Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
✝ SnæfríðurHelgadóttir
fæddist á Hafurs-
stöðum í Öxarfirði
14. desember 1926.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Þingeyinga 29.
nóvember 2011.
Foreldrar hennar
voru Helgi Gunn-
laugsson frá Haf-
ursstöðum, f. 10.4.
1888, d. 25.1. 1983 og Kristín
Gamalíelsdóttir frá Kúðá í Þist-
ilfirði, f. 10.3. 1892, d. 7.7. 1966.
Systur Snæfríðar eru þær Jak-
obína Gunnlaug, f. 26.8. 1923,
Sigríður Ingólfa, f. 18.10. 1929
og Fanney, f. 16.12. 1930.
Þann 29. ágúst 1954 giftist
Snæfríður Birni Grími Jónssyni,
f. 17.10. 1922, frá Ærlækjarseli í
Öxarfirði og eignuðust þau
fimm börn, þau eru: 1) Jón, f.
5.12. 1953, maki Nína Þórs-
dóttir, dóttir þeirra er Margrét
Snæfríður. 2) Kristín Alda, f.
16.9. 1956, synir
hennar eru Ómar,
Änis og Sami. Óm-
ar og sambýliskona
hans Malin eiga
eina dóttur, Selmu.
3) Helgi Viðar, f.
13.1. 1958, maki
Erla Sólveig Krist-
insdóttir, börn
þeirra eru Snæfríð-
ur, Hlynur Orri og
Hafþór Ingi. 4)
Arna, f. 23.11. 1960, maki Sven
Plasgård, börn þeirra eru Björn
Valter, Eyvind Bjarki og Krist-
ina Hrafnhildur. 5) Bjarki, f.
17.11. 1969, d. 9.7. 1971.
Snæfríður ólst upp á Hafurs-
stöðum en flutti í Ærlækjarsel
árið 1953 og bjó þar með manni
sínum. Árið 1957 fluttu þau til
Kópaskers og bjó hún þar til
æviloka.
Útför Snæfríðar fer fram frá
Skinnastaðarkirkju í Öxarfirði í
dag, 10. desember 2011, og hefst
athöfnin kl. 14.
Elsku mamma.
Nú ert þú búin að kveðja þetta
jarðlíf eftir langa göngu og við
sitjum hér eftir með sorg og
söknuð í hjörtum okkar. Lengi
varst þú búin að berjast við hinn
grimma Alzheimer-sjúkdóm sem
fjötraði sál þína. Það voru mörg
erfið ár, en hamingja þín var að
elsku pabbi með óendanlegri þol-
inmæði, styrk og kærleika hugs-
aði um þig og studdi svo þú gast
búið heima allan sjúkdómsferil
þinn. Dáðumst við systkinin að
eilífri þrautseigju pabba okkar
og erum við óendanlega stolt af
ykkur báðum.
Í hjörtum okkar geymum við
allar góðu minningarnar og
þökkum þér fyrir hve þú varst
okkur góð móðir. Þú ólst upp
sem barn náttúrunnar á heiðar-
býli þar sem áhersla var lögð á
vinnusemi, vandvirkni, sam-
viskusemi, heiðarleika og ekki
síst gestrisni. Þessi og mörg önn-
ur mikilvæg gildi fengum við í
arf.
Fyrir þig var velferð fjöl-
skyldunnar alltaf númer eitt og í
hlýjum faðmi þínum fundum við
öryggi og ást. Þú varst fyrir-
myndar húsmóðir, gerðir stórar
kröfur til þín sjálfrar og allt sem
þú tókst þér fyrir hendur var vel
gert. Við vorum svo heppin að
hafa þig heima þegar við ólumst
upp og þrátt fyrir annríki og
gestagang á stóru heimili gafst
þú okkur alltaf tíma og hjálp.
Þínir hæfileikar voru margir og
einn af þeim var íslenskan og
orðaforði þinn og skáldagleði var
stór. Þú komst oft svo skemmti-
lega að orði að við gátum velst
um af hlátri. Við gleymum held-
ur aldrei öllum skemmtilegu sög-
unum og ævintýrunum sem þú
skáldaðir og sagðir okkur frá
þegar við vorum börn. Þetta
voru góðir tímar, hamingjusöm
barndómsár.
Einn dag féll svo skuggi sorg-
arinnar yfir fjölskyldu okkar.
