Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 45
nauðsynlegur hluti af hverri heim-
sókn. Þar voru til dæmis kjörað-
stæður fyrir heimsins skemmti-
legasta feluleik, það var ekki
leiðinlegt að skjóta sér á milli fata-
slánna eða inn í mátunarklefann.
Svo fannst okkur eldri systkinun-
um líka mjög sniðugt að fela Ingv-
ar litla bróður í hillunni undir af-
greiðsluborðinu. Í þessum ferðum
í búðina fengum við líka að fara „á
bakvið“ þar sem við lékum okkur
með gamla afgreiðslukassann,
teiknuðum á pappa undan efnis-
ströngum og eyddum tíma með
afa. Stundum var kveikt á pínu-
litla sjónvarpinu ef það var fót-
boltaleikur í gangi. Við fengum
líka að prófa töluvélina hennar
ömmu og skoða allt fína dótið sem
afi og amma áttu. Machintoshdós-
in var heldur aldrei langt undan.
Þegar viðskiptavinir komu í
búðina fengum við líka að aðstoða
afa við kassann. Það var svo mikið
sport að fá að vera á bakvið af-
greiðsluborðið og jafnvel sitja
uppi á borði á meðan afi afgreiddi
af sinni einstöku snilld. Hann var
alltaf svo glaður og hjálpsamur og
það sást langar leiðir af hverju svo
margir lögðu leið sína í Múla.
Eftir heimsóknir á Selfoss fór-
um við nánast undantekningar-
laust heim með föt úr búðinni eða
þá gjafir úr utanlandsferðum. Afi
var með eindæmum gjafmildur og
sýndi það alveg fram á síðasta
dag. Ótrúlegur hann afi Geiri!
Honum fannst ekki leiðinlegt að
gera vel við sína nánustu.
Árlegu grillveislurnar og jóla-
boðin á Eyrarveginum eru okkur
mjög minnisstæð. Þar kom öll fjöl-
skyldan saman og mikið ofsalega
var það gaman. Afi var alltaf í
góðu stuði, partýljónið sjálft. Í síð-
ustu grillveislunni, kvöldið sem
Múla var lokað, var mikið fjör og
mikið gaman. Afi sat í sólstólnum
sínum í sólskýlinu sínu (örugglega
að reyna að ná smá brúnku) á
meðan við krakkarnir skipulögð-
um tískusýningu með fötum úr
Múlamagasíni. Afar eftirminni-
legt kvöld.
Svo vorum við svo heppin að
eftir grillveislurnar fengum við oft
að gista hjá ömmu og afa. Yfirleitt
var núggatísinn dreginn fram fyr-
ir svefninn og risastóra ristaða
brauðið tilbúið í morgunmat. Þeg-
ar við læddumst á fætur eld-
snemma var afi alltaf kominn á
fætur og byrjaður að borða morg-
unmatinn og drekka teið sitt. Þar
fengum við nokkrar af þeim ótal-
mörgu gæðastundum sem við átt-
um með afa Geira.
Elsku besti afi okkar, við minn-
umst þín ávallt. Við biðjum að
heilsa ömmu Gauju.
Sigurður, Sigríður og Ingvar.
Nú ertu farinn, Geiri minn. Ég
hef lengi búið mig undir að þú
færir, en samt er maður aldrei al-
veg viðbúinn. Í tæplega 76 ár hafa
leiðir okkar legið saman í gleði og
sorg, allar þær minningar sem við
eigum saman væri efni í heila bók.
Tæplega níu ára gömul, þegar þið
Gauja systir hófuð búskap, kom
ég á heimili ykkar ásamt mömmu
og dvaldi til fimmtán ára aldurs að
ég flutti til Reykjavíkur. En alltaf
stóð ykkar heimili mér opið og
mínu fólki. Börnin ykkar voru alla
tíð velkomin á mitt heimili, mér
fannst ég eiga svo mikið í þeim,
enda tvö þau elstu fædd meðan ég
var heima og tengdist ég þeim
mikið.
Geiri var mikill heimilisfaðir og
hugsaði vel um sitt fólk. Ég fann
líka að til mín var hugsað. Gauja
mín hringdi oft og ef á bjátaði fann
ég hennar stuðning. Þegar hún
var farin tók Geiri við og hringdi
og vildi fylgjast með, óskaði mér
velfarnaðar og bað að heilsa mínu
fólki, þetta var mér mikils virði.
Sá siður var á milli okkar systra
að hringja á jóladag og nýársdag.
Sú sem var fyrri til á jóladag beið
eftir að heyra í hinni á nýjársdag.
