Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 47
– yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson.) Ég sé þig og ömmu fyrir mér saman núna, hönd í hönd. Hún er örugglega búin að vera bíða eftir þér. Kveðja, Helga Hermannsdóttir Það vekur ánægjulegar end- urminningar að hugsa til baka til æskuára minna þegar ég var á fyrstu tíu árum ævi minnar að alast upp í Eyjum í Kjós. Fjöl- mennt heimili þriggja kynslóða, sem áttu góða daga við leik og fjölbreytt störf eins og gerðist til sveita á þeim tíma. Á efri hæð hússins bjuggu foreldrar mínir og við systkinin, en á neðri hæð- inni föðurafi og amma ásamt föð- ursystkinum mínum, Lilju og Ingólfi. Auk heimilisfólksins var jafnan nokkuð af sumarfólki. Bæði börnum í sumardvöl og fullorðnum, sem ráðnir voru til starfa við búskapinn og til að- stoðar á heimilunum. Við börnin vorum ekki ein- ungs að leik heldur fengum að vera þátttakendur í hinum dag- legu störfum og nutum leiðsagn- ar hinna fullorðnu. Þessar endurminningar sækja á hugann nú þegar Ingólfur föð- urbróðir minn hefur kvatt þessa jarðvist og haldið til nýrra heima rösklega níutíu og tveggja ára gamall, en hann tengist svo ótal mörgum minningum mínum frá þessum árum. Vorið 1949 kom ung þýsk kona, – Helga Pálsdóttir – til starfa sem vinnukona á heimili foreldra minna. Ekki þarf að orð- lengja það að Ingólfur og Helga urðu hjón og lifðu í farsælu hjónabandi í tæplega 60 ár, en Helga lést þann 15. febrúar 2008. Þau Helga og Ingólfur tóku við búi af foreldrum hans, en for- eldrar mínir höfðu þá byggt ný- býli að Hjalla í Kjós og við fjöl- skyldan flutt þangað. Þó að bæirnir væru þannig orðnir tveir var eigi að síður ávallt mikil sam- vinna milli heimilanna. Sameign í ýmsum vélum og tækjum og varla leið sá dagur að ekki væru einhver samskipti milli bæjanna. Það var gott að vera í verki með Ingólfi. Hann var góður leið- beinandi og lærifaðir. Við systk- inin litum upp til hans. Það var eftirsóknarvert að fá að vera í ná- vist hans. Hvort heldur var við daglegar gegningar, heyvinnu- störf á sumrin, smalamennsku til fjalla þar sem hann kunni góð skil á örnefnum og fræddi okkur um ýmislegt eða þá á frídögum í góðu veðri á sumrin, þegar tími var til að beisla reiðhestana og skreppa í skemmtilega útreiðar- túra. Nokkrir áratugir eru nú síðan ég flutti mitt heimili úr Kjósinni, en ávallt hefur verið gott sam- band við Ingólf og Helgu, meðan hún lifði, svo og afkomendur þeirra. Eftir að þau hættu búskap í Eyjum byggðu þau sér snoturt íbúðarhús við Borgarhól, sem er í námunda við bæinn í Eyjum en fluttu síðar í Kópavog. Því miður missti Ingólfur heilsuna skömmu eftir að þau fluttu suður og und- anfarin ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Ég gerði mér far um að reyna að heimsækja frænda minn þeg- ar ég var á ferðinni í höfuðborg- inni. Það var ávallt ánægjulegt að hitta hann. Hann tók gestum jafnan fagnandi og var glaður í sinni þó svo að honum liði ekki alltaf vel. Við Heiðrún sendum börnum Ingólfs tengdabörnum og öllum afkomendum hans okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og minn- umst hans með virðingu og þakk- læti. Hermann Hansson. Ingólfur var ungur maður í foreldrahúsum þegar ég man fyrst eftir mér. Hann var föður- bróðir minn, yngstur sex systk- ina. Afi og amma höfðu misst bræður sína unga úr barnaveiki. Bróðir ömmu hét Brynjólfur og bróðir afa hét Ingjaldur. Af mik- illi smekkvísi mynduðu þau nafn- ið Ingólfur úr nöfnum þessara látnu bræðra sinna. Afi og amma bjuggu á neðri hæð í Eyjum, vesturbæ, ásamt