Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 STUTTAR FRÉTTIR ... FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ísland er lítið opið hagkerfi og djúp kreppa í Evrópu mun því óhjákvæmi- lega hafa töluverð áhrif hérlendis og ráða hagvaxtarþróun þegar litið er fimm ár fram í tímann. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, efnahagsráðgjafa GAMMA og lektors við Háskóla Ís- lands, en hann skrifaði nýlega grein- ingu fyrir Reykjavíkurborg um efna- hagshorfur á Íslandi í bráð og lengd. Flest bendir til þess að næstu eitt til tvö ár sé í vændum vaxtarkippur í íslenska hagkerfinu drifinn áfram fyrir tilverknað innlendrar eftir- spurnar einnar saman. Það er hins vegar ljóst að sá vaxtarkippur, leidd- ur áfram af aukinni einkaneyslu, get- ur ekki orðið langvinnur. Til að skapa sjálfbæran vöxt til lengri tíma er þörf á stórauknum fjárfestingum í útflutn- ingsgreinum landsins en vegna gríð- arlegrar óvissu um þróun efnahags- mála í helstu viðskiptalöndum Íslands – fyrst og fremst í Evrópu – er útsýn- ið mjög óskýrt í þeim efnum. Í greiningu Ásgeirs færir hann fyr- ir því rök að á þessari stundu sé það útflutningsframleiðsla landsins sem er hinn takmarkandi þáttur fyrir auk- inn hagvöxt á næstu árum. „Vélarafl innlendrar eftirspurnar dugar ís- lenska hagkerfinu skammt ef erlend fjárfesting og/eða aukinn útflutning- ur kemur ekki til.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Ásgeir að „hvort sem við erum innan Evrópusambandsins eða ekki þá er Ísland lítið opið hagkerfi og allt sem skekur hinn sameiginlega evrópska markað hefur gríðarlega slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf“. Gæti kæft hagvöxt á Íslandi Hann bendir meðal annars á að efnahagshamfarir á evrusvæðinu og hrun erlendra hlutabréfamarka – í líkingu við það sem gerðist eftir fjár- málahrunið 2008 – myndi breyta öll- um efnahagsforsendum Íslands til hins verra til meðallangs tíma. „Áhættufælni ykist til muna á öllum mörkuðum og fjárfestar myndu ekki vilja leita út fyrir heimamarkað.“ Ásgeir segir í greiningu sinni að það sem nú er helst í sjónmáli fyrir aukinn útflutning séu fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og vöxtur ferða- þjónustu. „Þessar tvær vaxtargreinar eru hins vegar mjög háðar árferði á erlendum mörkuðum. Erfið fjármála- kreppa gæti hægt mjög á þessum vexti og kæft hagvöxt hérlendis.“ Er- lend iðnaðarfyrirtæki yrðu treg í taumi til að auka framleiðslugetu sína með nýjum verksmiðjum hér á landi ef það ríkti samdráttarskeið á evr- ópskum mörkuðum auk þess sem fjármögnun virkjunarframkvæmda er háð stöðu fjármagnsmarkaða ytra. Að sögn Ásgeirs á hið sama við um ferðaþjónustuna og bendir á að það sem hefur áhrif á ferðalög fólks er staða efnahagslífins í þeim löndum þar sem það býr. „Eitt það fyrsta sem fólk sker af útgjöldum þegar harðnar á dalnum eru frí og ferðalög. Þannig er fyrirséð að kreppa í Evrópu og víð- ar í hinum vestræna heimi mun koma hart niður á íslenskri ferðaþjónustu.