Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 38

Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Í rannsókn sem Almar Hall- dórsson, sérfræðingur hjá Skóla- púlsinum, gerði á einelti og líðan nemenda í grunnskólum sem vinna samkvæmt Olweus-áætluninni skólaárið 2010-2011, komu fram nýjar og áhugaverðar upplýsingar sem vert er fyrir aðila sem vinna innan skólakerfisins að skoða. Í rannsókninni voru tæplega 10.000 nemendur í 6.-10. bekk í 70 grunnskólum spurðir um eigin reynslu sem þolendur eineltis. Einnig var spurt um líðan, kvíða og sjálfstraust. Markmiðið með greiningunni var að kanna stöðu nemenda á völdum matsþáttum í sjálfsmatskerfi Skólapúlsins. Stað- an var metin bæði í skólum sem vinna eftir Olweus-áætluninni gegn einelti og skólum sem ekki gera það. Ákveðið var að skoða þrennt í greiningunni: Hvort einelti er minna í skólum sem starfa eftir áætluninni en í þeim sem gera það ekki. Hvort líðan nem- enda er betri í Ol- weus-skólum sam- anborið við skóla sem ekki styðjast við áætlunina. Hvort minni tengsl eru á milli eineltis og líðan nemenda í skól- um sem starfa eftir Olweus-áætluninni en þeim sem gera það ekki. Niðurstöður sýna að á heildina er minna einelti í skól- um sem flokkast undir Olweus- skóla en munurinn er lítill. Það sem vekur athygli er að mun- urinn sem fannst tengist bæði aldri nemenda og aldursskiptingu í skólum. Í 8. og 9. bekk fannst ekki marktækur munur en minni vanlíðan og kvíði reyndist vera hjá 6. og aðallega 7. bekk í Ol- weus-skólum. Hvað varðar líðan nemenda skýrði einelti 18% af vanlíðan nemenda í 7. bekk í Ol- weus-skólum en 28% í öðrum skólum, óháð því hvort unglinga- stig er í skólum eða ekki. Hvað varðar tengsl milli eineltis og líð- anar nemenda reyndust nið- urstöður svipaðar hvort sem um var að ræða skóla sem notast við Olweus-áætlunina eða aðra skóla. Einna áhugaverðast í nið- urstöðunum er að það virðist vera nokkuð ásættanlegur árangur af Olweus-áætluninni í 7., 6. og 10. bekk en 8. og 9. bekkir virðast á hinn bóginn ekki njóta góðs af verkefninu samanborið við skóla sem ekki styðjast við það. Einnig virðist sem jákvæðra áhrifa áætl- unarinnar njóti ekki eins við í 6. og 7. bekk í skólum þar sem eldri nem- endur eru. Áberandi mest áhrif eru af áætluninni í 7. bekk í skólum án unglinga- stigs en mun minni í þeim bekk í skólum með unglingastig. Niðurstöður í heild sinni má sjá inni á vefnum: Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferð- islegri áreitni, www.kolbrunbald- urs.is Tengsl kostnaðar og árangurs Olweus-áætlunin var formlega tekin upp á Íslandi haustið 2002 með þátttöku 43 grunnskóla og hefur skólum fjölgað nokkuð síðan þá. Talsverðu fjármagni hefur ver- ið varið í þetta verkefni ár hvert en ekki liggur fyrir hversu mikið. Þegar fjárfest er í umfangsmiklum verkefnum ár eftir ár hlýtur, eins og gefur að skilja, að vera krafa um að þau beri góðan árangur. Ekki nægir að hugmyndafræðin að baki sé göfug eða að fólk hafi upp til hópa góða tilfinningu fyrir ágæti verkefnisins. Sýna þarf fram á með mælanlegum hætti að því markmiði sé náð sem vænt- ingar standa til. Aðeins með því að gera reglulegt árangursmat er hægt að kanna hvort og þá hvern- ig verkefni er að skila sér inn í samfélagið. Hvernig getur greining af þessu tagi nýst? Í niðurstöðum greiningarinnar kemur fram að 8. og 9. bekkir í Olweus-skólum virðast ekki njóta góðs af Olweus-áætluninni eins og t.d. 7. bekkur. Einnig má spyrja í ljósi þess að ákveðnir bekkir virð- ast týnast hvort Olweus-áætlunin taki hugsanlega ekki mið af því að gerendur eru ekki ávallt innan jafnaldrahópsins heldur geta ver- ið úr eldri árgangi. Með þessar vísbendingar að leiðarljósi er ekki ósennilegt að þeir skólar sem hafa stuðst að mestu leyti við Ol- weus-áætlunina gætu þurft að huga sérstaklega að stöðu barna í 8. og 9. bekk. Eineltismál koma upp í öllum skólum en þó mismikið. Skólar eru misstórir, sumir með ung- lingadeildir en aðrir ekki. Gera má ráð fyrir að fjölmargir aðrir þættir hafi áhrif á tíðni slíkra mála og hvernig til tekst við úr- vinnslu þeirra. Skólabragur og hvernig skólinn er sem vinnu- staður eru mikilvægar áhrifa- breytur. Í skólum þar sem nem- endur fá skýr skilaboð um hvaða hegðun er ekki liðin og þar sem skóli og heimili eru í góðum tengslum er ekki ósennilegt að tíðni eineltismála sé minni. Kostnaðarsöm verkefni þurfa að skila góðum árangri Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Þegar fjárfest er í umfangsmiklum verkefnum ár eftir ár hlýtur, eins og gefur að skilja, að vera krafa um að þau beri góðan ár- angur. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur. M bl 13 11 86 2 Glæsilegar jólagjafir Undirföt • NáttfötNáttkjólar • Sloppar Nýtt kortatímabil - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 - www.selena.is Opið alla daga til jóla. mán.-lau. kl. 11-18. sun. kl. 13-17. Hæðasmára 4 SÍMI 512 4900 – BOLHOLTI 4 – LANDMARK.IS EINSTAKT TÆKIFÆRI – LÁGVÖRUVERSLUN Verslun með eigin innflutning Um er að ræða Lágvöruverslunina Domti Smáratorgi. Allar vörur koma frá einum byrgja, einkaleyfi til að opna aðrar verslanir á Norðurlöndunum sem gerir þetta að enn betri fjárfestingarkost. Hafðu samband KRISTBERG SNJÓLFSSON Sölufulltrúi Sími: 892 1931 – kristberg@landmark.is MAGNÚS EINARSSON Löggiltur fasteignasali Sími: 512 4900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.