Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 11
þegar sólin var að setjast, að sást til mannaferða. Innan skamms var úr því skorið að þar fór enginn annar en Leppalúði sjálfur með allt sitt hyski. Hann hafði fyrir langalöngu útvegað sér konu, og konan sú var engin tískudrós, því þetta var hún Grýla sem allir krakkar þekkja og enginn þorir að hrekkja. Ungur og gamall Leppalúði „Mér fannst spennandi að velja Leppalúða þar sem hann hefur alltaf staðið svolítið í skugganum. Þegar ég leitaði að upplýsingum um Leppalúða fann ég ósköp lítið. Því leitaði ég til fólksins í kringum mig og kom skemmtilega á óvart að hug- myndum okkar um Leppalúða bar saman jafnvel þó lítið væri til skrifað um hann. Flestir sáu hann fyrir sér horaðan, með skalla og hökutopp. Það var skemmtilegt að kynnast honum ungum í ljóðinu hennar Ingi- bjargar og mig langaði að túlka hann bæði þannig og gamlan eins og við sjáum hann fyrir okkur í dag. Því skiptist óróinn í tvennt og eins og komi glampi öðrum megin á hann frá tunglsljósinu en þá er hann ung- ur,“ segir Ingibjörg Hanna. Til styrktar Æfingastöðinni Allur ágóði af Leppalúða renn- ur til Æfingastöðvarinnar sem rekin er af Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra. Stöðin er langstærsti aðili í endurhæfingu barna og ungmenna á Íslandi en þjónustuna nýta um 1.200 börn árlega, mörg hver oft í viku. Æfingastöðin gegnir því veigamiklu hlutverki í íslensku samfélagi og er starfið sem þar fer fram brýnt enda er markmið þjálfunarinnar að efla börn og ungmenni með skerta færni og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Upplýsingar um sölustaði má nálgast á jolaoroinn.is Þegar hafa Sigga Heimis og Sjón túlkað Kertasníki, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Andri Snær Magnason túlkað Hurðaskelli, Katr- ín Ólína Pétursdóttir og Hallgrímur Helgason Grýlu, Hrafnkell Birgisson og Gerður Kristný Ketkrók og síð- ustu jól túlkuðu Snæfríð Þorsteins, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Þór- arinn Eldjárn Jólaköttinn. Óróar Frá upphafi hafa margir af þekktustu hönnuðum og skáldum Íslendinga lagt félaginu lið við gerð óróanna. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Vandvirkni Það fara nokkur kvöld í j́ólakortagerðina á hverju ári enda vandar Gerður mjög til verka. jólakveðju sem segir ekki neitt. Það sem ég skrifa í jólakortin eru mínar prívat smásögur. Sumir gefa út bæk- ur, en ég geri þetta. Vissulega tekur þetta allt sinn tíma, en þetta er góður tími. Ég legg metnað minn bæði í að búa kortin til og að skrifa inn í þau, og er stolt af því.“ Gerður segist fá fín viðbrögð frá viðtakendum og að sum- ir geymi kortin hennar eins og safn- gripi. Mikil tenging við jólakortin Gerður segir að aðfangadags- kvöld sé yndislega rólegt hjá þeim hjónum. „Að opna jólakortin er part- ur af jólunum, rétt eins og að borða jólamatinn. Mér dettur ekki í hug að opna þau jólakort sem ég fæ fyrr en á aðfangadagskvöld. Jólin hjá mér og mínum manni eru eins og þau voru fyrir 45 árum, þegar við erum búin að borða þá setjumst við og fáum okkur kaffi og frómas og hann opnar kortin og les þau. Síðan les ég þau líka og þetta tekur heillanga stund. Það er svo gaman að lesa það sem fólk send- ir, sjá myndir af börnum sem hafa fæðst á árinu og annað slíkt. Mér finnst tengingin við jólakortin mikil og góð. Ef ég fengi sms-jólakveðju, myndi ég svara henni seint.“ Gerður segir að á bernskuár- unum hafi pabbi hennar séð um að skrifa jólakortin á heimilinu. „En þá var kreppa og ekki til neitt af neinu og við börnin fengum ekki mikið um jólin. Þá hófst jólaundirbúningurinn ekki fyrr en á Þorláksmessu og dag- urinn fór mest í að þrífa, sjóða hangi- kjötið og útbúa rjúpurnar.“Jólaskraut Úr smiðju Gerðar. Engin kort eru eins. Sum eru með Jósef og Maríu, önnur eru sprellfjörug, allt fer það eftir því hver viðtakandinn er. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Í tilefni hins alþjóðlega Terra Madre dags sem haldinn er á vegum Slow Fo- od um heim allan í dag verður haldinn heilmikill jólamatarmarkaður. Mark- aðurinn er haldinn á vegum Búrsins og Beint frá Býli og hefst klukkan 12 á bílaplaninu við Nóatún 17. Þar verða margar afurðir til sölu til að mynda grasfóðrarð holdnautakjöt frá Dodda og Lísu á Hálsi, beef jerky frá Sveinu og Snorra á Sogni í Kjós, hrökkkex frá Svövu á Hvammstanga og Sæluostar úr sveitinni sem fram- leiddir eru af vinkonunum Stellu Jór- unni A. Levy og Sæunni Vigdísi Sig- valdadóttur í Vestur-Húnavatnssýslu. Hér er aðeins fátt eitt nefnt en tæm- andi dagskrá má finna á vefsíðunni vinotek.is. Einstakt tækifæri fyrir mat- aráhugafólk til að spjalla við framleið- endur og næla sér í krásir á jólamat- arborðið. Jólamatarmarkaður Morgunblaðið/Sverrir Krumbl Margt úr íslenskri náttúru má nýta sér eins og t.d. bláber. Terra Madre deginum fagnað KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD JÓLIN KOMA vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.