Litli bróðir okkar Bjarki dó
snögglega þegar hann var tæp-
lega tveggja ára gamall. Sorgin
eftir fráfall hans var svo mikil að
það tókst aldrei að yfirstíga
hana. Við urðum aldrei söm sem
fjölskylda eftir og þú, elsku
mamma, þín þjáning var svo stór
að það var ekki fyrr en Alzheim-
er-sjúkdómurinn tók þig heljar-
greipum að þú loksins fékkst frið
í þoku gleymskunnar.
Örlög mannanna eru ólík og
þú fékkst þinn drjúga skammt af
sjúkdómum og mótlæti í lífinu.
Oft hjálpaði trúin þér á erfiðum
stundum. Þín trú og leit að sann-
leikanum var sterk og þú efaðist
aldrei um tilveru Guðs og eilíft
líf.
Þótt við nú syrgjum þig af öllu
hjarta, gleðjumst við samtímis
yfir því að sál þín skuli nú vera
frjáls á ný og að þú nú njótir
samverunnar með elsku litla bláa
blóminu þínu, honum Bjarka
bróður.
Guð blessi þig að eilífu, elsku
mamma.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Börnin þín,
Jón, Kristín, Helgi og Arna.
Elsku besta Snæa amma.
Það er erfitt að trúa því að þú
sért farin frá okkur. Þú barðist
við hræðilegan sjúkdóm í mörg
ár sem smám saman tók þig frá
okkur. Síðasta árið var erfitt að
eiga við þig samtal, þú gleymdir
svo fljótt því sem hafði áður ver-
ið sagt og áttir erfitt með að
fylgjast með. Mér þótti samt svo
vænt um þegar ég gat náð augn-
sambandi við þig og brosað til
þín og þú brostir hlýtt á móti.
Það var nóg til að ylja mér um
hjartarætur.
Nú þegar þú ert farin þá
streyma allar góðu minningarnar
fram sem við áttum saman. Ég
man sérstaklega vel eftir því
þegar við vorum í pössun hjá
ykkur í Mánafelli og ég fékk að
kúra á milli þín og afa á meðan
þið sögðuð mér skemmtilegar
sögur og kennduð mér söngva og
ljóð. Þá var líka alltaf gott að
koma í fótanudd til ömmu. Þú
áttir litla möppu um svæðanudd
sem við skoðuðum saman og þú
kenndir mér hvaða tásu átti að
nudda ef manni var illt einhvers
staðar í líkamanum. Ég man líka
alltaf hvað hendurnar þínar voru
mjúkar og hlýjar. Alveg ekta öm-
muhendur.
Ég vil þakka þér, elsku amma,
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig. Ég trúi því að nú sért þú
komin á góðan stað og búin að
hitta Bjarka litla á ný sem þér
þótti svo óendanlega vænt um og
saknaðir svo mikið. Þá er ég viss
um að Glói hefur tekið vel á móti
þér líka. Hann var uppáhalds
hesturinn þinn og góður vinur og
þú sagðir mér margar skemmti-
legar sögur af honum.
Ég mun sakna þín að eilífu,
amma mín.
Ég læt fylgja með vísu sem þú
kenndir mér og við sungum svo
oft saman.
Ein ég sit og sauma
inni í litlu húsi.
Enginn kemur að sjá mig
nema litla músin.
Hoppaðu upp og lokaðu augunum.
Bentu í austur,
bentu í vestur.
Bentu á þann sem að
þér þykir bestur.
(Höf. ókunnugur)
Þín nafna,
Snæfríður.
Snæfríður ólst upp með for-
eldrum sínum og þrem systrum
við Jökulsárgljúfrin. Þar er nátt-
úrfegurð mikil en lífsbaráttan
hörð og vöndust þær systur á bú-
störf og veiðar frá unga aldri
enda var hún alla tíð ákaflega
vinnusöm. Snæfríður gekk í
skóla í Öxarfirði og lauk námi frá
Húsmæðraskólanum á Akureyri.
Hún ræktaði bæði inni og úti, til
lífsviðurværis, skemmtunar og
fegrunar.
Afkomendum og skyldfólki
sýndi hún mikla ræktarsemi og
setti þarfir annarra framar sín-
um eigin. Hún lá aldrei á liði sínu
ef hún gat rétt hjálparhönd.
Snæfríður fann sinn lífsföru-
naut í sinni heimasveit, Björn
Jónsson frá Ærlækjarseli. Þar
hófu þau búskap árið 1953 og þar
fæddust tvö elstu börnin. Seinna
fluttust þau til Kópaskers. Fyrst
bjuggu þau í Steinnesi og árið
1964 fluttu þau svo í eigið hús,
Mánafell. Faðir Snæfríðar, Helgi
Gunnlaugsson, bjó hjá þeim í
Mánafelli eftir að hann hætti bú-
skap á Hafursstöðum.
