Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 16
ólögmætar og felldi ákvörðun sænsku tryggingastofnunarinnar úr gildi og til að taka málið fyrir aftur. Málinu var áfrýjað og enn á eftir að taka það fyrir á efra dómstigi. „Mér finnst allt sýna að við höfum haft réttinn okkar megin í þessu máli sem við erum búin að vera heyja, þó svo það hafi ekki enn skilað árangri, því miður,“ segir Katrín. Vita ekki hvað er í boði Málin eru skráð sem landamæra- hindrun fyrir nema og hafa bæði ís- lenskir og norskir námsmenn kvartað, þótt norsku dæmin séu töluvert færri. „Eins og staðan er núna er túlkunin óljós, sem veldur mjög mikilli óvissu fyrir þá sem eru að velta fyrir sér námi í Svíþjóð. Þeir vita ekki hvað er í boði og hvað ekki,“ segir Alma. Í ofangreindu svari ráðherra, sem birtist á vef þingsins í vikunni, kemur einnig fram að þingsályktun- artillaga verði lögð fram á vorþingi. Ef sam- þykkt felur hún í sér að reglugerðirnar, sem innleiddar hafa verið í EES-samninginn, taka gildi. Munu þá sömu reglur gilda milli allra EES-ríkj- anna, sem þýðir þó ekki að allir námsmenn öðlist bótarétt í náms- landi. „Liður í því að hafa eitt norrænt menntunarsvæði er að allt gangi snurðulaust þannig að þetta hef- ur að sjálfsögðu valdið mér mikl- um áhyggjum,“ segir Katrín Jak- obsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. „Stóra málið er að fólk viti hvar það stendur og ég veit að þetta hefur valdið óöryggi.“ Katrín segir að ráðuneytið sé í mjög miklum samskiptum við öll Norðurlöndin og málið hefur ver- ið tekið upp á vettvangi mennta- málaráðherranna, en raunar hafi vandkvæði hafist þegar Svíar tóku upp tvö sett af innrit- unarreglum við sænska háskóla í fyrra, þar sem Svíar voru öðrum megin og aðrir hinum megin. „Við það gerðum við alvarlegar athugasemdir og Svíar tóku breytinguna til baka, sem betur fer. En síðan þá hef- ur þetta bæst ofan á,“ segir Katrín og vonar að þetta verði ekki til þess að fæla námsmenn frá Svíþjóð. „Auðvitað áhyggjuefni“ VELDUR ÓÖRYGGI Katrín Jakobsdóttir 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Vigdís Harðardóttir hefur lokið doktorsprófi frá Háskól- anum í Ottawa í Kanada. Doktorsritgerð Vigdísar fjallar um jarðhitavökvann á Reykjanesi og útfellingar sem verða í holum og pípum við nýtingu vökvans sem HS-Orka nýtir til framleiðslu rafmagns. Jarðhitavökv- inn var sóttur á 1500 m dýpi og inniheldur 1-6 μg/kg (míkrógrömm per kíló) af gulli og 100 μg/kg af silfri sem er mun hærra magn en mælist í sambærilegum jarðhitakerfum á sjávarbotni (Black smoker). Útfellingarnar samanstanda af súlf- íðsteindum og innihalda allt að 950 mg/kg af gulli og 2,3 wt.% silfri, það mesta sem mælst hefur hér á landi.  Vigdís er í sambúð með Gesti Gíslasyni jarðfræðingi. Hún á þrjár dætur. Vigdís er starfandi jarðefnafræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Doktor í jarðefnafræði Eiríkur Jónsson hefur varið doktorsritgerð sína, Vernd lögaðila samkvæmt 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar, við lagadeild Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að svara því hvaða verndar lögaðilar njóta samkvæmt mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar, þ.e. annars vegar 71. gr., sem mælir fyrir um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjöl- skyldu og tengd réttindi, en hins vegar 73. gr., sem mælir fyrir um tján- ingarfrelsi og tengd réttindi. Að fengnum þeim svörum lýsir höfundur viðhorfum sínum til niðurstaðnanna, þ. á m. efasemdum sínum um þá dómaþróun sem orðið hefur í átt til aukinnar mannréttindaverndar. lög- aðila.  