“ Djúp evrópsk kreppa slær á vöxt  Þrátt fyrir gjaldeyrishöft er íslenskt efnahagslíf ekki ónæmt fyrir hamförum á meginlandi Evrópu  Erfið fjármálakreppa á evrusvæðinu gæti hægt mjög á vexti í orkuframleiðslu og ferðaþjónustu ● Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.055 milljörðum króna í lok október sl. og jókst hrein eign þeirra um 38,4 millj- arða króna frá lokum september eða um 1,9%. Innlend verðbréfaeign jókst um 24 milljarða eða 1,6% og stóð í lok október í 1.498 milljörðum. Erlend verð- bréfaeign jókst um rúma 17,6 ma.kr. eða 4% og nam um 456 ma.kr. í lok október. Sjóður og bankainnstæður minnkuðu um 4 ma.kr í október, að því er fram kemur í Hagtölum Seðlabank- ans. Hrein eign jókst ● Samtök sprotafyrirtækja vilja vinna að því að skattaívilnun vegna hlutabréfa- kaupa verði tekin upp aftur, sam- kvæmt ályktun aðalfundar sam- takanna sem haldinn var í gær. Fundurinn lýsti jafnframt yfir ánægju með að endur- greiðslur hluta rannsókna- og þróun- arkostnaðar komu í fyrsta sinn til framkvæmdar í fyrra. Alls voru endurgreiddar um 450 milljónir króna til fyrirtækja í ár. Á fundinum var Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika, endur- kjörinn formaður. Nýir fulltrúar í stjórn eru Rakel Sölvadóttir hjá Skema og Gunnar Hólmsteinn Guð- mundsson hjá Clara ehf. Íris Kristín Andrésdóttir frá Gogo- gic og Gunnlaugur Hjartarson, Ice- consult, voru endurkjörin í stjórn ásamt þeim Jóni Ágústi Þorsteins- syni, Marorku og Perlu Björk Egils- dóttur, Saga Medica sem voru endur- kjörin í varastjórn. Fagna endurgreiðslum Almennu hlutafjárútboði í Haga hf. lauk á fimmtudaginn og nam end- anleg stærð útboðsins 30% af útgefn- um hlut, en seljandi hlutanna er Eignarbjarg ehf., dótturfélag Arion banka. Heildarsöluandvirði útboðs- ins nemur ríflega 4,9 milljörðum króna og endanlegt útboðsgengi er því 13,5 krónur á hlut til allra kaup- enda í útboðinu sem voru um þrjú þúsund talsins, samkvæmt tilkynn- ingu frá Arion banka og Högum. Um 12,5% af útgefnum hlutum Haga var úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig fyrir kaupum á bilinu 100 þúsund krónur til 25 milljóna króna en vegna mikillar eftirspurnar í út- boðinu fékk hver aðili aðeins úthlut- að hlutabréfum að andvirði um 11 þúsund til 1,5 milljóna króna. Hins vegar var 17,5% af útgefnum hlutum Haga úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig fyrir kaupum að andvirði 25 til 500 milljóna króna og var hverjum aðila úthlutað bréfum að andvirði um 1,5 til 90 milljóna króna. Í fréttatilkynningu segir að það sé ljóst að markmið seljandans um að útboðið „marki grunninn að dreifðu eignarhaldi almennings og fagfjár- festa á Högum, auk þess að fá ásætt- anlegt verð fyrir eign sína, hefur náðst með útboðinu.“ Eindagi kaupverðs hlutanna er 14. desember næstkomandi og eftir ein- daga geta fjárfestar ekki innt af hendi greiðslu kaupverðsins, nema seljandi ákveði að grípa til inn- heimtu. Kauphöllin mun tilkynna fyrsta viðskiptadag bréfanna með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Sem fyrr segir var mikil spurn eft- ir bréfunum og í útboðinu bárust gild tilboð um kaup fyrir alls um 40 millj- arða króna og voru um 95% þeirra gerð á genginu 13,5 krónur á hlut eða með samþykki um gengi sem yrði ákveðið á bilinu 11 til 13,5 krón- ur á hlut. Áttföld umfram- spurn í Haga  30% hlutur í Högum seldur á 4,9 milljarða króna Morgunblaðið/Golli Tímamót Hagar er