Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ókeypis tónleikar Mugisons í Eld- borgarsal Hörpunnar hinn 22. des- ember næstkomandi hafa vakið mikil viðbrögð hjá þjóðinni. Þessi þakklætisvottur tónlistarmannsins hefur í senn orsakað aðdáun og for- undran enda ekki á hverjum degi sem tónlistarmaður leigir tónleika- sal til þess eins að gefa eftir miða- verðið. Þeir sem fylgst hafa náið með þessum einstaka listamanni und- anfarin ár eru líklega ekki alveg eins hissa en Mugison hefur ávallt farið ótroðnar slóðir. En samt …það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þessu góða gengi Hagléls, nýjustu plötu hans, og því hvernig Mugison hefur enn og aftur hitt þjóðina þráðbeint í hjartastað. Og líklega af meiri krafti nú en nokkru sinni fyrr. „Ég vildi segja takk“ Sumir hafa velt því fyrir sér hvernig Mugison ætlar að standa undir kostnaðinum við að leigja Hörpu og hvort um sé að ræða eitt- hvert samstarf hans og tónlistar- hússins. Harpan hafi séð sér hag í að fá svona málsmetandi poppara inn í húsið? „Ég leigi Hörpuna bara eins og hver annar. Líkt og ég væri að leigja sal undir fermingu sonar míns,“ útskýrir hann. „Jú jú, þetta er dálítið sérstakt viðurkenni ég og það er ekki búið að harðnegla krónutöluna. En það er ekkert formlegt samstarf í gangi. Ég hef hugsað það að þetta væri jákvætt fyrir Hörpuna eftir á en það var ekki lagt upp með neitt slíkt. Það er annars búið að vera mjög gaman að vinna að þessu með starfsfólkinu þarna. Það er eins og það vinni bara konur þarna og þetta er eins og að hitta frænku sína á hverjum degi!“ Mugison segir að sér og Jóni Þór Þorleifssyni, samstarfsmanni sín- um, hafi fundist þeir þurfa að þakka fyrir sig vegna hinna ótrúlegu við- taka sem platan hafi fengið. „Ég vildi segja takk. Og af ein- hverri alvöru, ekki með einfaldri fréttatilkynningu eða auglýsingu. Mér fannst þetta við hæfi, að bjóða þessu fólki sem hefur verið að kaupa tónlistina mína á tónleika í þessum geðveika sal.“ Hann segir í framhaldinu að hann hugsi ekki um kostnaðinn við þetta á þá lund sem vant er. „Það er búið að borga fyrir salinn með þessum ótrúlega áhuga á plöt- unni minni og tónleikum. Nú eru 15.000 plötur farnar og það er upp- selt á alla tónleika. Algerlega ótrú- legt. Í fyrsta skipti hef ég haft efni á því að borga fólki sem er að stúss- ast þetta með mér alvörulaun. Þarf ekki að væla um afslátt endalaust. Þetta er fáránlegur léttir, eftir að hafa verið tuðandi og volandi í tíu ár hef ég getað borgað niður skuld- ir, bæði sem vinir mínir hafa átt inni hjá mér og svo blessaður bank- inn. Ég var eftir á með afborganir hjá bankanum í fimm mánuði en ákvað samt að klára plötuna. Bank- inn gæti étið skít á meðan. Ég reyndi svo að gera eins góða plötu og ég gæti. Þú getur rétt ímyndað þér að maður er hrærður yfir við- tökunum. Og já, ég er ekkert endi- lega búinn að reikna þetta Hörpu- dæmi til enda en ég er farinn að sjá það svo greinilega að þetta kemur allt til baka. Við getum jafnvel talað um karma í þessu tilfelli. Maður fær hlýju og maður vill gefa það sama til baka. Ég er að horfa á leik- skólakrakka syngja „Stingum af“ með táknmáli, eðlilega fær maður kökk í hálsinn þegar maður upplifir svona lagað. Það minnsta sem ég get gert er að koma til baka ein- hvern veginn og segja takk.