Þennan sið tók Geiri upp eftir lát
Gauju sem ég saknaði sárt.
Geiri var vandaður maður á all-
an hátt. Vildi engum skulda, allt
var í röð og reglu og illt umtal var
ekki í boði, en svipurinn sagði oft
meira en mörg orð. Glettnin var
sjaldan langt undan og minnist ég
þess þegar ég vann með honum
tvö sumur fyrir fjörutíu árum að
margt varð að hlátursefni.
Hann lifði lengi og var ham-
ingjusamur, heilsan lengst af góð
og stundaði sína vinnu fram á ní-
ræðisaldur. Sorgin gleymdi hon-
um ekki en æðruleysi hans hjálp-
aði okkur öllum. Nú er enginn
eftir sem ég get rifjað upp
bernskuárin með. Geira mínum
óska ég til hamingju með að hafa
nú hitt þau sem farin eru og hann
saknaði. Það er örugglega gleði og
hamingja í fyrirheitna landinu, ég
þakka fyrir mig og bið að heilsa.
Halldóra Guðmundsdóttir
(Dóra.)
Nú hefur langafi Geiri fengið
hvíldina sem var langþráð, enda
97 ár hár aldur.
Hann var ekkert skyldur mér,
heldur afi hans Trausta míns og
langafi strákanna okkar, þeirra
Ragnars og Elmars.
Mér fannst samt alltaf eins og
hann væri pínulítið afi minn líka,
og eini „afinn“ sem ég fékk að
kynnast þar sem ég var ekki svo
lánsöm að kynnast líffræðilegum
öfum mínum.
Geira kynntist ég árið 1996 og
tók hann mér strax opnum örm-
um. Síðan höfum við hist reglu-
lega, kannske ekki nógu oft, en
alltaf átt notalegar stundir saman
og oftar en ekki með stórfjöl-
skyldunni. Ég ferðaðist meira að-
segja með honum þegar hann fór í
eina sína síðustu utanlandsferð
fyrir 8 árum, og er það dýrmæt
minning. Geiri var duglegur að
ferðast, sérstaklega með henni
Gauju sinni, en hún lést árið 1996
og kynntist ég henni því miður
aldrei. Geiri sagði mér oft hversu
einstök manneskja hún hefði verið
og augu hans skinu ávallt skært
þegar hún barst í tal og ljóst að
hann hafði elskað eiginkonu sína
mikið.
Mér fannst gaman að tala við
Geira, enda margt sem hann upp-
lifað á langri ævi, bæði í gleði og
sorg.
Við ræddum sorgina stundum
en samt oftar um gleðina. Geira
fannst mikið lán í hverju barni og
gladdist mikið þegar fjölgunarvon
var í fjölskyldunni. Hann prýddi
heimili sitt með myndum af öllum
þessum börnum og var stoltur af.
Sorginni mætti Geiri með sama
æðruleysinu og einkenndi hann í
daglegu lífi. Það efast samt enginn
um að það var mjög þungbært
fyrir hann þegar dóttursonur
hans, Þorvaldur og sonardóttir
hans, hún Guðríður, létust bæði
fyrir aldur fram. Einkadóttur
sína, hana Sigrúnu, missti Geiri
árið 2007. En hann fann alltaf
kraft til að halda áfram, enda ekk-
ert annað í boði, og það skildi Geiri
e.t.v. betur en nokkur annar.
Æðruleysið var líka til staðar þó
Geiri vissi að hverju stefndi þessa
síðustu daga í nóvember.
Mér þótti mjög vænt um Geira,
og óska honum góðrar ferðar til
nýrra heimkynna. Ég þakka hon-
um hlýjuna sem hann sýndi mér
alltaf. Elmar sendir líka ástar-
kveðjur til langafa.
Bidda og Pálmari, svo og þeim
bræðrum Sigurgeiri og Valgeiri,
og fjölskyldum þeirra allra, sendi
ég samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skyldu minnar.
Megi langafi hvíla í friði.
Ingibjörg Aradóttir.
koma og kynslóðir fara.
Anna var borinn og barnfædd-
ur Ólafsfirðingur – hún Anna í
Díönu, en svo hét æskuheimili
hennar. Ung að árum giftist hún
ungum og myndarlegum manni,
Þorsteini Mikael Einarssyni, sjó-
manni og eru börn þeirra sex,
tveir synir og fjórar dætur, sem
öll hafa stofnað sín heimili og eiga
uppkomin börn og barnabörn.