fyrsta félagið til að skrá sig á markað frá árinu 2008. Hækkun reglulegra launa á þriðja ársfjórðungi nam 4,0%, en frá sama fjórðungi 2010 nam hækk- unin 7,7%. Regluleg laun hafa ekki hækkað jafn mikið á einum fjórðungi síðan á fyrsta ársfjórðungi 2007 en sé tekið mið af ársbreytingu hefur hækkunin ekki verið eins mikil og nú síðan á síðasta fjórðungi 2008, samkvæmt því sem kom fram í gær á vef Hagstofunnar. Frá fyrra ári hækkuðu laun mest í fjármálaþjónustu, lífeyr- issjóðum og vátryggingum eða um 10,7% en minnst í bygging- arstarfsemi og mannvirkjagerð um 5,7%. Þá hækkuðu laun verkafólks mest frá fyrri ársfjórðungi eða um 4,5%. Laun sérfræðinga hækkuðu mest frá fyrra ári eða um 9,6% en laun stjórnenda og iðnaðarmanna hækkuðu minnst, um 7,2%. Töluverð hækkun launa á 3. fjórðungi  Verkafólk fékk mestu hækkunina Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s færði í gær niður lánshæfismat frönsku bankanna BNP Paribas, Societe Generale og Credit Agri- cole og sagði hafa dregið úr trú- verðugleika þeirra vegna óvissu- ástandsins sem ríkir í rekstrarumhverfi banka í Evrópu vegna skuldakreppunnar. Langtímalánshæfiseinkunn BNP Paribas og Credit Agrole var lækk- uð um eitt þrep eða í Aa3 en ein- kunnirnar höfðu verið á athug- unarlista frá því í sumar, en í september lækkaði Moodýs láns- hæfi tveggja þessara banka. Reuters Óvissa Moodýs segir hafa dregið úr trúverðugleika franskra banka. Lækkar lánhæfismat                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +,0-01 ++0-,2 /+-1+2 /3-02/ +2-04/ +/,-10 +-0/00 +,4-1+ +0,-0 ++,-5 +,0-5, ++.-/+ /+-125 /3-.11 +2-051 +/,-2+ +-01 +,4-,. +0,-54 /+0-4,,. ++5-+, +,.-41 ++.-00 /+-44+ /3-.54 +2-.44 +/5-32 +-0140 +,0-4+ +05-1, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á „Ef viðskiptavinurinn er með vandamál þá ert þú með vanda- mál,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, að- spurður hvaða áhrif skulda- kreppan á evrusvæðinu gæti haft fyrir íslenskt efnahagslíf. Vilhjálmur bendir á að sökum þess að Evrópa er okkar stærsti útflutningsmarkaður þá myndi djúpstætt samdráttarskeið í álfunni snerta alla útflutnings- atvinnuvegi – bæði í eftirspurn og verðlagningu á okkar vörum. Snertir allt SAMDRÁTTUR Í EVRÓPU Fossháls 1 í Reykjavík Til sölu er gott atvinnuhúsnæði við Fossháls 1, Reykjavík, samtals 522,9 m2. Þrjár stórar innkeyrsludyr, mikil og góð lofthæð. Húsnæðið er að grunnfleti 433 m2 auk 90 m2 millilofts þar sem er skrifstofa, eldhús og salerni. Allar nánari upplýsingar veita: Atvinnueignir, s. 534 1020 ı Fasteignasalan Miklaborg, s. 569 7000 Landfestar auglýsa til sölu Landfestar ehf. eru fasteignafélag í eigu Arion banka. Markmið félagsins er að þróa öflugt fyrirtæki á fasteignamarkaði. Félagið hefur til umráða um hundrað og tíu þúsund fermetra af góðu húsnæði. Stærsti hluti þess er skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal helstu leigutaka félagsins eru bæði ríkisstofnanir og nokkur af stærri fyrirtækjum landsins. Landfestar ehf. Sími 422 1400, www.landfestar.is Ólafur Jóhannesson Löggiltur fasteignasali gsm. 824 6703 Halldór Ingi Andrésson Löggiltur fasteignasali gsm. 897 4210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.