Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 27
Virðing
Réttlæti
VR krefst aðgerða gegn atvinnuleysi
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Kimmidoll
á Íslandi
Ármúla 38 | Sími 588 5011
KONOKA
„Sensuality“
My spirit embraces
and savors
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„EES-samningurinn tekur ekki til
efnahags- eða peningastefnu. Þannig
að ég tel að áhrifin á það samstarf
séu minniháttar. Ég á því ekki von á
því að breytingarnar hafi nein laga-
leg áhrif á EES-samstarfið,“ segir
Stefán Már Stef-
ánsson, prófessor
í lögfræði við Há-
skóla Íslands,
spurður um áhrif-
in af aukinni sam-
þættingu efna-
hagsstefnunnar í
Evrópusamband-
inu á EES-aðild-
arríkið Ísland.
„Breytingar
þær sem nú er
leitað samkomulags um innan ESB
munu ekki ná til Íslands. Það eru
ákvæði um efnahagssamvinnu í
EES-samningnum en þau eru ekki
lagalega bindandi. Þar er gert ráð
fyrir því að menn ræði málin.“
Breyta þyrfti samningnum
Stefán Már heldur áfram:
„Auðvitað verður það tilefni til
þess að menn koma saman og ræða
málin og kynna ný sjónarmið en
hugsanlegar nýjar reglur innan ESB
eru ekki bindandi fyrir Evrópska
efnahagssvæðið. Þar eru engin bind-
andi ákvæði um þetta efni sem fyrr
sagði. Núgildandi ákvæðum EES-
samningsins um efnahagssamvinn-
una verður ekki breytt nema með
breytingum á EES-samningnum
sjálfum.
Þannig má segja að hin nýju
ákvæði sem nú eru í hámæli hafi í
grundvallaratriðum engin lagaleg
áhrif fyrir Ísland.“
Álfa í sitthvorum gírnum
Stefán Már víkur að umskiptunum
sem séu að verða á samvinnu evr-
ópskra ríkja, eftir því hvort þau eiga
aðild að ESB og evrunni eða ekki.
„Þetta er orðið tveggja hraða Evr-
ópa. Að vísu hafa ekki öll aðildarríki
ESB tekið upp evru. Aukin samþætt-
ing efnahagsstefnunnar myndi þó
dýpka verulega á þeim mun sem er á
milli ríkja innan Evrópusambands-
ins.
Auknar skyldur sem sum ríkin
gengust undir í tengslum við efna-
hags- og peningastefnuna gæti þýtt
að ESB sem slíkt gæti bundið hend-
ur ríkisstjórna aðildarríkjanna í
meira mæli en nú er. Þá kemur það
meira í ljós að Evrópa er með tveim-
ur hraðastillum, ef svo má að orði
komast,“ segir Stefán Már lagapró-
fessor.
Efnahagsstefnan óháð
EES-samningnum
Lagaprófessor telur óróann í Brussel ekki snerta Ísland
Stefán Már
Stefánsson
Reuters
Höfuðstöðvarnar Evrumerkið við Evrópska seðlabankann í Frankfurt.
Samkvæmt hinu nýja sam-
komulagi Evrópusambands-
ríkjanna, sem Bretar kjósa að
standa utan við, mun það
„sjálfkrafa hafa afleiðingar“
fyrir aðildarríki evruríkjanna ef
fjárlagahallinn fer yfir 3% af
þjóðarframleiðslunni „nema
tilskilinn meirihluti aðildarríkja
evrusvæðisins sé því andvíg-
ur“.
Til að setja þennan halla í ís-
lenskt samhengi var hallinn á
rekstri ríkissjóðs 14-15% árið
2008, 10% árið 2009 og verð-
ur 1,16% á fjárlögum næsta
árs, að því er fram kom í sam-
tali Morgunblaðsins við Stein-
grím J. Sigfússon í vikunni.
Ef til vill er ekki rétt að miða
við hrunárin og er því fróðlegt
að skyggnast lengra aftur.
Samkvæmt vef Hagstofu Ís-
lands var til dæmis 4,4% halli
af ríkissjóði 1989, 3,3% árið
1990, 4,5% árið 1993, 4,7% ár-
ið 1994 og 3% árið 1995. Þessi
ár uppfylla nýju refsiákvæðin.
Hallinn ekki
einkamál
REFSAÐ FYRIR ÓHLÝÐNI