Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 36
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Hvernig á ein- staklingur að lifa á þrjátíu og þrjúþúsund og sjöhundruð krónum á mánuði? Kr. 33.700 á að duga fyrir húsnæði, mat, lyfjum og öllu öðru sem viðkomandi einstaklingur þarf á að halda til að lifa af á Ís- landi í dag. Þetta er í boði Félagsþjónust- unnar í Hafnarfirði og gert í samtengingu við lygaútskurð Vinnumálstofnunar. Þ.e.a.s. eins og það er orðað svo faglega hjá fé- lagsþjónustunni: helmingur af hálf- um bótum eða bara 25% af fullum sem eru kr. 134.800. Það er ekki hægt að lifa á fullum bótum heldur bara tóra. En það er bara verið að svelta fólk til bana með kr. 33.700 á mánuði og því hálaunaða fólki til ævarandi skammar sem leikur sér að heilsu og lífi fólks með svona smánarbótum. Enn verra er það að þessum smánarbótum er komið á með lyg- um. Að félagsþjónustan í Hafn- arfirði fullyrði í bréfi til viðkomandi einstaklings að hann fái þessar bætur vegna þess að hann hafi sjálfur hætt í vinnu er gróf lygi, eins og þeir vita, því hjá þeim er náms- samningur frá Vinnu- málastofnun um nám í Háskóla Íslands. Samningur sem Vinnu- málstofnunin stóð ekki við, en samþykkti og stimplaði þann 18. ágúst sl. og rifti síðan um tveim vikum síðar. Svokölluð norræn velferðarstjórn með Jóhönnu og Steingrími er í heilögu stríði við bótaþega þessa lands og sigur þeirra felst í því að ná að svelta þá á öllum sviðum, t.d. með húsnæði, mat og lyf. Öryrkjum, fé- lagsbótaþegum og lífeyrisþegum er neitað um bætur til að lifa mann- sæmandi lífi og standa frammi fyrir eftirfarandi. Matur nei, lyf nei, læknir nei, tannlæknir nei, gler- augu nei, föt nei, skór nei, skemmt- anir nei og nú húsnæði nei. Eymdarstjórn Samf. og VG hælir sér af því að hafa varið okkur bóta- þegana. Þetta er fáránlegt og það er stórfurðulegt er ráðherrar þeirra með um milljón á mánuði, frítt fæði að stórum hluta, frían bíl og bíl- stjóra og einnig frían síma og á háum ferðadagpeningum erlendis segja mig sem öryrkja hafa fengið fulla desemberuppbót og stór- Svelt Eftir Guðmund Inga Kristinsson »En það er bara verið að svelta fólk til bana með kr. 33.700 á mánuði. Guðmundur Ingi Kristinsson Höfundur er öryrki og formaður BÓTar. hækkun á bótum mínum við þeirra stjórn. Sannleikurinn er sá að ég fékk um 2% í jólauppbót af hæstu bótum sem eru um kr. 400.000 eða um kr. 7.000 eða kr. 4.000 eftir skatt. Fyrir þessa rausnarlegu jólagleðibætur fer ég nú strax og kaupi jólasteik- ina og meðlætið og þá einnig allar jólagjafirnar. Afganginn nota ég um áramótin og til lyfjakaupa á nýju ári. Árið 2001, þann 1. des., var des- emberuppbótin kr. 7.000 eða sú sama og hún er í dag eða tíu árum síðar. Þá var örorkulífeyririnn og tekjutryggingin um kr. 43.000 en í dag er sú upphæð um kr. 55.000 og mismunurinn því kr. 12.000 á 10 ár- um. Þessi upphæð fór hæst í um kr. 73.000 um áramótin 2006-7 og þá var desemberuppbótin um kr. 14.000 eða helmingi hærri. Þetta sýnir skerðingar svokallaðrar vinstri vélferðastjórnarinnar upp á kr. 18.00 á mánuði og sýnir svart á hvítu lygi þeirra um að við lífeyr- isþegar höfum verið varðir af þeim eftir bankahrunið. Þessar hæstu bætur mínar voru í boði fyrri rík- istjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og þá voru Jóhanna og Steingrímur í stjórnarandstöðu og að gagnrýna að ekki væri hækkað meira til bótaþega. Ef tekið er inn að húsaleiga hef- ur hækkað úr kr. 100.000 í kr. 200.000 og matvörur um 80% ásamt öðrum hækkunum þá er engin furða að nú lepja bótaþegar dauðan úr höndum þessarar ríkistjórnar sem á að vera kennd við lygi og mannvonsku, en ekki velferð. Skerðing lífskjara hefur verið stöðvuð og kaupmáttur er farinn að aukast segja VG eftir landsfund. Þetta er brandari á kostnað okkar bótaþega og það með formanni ÖBÍ á fundinum. Steingrímur segir að vegna bankahrunsins ynnist ekki sú barátta án fórna að koma málum velferðasamfélagsins í lag. Hann tók málstað fjármagnseiganda og hálaunamanna með því að sam- þykkja að svelta okkur bótaþega í hel. Í boði Jóhönnu eru fátækir sem aldrei fyrr í biðröðum eftir mat og allri þeirri hjálp sem aðrir en nú- verandi stjórn veita. Hún er of upp- tekin af því að taka til í garði ann- arra þjóða og hjálpa þeim fátæku þar. Stingur því hausnum í fátækt- arskerðingarruglið og sér bara vel- ferð og því er það í lagi að senda milljarða króna til hjálpar erlendis, en ekki nema örfáir aurar verða eftir hér heima. Hvað væri hægt að gera við 10% af þessari upphæð hér hjá Fjölskylduhjálp Íslands eða öðrum hjálparstofnunum? Eru 10% um 