fólks
og árekstra við tjáningarfrelsið, sem einnig er
verndað í stjórnarskrá. Tæknin hefur auðveld-
að fólki að koma skoðunum sínum á framfæri
og aðsendar greinar í blöðum eru ekki lengur helsti vett-
vangur til slíks. Á bloggsíðum og víða á netinu má sjá fólk
fara mikinn þegar það ræðir rétt sinn til málfrelsis og auð-
vitað er sá réttur ríkur. Hinu má samt ekki gleyma að
tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð og tjáningarfrelsið er
ekki ótakmarkað, þar sem það skarast við friðhelgi einka-
lífsins og getur vegið að persónu og æru manna.
Stofnanir og vefmiðill sendu frá sér afsökunarbeiðnir
þar sem hörmuð eru mistök er snerta einkalíf fólks. Í báð-
um tilvikum er skaðinn skeður, hvort sem um er að ræða
mistök í póstlistasendingu eða fáheyrt dómgreindarleysi
við myndbirtingu stúlku sem hefur kært mann fyrir
nauðgun. Fólk er eðlilega reitt yfir myndbirt-
ingunni en það er stúlkunnar, sem aðila máls,
að ákveða hvort hún kærir hana. Myndir af
meintum geranda, sem hefur kært stúlkuna fyrir
rangar sakargiftir, birtust fljótlega eftir að málið
komst í hámæli. Þar er einnig sá munur á að við-
komandi fór fljótlega að senda frá sér yfirlýs-
ingar um málið undir nafni og fyrirgerði þannig
í raun tilkalli sínu til að vera ekki nefndur á
nafn. Þá er það er líka dómstóla að útkljá
svona mál en ekki fjölmiðla.
Í máli stundakennarans sem kærður var af
félagi fyrir siðanefnd Háskóla Íslands sáum
við að annars vegar var sett út á málsmeðferð.
Hins vegar sáum við einnig dæmi um það hvað
getur gerst þegar hópi manna þykir að sér
vegið og telur akademískt frelsi, tjáningar-
frelsi, ganga of langt á sinn kostnað. Fram-
ganga manna innan félagsins, í kjölfar kærunnar, hefur þó
ekki verið til þess fallin að auka á skilning eða samúð með
málstað þeirra.
Í liðinni viku hafa því komið upp mál sem hljóta að vekja
okkur til umhugsunar um gildi þess að einkalíf sé virt,
hversu langt tjáningarfrelsið nær, hvaða takmörkunum
það er háð og hve tæknin virðist hafa auðveldað fólki að
fara yfir þessi mörk. Hvað má og má ekki segja opin-
berlega, hvenær er verið að tjá sig opinberlega, skiptir
máli um hvern er talað, í hvaða samhengi. Það er ekki nóg
að vilja réttindin en taka svo ekki á sig þær siðferðilegu
skyldur sem þeim fylgja. sigrunrosa@mbl.is
Sigrún Rósa
Björnsdóttir
Pistill
Einkalíf og tjáningarfrelsi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
F
yrir tæplega þremur
mánuðum samþykkti
meirihluti Alþingis að
breyta lögum þannig að
ríkisstjórnarfundir
yrðu hljóðritaðir. Um er að ræða
slíkt nýmæli í lögum að prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
telur að slíkar hljóðritanir yrðu eins-
dæmi fyrir Ísland, að því er best yrði
séð. Að óbreyttum lögum hæfust
hljóðritanir frá og með 1. janúar
2012. Nú er hins vegar komið hik á
stuðningsmenn hljóðritana, a.m.k.
suma þeirra, því meirihluti stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar Alþing-
is lagði til í fyrradag að lögum yrði
breytt aftur þannig að hljóðrit-
anirnar kæmu ekki til framkvæmda
fyrr en 1. nóvember 2012. Fimm af
sex þingmönnum sem standa á bak
við tillögu um frestun studdu þó allir
hljóðritanirnar á sínum tíma, með
því að greiða frumvarpinu atkvæði
sitt, sumir reyndar með fyrirvörum.
Sá sjötti var fjarverandi við at-
kvæðagreiðsluna.
