Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 18
VIÐTAL Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Fjárfestirinn Huang Nubo, sem á dögunum var hafnað um undanþágu til að kaupa um 72% af 300 ferkílómetra landi Grímsstaða á Fjöllum, segist hafa orðið ráðvilltur þegar hann hafi í kjölfar þess að innanríkisráðherra birti ákvörðun sína fengið þær upplýsingar að hægt væri að halda viðræðum áfram, sem hann er reiðubúinn að gera. „Kannski er þetta séríslensk leið til að gera hlutina,“ segir Hu- ang en Morgunblaðið átti viðtal við hann í gegnum tölvupóstssamskipti. Hann segist persónulega ekki hafa neitt á móti innanríkisráðuneytinu en gagnrýnir málsmeðferðina harðlega og segist ráðvilltur eftir að hafa lesið svarið frá ráðuneytinu. „Ef ég var að kaupa of stórt land hefði ég búist við því að það væru nákvæm ákvæði í lögum ykk- ar um hámarksstærð þess lands sem erlend- um fjárfestum er leyfilegt að kaupa. Það bæði ruglar fjárfesta og dregur úr vilja þeirra til að fjárfesta ef ekki fást skýr svör. Það mega alls ekki vera handahófskenndar ákvarðanir sem byggjast á velþóknun eða vanþóknun.“ Huang segist enn standa við þær fyrirætl- anir sínar að byggja upp keðju norrænna ferðaþjónustustaða. „Upphaflega var ætlunin að gera það frá Íslandi, stofna höfuðstöðvar í Reykjavík og ráða starfsfólkið þaðan,“ segir Huang. Það myndi síðan finna fjárfestingar- möguleika á Norðurlöndum sem yrði farið í skref fyrir skref. „Hins vegar lítur ekki út fyrir að það muni ganga. Geti ég ekki fjárfest á Íslandi verð ég í sambandi við viðeigandi stofnanir í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð.“ Sú vinna sé þegar hafin þar sem stofnanir þar hafi þegar reynt að hafa samband. Á næstu einu til tveimur árum kanni starfsfólk á hans vegum fjárfestingarmöguleika innan þessara landa áður en hann taki svo ákvörðun. Reiðubúinn í viðræður áfram Haft hefur verið eftir iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að Fjárfestingastofa yrði í sambandi við Huang í því skyni að leið- beina við fjárfestingar á Íslandi. Hefur í viðræðum verið komið inn á þann möguleika að þú getir keypt landið, eða þá leigt það af landeigendum eða ríkinu ef það keypti landið? „Fjárfestingastofa hafði samband við okkur í síðustu viku og við höldum sambandi í gegn- um fulltrúa minn á Íslandi,“ segir Huang og lýsir ánægju sinni með að vera í sambandi við íslenskar fjárfestingastofnanir. Hann ítrekar að í viðskiptum sínum leggi hann áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustusvæða fremur en einstakra hótela. „Ég byggi upp svæði, kaupi land eða leigi eftir því sem hentar starfsem- inni. Reyndar leigi ég yfirleitt land frekar en að kaupa, svo ég er opinn fyrir viðræðum um hvers konar form á fjárfestingunni. Svo lengi sem ekki er lokað á viðræður er ég reiðubúinn að halda áfram; kaupsýslumenn hafa alltaf þolinmæði í samningaviðræðum.“ Iðnaðarráðherra hefur í fjölmiðlum sagst reiðubúin til viðræðna um fjárfestingar við Huang. Hann segist aðspurður spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands og ræða fjárfest- ingarmöguleika. Hann verði hvort eð er tíður gestur á Íslandi enda eigi hann þar gamla vini. Af hverju „allt þetta land“? Þegar Huang er spurður hvort hann þurfi „allt þetta land“ segir hann: „Ég kom ekki með stækkunargler frá Kína til Íslands í leit að landi en þetta er það land sem mér var boð- ið að fjárfesta í. Ástæðan fyrir því að ég hafði áhuga og ákvað að fjárfesta í hugmyndinni er sú að hún er í samræmi við ferðaþjónustu- hugmyndir mínar og hvernig ég stunda við- skipti í víðara samhengi. Ég held að það gæfi ekki mikið af sér að setja upp eitt hótel ein- hvers staðar á Íslandi. En ef ég byggi upp ferðaþjónustu og græði upp eitthvað af auðn- inni og hæðunum og sé fyrir viðeigandi af- þreyingu þá verður hún mjög aðlaðandi fyrir flesta ferðamenn. Ég vonast til að þeir eyði minnst þremur til sjö dögum af frítíma sínum þar. Þannig gefur hver ferðamaður meira af sér, Kínverjar, Evrópubúar, Bandaríkjamenn, Asíubúar og Rússar og efnahagslegur grunn- ur fyrir svæðið er byggður upp.