Það var með Önnu eins og aðr-
ar sjómannskonur hér fyrr á ár-
um að barnauppeldið og heimilis-
reksturinn hvíldi nær alfarið á
herðum þeirra þar sem eigin-
mennirnir voru á vertíð svo mán-
uðum skipti og samgöngur ekki
eins greiðar þá og nú.
Anna var hagsýn húsmóðir og
myndarleg til allra verka. Allt lék
í höndum hennar hvort heldur
var matargerð eða saumaskapur
enda var ekki hægt að kaupa
tilbúinn fatnað þá eins og nú er.
Eftir að Þorsteinn fór að stunda
sjóinn á sínum eigin bát var hann
meira heima við og gladdi það
bæði Önnu og börnin. Margar
ferðir áttum við hjónin til Ólafs-
fjarðar og alltaf var jafn gott að
sækja þessi góðu hjón heim og
þiggja hjá þeim veitingar sem
ekki voru af verri endanum.
Þorsteinn andaðist 31. desem-
ber 2006 og veit ég að Anna treg-
aði hann alltaf. Síðustu ár dvaldi
Anna á Hornbrekku og lét vel af
sér þar. Gaman var að sjá alla þá
handavinnu sem hún gerði þar –
allt jafn fallegt og vel unnið. Á
síðasta ári fór heilsu hennar að
hraka. Síðastliðið sumar heim-
sóttum við hjónin hana og sat hún
þá í hjólastól og sagðist ekki geta
unnið neitt í höndunum. Þessi
kona sem aldrei féll verk úr hendi
– alltaf jafn fórnfús og gefandi.
Farsæl vegferð er að baki sem
nú vefst saman við sjóð minning-
anna.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Börnum og aðstandendum öll-
um sendum við hjónin okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jóhanna María Pálmadóttir.
Anna Gunnlaugsdóttir var
mikil heiðurskona. Heilsteypt
kona með hlýja og gefandi nær-
veru. Það voru sannarlega for-
réttindi að mega koma á Gunn-
ólfsgötuna og njóta nærveru
hennar og umhyggju. Hún var
hógvær í orðum og hafði alla tíð
áhuga á því sem hver og einn var
að fást við. Hún gaf hvort tveggja
í senn hið andlega og hið líkam-
lega. Það var aldrei tómt borð á
Gunnólfsgötunni. Anna gerði vel
við alla sína gesti og ég er örugg-
lega ekki einn um það að hafa
helst viljað sitja í eldhúsinu og
eiga spjallið þar.
Anna átti góða samleið í lífinu
með föðurbróður mínum, Þor-
steini Mikael Einarssyni. Þau
tókust á við lífið í gleði og sorg og
studdu hvort annað. Mér fannst
þau á stundum eins og dansa
gegnum lífið og þá ekki síst þegar
þau tóku snúning á eldhúsgólfinu.
Doddi frændi kom frá Grenivík
sem ungur drengur í Ólafsfjörð.
Hann hafði þá misst föður sinn og
föðursystir hans, Ella, og Siggi
skó tóku hann að sér og urðu hon-
um elskandi foreldrar. Þau Anna
og Doddi skó voru ung þegar leið-
ir þeirra lágu saman og saman og
voru samhent í því að leiða börnin
sín sex til framtíðar. Heimili
þeirra varð fljótt að miðstöð fjöl-
skyldu og vina og ég hafði alla tíð
á tilfinningunni að þeim þætti
betra að vera gestgjafar og taka á
móti fólki heldur en að vera sjálf
gestir. Það varð okkur öllum í
stórfjölskyldunni svo eðlilegt og
sjálfsagt að ganga inn á heimili
þeirra. Þar var aldrei læst og ef
enginn var heima vorum við hvött
til þess að bjarga okkur sjálf. Allt
var svo velkomið og sjálfsagt.
Í huga mínum hljómar enn
hljómfalleg rödd hennar Önnu.
Hún talaði einstaklega fallegt
mál og íslenskan og allt hennar
starfróf varð svo skemmtilega lif-
andi í orðum hennar. Brosið
hennar var heillandi og það var
bjart sindur í augum hennar.
Ég veit að hún kvaddi með
þetta sama sindur í augum. Hún
vissi að hverju dró. Veikindi
höfðu ekki gengið hjá hennar
garði en alltaf var hún æðrulaus
og sterk. Trúuð kona, sem átti
hlýjar og máttugar bænir. Kona
sem trúði og vissi að frændi
myndi taka í móti henni, þegar
yfir kæmi.
Þó ekki sé nú lengur komið við
á Gunnólfsgötunni eins og áður,
þá verða áfram áningarstaðir hjá
frændfólkinu í Ólafsfirði, því
Anna og Doddi höfðu kennt okk-
ur öllum að það væri vináttan og
samveran sem tæki öllum salar-
kynnum fram.
