Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Dauðinn sigrar að lokum,
elskuleg kona hefur hafið hina
löngu óþekktu ferð, reyndar hefur
hún verið í þeirri ferð í nokkur ár
þ.e.a.s. frá því hinn illvígi sjúk-
dómur Alzheimer hertók hana.
En alltaf var það sami yndisleik-
inn yfir henni, ekki kali til nokk-
urs manns, hún var eins og 98 ára
systir hennar Lolla sagði við mig,
Gunna var eins og postulínsstytta
alltaf svo góð og falleg. Ég man
eftir Gunnu frá því ég var í fyrsta
sinn í pössun hjá Dedda og henni
og það var á þeirra fyrstu hjú-
skaparárum í Blönduhlíð 2, síðan
á Laugarásvegi 73, þar sem ég var
nokkrum sinnum í pössun sem
strákur og jafnvel upp til tánings-
aldurs.
Ég minnist hve gaman var í
veislum sem ég fékk að vera í og
var þá sem vikapiltur „þjónn“ í þá
daga var fullt starf að bæta sígar-
ettum í alla koppa og kirnur og
síðan að tæma öskubakka, vaska
upp glös og njóta þess að vera
með ættingjum sem voru í veisl-
unum. Þessi fjölskylda var stór og
var Gunna númer 7 af 10 börnum
afa en sú þriðja í seinna hjóna-
bandi hans, en amma mín dó þeg-
ar pabbi var 10 ára og afi því tví-
kvæntur. Betri fjölskyldu er vart
hægt að hugsa sér og þó að ég ætti
engar systur var ekki hörgull á
frænkunum sem voru eins og
systur. Gunna var yndisleg að
vera hjá og það skemmdi ekki að
hún átti bara stelpur og vera
strákur í passi voru forréttindi.
Ég þakka allt það hlýja og ynd-
islega viðmót sem ég fékk á heim-
ili þeirra Gunnu og Dedda, og bið
þeim, allri fjölskyldunni velfarn-
aðar og hamingju á komandi ár-
Guðrún Hjálmars-
dóttir Waage
✝ Guðrún Hjálm-arsdóttir
Waage fæddist í
Reykjavík 18. nóv-
ember 1928. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
19. nóvember 2011.
Útför Guðrúnar
fór fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 30. nóvember
2011.
um. Far þú í friði,
elsku frænka.
Haraldur
Haraldsson
(Halli frændi).
Í dag kveðjum við
Guðrúnu Hjálmars-
dóttur Waage,
Gunnu systur eins
og hún var alltaf
kölluð á okkar heim-
ili. Hún var eldri systir móður
okkar Kristínar Helgu og var
mjög náið á milli þeirra systra og
leið varla sá dagur þegar þær
voru báðar upp á sitt besta að þær
töluðu ekki saman.
Gunna frænka hafði fallega út-
geislun, var listræn og skapandi
og hafði einstaklega léttan og
skemmtilegan hlátur sem smitaði
alla sem í kringum hana voru.
Hún var félagslynd og hafði gam-
an af því að hafa marga í kringum
sig. Gunna var mjög ættrækin og
traust sínu fólki, hún hugsaði vel
um foreldra sína meðan þau voru
lifandi, hún var líka frábær móðir,
amma og ekki síst eiginkona. Hún
stóð með sínum sama hvað á bját-
aði. Hún var gift honum Dedda og
var samband þeirra einstaklega
sterkt og fallegt, þau stóðu þétt
saman og studdu hvort annað í líf-
inu. Þau eignuðust fjórar dætur,
sem heita allar sömu nöfnum og
við nema þær yngstu en nöfnin
þeirra byrja bæði á H. Það var
alltaf gaman að heimskækja þau
Gunnu og Dedda og stelpurnar
þeirra. Það var alltaf mikið um að
vera heima hjá þeim, en þar var
alltaf opið hús fyrir alla fjölskyld-
una sem og vini.
Við sendum elsku Dedda,
systrunum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur. Okkur
systur langar til að þakka Gunnu
fyrir þær góðu minningar sem
hún skilur eftir í hjörtum okkar og
biðjum við henni Guðs blessunar á
nýjum tilverustigum, án efa hafa
verið fagnaðarfundir þegar þær
systur hafa hist.
