Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 35
Ég fór í flokkspólitík árið 2002 aðallega til að vinna að framgangi tveggja hugsjónamála minna, annars vegar umhverfismála og hins vegar jafnréttismála og þá sérstaklega mála tengdra kyn- bundnu ofbeldi. Að báðum mála- flokkunum hafði ég unnið sem lögmaður en taldi að ég gæti unn- ið þeim enn meira gagn sem stjórnmálamaður. Traust og fagleg stefna VG í umhverfis- og kvenfrelsismálum höfðaði sterkt til mín. Ég var síðan kjörinn á þing vorið 2007. Ég vænti því mikils þegar VG myndaði stjórn með Samfylkingunni 1. febrúar 2009. Nú væri unnt að gera skurk í umhverf- ismálum, bjarga Þjórsá, og gera róttækar um- bætur í jafnréttismálum. Annað kom á daginn og vonbrigðin eru djúpstæð. Í dæmaskyni má nefna að Þjórsá er á fórnarlista rammaáætlunar og Magma Energy eignaðist orkulindir okkar á Reykjanesi gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð án þess að ríkisstjórnin neytti ótal færa til að ganga inn í þau kaup. Hún kaus fremur að leggja 11,5 milljarða í tryggingafélagið Sjóvá auk annarrar óráðsíu í þágu fjármálafyrirtækja. Það reyndi á ríkisstjórnina og stjórnarliða í jafnréttismálum við lokaafgreiðslu fjárlaga fyr- ir árið 2012. Þar lögðum við Lilja Mósesdóttir til að fjárframlög til Jafnréttisstofu yrðu aukin um 50 milljónir, til Kvennaathvarfsins í Reykjavík um 18 milljónir og til Stígamóta um 22 milljónir. Það er rétt að halda því til haga að fjárframlög til Jafnréttisstofu námu 134,9 milljónum árið 2009 en „norræna velferðarstjórnin“ hefur lækkað þau árlega og þau nema 83 milljónum samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2012. Tillögur okkar Lilju eru í fullu samræmi við stefnuskrár Samfylkingarinnar og VG, sem samkvæmt landsfundarályktun kveðst vera kvenfrels- isflokkur. Hnykkt er á þessari stefnu í sam- starfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir m.a.: „Málaflokkur jafnréttismála fái aukið vægi innan stjórnkerfisins. Jafnréttisstofa verði efld og sjálfstæði hennar aukið.“ Í sömu yfirlýsingu er lögð rík áhersla á að út- rýma kynbundnum launamun og kynbundnu of- beldi og síðar segir: „Sérstaklega verði hugað að forvarnar- og viðbragðsáætlun til að bregðast við auknu heimilisofbeldi samhliða versnandi efnahagsástandi.“ Það er skemmst frá því að segja að tillögur okkar Lilju voru kol- felldar. Ekki einn einasti stjórn- arliði greiddi þeim atkvæði að ég best veit, ekki einu sinni yfirlýstir femínistar. Niðurskurður í vel- ferðarmálum og uppsagnir í kjöl- farið hafa fyrst og fremst bitnað á konum og launamunur kynjanna fer ört vaxandi. Fjárlögin eru auk þess landsbyggðarfjandsamleg. Við Lilja forgangsröðuðum í 86 breytingartillögum okkar i þágu velferðarmála, einkum til heilbrigðisþjónustu, bótakerfa, sjúkratrygginga og löggæslu, og í þágu jafn- réttismála. Við bættum verulega í velferðina með því að draga úr framlögum vegna kostn- aðar við ESB umsóknina, úr framlögum til að- alskrifstofa ráðuneyta, sendiráða, fjármálaeft- irlits o.fl. sem ríkisstjórnin setti í forgang. Það er í raun vandalaust að forgangsraða enn betur og skera í fitulög fjárlaga í þágu velferðar. Tillögur okkar Lilju upp á 95 milljóna króna framlag til Jafnréttisstofu, Kvennaathvarfsins í Reykjavík og Stígamóta nema líklega um 3% af beinum og óbeinum