föðursystkinum mínum Lilju og Ingólfi. Foreldrar mínir bjuggu fyrst í sambýli við afa og ömmu á neðri hæðinni en síðan var inn- réttuð íbúð á efri hæðinni þar sem þau bjuggu ásamt okkur börnunum níu. Sambýlið var afar gott. Okkur systkinum þótti mjög eftirsóknarvert að fara niður á neðri hæðina til afa og ömmu og Lilju og Ingólfs. Afi Guðni sat hjá okkur á kvöldin og sagði okkur frumsamdar sögur af útilegu- mönnum meðan mamma mín og Ingólfur fóru í fjósið. Lilja var óþreytandi að svara margvísleg- um spurningum krakkaskarans. Amma Guðrún kunni ógrynni af ljóðum og var sífellt að fara með ljóð og syngja fyrir okkur. Ing- ólfur var einnig söngvinn og oft báðum við hann að syngja fyrir okkur á útlensku og hann söng „Si baba sia baba si vava “ og hann söng líka Volga Volga og margt fleira. Hann og Edda Lar- sen vinnustúlka áttu saman handsnúinn grammófón og við fengum að spila á þetta tækni- undur undir eftirliti. Allt var þetta var ótrúlega skemmtilegt. Ingólfur frændi minn var glað- sinna, söngvinn, dagfarsprúður og sívinnandi, stoð og stytta for- eldra sinna. Hann var alltaf í góðu skapi og var með afbrigðum barngóður eins og raunar allt heimilisfólkið. Hann var mikið snyrtimenni, til dæmis voru fjósastígvélin hans alltaf tandur- hrein. Ingólfur var foreldrum mínum ómissandi hjálparhella þegar pabbi minn vann árum saman utan heimilis. Þá var alltaf leitað til Ingólfs og hann leysti öll mál með glöðu geði. Bræður mínir voru ekki háir í loftinu þegar þeir fóru að fylgja afa og pabba og Ingólfi eftir við bústörfin. Þeim voru falin ábyrgðarstörf, sem þeir gátu valdið vegna góðrar leiðsagnar hinna fullorðnu. Svo gerðist ævintýrið, þegar lífsförunautur Ingólfs, hún Helga, kom siglandi frá Þýska- landi og gerðist vinnukona hjá foreldrum mínum og þau Ingólf- ur felldu hugi saman. Þau hófu búskap í Eyjum og bjuggu þar þangað til Páll sonur þeirra tók við búinu. Þau komu upp mörg- um börnum og byggðu upp öll hús á jörðinni þannig að vinnu- dagur þeirra var langur og strangur. Alltaf var jafn gaman að heimsækja þau þegar leiðin lá í Kjósina. Seinni árin höfðu þau tækifæri til að ferðast bæði innan lands og utan. Helga gat þá heim- sótt fjölskyldu sína og föðurland og þau nutu ferðalaganna. Þau komu oft til Akureyrar til okkar Benna og voru aufúsugestir. Síð- ast sá ég Ingólf á 92 ára afmæl- isdegi hans. Hann var svo glaður, umvafinn sinni góðu fjölskyldu, sem hélt honum veislu á Grund í tilefni dagsins. Það er dýrmætt að eiga minningar um þennan góða mann. Ég sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur og alltaf minnist ég Ingólfs, þeg- ar ég heyri góðs manns getið. Ragnheiður Hansdóttir. Mig langar að minnast frænda míns Ingólfs Guðnasonar sem skilur eftir sig góðar minningar frá liðnum tíma. Ingólfur var bóndi á Eyjum 1 í Kjós og bjó hann þar alla tíð ásamt konu sinni Helgu Pálsdóttur eða þar til heilsan fór að gefa sig. Þá flutti hann á hjúkrunarheimilið Grund og Helga konan hans flutti til hans nokkru síðar en Helga lést á hjúkrunarheimilinu Grund 15. febrúar 2008. Ingólfur og Helga eignuðust sjö börn og eru tvö þeirra látin, Guðni sem lést af veikindum 16. september 2002 og Anna Pálína sem lést af slysförum aðeins tveggja ára gömul í apríl 1955. Ingólfur og Helga voru alveg ein- stök hjón og var gott að koma til þeirra og barnanna þeirra, dvald- ist ég mikið hjá þeim í góðu yf- irlæti bæði sem barn og ungling- ur. Þau hjónin voru alla tíð afskaplega samheldin í einu og öllu og mikil gestrisni einkenndi þeirra heimili. Það skipti engu hvenær litið var til