Hjartans kveðjur frá stelpun-
um hennar Helgu systur,
Hildur, Kristín, Sigrún og
Margrét Ámundadætur.
Ingibjörg Þórunn
Rafnar kvaddi langt fyrir aldur
fram eftir harða og óvægna bar-
áttu við krabbamein. Það er afar
erfitt að sætta sig við þá ráðstöf-
un örlaganna að hún sé farin frá
fjölskyldu og ástvinum.
Við tengdumst fjölskyldubönd-
um þegar Mía og Skúli urðu ást-
fangin og ákváðu að eyða ævinni
saman. Eftir að Ingibjörg og Þor-
steinn fluttu heim frá Danmörku
þróaðist með fjölskyldunum vin-
skapur og höfum við átt góðar og
gefandi stundir saman.
Smám saman urðum við öll rík-
ari og saman eigum við yndisleg
barnabörn sem ömmurnar og af-
arnir hafa haft mikla ánægju af
að spjalla um og segja sögur af.
Margar minningar mínar um
Ingibjörgu tengjast einmitt hinu
mikilvæga ömmuhlutverki, innan
fjölskyldunnar var hún oftast
kölluð Imba amma. Enda var hún
einstaklega mikil amma og sinnti
því hlutverki af mikilli alúð, hún
lagði allt til hliðar þegar barna-
börnin voru annars vegar og hafði
yndi af að vera með þeim, segja
sögur og leika við þau.
Ingibjörg, var falleg kona, bar
sig vel, bein í baki og gekk fram
með reisn og djörfung, ævinlega
klædd af smekkvísi. Hún var kjöl-
festa og fyrirmynd, bar mikla
umhyggju fyrir fjölskyldu sinni.
Það var bjart yfir Ingibjörgu og
það er bjart yfir minningu henn-
ar.
Svo líður ævin fram sem hverj-
um er skapað og nú sit ég hér á
jólaföstu og set þessar línur á
blað. Það er erfitt að skilja þá ráð-
stöfun almættisins að taka Imbu
ömmu svo fljótt til sín og víst er
að jólaljósin munu vart megna að
lýsa upp myrkrið sem umlykur
ástvini hennar þessi jól. En minn-
ingin um Ingibjörgu sem var
geislandi, sterk og gefandi eigin-
kona, móðir, amma og systir mun
lifa með öllum sem þekktu hana.
Ingibjörg Þórunn
Rafnar
✝ Ingibjörg Þór-unn Rafnar
fæddist á Akureyri
6. júní 1950. Hún
lést í Reykjavík 27.
nóvember 2011.
Útför Ingibjarg-
ar Þórunnar Rafn-
ar fór fram frá
Hallgrímskirkju 6.
desember 2011.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Við Jóhann erum
Ingibjörgu þakklát
fyrir góða samfylgd,
hugur okkar og
samúð er hjá Þorsteini, Míu,
Palla, Tótu, barnabörnunum,
systrum og ástvinum hennar öll-
um.
Svana Friðriksdóttir.
Það fyllir mann ávallt sorg í
hjarta þegar maður fregnar um
illvíga sjúkdóma sem leggjast á
fólk á besta aldri. Þannig fór mér
þegar ég frétti það hjá Halldóru
systur Ingibjargar, á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins nýverið, að
hún væri illa haldin af slíkum
sjúkdómi og að horfur væru ekki
góðar. Eftir þetta skipti í raun
litlu máli um störf landsfundar –
allt varð einhvern veginn létt-
vægt þegar borið er saman við
slík váleg tíðindi. Svo fór sem ótt-
ast var, að Ingibjörg féll frá inn í
svefninn langa, langt fyrir aldur
fram.
Ingibjörgu kannaðist ég við
sem lögmann og eiginkonu rit-
stjórans á Vísi og síðar fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitenda-
sambandsins. Ég kynntist henni
eftir að eiginmaður hennar gerð-
ist þingmaður og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, ráðherra og for-
sætisráðherra.