Fyrstu árin þeirra á Kópa-
skeri voru þau með kýr, iðulega
með hænur og geit um tíma.
Fyrstu árin eftir að Helgi flutti
til þeirra stundu þau á sumrin
búskap á Hafursstöðum. Gest-
risni var Snæfríði í blóð borin
enda ólst hún upp við að taka
rausnarlega á móti gestum á
Hafursstöðum. Var það látið
ganga fyrir öðru að sinna gest-
um, jafnvel þó leggja þyrfti niður
vinnu um hábjargræðistímann.
Og alltaf eiga ættingjar víst skjól
í Mánafelli. Mikið tóku þau vel á
móti mér er ég kom fyrst með
Jóni í Mánafell. Allur kvíði hvarf
eins og dögg fyrir sólu, þau tóku
mér opnum örmum og var eins
og ég hefði alltaf þekkt þau.
Reyndust þau mér eins og bestu
foreldrar og fæ ég það aldrei
fullþakkað.
Snæfríður var listræn og
handlagin og léku í höndum
prjónar, nál og penslar. Hún
bæði saumaði og prjónaði á börn
og barnabörn. Eru margir dýr-
gripir í upphaldi í fjölskyldunni.
Tók hún þátt í handavinnu með
eldri borgurum í Mörk eins lengi
og heilsa hennar leyfði.
Snæfríður unni náttúrunni.
Hún naut þess að fara í göngu-
ferðir, berjaferðir á haustin og í
veiði á Hafursstaðavatni. Oft eru
Hafursstaðir áfangastaður fjöl-
skyldunnar sem hefur átt þar
margar ánægjustundir. Þar er
yndislegt að endurnæra lífs-
kraftinn í kyrrð og náttúrufeg-
urð.
Árið 2002 greindist Snæfríður
með Alzheimer-sjúkdóminn og
var mjög af henni dregið síðustu
árin. Björn annaðist hana heima
eins lengi og nokkur kostur var
af einstakri ósérhlífni og naut
dyggs stuðnings Helga sonar
þeirra, Erlu tengdadóttur og
barna þeirra. Kristín og Arna,
sem báðar búa erlendis, komu
oft í langar heimsóknir síðustu
árin. Starfsfólkið í Stóru-Mörk,
miðstöð fyrir aldraða á Kópa-
skeri, reyndist henni sérstaklega
vel í hennar veikindum og á
miklar þakkir skildar. Einnig var
þjónusta starfsfólks heilsugæsl-
unnar á Kópaskeri mikill stuðn-
ingur. Mágkona Björns, Erla
Bernharðsdóttir, var mikil hjálp-
arhella og það ber að þakka.
Snæfríður lagðist inn á Heil-
brigðisstofnun Þingeyinga á
Húsavík 15. nóvember sl. þegar
sjúkdómur hennar bar hana end-
anlega ofurliði og lést þar 29.
nóvember. Við minnumst hennar
með ást, þakklæti og virðingu.
Blessuð sé minning hennar.
Nína Þórsdóttir.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perlug-
lit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Þetta kvæði kemur upp í huga
okkar þegar við minnumst elsku-
legrar móðursystur okkar sem
verður jarðsett í dag frá Skinna-
staðakirkju. Þar kveðjum við
frænku okkar sem margar minn-
ingar tengjast. Margar góðar
samverustundir áttum við fjöl-
skyldurnar saman í gegnum tíð-
ina. Oft hittumst við á Hafurs-
stöðum sem krakkar, á meðan afi
og amma bjuggu þar og svo síðar
með fjölskyldum okkar. Í sumar
hittumst við þar afkomendur
Snæu og Fanneyjar og gerðum
okkur glaðan dag, við erum mjög
þakklát fyrir að hafa átt þá stund
saman.
Snæa var mikil húsmóðir,
heimili hennar í Mánafelli var
alltaf snyrtilegt og hlýlegt. Það
fylgdi því svo mikil ró að koma
þar inn. Í dag finnst okkur eins
og við höfum gengið hægar þeg-
ar við komum þar, virðing fyrir
því sem tilheyrði Snæu var okk-
ur í blóð borin. Hún annaðist afa
frá Hafursstöðum í meira en 15
ár eftir að hann brá búi og flutti
til Snæu og Björns á Kópasker.