þeirra í heim- sókn, alltaf var manni fagnað innilega. Það var líka ómetanlegt að hafa fengið að komast í sveit- ina á sumrin, kynnast sveitastörf- unum og að læra að umgangast dýrin. Ekki man ég eftir því að Ing- ólfur hafi skipt skapi enda var hann alveg sérstakt ljúfmenni og leið mér ætíð vel í návist hans og Helgu. Það var vel haldið utan um hópinn, jafnt þeirra eigin börn sem aðkomubörn. Þó mikið væri að gera á stóru búi þá var alltaf tími til að sinna okkur krökkunum. Fengum við að taka þátt í bústörfunum og var alltaf mikil eftirvænting að fá að fara í Kjósina. Mörg ævintýrin gerðust þar enda tekið upp á ýmsu eins og gengur og gerist í stórum barnahóp. Í endurminningunni virðist alltaf hafa verið sól og blíða í Kjósinni og er ég þess full- viss að hlýjar móttökur hjá ein- stökum hjónum eigi sinn þátt þar. Kæri Ingólfur, ég efast ekki um að það hafi verið vel tekið á móti þér og miklir fagnaðarfund- ir þegar þú komst til ástvina sem farnir voru á undan. Þín verður sárt saknað en þú skilur eftir margar góðar minningar sem ég geymi. Takk fyrir allt, kæri frændi. Elsku Anna Guðfinna, Her- mann Ingi, Guðrún Lilja, Páll Heimir og Valborg Erna, ykkar missir er mikill og vil ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar mín- ar dýpstu samúð. Ólafía Guðrún Leifsdóttir. Glaður og reifur skyli gumna hver, uns sinn bíður bana. (Úr Hávamálum.) Ingólfur Guðnason, bóndi að Eyjum I í Kjós, var sannarlega glaður og reifur maður. Hann og Helga eiginkona hans verða okk- ur ætíð minnisstæð fyrir gleði sína og elskusemi. Þau voru bæði hrókar alls fagnaðar hvar sem þau komu. Við hjónin hittum þau fyrst fyrir meira en 40 árum og jukust síðar kynni okkar þegar við feng- um landskika hjá þeim undir sumarbústað. Áður en bústaður- inn reis tjölduðum við oft á skik- anum og buðu þau hjónin þá okk- ur að nota hreinlætisaðstöðuna hjá þeim. Á vígslukvöldi bústað- arins stakk Ingólfur upp á því að hann yrði nefndur Svarthamrar, sem er örnefni úr sveitinni, sem við tókum með þökkum. Ingólfur var mjög barngóður og fengu börnin okkar og seinna barnabörn að koma og fylgjast með kúnum í fjósinu og öðrum dýrum hjá honum. Undantekn- ingarlaust var tekið á móti okkur öllum með bros á vör. Ingólfur talaði með hlýju um skepnurnar og fór vel með þær, það var aug- ljóst að honum þótti vænt um dýrin. Ingólfur hafði góða söngrödd og hann hafði yndi af söng; nut- um við þess þegar hann kíkti inn til okkar og minnumst nú með þakklæti allra skemmtilegu kvöldanna sem við sungum sam- an. Við erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með Ingólfi Guðna- syni, megi minning hans lifa um ókomin ár. Aðstandendum hans öllum vottum við samúð okkar. Anna og Stefán. MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Örfá orð til minningar um Ásu tengdamóður mína, þar fór kona sem var einstök og ekkert nema góðsemin og ljúfmennskan. En það er varla hægt að minnast hennar án Guðmundar því þau hjónin voru sérlega samrýmd og samtaka í öllum sínum gjörðum. Það var kvíðin 19 ára stúlka með 5 mánaða snáða í burðar- rúmi sem kom með Nonna syni þeirra á Vallartröðina í febrúar 1974 óviss hvernig henni yrði tekið með þennan afleggjara sinn. Sá kvíði var svo sannarlega ástæðulaus þar sem Kalli eign- aðist samstundis ömmu og afa sem alla tíð tóku honum sem sínu eigin barnabarni. Hugulsemi og umhyggja þeirra kom fram á ýmsan hátt, til dæmis þegar við fluttum austur í Drangshlíð þá sendu þau með rútunni, vikulega í mörg ár, ný brauð og dagblöðin. Þau komu akandi austur á aðfangadag jóla 1975 en