kostnaði árið 2012 vegna ESB-umsóknarinnar. Til samanburðar má einnig benda á að tillögur okkar Lilju nema tæpum 20% af 548 milljóna aukafjárveitingu til Fjármálaeftirlitsins sem fær nærri 2 milljarða fjárveitingu alls árið 2012. Er von að spurt sé: Hvað varð um jafnrétt- isfyrirheit ríkisstjórnarinnar? Af hverju for- gangsraðar hún í þágu ESB, fjármagns og fjár- málaeftirlits í stað velferðar? Er norræna velferðin týnd og tröllum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og hægri kratisma gefin? Eftir Atla Gíslason » Tillögur okkar Lilju upp á 95 milljóna króna framlag til Jafnréttisstofu, Kvenna- athvarfsins og Stígamóta nema líklega um 3% af kostn- aði 2012 vegna ESB. Atli Gíslason Höfundur er alþingismaður. Samfylkingar- og VG- félagar: Hvers eiga jafn- réttismálin að gjalda? 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Í Fréttablaðinu í dag 8.12. er allsérkennileg auglýsing frá Skipulagsstofnun. Stofnunin auglýsir álit sitt og niðurstöðu varðandi Vestfjarðaveg (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þver- ár í Kjálkafirði, Reykhólahreppi og Vesturbyggð. Álitið er liður í mati á umhverfisáhrifum og er þess efnis að ekki megi leggja veg til Vestfjarða samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til nýrra vega samkvæmt for- sendum Vegagerðarinnar. Þess í stað eigi að leggja vegina í samráði við Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Báðar þessar stofnanir, Skipulagsstofnun og Nátt- úrufræðistofnun, hafa vakið athygli lands- manna fyrir þær sakir að þær hafa gengið mjög langt til þess að koma í veg fyrir end- urbætur á ónýtum vegum sem Alþingi hefur ákveðið að endurbyggja. Þessi ótrúlega auglýsing vakti upp minn- ingar hjá mér frá þeim tíma þegar sömu stofnanir lögðust gegn því að lagður væri vegur sem í dag ber heitið Vatnaleið. Sá vegur kom í stað vegar um Kerlingaskarð sem var þekktur farartálmi vegna ófærðar og íllviðra að vetri. Þegar kom að því að vinna umhverfismat vegna Vatnaleiðar setti Náttúrufræðistofnun sína helstu sérfræð- inga til verka. Þeir skrifuðu langa og ít- arlega skýrslu um gróðurfar og fuglalíf og hætturnar sem gætu steðjað að vegna vega- gerðar meðfram Baulárvallavatni og Sel- vallavatni á Snæfellsnesi. Vatnaleið þykir einhver fegursta leið sem þekkist á Íslandi auk þess að vera fær allan ársins hring. Við lestur skýrslunnar um Vatnaleið setti marga hljóða. Í lokakafla hennar er fjallað um alvarlegustu hættuna og þá hættu sem átti sjáanlega að koma í veg fyrir að Vatna- leiðin yrði að veruleika. Þessi síðasti kafli í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands fjallaði um „Skrímslið í Baulárvallavatni“. Efni skýrslunnar má lesa á netinu ef menn efast. Þar segir: „Skrímslið í Baul- árvallavatni. Ekki hefur orðið vart við skrímslið í Baulárvallavatni á undanförnum árum en full ástæða er til að ganga úr skugga um hvort óhætt sé að leggja bílveg svo nálægt vatninu í ljósi voveiflegra at- burða (Baulárvallaundrin). Lagt er til að Þorvaldi Friðrikssyni skrímslafræðingi, verði falið að meta þennan áhættuþátt.