Sú umhyggja og alúð sem hún
veitti honum verður seint full-
þökkuð.
Snæa var þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að vera heima á Mána-
felli hjá Birni sínum allt fram til
síðasta dags þrátt fyrir að sjúk-
dómurinn væri farinn að setja
mark sitt á hana.
Góð minning um góða frænku
lifir með okkur um ókomin ár.
Við sendum Birni, Jóni, Krist-
ínu, Helga, Örnu og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Helga, Halldór, Kristín,
Sigþóra og Böðvar.
Snæfríður
Helgadóttir
Hulda Margrét
hefur verið traustur vinur frá
fyrstu kynnum eða allt frá
unglingsárum, við höfum því
gengið í gegnum súrt og sætt
saman í rúm 40 ár. Það er
margs að minnast eins og t.d.
þegar við bjuggum í Grjóta-
þorpinu – tvítugar stúlkurnar
og lífið kraumandi í menningu,
bæði franskri og íslenskri,
framandlegur matur, tarot-
spil, púsl, bækur, myndlist,
Tolkien krufinn til mergjar og
kaffidrykkja langt fram á næt-
ur, róttæk pólitík, fólk flutti
sundur og saman – mikið um-
rót, iðandi mannlíf og útlöndin
að verða til. Hulda, lítil og
nett, orðheppin og svöl, tók
þátt með okkur hinum en var
einhvern veginn fullorðnari en
við hin og jafnvel ábyrgari.
Hulda Margrét
Waddell
✝ Hulda MargrétWaddell fædd-
ist í Reykjavík 10.
júlí 1955. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 1. des-
ember 2011.
Útför Huldu fór
fram frá Áskirkju
9. desember 2011.
Hún varð t.d. fyrst
til að kaupa sér
íbúð og fyrir
bragðið þurfti hún
að vinna fyrir sér
og það gerði hún
svo sannarlega.
Heimilið hennar
varð strax áber-
andi fallegt og hlý-
legt þar sem
nostrað var við
hvern hlut.
Hulda var sterkur persónu-
leiki, fluggreind og mikill
grúskari. Áhugamál hennar
snérust um bókmenntir, ýmis
forn fræði, tungumál og aust-
ræna menningu. Hún var
menningarviti sem greindi
kjarna málsins en dvaldi ekki
við yfirborðið. Hulda var orðin
fræðimaður löngu áður en hún
hóf nám í guðfræði við Háskóla
Íslands. Það var stórt stökk og
sýndi kjark þegar hún ákvað
að segja upp öruggri vinnu upp
úr fimmtugu og hella sér út í
fullt nám. Loksins lét hún eftir
sér að gera það sem hún hafði
brennandi áhuga á.
Guðfræðinámið tók hún af
ákveðni og eljusemi og lét sem
ekkert væri þegar hún greind-
ist með krabbamein, heldur
hélt hún sínu striki og naut
þess að vera í náminu og
grúskinu og náði að hefja
meistaranámið. Tveimur árum
eftir greiningu tók sjúkdóm-
urinn að ágerast og varð að
lokum svo íþyngjandi að ekki
var um annað að ræða en að
beita öllum sínum kröftum
gegn honum. Hógværð, yfir-
vegun og æðruleysi einkenndu
hana þegar hún gekk til móts
við örlög sín.
Nú er þessi frábæra vinkona
farin frá okkur alltof fljótt. Við
söknum hennar mikið en minn-
ingin um hana mun lifa með
okkur og við erum þakklát fyr-
ir samfylgdina. Hún átti eftir
að gera margt og vildi auðsjá-
anlega fá meiri tíma með Gulla
sínum. Hulda og Gulli voru
með afbrigðum samrýnd hjón.
Á milli þeirra ríkti virðing og
jafnvægi og það var ekkert
nema gleði að vera samvistum
við þau. Missir Gulla er mikill.
Elsku Gulli – okkar dýpsta
samúð til þín og fjölskyldunnar
allrar frá okkur vinkonunum
og mökum okkar, Berki og
Ingvari.
Dóra Hansen og Bryn-
dís S. Guðmundsdóttir.