þá var ég fárveik og ólétt að Þóru Björk. Þarna birtust þau, björguðu jólunum og fóru síðan með okkur Kalla í Kópa- voginn, hjúkruðu mér og sáu um barnið. Hjá þeim valdi ég einnig að vera þegar ég eignaðist yngsta barnið, Guðmund og ef ég þurfti að vera í bænum í ýmsum erindum og einnig í rúman mán- uð 1985 þegar ég þurfti að vera í bænum vegna veikinda því þar var ég örugg og vissi að vel yrði um mig hugsað. Það koma ótal minningar tengdar þeim hjónum upp í hug- ann á þessum tímamamótum og allar ljúfar. Nú er komið að leiðarlokum og kveð ég Ásu tengdamóður mína með ást, virðingu og söknuði eftir nær 38 ára samferð um þetta líf. Hvíldu í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Oddný. Við skulum sól sömu báðir hinsta sinni við haf líta. Létt mun þá leið þeim, er ljósi móti vini studdur af veröld flýr. (Jónas Hallgrímsson.) Að geta alltaf séð það góða og bjarta. Að leggja alltaf á borð fyrir einn gest enn, því heimilið skal alltaf standa öllum opið. Að fara í boltaleik við átta ára barnabarnabarn, af fölskvalausri gleði og kátínu. Svo mikilli að barnið tók á sig krók, bara til þess að leika við 91 árs lang- ömmu sína. Að fylgjast með kis- unum mínum stelast í bita hjá ná- grönnum og gefa mér svo skýrslu um glæpinn. Að samgleðjast öll- um sem farnaðist vel. Að sjá það góða í öllum og mega ekkert aumt sjá, tala aldrei illa um nokk- urn mann. Hugrakka samvinnu- skólagengna hreppstjóradóttirin, sem giftist æskuástinni þvert á þágildandi stéttaskiptingu. Hún var trú ástinni, enda uppskar hún ríkulega. Þau áttu góða ævi sam- an, hún og afi. Því þannig var hún amma. Góð og ræktarsöm, hlý, nærgætin og kímin. Sem tók alltaf vel á móti lítilli ömmustelpu sem stalst upp í Kópavogsstrætó eftir hádegi. Strætó stoppaði rétt hjá ömmu- húsi og þar var gengið inn í nota- leg húsakynni þar sem tíminn Ása Gissurardóttir ✝ Ása Giss-urardóttir fæddist í Drangs- hlíð undir A- Eyjafjöllum 5. októ- ber 1920. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 24. nóv- ember 2011. Útför Ásu fór fram frá Digra- neskirkju 9. desem- ber 2011. leið hægar undir notalegu tifi stand- klukkunnar. Þar lærði stelpan að prjóna, sauma og að lesa ljóð. Þar sem ömmustelpa fékk að heyra um nykra, skoffín, gráar sæ- kýr, tröll og álfkon- ur í barnsnauð. Allt í sömu andrá og sögur af bændum, hreppstjórum, prestum, ljós- mæðrum og förukonum. Þar sem áhersla var lögð á að við erum öll misjöfn að upplagi, en samt öll jafn mikilvæg. Að allir hafi eitt- hvað til síns brunns að bera. Það þurfi bara að finna hæfileikana, þótt það geti stundum verið tíma- frekt verkefni. Og þar sem amma prjónar þumal á fingravettlinga, skólaverkefnið í níu ára bekk. Við vitum það báðar að þetta er svo- lítið svindl, en það er alveg sama. Amma segir nefnilega að hæfi- leikar mínir liggi annars staðar. Þannig var hún amma. Ása Ólafsdóttir. Eftirfarandi minningargrein eftir Gerði Ósk Jóhannsdóttur um Ásu Gissurardóttur fór með greinum um Kristínu Maríu Gísladóttur í blaðinu í gær, 9. desember, er hún því birt hér aft- ur. Greinarhöfundur og aðrir að- standendur eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Að kvöldi 24. nóvember bárust mér þær fréttir að hún elsku amma Ása hefði látist. Síðustu dagana var ljóst í hvað stefndi, amma södd lífdaga og tilbúin að sameinast afa aftur í eilífri himnavist. Ég er afar þakklát fyrir síð- asta skiptið sem ég heimsótti ömmu með yngstu ungana mína tvo. Við komum til hennar á fal- legum sunnudegi og hún bauð þeim upp á gotterí. Knúsaði hana Hólmfríði litlu og dáðist