“ Hugmyndin um golfvöll þykir nokkuð lang- sótt t.d. vegna veðurfars. Hvert er þitt mat? „Ég ætla að byggja upp vistvænan golfvöll í sátt við vistkerfið á svæðinu.“ Þar séu allir þættir fyrir hendi. Grasið á svæðinu sé hægt að rækta fyrir flatirnar. Ekki sé ætlunin að halda stórmót á vellinum enda góðir golfvellir í nágrenninu. Þótt áskorun felist í að byggja upp vistvænan golfvöll, sérstaklega með tilliti til umhverfissjónarmiða, þá þurfi litla fjárfest- ingu til þess. Hvað veðurfarið varðar segir Huang það sína reynslu að ferðaþjónustusvæðum heims- ins sé almennt skipt í háannatíma og tímann utan hans, háð veðurfari. „Reyndar minnir veðurfarið á Íslandi nokkuð á Khasgar, svæði í norðvesturhluta Kína, þar sem ég rek stóra ferðaþjónustu; langir vetur og stutt sumur. Við höfum reynslu af því að eiga við mismun- andi veðurfar og myndum verða vel undirbúin fyrir að nýta hverja árstíð sem best.“ Vestrænir fordómar Í umræðu um landakaup þín hefur komið fram gagnrýni á reynslu Svía af tilteknum kín- verskum fjárfestum. „Þetta eru fordómar Vesturlanda gagnvart kínverskum fjárfestum. Við höfum fjárfest í Bandaríkjunum við góðan orðstír. Ég er for- maður Kínadeildar í náttúruverndarsamtök- unum American Nature Concervancy Associa- tion, sem vinnur mikilvægt starf við að vernda skóga og villta náttúru í Afríku og Kína,“ segir Huang en hann hafi komið að vernd fornra kínverskra þorpa og eitt þeirra hafi farið á heimsminjaskrá árið 2000. „Ég hef haft tækifæri til að ræða ábyrgð kínverskra fjárfesta við þá sem hafa gert slík- ar athugasemdir og ég geri það fúslega. Þegar litið er til 30 ára þróunar kínversks markaðs- hagkerfis tel ég að ég sé vel liðinn og heiðar- legur og trúi því að ég hafi lagt eitthvað fram til heimsins og alþjóðavæðingar.“ Segist vilja íslenskt vinnuafl Einnig hefur verið rætt um hvort þú munir nýta þér innlent vinnuafl ef af fyrirhugaðri uppbyggingu verður? „Auðvitað mun ég nota mér íslenskt vinnu- afl við uppbyggingu verkefnanna. Það er sama hvar ég hef fjárfest, í Kína eða Bandaríkj- unum, ég hef alltaf haldið mig við þá grund- vallarreglu að fjárfestingarnar skili sér til fólksins á svæðinu.“ Þetta sé lykilþáttur í vel- gengni Zhongkun í Kína og Bandaríkjunum. Komið hefur fram að þú vildir tengja þjóð- garðinn í Jökulsárgljúfrum við land Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Hvernig væri það gert, en nú á ríkið 25% af landi Grímsstaða? Huang segist mikill umhverfisverndunar- sinni og vísar aftur til þess að hann er formað- ur Kínadeildar í náttúruverndarsamtökunum American Nature Concervancy Association. Umhverfisráðuneytið hafi þegar farið fram á að hluti landsins verði gerður að þjóðgarði. Að hans áliti sé það mjög viðeigandi og hann myndi styðja það í samvinnu við ríkisstjórn- ina. Morgunblaðið/Ernir Grímsstaðir á Fjöllum Huang Nubo segir stærð landsins ekki hafa verið aðalatriðið en það hafi allt verið til sölu. Reiðubúinn að halda áfram á meðan ekki er lokað á viðræður  Segir það rugla fjár- festa og draga úr vilja þeirra til að fjárfesta ef ekki fáist skýr svör 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Gogglur í jólgjöf UMBOÐS- OG DREIFINGARAÐILI: OPTICAL STUDIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.