Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skýrt er kveðið á um það í EES- samningnum að engar skuldbind- ingar skuli fylgja samstarfi ríkjanna í efnahagsmálum. Að óbreyttu ætti nánari samvinna aðildarríkja Evrópusambandsins í efnahags- málum því ekki að hafa bein áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Orðrétt hljóðar 46. grein 5. kafla um samvinnu og stefnu í efnahags- og peningamálum svo: „Samningsaðilar skulu skiptast á skoðunum og upplýsingum um framkvæmd samnings þessa og áhrif samstarfsins á efnahags- starfsemi og framkvæmd stefnu í efnahags- og peningamálum. Þeir geta enn fremur rætt stefnu, ástand og horfur í efnahagsmálum. Þessi skipti á skoðunum og upplýsingum skulu fara fram án nokkurra skuld- bindinga.“ Skiptast á upplýsingum en án nokkurra skuldbindinga Einnig má rifja upp grein 76 í 4. kafla í hagskýrslugerð en hún bregður líka birtu á samstarfið: „Samningsaðilar skulu tryggja úr- vinnslu og dreifingu samfelldra og sambærilegra hagskýrslna sem lýsi og geri kleift að fylgjast með öllum þeim þáttum sem máli skipta á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála á Evrópska efnahagssvæðinu,“ seg- ir í greininni og er svo kveðið á um „sameiginlegar starfsáætlanir og vinnubrögð við hagskýrslugerð hvar sem það á við í stjórnsýslunni“. Undirstrika báðar greinarnar að EES-samningurinn bindur ekki hendur samningsríkjanna í efna- hagsmálum. Á því sviði eru áhrifin minni en til dæmis í umhverfis- málum þar sem íslensk stjórnvöld og sveitarstjórnir þurfa að innleiða ýmsa staðla vegna samningsins. Ströng skilyrði evrusamstarfs Nokkur grundvallaratriði undir- strika þann mun sem er á aðild að EES-samningnum annars vegar og aðild að Evrópusambandinu og sam- starfinu um evruna hins vegar. Nægir þar að benda á að til að geta tekið upp evru þurfa ríki að uppfylla Maastricht-skilyrðin. Er þar meðal annars kveðið á um að halli af rekstri hins opinbera skuli ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu, skuldir þess ekki meiri en sem nemur 60% af vergri landsframleiðslu og verð- bólga ekki vera 1,5% meiri en í þeim þremur aðildarríkjum ESB sem hafa hagstæðustu verðbólgu- þróunina. Krefst aukinnar samleitni Fjallað er um Maastricht- skilyrðin á vef Seðlabanka Íslands með þeim orðum að „aukin efna- hagsleg samleitni þátttökuríkja Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU) [sé] talin nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að taka upp evru með árangursríkum hætti“. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar ESB um nýsamþykkt samkomulag aðildarríkjanna undirstrikar að ætl- unin er að samþætta efnahagsstjórn evrópskra ríkja enn frekar. Er þar rætt um „nýjan „efna- hagslegan sáttmála“ og um umtals- vert öflugri samhæfingu efnahags- stefnunnar á sviðum þar sem ríkin eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta“. „Þetta krefst nýs samnings milli aðildarríkja evrunnar ... í sameigin- legum, metnaðarfullum reglum sem endurspegla eindreginn stjórnmála- legan ásetning þeirra í nýrri laga- umgjörð“. Þarf því að breyta reglum um evrusamstarfið til að heimila yfirstjórn fjármála. Þær breytingar snerta ekki krónulandið Ísland. Samþættari efnahagsstefna hefur ekki áhrif á Ísland Reuters Í nauðvörn Ekki sér fyrir endann á skuldakreppunni á evrusvæðinu. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS 2008 2011 Í dag eru um 2.400 VR félagar á atvinnuleysisskrá eða hátt í 9% félagsmanna. Þetta er óásættan- legt og krefst VR þess að stjórnvöld og atvinnulífið grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Til að vekja athygli á atvinnuleysinu hafa verið hengdir upp borðar á Kringlumýrarbraut, einn borði fyrir hvern atvinnulausan VR félaga. VR félagar Atvinnulausir VR félagar 519 26.835 2.465 27.929 FÍ T O N / SÍ A Þegar Jón Baldvin Hannibals- son, þáverandi utanríkis- ráðherra, mælti fyrir frum- varpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið, þ.e. um heimild fyrir Íslands hönd til að fullgilda samning um Evr- ópska efnahagssvæðið, rifjaði hann upp sérstaka fyrirvara Íslendinga við undirritun samningsins. ,,Við getum aldrei gefið okkur á vald yfirþjóðlegum stofnunum. Við getum aldrei afsalað okkur fullveldinu eða rétti okkar til þess að taka eigin nauðsynlegar ákvarðanir til að tryggja afkomu okkar og sjálfstæði.“ Nánari samvinna aðildar- ríkja Evrópusambandsins í ríkisfjármálum fellur undir fyrirvarann sem íslensk stjórnvöld gerðu forðum, enda verður nú hægt að hlutast í ríkisfjármál þeirra ríkja sem ekki uppfylla skilyrði hinnar nýju efnahagssamvinnu. Fullt forræði þjóðþinga yfir útgjöldum hins opinbera verð- ur þar með úr sögunni. Gegn anda samningsins YFIRÞJÓÐLEGT VALD Árið 1993 Úr þingsal Alþingis þeg- ar EES-samningurinn var ræddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.