Kveðja frá Guðfræði- og
trúarbragðafræðideild
Háskóla Íslands
Hulda Waddell hóf nám við
Guðfræði- og trúarbragða-
fræðideild Háskóla Íslands ár-
ið 2005 en þá var hún fimmtug
að aldri. Áður hafði hún stund-
að nám í forngrísku við heim-
spekideild Háskólans á árun-
um 1987 til 1990. Hulda lauk
BA-prófi frá Guðfræðideild í
febrúar 2009 með mjög góðri
einkunn og stundaði fram-
haldsnám í guðfræði þegar hún
lést. Hulda var einkar góður
námsmaður, sinnti námi sínu
af áhuga og naut þess að iðka
fræðin. Hún bar mikla virðingu
fyrir kennurum sínum og
þeirra fræðastörfum. Hulda
stefndi að því að ljúka námi frá
Guðfræði- og trúarbragða-
fræðideild með meistarapróf-
sritgerð í nýjatestamentis-
fræðum en aðaláhugasvið
hennar voru biblíufræði og
trúarbragðafræði.
Hulda var ljúf og elskuleg
kona. Hún var greind, jákvæð
og brosmild, yfir henni var ró
og friður. Fyrstu árin vann
hún með námi og síðari árin
þurfti hún að glíma við erfið
veikindi. Hún kynntist sam-
stúdentum sínum vel og eign-
aðist góða vini í þeirra hópi.
Síðastliðið vor fór hún með
hópi stúdenta og einum kenn-
ara í námsferð til Rómar. Sú
ferð heppnaðist mjög vel og
hún naut hennar mikið.
Það er dýrmætt að hafa
kynnst manneskju á borð við
Huldu Waddel. Hún bar veik-
indi sín með æðruleysi og
stundaði nám sitt eins og henni
var framast unnt.
Fyrir hönd Guðfræði- og
trúarbragðafræðideildar Há-
skóla Íslands votta ég eigin-
manni og fjölskyldu Huldu
innilega samúð og bið Guð að
blessa þau í sorg þeirra. Bless-
uð sé minning hennar.
Sólveig Anna Bóasdóttir,
deildarforseti.
Það er mikið lán hverjum
kennara að hafa í hópi nem-
enda sinna slíka sem glæða
kennsluna lífi með jákvæðni
sinni, uppbyggilegum athuga-
semdum og elskulegu viðmóti.
Reynast kennaranum sannkall-
aðar hjálparhellur.
Hulda Waddell var slíkur
nemandi, slík hjálparhella. Hóf
seint nám í guðfræði en stund-
aði námið af þeim mun meiri
áhuga. Hún var mér afar kær
og var hreinlega áskrifandi að
ágætiseinkunnum í gamla-
testamentisfræðum. Nú þegar
hún er öll les ég ýmsar rit-
gerða hennar og þær eru og
verða mér kærkominn minn-
isvarði um þessa dugmiklu
konu. M.a. skrifaði hún ritgerð
um 91. Davíðssálm þar sem er
að finna orðin „Hæli mitt og
háborg, Guð minn, er ég trúi
á.“ Ritgerð sem bar vitni um
nákvæmni hennar, hugmynda-
auðgi, áhuga og trúarafstöðu.
Allt svo vel gert að unun var
að lesa.
Í erfiðum veikindum sínum
gaf hún sér oft tíma til að
senda mér skilaboð í gegnum
fésbókina. Við skiptumst t.d. á
skoðunum um nýja guðfræði-
bók sem við kunnum bæði að
meta, bók með titlinumThe
Valley of the Shadow of Death,
og fjallar um sjúkdómsstríð
þekkts biblíufræðings og
hvernig hann tengir það fræð-
um sínum. Þar kannaðist
Hulda við margt úr sínum
veikindum. Hún nefndi í því
sambandi það orðalag viðkom-
andi guðfræðings að það hefði
verið eins og tónlistin hefði
þagnað þegar hann fékk úr-
skurðinn um alvarleg veikindi
sín. Þá lýsingu þekkti hún af
eigin raun. Hana langaði að
skrifa ritdóm um þessa bók en
veikindin komu í veg fyrir það.
Hulda var ótrúlega jákvæð í
veikindunum, talaði meira um
fræðin en veikindin. Síðustu
orð hennar til mín voru: „Gott
að það eru góðir nemendur hjá
þér, nema hvað!“ Að lokum vil
ég vitna í Sálm 91 sem henni
var svo kær en þar segir: „því
að þín vegna býður hann út
englum sínum til þess að gæta
þín á öllum vegum þínum.“
Nú ert þú Guði og englum
hans falin á nýrri vegferð
þinni. Vertu sæl, kæra Hulda,
megi Guð blessa minningu þína
og styrkja Örn, eftirlifandi ei-
gimann þinn, og aðra vanda-
menn. Heilar þakkir fyrir allt
og allt.
Gunnlaugur A. Jónsson.