Með þakklæti í huga minnist
ég Önnu Gunnlaugsdóttur.
Þakka henni að hafa leyft mér
ungum að koma í ævintýraferðir í
Ólafsfjörð og hafa alla tíð hvatt
mig áfram og látið sig varða af-
komu mína og minnar fjölskyldu.
Guð blessi minningu hennar og
blessi börn hennar og þeirra fjöl-
skyldur.
Pálmi Matthíasson.
Standið ekki við gröf mína og tárfellið,
ég er ekki þar, ég sef ekki.
Ég er þúsund vindar sem blása,
ég er glitrandi demantur á snjó,
ég er sólskinið á þroskuðu korni,
ég er haustregnið.
Þegar þú vaknar í morgunkyrrðinni
er ég hinn frái þytur hljóðlátra fugla
á ferli sem lauk þar sem hann hófst,
ég er dauft stjörnuskin næturinnar.
Standið ekki við gröf mína og grátið,
ég er ekki þar, ég dó ekki,
ég lifi áfram einhversstaðar,
ég lifi í hjörtum ykkar allra.
(Þýtt af sr. Halldóri Reynissyni.)
Blessuð sé minning þín.
Innilegar samúðarkveðjur til
Gulla, Himma, Guðbjargar, Ingu,
Tótu, Ellu og fjölskyldna.
Gunnhildur og Harpa
María Gunnlaugsdætur.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
✝
Bróðir okkar,
GUÐNI MARINÓ GUÐNASON,
fæddur á Ísafirði 25.07.1956,
lést í Danmörku þriðjudaginn 8. nóvember.
Útförin fór fram í Viborg mánudaginn
14. nóvember.
Sólveig Guðnadóttir,
Veturliði Guðnason,
Bjarnfríður Andrea Guðnadóttir.
✝
Elskuleg frænka okkar,
KLARA KLÆNGSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju
þriðjudaginn 13. desember kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Gunnar K. Gunnarsson.
✝
Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi,
tengdapabbi, afi og langafi,
ALFREÐ SIGURLAUGUR KONRÁÐSSON,
Silli,
frá Hrísey,
Kirkjuvegi 14,
Dalvík,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
4. desember, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
17. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er
vinsamlega bent á heimsforeldra Unicef.
Valdís Þorsteinsdóttir,
Þórdís Alfreðsdóttir, Steingrímur Sigurðsson,
Konráð Alfreðsson, Agnes Guðnadóttir,
Sigurður Alfreðsson, Sólborg Friðbjörnsdóttir,
Sigurjón Alfreðsson, Margrét Kristmannsdóttir,
Blængur Alfreðsson, Þórdís Þorvaldsdóttir,
Kristín Alfreðsdóttir, Ásgeir Stefánsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
INGI SIGURÐUR ERLENDSSON
mælingamaður,
Hrauntungu 30,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 30. nóvember, verður jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju mánudaginn 12. desember kl. 15.00.
Rannveig Gísladóttir,
Guðmundur Ingason, Gyða Jónsdóttir,
Örn Erlendur Ingason, Guðbjörg Sigurðardóttir,
Haukur Ingason, Katrín Þórarinsdóttir,
Sólborg Erla Ingadóttir, Kristinn Harðarson,
Þórdís Ingadóttir, Snorri Ingvarsson,
barnabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR HAFSTEIN HALLDÓRSSON
húsasmiður,
Kirkjuvegi 1,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
mánudaginn 5. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 13. desember
kl. 13.00.
Hrefna Sigurðardóttir, Rúnar Benediktsson,
Svava Sigurðardóttir, Ævar Ingi Guðbergsson,
Erna Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Unnusti minn, faðir, afi, bróðir okkar og
mágur,
HALLUR BERGSSON
húsasmiður,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 7. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Tcvetanka Peeva,
Lína Peeva,
Sunna Björg Sigfríðardóttir,
Vaka Agnarsdóttir,
Þorkell Bergsson, Ásta Ingólfsdóttir,
Birna Bergsdóttir,
Björgvin Bergsson, Hafdís Sigurðardóttir.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
ÁLFHEIÐUR JÓNASDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn
5. desember.
Hún verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju
laugardaginn 17. desember kl. 14.00.
Jakob Ágústsson,
Sigurbjörn Jakobsson, Regína Vilhjálmsdóttir,
Hafsteinn Jakobsson, Birgitta Guðjónsdóttir,
Ruth Jakobsdóttir, Rúnar Helgi Kristinsson
og barnabörn.