“ Sem betur fer voru hvorki undirritaður, þá samgönguráðherra, né heldur vega- málastjóri eða meirihluti alþingismanna hræddir við skrímslið í Baulárvallavatni. Vegurinn var því lagður í sam- ræmi við samgönguáætlun og hönnun Vegagerðarinnar. Þess má geta að andstæðingar þess- ara vegabóta voru ekki af baki dottnir þrátt fyrir að fram- kvæmdir væru hafnar og þeim lyki og Vatnaleið formlega opnuð. Þegar þeir urðu þess varir að ekki dugði að ota fram skrímslum var undirritaður kærður fyrir Umboðamanni Alþingis. Sá ágæti embætt- ismaður lét hafa sig til þess að álykta að samgönguráðherrann hefði átt að skilja við konuna sína til þess að verða tæk- ur til þess að taka afstöðu til málsins og leggja til við Alþingi að fjárveiting fengist til vegar um Vatnaleið. Var sú skýring gefin á því tiltæki að skyldleiki eiginkonu und- irritaðs við smalana á Kerlingaskarði gerði ráðherrann vanhæfan til þess að fylgja fram vilja íbúanna um að fá færan veg yfir Snæ- fellsnessfjallgarðinn. Rétt er að taka fram að undirritaður varð ekki við þeim kröfum. Alla þessa undarlegu iðju embættismanna er vert að rifja upp þegar Skipulagsstofnun auglýsir fyrir skattpeninga okkar forneskju sína og fyrirlitningu á þörfum fólksins í hin- um dreifðu byggðum. Skrímslið í Baulárvallavatni dugði sem sagt ekki til þess að stöðva lagningu veg- arins um Vatnaleið. En nú hafa andstæð- ingar vegabóta á Vestfjarðarvegi magnað upp ný skrímsli til þess að koma í veg fyrir framfarir í vegagerð og bætt mannlíf á sunnanverðum Vestfjörðum. Þau „skrímsli“ telja sig vera umboðsmenn arnarins sem verpir á svæðinu, en þó einkum landeigenda í Teigsskógi sem ekki vilja búa á svæðinu, en vilja hefta för þeirra sem eiga erindi heiman og heim vegna gjaldeyrisskapandi iðju sinnar og búsetu í byggðum Vestfjarða. Þannig eru hagsmunir fárra tryggðir á kostnað íbúanna á sunnanverðum Vest- fjörðum. Eftir Sturla Böðvarsson » Alla þessa undarlegu iðju embættismanna er vert að rifja upp þegar Skipulags- stofnun auglýsir fyrir skatt- peninga okkar forneskju sína og fyrirlitningu á þörfum fólks- ins í hinum dreifðu byggðum. Sturla Böðvarsson Höfundur var samgönguráðherra á tímabilinu 1999 til 2007. Hvar er skrímslið? Í síðasta Sunnudagsmogga var ítar- leg umfjöllun um einelti Vantrúar gegn kennara við guðfræðideild Háskóla Ís- lands. Í umfjölluninni má finna margar og ótrúlegar beinar tilvitnanir í skrif Vantrúarmanna á netinu þar sem þeir meðal annars skipuleggja eineltið. Einn af framámönnum Vantrúar, Þórð- ur Ingvarsson, stjórnarmaður og rit- stjóri vefs þeirra, skrifar eftirfarandi á bloggsíðu sína í tilefni af því að ár er liðið frá andláti herra Sigurbjörns Ein- arssonar biskups: „Sirka 1 ár liðið frá því að þessi frat- haus, prumpuhali, rugludallur, geð- stirða gamalmenni, sérlegur aðdáandi hinna myrku miðalda og baráttumaður fyrir endurupptöku þeirra helgu daga, óskammfeilin karlremba, trúarbulla, andlegi ofbeldisseggur, fordómafulli drullusokkur og siðblindi síkópati féll frá.“ Hér er tvinnað saman meiðyrðum; svívirðingum og svigurmælum á hend- ur látnum heiðursmanni, af slíkri lág- kúru og lítilmennsku að einsdæmi hlýt- ur að teljast hér á landi. Er þó langt til jafnað. Í huga lesenda kemur ekki upp orðið vantrú heldur annað orð: Viðbjóður. Óskar Magnússon Viðbjóður og Vantrú Höfundur er útgefandi og sóknarnefndarformaður.Jólaskreyting Það er merki um að jólin séu í nánd þegar búið er að skreyta ákveðið hús og garð við Urriðakvísl í Reykjavík. Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.