Ingibjörg hafði afar vandaða
og fágaða framkomu og var
sjálfri sér sem og eiginmanni sín-
um til mikils sóma hvar sem hún
fór og var glæsilegur fulltrúi
lands síns og þjóðar. Hún var
brosmild og alúðleg og aldrei var
maður svikinn um koss á kinn
þegar fundum okkar bar saman.
Hún bar sig tiginmannlega og
var mannblendin og hin vinsam-
legasta. Manni leið vel með öll
samskipti við Ingibjörgu, enda
mannkostir hennar miklir.
Nú er stórt skarð fyrir skildi
hjá fjölskyldu Ingibjargar að
missa hana frá sér í blóma lífs
síns.
Ingibjörg er sofnuð, en við ör-
væntum ekki því Drottinn segir
um efsta dag í Guðspjalli Jóhann-
esar: „….þegar allir þeir, sem í
gröfunum eru, munu heyra raust
Hans og ganga fram, þeir, sem
gjört hafa hið góða, munu rísa
upp til lífsins.“
Í trausti þessa fyrirheits
Frelsarans getum við sem lifum
hana vonast til að hitta hana á ný
í himneskum heimkynnum í fyll-
ingu tímans. Þangað til verða
þeir sem áttu því láni að fagna að
kynnast henni að minnast góðrar
konu og þakka góðu stundirnar,
og þreyja þorrann með Guðs
styrk.
Ég sendi fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur og bið
henni allri Guðs blessunar og
styrks.
Megi Ingibjörg Þórunn hvíla í
friði.
Þorsteinn Halldórsson,
formaður Baldurs, eins
félags Sjálfstæðismanna
í Kópavogi.
Sólbjartur persónuleiki henn-
ar var einstakur, leiftrandi augun
þar sem maður var manns gam-
an, stórglæsileg kona sem fyllti
sali með framkomu og fasi,
átakalaust. Ingibjörg Rafnar bar
í sér alvöru og einlægni. Hún var
svo undarlega hlédræg miðað við
það hvað hún bjó yfir miklu.
Þannig minnti hún á íslenska
fjallablómið sem haggast ekki í
vindum né votviðri. Þá brosti hún
varfærnislega sínu blíðasta þann-
ig að Mona Lisa hefði roðnað af
öfund. Ingibjörg Rafnar haslaði
sér völl með hraði í Borgarstjórn
Reykjavíkur, stýrði Hafnar-
stjórn Reykjavíkur og mörgum
þáttum þar sem hún sýndi mikla
hæfileika sína á vettvangi stjórn-
málanna. Hún varð strax einn af
vonarneistum íslenskra stjórn-
mála, toppmaður í hverju sem
hún gekk að, snjöll, víðsýn, lipur
og fylgin. Það varð mikið skarð
fyrir skildi þegar hún vék skyndi-
lega af vettvangi stjórnmálanna,
því henni fylgdu betri áhrif en
flestum stjórnmálamönnum sem
ég hef unnið með og er þeir orðn-
ir margir. Hún kunni svo vel að
tóna vilja og væntingar fólks og
hafði allt til brunns að bera að
fylgja eftir til árangurs.
Ingibjörg Rafnar fór ekki um
hlöð með hávaða, lífið sjálft var
hljóðfæri hennar og hún skóp svo
mild og fögur stef í fullum sam-
hljóm við það, mildaði það sem
milda þurfti, jók blæinn þar sem
þörf var á. Hún gekk til ýmissa
mikilvægra verkefna, umboðs-
maður barna meðal annars, en
það var synd þegar hún var ekki
valin dómari við Hæstarétt Ís-
lands. Það voru mikil mistök, því
hún hefði þroskað þann vettvang
og gert hann betri, rökréttari,
sjálfum sér samkvæmari og rétt-
sýnni, stærri. Það voru mikil
hlunnindi að kynnast Ingibjörgu
Rafnar persónulega, leikgleði
hennar, kímni og prakkaraskap,
því þá naut hún sín best, stelpan
að norðan, full af lífsgleði og ef
það var tóm til að dansa var
trukkað í eins og verið væri að
gefa blúss á vertíðarflotann úr
höfn og beljandi lóðningar til
hafs. Og nú er hún sigld langt
fyrir aldur fram. Megi allir sól-
stafir jarðar fylgja henni. Megi
góður Guð varðveita hana, varð-
veita Þorstein og börnin þeirra,
vandamenn og vini. Við Dóra
þökkum hlý og gefandi kynni,
kafla gleði í lífsins melódí. Leiftr-
andi augu stórglæsilegrar konu
munu flæða um himnaranninn
við heimkomuna, því bæði þessa
heims og annars var hún og er
einstaklega sólbjartur persónu-
leiki.