300 milljónir króna og ef restin væri notuð fyrir okkur lífeyrisþeg- anna hvernig væri okkar staða þá? Þá mun nýtt ár koma með skerð- ingum strax í boði Jóhönnu og Steingríms og þá mun velferð- arráðherrann Guðbjartur sjá til þess að við getum ekki borgað lyfin og því mun ný og áður óhugnanleg staða koma upp. Allt er þetta í boði manna sem sjálfir hafa það ein- staklega gott fjárhagslega og eiga skuldlaust eigið húsnæði og hafa engri skerðingu orðið fyrir eftir bankahrunið, heldur bara tekið við um kr. 100.000 kauphækkun og veglegum desemberbónus. Allt gert í boði almennra skatt- greiðenda og með jólakveðju frá þeim skerðingarskötuhjúum Jó- hönnu og Steingrími. Gleðileg jól og komandi ár til bótaþega og verið áfram í boði okkar í peninga-, lík- amlega og andlegu svelti. Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is • Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Reykjavík Eignir óskast 2ja herbergja íbúðir óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir nokkrum 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsum á Höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar verða staðgreiddar ef um semst. Allar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson sölumaður á Eignamiðlun. Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-400 fm einbýli í Þingholtunum. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Raðhús í Fossvogi óskast Höfum kaupanda að raðhúsi í Fossvogi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl veitir Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 Einbýlishús í Vesturborginni óskast Æskileg stærð 300-400 fm. Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Vesturborginni. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 Húseign í nágrenni Landakotstúns óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm húseign sem næst Landakotstúni, staðgreiðsla í boði. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. 800-1200 fm atvinnuhúsnæði óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 800 - 1200 fm atvinnuhúsnæði, helst á einni hæð með góðri lofthæð. Æskileg staðsetning eru Hvörfin í Kópavogi eða Hálsarnir í Árbænum. Mosfellsbær kemur einnig til greina. Aðeins kemur til greina heil húseign. Stað- greiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Geir Pálsson á Eignamiðlun 2-4 þús. fm húsnæði í Örfisey óskast Óskum eftir fyrir fjársterkan aðila 2-4þús. fm húsnæði í Örfisey. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sérhæð í Vesturborginni eða í Hlíðunum óskast Traustur kaupandi óskar eftir 120 - 150 fm sérhæð í Vestur- borginni eða í Hlíðunum. Góðar greiðslur í boði. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. Óskum eftir 2ja herbergja Fjársterkur kaupandi óskar eftir þremur 2ja herb. íbúðum, helst í sama húsi, miðsvæðis í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. Vantar - Vantar - Vantar Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur á söluskrá allar stærðir og gerðir af íbúðarhúsnæði. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Eignamiðlunar. Tvö fjöleignarhús til sölu Fasteignin Bjarkardalur 33, Reykjanesbæ, er til sölu en hún er í eigu þrotabús Týrus ehf. Um er að ræða þriggja hæða fjöleignarhús með sex þriggja herbergja og tíu fjögurra herbergja íbúðum sem eru tilbúnar til innréttinga auk átta fokheldra bílskúra en fasteignin var byggð var árið 2009. Íbúðirnar eru 98-121 m2 að stærð. Óskað er eftir tilboðum í eignina í heilu lagi. Fasteignin Reynidalur 1, Reykjanesbæ, er til sölu en hún er í eigu þrotabús Týrus ehf. Um er að ræða tveggja hæða fjöleignarhús með fjórum þriggja herbergja og ellefu fjögurra herbergja íbúðum. Eignin er fullfrágengin en fasteignin var byggð árið 2008. Íbúðirnar eru 97-118 m2 að stærð. Óskað er eftir tilboðum í eignina í heilu lagi. Fasteignirnar seljast í núverandi ástandi sem væntanlegir tilboðsgjafar eru beðnir að kynna sér rækilega. Allar nánari upplýsingar fást hjá skiptastjóra þrotabús Týrus ehf., Guðna Bergssyni hdl., sími 515-7400, gudni@lr.is. RATLEIK LITLU JÓLBÚÐARINNAR Skráningarblað verður afhent í Litlu Jólabúðinni á Laugavegi 8 „aðeins“ laugardaginn 10. desember. AÐSTOÐIÐ BÖRNIN VIÐ LEITINA OG SKRIFTIR. Skila þarf blaðinu í Litlu Jólabúðina eigi síðar en 20. desember með nafni og síma. Finndu þrettán jólasveina í verslunargluggum fyrir 10 ára og yngri. DREGIÐ VERÐUR ÚR RÉTTUM LAUSNUM OG VERÐA ÞRÍR VINNINGAR AFHENTIR Á AÐFANGADAGSMORGUN Í LITLU JÓLABÚÐINNI AÐ LAUGAVEGI 8. Sjá nánar á Facebook/Litla jólabúðin & midborgin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.