“ Landsbyggðarsnobbari deluxe Mugison ætlar ekki að láta Hörp- una nægja heldur mun hann einnig troða upp á ókeypis tónleikum úti á landi. Bolungarvík, Vestmanna- eyjar, Akureyri og Seyðisfjörður verða viðkomustaðirnir. „Ég fékk „komment“ frá einum sem spurði mig hvort ég væri nokk- uð að gleyma landsbyggðinni í þessu Hörpufári. Og þar sem ég er landsbyggðarsnobbari deluxe ákvað ég að hræra í tónleika þar líka. Líkt og með Hörpuna er ég ekki búinn að klára fjárhagshliðina þar. Þetta ævintýri hefur nefnilega kennt mér eitt: Peningar eru sannarlega ekki allt.“ Hittir þjóðina þráðbeint í hjartastað  Mugison segir að fólkið í landinu sé þegar búið að greiða fyrir tónleika hans í Hörpu með áhuga sínum á nýjustu plötu hans og tónleikum  Fær kökk í hálsinn þegar hann hugsar um viðtökurnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Maðurinn Mugison er ekki lengur sonur Súðavíkur, hann er sonur Íslands. Myndin var tekin á Græna hattinum. Árlegt kjólaball hljómsveitarinnar Heimilistóna verður haldið í Iðnó í kvöld, 10. desember og hefst það kl. 23. Heimilistónar er skipuð þjóð- þekktum konum og hafa þær sér- hæft sig í flutningi erlendra laga frá seinni hluta 20. aldar, nánar til- tekið gullaldarárum rokksins á fimmta og sjötta áratugnum. Hafa stöllurnar þýtt erlenda texta af ná- kvæmni og leggja jafnframt mikið upp úr sviðsframkomu og kven- legum klæðnaði. Í Heimilistónum eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir. Kjólaball Ragnhildur Gísladóttir er ein liðsmanna Heimilistóna. Kjólaball Heimilis- tóna í Iðnó LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar RUM DIARY Sýnd kl. 8 -10:30 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 - 6 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 2 (700kr.) - 4 PUSS IN BOOTS 3D Sýnd kl. 6 - 8 BLITZ Sýnd kl. 8 -10 ARTÚRBJARGARJÓLUNUM 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 - 6 IMMORTALS 3D Sýnd kl. 10:15HHH T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT ÞAR SEM LÖGIN TAKA ENDA HEFSTRÉTTLÆTIÐ ‚“FERSKASTA OG SKEM- MTILEGASTA JÓLAMYND SÍÐARI ÁRA.“ - MICHAEL RECHTSHAFFEN, HOLLYWOOD REPORTER „SNIÐUG, FYNDIN OG SÆT!“ - KEITH STASKIEWICZ, ENTERTAINMENT WEEKLY HÖRKU SPENNUMYND ÍSLENSKT TAL FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH Með íslensku og ensku tali JOHNNY DEPP fer á kostum í mynd byggðri á ævi hins skrautlega Paul Kemp. -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% -F.G.G., FBL. -A.E.T., MBL -V.J.V., SVARTHOFDI.IS T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 L ARTHUR CHRISTMAS 3D ÁN TEXTA KL. 5.50 L TROPA DE ELITE KL. 8 - 10.30 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 JACK AND JILL KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 - 8 - 10.10 L IN TIME KL. 8 - 10.30 12 ELDFJALL KL. 3.30 - 5.45 L ÞÓR 3D KL. 3.30 (TILBOÐ) L Sjáðu nýja myndbandið með JUSTIN BIEBER í þrívídd á undan myndinni! STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D LÚXUS KL. 1 - 3.20 - 5.40 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L PUSS IN BOOTS 3D ÁN TEXTA KL. 8 L PUSS IN BOOTS 3D ÁN TEXTA LÚXUS KL. 8 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 - 5.50 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 L BLITZ KL. 10.10 16 BLITZ LÚXUS KL. 10.10 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 JACK AND JILL KL. 8 - 10.10 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 ÞÓR 3D KL. 5.50 L 92% ROTTENTOMATOES THE RUM DIARY KL. 8 - 10.10 12 BLITZ KL. 6 16 MONEYBALL KL. 8 - 10.20 L / ELÍAS KL. 2 (TILBOÐ) - 4 L JACK AND JILL KL. 6 L / ARTÚR KL. 2 (TILBOÐ) - 4 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.