Árni Johnsen.
Augun fallega glettin og hlý. Í
einu bliki gátu þau orðið alvöru-
gefin og íhugul. Brosið og hlát-
urinn breyttu aðstæðum á svip-
stundu. Skilgreindi mál sitt
flestum betur og hávaðalaust.
Náði eyrum allra á sinn látlausa
hátt. Fátt var henni óviðkomandi,
menn og málefni. Tilbúin til
hjálpar þar sem með þurfti, ætl-
aðist ekki til umbunar. Ætíð
hreinskiptin og sönn. Þögn hæfði
betur en gaspur eða getgátur.
Einstakir hæfileikar í stjórnmál-
um jafnt sem lögmennsku; krist-
allaðist best í mannlegum sam-
skiptum. Góður gestgjafi. Sannur
vinur og vinamörg.
Ingibjörg var falleg, heillandi,
afburðagreind og skemmtileg.
Barst ekki á en vakti ávallt at-
hygli. Áhugamál og hæfileikar á
mörgum sviðum. Golf og göngur,
máttur orða og tóna. Fjölskyldu
bar þó hæst. Elska og samheldni
þeirra hjóna, Ingibjargar og Þor-
steins, var öllum ljós. Ömmuhlut-
verkið var dýrmætt og henni eft-
irsjá við lífslok.
Mikið áttu þau öll og mikið
hafa þau misst.
Sjónarsviptir er að hefðarkon-
unni Ingibjörgu Þórunni Rafnar.
Lára Margrét
Ragnarsdóttir.
Við kveðjum í dag kæran vin,
Ingibjörgu Rafnar. Fyrir áratug
lágu leiðir okkar saman þegar við
bjuggum í London ásamt þeim
hjónum, Ingibjörgu og Þorsteini.
Þau kynni voru einkar ánægju-
leg.
Góðu stundirnar voru margar.
Ingibjörg og Þorsteinn kynntu
sér og þekktu flest svið mann-
legrar tilveru. Við áttum margar
góðar stundir með þeim hjónum
og nutum þess að ræða um allt
milli himins og jarðar. Engu
skipti hver málefnin voru, íslensk
og bresk þjóðmál, tónlist, mynd-
list og menning almennt eða
enski fótboltinn; ekkert þurfti
undan að skilja þegar við sátum
saman á síðkvöldum og spjölluð-
um. Við dáðumst að innsæi Ingi-
bjargar, leiftrandi gáfum hennar,
víðsýni og gamansemi. Hæfileik-
ar hennar nutu sín til fulls í slík-
um samræðum.
Eftir að veru okkar í London
lauk og Þorsteinn og Ingibjörg
komu aftur hingað heim til Ís-
lands tókum við upp þráðinn að
nýju. Þakklæti fyrir góð og gef-
andi kynni eru okkur nú efst í
huga. Það var gaman að kynnast
Ingibjörgu, eiga hana að vini,
kynnast þeim hjónum og börnum
þeirra. Við eigum margar góðar
minningar frá skemmtilegum
samverustundum með góðri fjöl-
skyldu. Sérstaklega eigum við
kæra minningu frá því kvöldi
þegar við sátum með Þorsteini og
Ingibjörgu og fréttirnar bárust
um að Tóta væri búin að eignast
barn. Gleði og lífshamingja ríkti
og ljúft að mega samgleðjast
þeim á ánægjustund. Slíkar
stundir ber hæst í minningunni.
Við fylgdumst með þeirri
hörðu baráttu sem Ingibjörg háði
við erfiðan sjúkdóm. Æðruleysi
og virðuleiki Ingibjargar sem og
allrar fjölskyldunnar snart okkur
djúpt.
