Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 54
54 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í sam- anburði við þá dýrð, sem oss mun op- inberast. (Rm. 8, 18.) Víkverji er í skýjunum yfirhvað stelpunum okkar geng- ur vel á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í handbolta. Hann er far- inn að kalla þær stelpurnar sínar. Eftir tvo tapleiki í röð, gegn Nor- egi og Angóla var útlitið ekki bjart og Víkverji hugsaði með sér: jæja stelpurnar mínar, þá er best að fara að pakka og koma heim. En þær áttu eftir að snarsnúa stöðunni. x x x Þýska liðið var skipað slíkumrisum og tröllum að maður taldi stelpurnar okkar ekki eiga möguleika. En gríðarleg barátta og vinnusemi þeirra var aðdáun- arverð. Leikurinn var svo jafn og skemmtilegur að maður engdist um í stofunni heima. Svo var eins- og stelpurnar okkar væru sál- fræðilega sterkari í þessum leik og þær völtuðu yfir þær þýð- versku í lok leiksins. Í stöðunni 18:18 var eins og þýska stálið bognaði. Það sem eftir var leiks- ins áttu þær íslensku eftir að skora 8 mörk gegn 2 þýskum. Nú er Víkverji farinn að finna lyktina af 16 liða úrslitunum og er farinn að kaupa popp og kók í miklu magni til að fylgjast með næstu leikjum. Hvernig sem fer eru stelpurnar búnar að standa sig mjög vel fram að þessu. Það var reyndar sorglegt klúður að tapa fyrir Angóla. En í leiknum gegn Noregi áttu stelpurnar aldr- ei séns. Þar var aflsmunurinn verulegur. Norska liðið er afbragð enda er stutt við bakið á þeim stúlkum af þrótti. x x x Víkverji skriplaði þegar hannfjallaði um snilli brasilíska knattspyrnumannsins Socratesar heitins fyrr í vikunni. Hið rétta er að Brasilía tapaði fyrir Ítalíu í milliriðli árið 1982 þannig að Ítal- irnir komust í fjögurra liða úrslit, en Brasilía sat eftir. Sneyptur Víkverji biðst velvirðingar á mis- tökunum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 antigna, 4 óveð- ur, 7 þvinga, 8 mynnið, 9 skaufhala, 11 lengdarein- ing, 13 fjall, 14 reiðri, 15 þorpara, 17 tóbak, 20 rán- fugls, 22 fim, 23 brúkar, 24 líkamshlutar, 25 peningar. Lóðrétt | 1 slen, 2 soð, 3 hermir eftir, 4 hrörlegt hús, 5 í vafa, 6 kveif, 10 styrkir, 12 óþrif, 13 málmur, 15 ódaunninn, 16 ófrægir, 18 viðurkennir, 19 blundar, 20 vætlar, 21 svara. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 liðleskja, 8 stund, 9 rotna, 10 dót, 11 renna, 13 inn- an, 15 rykug, 18 strák, 21 rok, 22 Skoti, 23 iðnar, 24 spek- ingar. Lóðrétt: 2 Iðunn, 3 ledda, 4 sorti, 5 jatan, 6 Æsir, 7 magn, 12 níu, 14 nót, 15 rása, 16 kropp, 17 grikk, 18 skinn, 19 ranga, 20 kort. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 10. desember 1907 Bifreið var ekið í fyrsta sinn norðanlands, frá Akureyri að Grund í Eyjafirði. Þetta var vörubifreið og önnur bifreiðin sem flutt hafði verið til lands- ins. 10. desember 1924 Rauði kross Íslands var stofn- aður í Reykjavík. Fyrsti for- maðurinn var Sveinn Björns- son, síðar forseti Íslands. 10. desember 1982 Íslendingar skrifuðu undir hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, ásamt fulltrúum 119 annarra þjóða. Setning slíks sáttmála hafði verið baráttu- mál þjóðarinnar í 35 ár. Hann öðlaðist gildi 1994. 10. desember 2005 Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, 21 árs laganemi, var kjörin ungfrú heimur. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var henni sjónvarpað um allan heim. „Þetta er alveg ólýs- anlegt,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið. Þrisvar áður höfðu Íslendingar eignast al- heimsfegurðardrottningu, 1963, 1985 og 1988. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Garðar Örn Hinriksson knattspyrnudómari er fer- tugur í dag. Hann hefur boðið ættingjum og vinum í veislu til að fagna tímamótunum, en Garðar reiknar með að þar verði 80-100 manns. Hann seg- ist eiga von á að dagurinn verði skemmtilegur. Garðar hefur dæmt knattspyrnuleiki síðan árið 1989. Hann segir að mikill tími fari í þetta enda er verið að spila fótbolta meira og minna allt árið. „Ég var spurður hvort ég gæti tekið einn æfinga- leik á laugardaginn, en menn höfðu skilning á því þegar ég neitaði og sagðist ætla að halda upp á af- mælið mitt. Knattspyrna verður því fjarri um helgina, en þó getur verið að maður kíki aðeins á enska boltann í sjónvarpinu,“ segir Garð- ar. Garðar hefur oftar en einu sinni verið valinn besti knattspyrnudóm- ari landsins. Hann FIFA-dómari. Samhliða því að dæma í fótboltaleikjum starfar Garðar á inn- kaupadeild ÁTVR. Garðar er kvæntur Söru Jónu Stefánsdóttur hagfræðingi. Hún mun ásamt dótturinni, Birtu Dögg, fagna afmælinu með Garðari í kvöld. egol@mbl.is Garðar Örn Hinriksson fertugur Enginn fótbolti í dag Reykjavík Freyja Sif Arnarsdóttir fæddist 1. apríl 2010, kl. 0.43. Hún vó 3.750 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Soffía Sólveig Hall- dórsdóttir og Arnar Mar- vin Kristjánsson. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Á yfirborðinu virðist visst verkefni vera ósköp auðvelt. Sýndu þolinmæði og umgagnvart öðrum, það er fyrir bestu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Á skapandi og flæðandi tímabilum eins og í dag virðast áætlanir hreinlega hlægileg- ar. Mundu að deila ágóðanum með öðrum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hvað köllun þína áhrærir tengist hún líklega því sem þú fæst við akkúrat núna, nema hvað sannfæringuna og ástríð- una skortir. Aðra daga viltu helst vera einn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er auðvelt að sigrast á leið- indum með því að umgangast skemmtileg- ustu manneskjuna í hópnum, það ert þú! (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Komdu fram við þig eins og góður yf- irmaður myndi gera, þótt hinn raunverulegi yfirmaður þinn sé ekki upp á marga fiska. Láttu það ekki trufla þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú gætir fengið það á tilfinninguna í dag að einhverjum mislíkaði við þig eða að einhver vantreysti þér. Gerðu ekki ómann- legar kröfur til sjálfs þín. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Stundum fer betur á því að hlusta í stað þess að tala. Nú skaltu framkvæma það sem þú hefur látið þig dreyma um. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér er óhætt að leyfa tilfinn- ingum þínum að flæða og tjá allt það sem býr í hjarta þínu. Þig langar til að brjótast út úr viðjum vanans. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Vinnan er þér leikur og þú nýtur hverrar stundar svo að það hefur hvetjandi áhrif á vinnufélagana. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíð- inni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er mikil spenna í gangi milli þín og kunningja þíns og þú þarft að komast að því hvað veldur henni. Mestu skiptir að á þig er hlustað. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert afslappaður og í góðu jafn- vægi og ættir því að vera í stakk búinn til að sýna hvað í þér býr. Sá vægir sem vitið hefur meira segir máltækið. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Láttu ekki dagdrauma spilla fyrir ár- angri þínum í dag. Samræður við foreldra eða aðra fjölskyldumeðlimi fá aukið vægi. Stjörnuspá Eyjólfur Garðar Svav- arsson er sjö- tugur í dag, 10. desember. Hann tekur á móti gestum á af- mælisdaginn frá kl. 15 til 18 í Barrhollti 25, Mosfellsbæ. 70 ára Sudoku Frumstig 7 5 5 6 1 2 6 1 3 8 9 5 2 5 8 3 6 9 1 8 7 3 3 7 2 5 7 2 3 4 6 9 9 5 3 2 7 9 3 7 2 2 4 8 6 5 6 4 5 3 8 3 6 1 1 8 4 3 6 2 9 8 1 9 4 8 7 3 7 4 3 9 1 2 6 9 6 3 9 1 4 8 2 5 7 8 1 4 7 5 2 6 3 9 5 2 7 9 6 3 8 4 1 9 5 1 3 8 4 7 6 2 7 8 3 6 2 1 4 9 5 4 6 2 5 7 9 1 8 3 3 7 8 2 9 6 5 1 4 1 4 5 8 3 7 9 2 6 2 9 6 4 1 5 3 7 8 2 1 6 9 3 7 4 8 5 8 9 4 1 5 2 7 6 3 5 7 3 4 6 8 1 9 2 6 2 5 3 7 4 9 1 8 4 3 1 8 9 5 6 2 7 9 8 7 2 1 6 5 3 4 7 5 2 6 8 1 3 4 9 3 6 8 7 4 9 2 5 1 1 4 9 5 2 3 8 7 6 4 1 3 8 6 7 9 2 5 7 8 5 4 2 9 3 1 6 2 6 9 3 1 5 7 8 4 8 3 1 9 7 6 4 5 2 9 5 4 2 3 1 8 6 7 6 2 7 5 8 4 1 9 3 3 9 8 6 4 2 5 7 1 5 7 2 1 9 3 6 4 8 1 4 6 7 5 8 2 3 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 10. desember, 344. dagur ársins 2011 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Kvalarfull endastaða. A-NS. Norður ♠ÁK ♥ÁD6 ♦Á875 ♣K843 Vestur Austur ♠D107632 ♠G9 ♥K984 ♥1075 ♦-- ♦DG109643 ♣1092 ♣6 Suður ♠854 ♥G32 ♦K2 ♣ÁDG75 Suður spilar 6G. Austur er gjafari og opnar á þriggja tígla hindrun. Sú sögn gengur ótrufluð til norðurs, sem doblar, suður segir 3G, norður lyftir áskorandi í 4G og suður fer fúslega í slemmu. Af augljósum ástæðum kemur vestur ekki út í lit makkers, heldur byrjar á hlutlausri ♣10. Hvar er tólfti slagurinn? Sagnhafi verður að gefa sér tvennt: að vestur eigi ♥K og sé ennfremur einn um að valda spaðann. Ef svo er, má byggja upp þvingunarinnkast eða „skvís upp á endpleiið“, eins og það heitir á máli fimbulfamba. Það fer þannig fram: Sagnhafi svínar ♥D, tek- ur alla svörtu slagina og ♦Á. Í enda- stöðunni á hann heima: ♠8, ♥G3 og ♦K. Hann spilar tígli á kónginn og horfir glottandi á vestur, sem á ekki betra svar en henda ♥K og stytta þannig kvöl sína. Nýirborgarar Flóðogfjara 10. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 6.11 3,9 12.27 0,8 18.29 3,6 11.07 15.34 Ísafjörður 2.00 0,4 8.07 2,1 14.33 0,4 20.26 1,8 11.50 15.02 Siglufjörður 4.05 0,3 10.21 1,2 16.41 0,1 23.03 1,1 11.34 14.44 Djúpivogur 3.28 2,0 9.43 0,5 15.37 1,7 21.40 0,3 10.45 14.55 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 g6 6. Rc3 Bg7 7. Bf4 d6 8. Da4+ Bd7 9. Db3 b5 10. Bxd6 Db6 11. Be5 O-O 12. e3 c4 13. Dd1 Ra6 14. a4 Rb4 15. axb5 Bf5 16. Bxc4 Hfc8 17. b3 Rg4 18. Bxg7 Rc2+ 19. Dxc2 Bxc2 20. Bd4 Dd8 21. O-O De7 22. Hfc1 Bf5 23. e4 Bd7 24. h3 Rf6 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir nokkru í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Ísraelski stórmeistarinn Boris Gelfand (2746) hafði hvítt gegn georgíska kollega sínum Baadur Jobava (2712). 25. d6! Dd8 26. e5 Rh5 27. Rd5 Kf8 28. Be3 Rg7 29. Bg5 og svartur gafst upp. Gelfand mun tefla heimsmeist- araeinvígi við heimsmeistarann Visw- anathan Anand á næsta ári en gert er ráð fyrir að einvígið fari fram í Moskvu í Rússlandi. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.