Meginástæða fyrir frestuninni
er, samkvæmt greinargerð, að það
skortir ákvæði í lögum um hverjir
muni hafa aðgang að hljóðupptök-
unum. Að áliti Róberts R. Spanó,
lagaprófessors við Háskóla Íslands,
væri ljóst að saksóknari, Alþingi og
Landsdómur hefðu aðgang að upp-
tökunum, burtséð frá ákvæði um 30
ára geymslutíma. Sama gilti um
rannsóknarnefndir Alþingis og um-
boðsmann Alþingis. Álitið vann Ró-
bert að beiðni forsætisráðuneytisins.
Bætt við í nefnd
Ákvæðið um hljóðritanir ríkis-
stjórnarfunda er að finna í nýjum
lögum um stjórnarráð Íslands sem
samþykkt voru 17. september sl.
Frumvarpið var afar umdeilt, eink-
um vegna ákvæða um að fjöldi ráðu-
neyta færi eftir tillögu forsætisráð-
herra hverju sinni, og var m.a. rætt
um að óvíst væri að ríkisstjórnin
hefði þingmeirihluta í þessu máli.
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra mælti fyrir frum-
varpinu var ekkert fjallað um hljóð-
ritanir heldur var því bætt inn að til-
lögu meirihluta allsherjarnefndar.
Gera átti upptökurnar opinberar eft-
ir 30 ár.
Þáverandi formaður nefnd-
arinnar, Róbert Marshall, Samfylk-
ingu, sagði að meirihlutinn liti svo á
að með þessu væri „brugðist við
ábendingum í skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis og tillögum í
skýrslu og ályktun þingmanna-
nefndar Alþingis og þeirri staðreynd
að stjórnvöld sækja umboð sitt til
þjóðarinnar og starfa í hennar
þágu“.
Ýmsir stjórnarandstæðingar
töldu þó að önnur og ekki eins háleit
markmið lægju að baki. Þeirra á
meðal var Þorgerður K. Gunnars-
dóttir, Sjálfstæðisflokki. Hún spurði
hvort það væri meirihluti fyrir frum-
varpinu og svaraði: „Mér sýnist svo
vera og það er einfaldlega búið að –
ég ætla ekki að segja kaupa en það
er búið að fá menn til að samþykkja
frumvarpið gegn því að ákveðnar
breytingar verði gerðar að þeirra
kröfu. Ég er að tala um þingmenn
Hreyfingarinnar sem munu vænt-
anlega styðja frumvarpið ef sú
breyting verður samþykkt að rík-
isstjórnarfundir verði hljóðritaðir,“
sagði hún.
Eini þingmaðurinn sem tók til
máls um frestunina í 1. umræðu var
Mörður Árnason. Hann lagði til að
ákvæði um að enginn hefði aðgang
að upptökunum fyrr en eft-
ir 30 ár yrðu sett inn í
lögin um stjórnar-
ráðið. Alltaf hefði
staðið til að þetta
yrðu sagnfræðileg
gögn.
Einstæðum upptök-
um frestað um sinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rætt Eitt af því sem stjórnarandstæðingar vöruðu við var að hljóðritanir
myndu leiða til þess að ákvarðanir yrðu teknar utan ríkisstjórnarfunda.
Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við HÍ,
var gagnrýninn í minnisblaði
sem hann gerði fyrir forsætis-
ráðuneytið: „Æskilegt hefði ver-
ið að tillaga um hljóðritun rík-
isstjórnarfunda hefði byggst á
ítarlegri og skýrari rökstuðningi
en raun var. Tillaga um nýmæli
af þessu tagi – sem eftir því
sem best verður séð er einstakt
fyrir Ísland – hefði þurft að
byggjast á mun meiri rannsókn
en gerð var þar sem meðal ann-
ars væri hugað að líklegum
áhrifum tillögunnar. Hér skal
ekki fullyrt að áhrif hljóðritana
á ríkisstjórnarfundum hljóti að
vera skaðleg, en sá möguleiki er
þó augljóslega fyrir hendi að
þær þvælist fyrir ákvarðana-
töku ríkisstjórna með því að
hvetja til yfirlýsinga og ræðu-
halda sem einkum eru
ætluð hlustendum
framtíðarinnar fremur
en viðstöddum ráð-
herrum á ríkisstjórn-
arfundi,“ segir þar m.a.
Rök og rann-
sókn skorti
EINSTAKT Í VERÖLDINNI