Við sendum Þorsteini, Míu,
Palla og Tótu og allri fjölskyldu
Ingibjargar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Brynhildur og Illugi.
Ingibjörg Rafnar var einstök
og yndisleg manneskja. Hlýr og
traustur vinur, afburða glögg, og
heilsteyptari en gengur og gerist.
Hún var öguð og alvörugefin þeg-
ar það átti við, en yfirleitt stutt í
fallega brosið, hláturinn og
glampann í augunum.
Ég sá hana fyrst á fundi nokk-
urra kvenna úr Sjálfstæðis-
flokknum. Hún var í rauðri peysu
og hvítri blússu, glettin, ákveðin
og klár, og manni fannst hún dá-
lítil strákastelpa. Ófeimin við að
segja hug sinn og kraftur í henni.
Þessi kvennahópur afréð að hitt-
ast reglulega til að ræða lands-
málin. Það var gert svikalaust
næstu árin og úr því spratt góð
vinátta.
Það munaði um Ingibjörgu
Rafnar þar sem hún beitti sér,
hvort sem það var í stjórnmálum,
Elsku Elva Ýr.
Það var ólýsanleg
sorg sem helltist yfir okkur
kvöldið 16. nóvember. Við héld-
um hreinlega að þetta væri mar-
tröð sem við ættum eftir að vakna
upp úr. En þegar ég fékk sím-
hringinguna frá mömmu þinni
rétt eftir miðnætti þá frusu í okk-
ur hjörtun. Þetta var óbærileg
sorg, við erum búin að spyrja og
spyrja af hverju hún, hver er til-
gangurinn að taka svona lífsglaða
hrausta og fallega stelpu frá
mömmu sinni, pabba og systkin-
um ásamt allri fjölskyldunni og
vinunum. En við trúum því að þú
sért fallegasta stjarnan sem skín
skært uppi á himni þegar við
Elva Ýr
Óskarsdóttir
✝ Elva Ýr Ósk-arsdóttir fædd-
ist á Akureyri 16.
ágúst 1998. Hún
lést af slysförum
17. nóvember 2011.
Útför Elvu Ýrar
fór fram frá Siglu-
fjarðarkirkju 25.
nóvember 2011.
horfum til hans.
Við eigum eftir að
sakna þín mikið,
elsku Elva okkar, að
hafa þig ekki hérna
hlaupandi á milli
húsa að spila við
Skarphéðin, fara í
heita pottinn öll
saman og allt sem
við fjölskyldurnar
höfum gert saman.
Við munum hugsa
um allar góðu minningarnar sem
við eigum eftir. Nú eru rúmlega
tvær vikur liðnar og hvern ein-
asta morgun þegar ég vakna spyr
ég mig hvort þetta hafi ekki verið
draumur. En við vonum, með ná-
lægð þinni sem við finnum heima
hjá þér, að hjörtun í okkur fái
hlýju aftur og tárin verði færri,
því við vitum að þú ert fallegasti
engillinn uppi á himnum. Góði
guð, þú heldur vel utan um hana
fyrir okkur.
Kveðja,
Berglind, Sigurður,
Aníta Sara, Skarphéðinn
og Sverrir Jón.
✝
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR HJÁLMARSDÓTTUR
WAAGE,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður til heimilis að Laugarásvegi 28,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk 2 N, hjúkrunarheimilinu Eir fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður S. Waage,
Kristín H. Waage, Knútur Signarsson,
Margrét G. Waage,
Sigrún Waage, Franz Ploder,
Hendrikka G. Waage,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæru
MARÍU GUÐBJARGAR SNORRADÓTTUR,
sem andaðist sunnudaginn 30. október.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
krabbameinsdeildar 11E Landspítalanum,
heimahjúkrun Karítas og öllu starfsfólki
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka hlýju og
umhyggju.
Þorsteinn Theodórsson,
Kristín Hlín Þorsteinsdóttir, Morten Praem,
Sigurður Þorsteinsson, Guðrún Guðbjörnsdóttir,
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, Sigurður Andrésson,
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Ólafur Viggósson
og barnabörn.