Eiríkur Jónsson er fæddur árið 1977. Hann er dósent við lagadeild HÍ, for- maður fjölmiðlanefndar og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála. Eiríkur er giftur Bryndísi Alexandersdóttur, verkfræðingi, og þau eiga fjórar dætur. Doktor í lögfræði BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Verst er þegar maður heyrir dæmi um fólk sem er hreinlega að gefast upp og ætlar að hætta námi. Það er allra verst,“ segir Alma Sigurðar- dóttir, verkefnastjóri hjá Halló Norðurlönd, sem er upplýsinga- þjónusta Norrænu ráðherranefnd- arinnar, um íslenska námsmenn í Svíþjóð en enn eru að koma upp dæmi um að námsmönnum sé neit- að um skráningu í sænsku trygg- ingastofnunina (s. Försäkringskass- an). Misræmi er í sænska kerfinu og talið að um fimm prósent ís- lenskra námsmanna sem sækja um fái höfnun. Meginreglan er sú að íslenskir námsmenn erlendis njóta trygg- ingaverndar á Íslandi. Undantekn- ingin hefur verið tryggingavernd námsmanna sem skráðir eru í þjóð- skrá með lögheimili á Norðurlönd- unum vegna ákvæðis Norðurlanda- samningsins um almannatrygg- ingar. Í gegnum árin hefur verið farið eftir því ákvæði í Svíþjóð en með nýjum ESB-reglugerðum sem tóku gildi í fyrra milli ESB-land- anna breyttist það. Í svari Katrínar Jakobsdóttur, ráðherra norrænna samstarfsmála, við fyrirspurn á Alþingi um málið er á það bent að nýju reglugerð- irnar hafi ekki tekið gildi milli Ís- lands og Noregs annars vegar og ESB-landanna hins vegar. „Nú rík- ir ákveðið millibilsástand þar sem mismunandi reglur gilda milli nor- rænu ríkjanna og það eitt og sér hefur valdið vandkvæðum.“ Haustið 2010 fóru að koma upp dæmi þar sem íslenskum náms- mönnum var meinuð skráning í fé- lagslega kerfið þótt það væri alls ekki algilt. Túlkunin virðist mis- munandi eftir því á hvaða starfs- manni íslensku námsmennirnir lenda hverju sinni, og eru dæmi um áþekkar fjölskyldur sem komu til Svíþjóðar á sama tíma þar sem önnur var skráð en hinni hafnað. Þeir námsmenn sem fá höfnun eru engu að síður sjúkratryggðir en fá ekkert sem telst til félagslegra trygginga, s.s. húsaleigubætur, barnabætur eða fæðingarorlof. Á þetta einnig við um maka náms- manna sem ekki eru á vinnumark- aðnum, og hefur komið nokkrum fjölskyldum afskaplega illa. Katrín lýsti því á síðasta Norð- urlandaráðsþingi að hún teldi að Svíar stæðu ekki við Norðurlanda- samninginn varðandi almanna- tryggingar með því að láta tilskipun ESB vega þyngra. „Þeir báru við að Norðurlandasamningurinn væri í endurskoðun, en málið er að hinn samningurinn hefur ekki verið felldur úr gildi,“ segir Katrín. Farið var með mál eins náms- mannsins fyrir sænska stjórnsýslu- dómstólinn sem úrskurðaði að for- sendur fyrir synjun hefðu verið Gefast upp á námi í Svíþjóð  Vegna „millibilsástands“ er íslenskum námsmönnum enn neitað um aðgang að félagslega kerfinu  Geta nýtt sér sjúkraþjónustu en fá ekki greiddar húsaleigubætur, barnabætur eða fæðingarstyrki Morgunblaðið/Ernir Námsmenn Fáir hugsa eflaust til þess að hefja nám í Svíþjóð að sinni. Siggeir Fannar Brynjólfsson hefur varið doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir Bólusetning nýbura gegn meningókokkasjúkdómi. Rannsóknin sýndi að það er fýsilegt að nota ónæm- isglæða við nýburabólusetningar gegn smitsjúkdóm- um snemma á ævinni. Þá er í ritgerðinni lagt til að notkun fjölsykrubóluefna í klínískum prófunum, bólu- setningarrannsóknum og bólusetningum áhættuhópa verði endur- skoðuð.  Siggeir Fannar er fæddur 1980. Hann lauk MS prófi í líffræði frá Há- skólanum í Lundi árið 2005 og hóf doktorsnám við læknadeild HÍ sama ár. Siggeir er sonur hjónanna Brynjólfs Jónssonar og Kristínar Siggeirs- dóttur. Unnusta hans er Berglind Ósk Einarsdóttir og eiga þau saman tvö börn. » FÓLK Doktor í læknisfræði Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is Hámarksþyngd 30 kg eða 0,1 m3 750 kr. GLEÐI GJAFIR Sendu jólapakkann með Landfluningum. Í ár rennur allt andvirði flutningsgjaldsins til barna- og unglingastarfs á landsbyggðinni.ENNE M M / S IA • N M 44 05 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.