að skóla- drengnum Friðriki. Hrósaði mér eins og hún gerði alltaf, með full- kominni trú á að ég yrði góður hjúkrunarfræðingur. Svo var hún orðin þreytt og vildi hvíla sig. Ég kyssti hana bless og kvaddi og þegar ég gekk út laust þeirri hugsun niður að ef til vill væri þetta síðasta skiptið sem ég sæi hana. Það var ekkert sem benti sérstaklega til þess að dauðastríðið nálgaðist en hún var auðvitað orðin 91 árs gömul og ég á leið út að vinna í nokkrar vikur. Ég stóð í lyftunni, horfði á börnin mín og fann að ég var sátt, ég gæti ekki hafa kvatt hana betur og það var ekkert meira sem ég þurfti að segja. Fyrstu dagana eftir að amma dó fann ég fyrir togstreitu, átti ég að fara heim og fylgja ömmu til grafar eða átti ég að klára vinnuna hér úti eins og planað var? Ég velti þessu fyrir mér, skoðaði flug og ræddi við vini og fjölskyldu þar til ein vinkona mín spurði mig: „Hvað hefði amma þín viljað?“ Ég heyrði það strax. „Vertu ekkert að hafa fyrir mér,“ sagði amma svo oft í gegnum tíð- ina og þótti mér stundum nóg um ósérplægnina. Og þó að mig langi mikið að vera heima með fjöl- skyldunni ákvað ég að klára vinnuna mína hér úti, vera þakk- lát fyrir þessa góðu stund sem við áttum áður en ég fór út og eiga mína eigin fallegu stund hér úti. Amma Ása var besta amma í heimi. Hún átti svo mikla ást að hún skein úr grænu augunum og með faðmlögum, klappi á öxl og kossum á kinn fyllti hún líf mitt af kærleika og hamingju. Margar af ánægjulegustu æskuminning- um mínum tengjast ömmu og afa í Vallatröðinni. Sundferðir í Kópavogslaugina, slæðurnar og loðhúfurnar í skúffunni í gang- inum sem voru hin skemmtileg- ustu leikföng, ævintýraferð í þvottahúsið sem var inni í skáp, búrið hennar ömmu með öllum fjársjóðunum, að hjálpa ömmu að tæma og fylla bala í vinnunni og þakklætið sem ég fékk fyrir „hjálpina“ sem var mér algjör- lega ómetanlegt. Næturgisting þar sem beddinn í sjónvarpsher- berginu var búinn upp svo að ég gæti kúrt mig fyrir framan sjón- varpið að horfa á barnatímann. Og þó að beddinn væri búinn upp fyrir mig í sjónvarpsherberginu mátti ég alveg skríða upp í hlýja ömmu og afa holu. Grjónagrauturinn á laugar- dögum, öll fjölskylduboðin, sum- ardagar á pallinum og kvöld- heimsóknir þar sem amma, afi og Bjössi frændi sátu hvert í sínum stól, amma iðulega að prjóna. Búðaráp að skoða snið og efni fyrir fermingarkjólinn minn. Súkkulaðikakan hennar ömmu sem var náttúrlega best í heimi og fyrir litla gikkinn mig bakaði hún alltaf aukaköku sem var með kremi en ekki sultu á milli botna. Með söknuði og þakklæti kveð ég elsku ömmu Ásu, kveiki á kerti og sendi fallegar hugsanir til allra heima á Íslandi. Gerður Ósk Jóhannsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, EVA ÞÓRSDÓTTIR, Sundlaugavegi 18, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 28. nóvember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. desember kl. 13.00. Kristinn V. Daníelsson, Unnur Garðarsdóttir, Sigríður I. Daníelsdóttir, Þórður Guðmundsson, Þór Ingi Daníelsson, Anneli Planman, Einar Daníelsson, Kristjana Sigurðardóttir, Hraunar Daníelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og hjálpsemi við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐLAUGAR ÖNNU GUÐNADÓTTUR húsfreyju á Urðum í Svarfaðardal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar og F.S.A. svo og til kvenna í kvenfélaginu Tilraun fyrir þeirra ómetanlegu aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Einar Hallgrímsson og fjölskylda, Urðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.