Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 ✝ SigurgeirGunnar Ingv- arsson var fæddur að Minna-Hofi, Rangárvöllum, 18. júlí 1914 og lést á Ljósheimum, Sel- fossi þ. 28.11. 2011. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Steinsdóttur ljós- móður frá Minna- Hofi f. 29.12. 1872, d. 13.5. 1956 og Ingvars Ólafs- sonar bónda og bókbindara frá Voðmúlastöðum í Landeyjum, f. 26.4. 1868, d. 16.4. 1942. Sig- urgeir var yngstur tíu sona þeirra hjóna. Þeir voru 1) Steinn Ingvarsson 1892-1983, 2) Ólafur Ingvarsson 1894-1894, 3) Ingvar Ingvarsson 1895-1963, 4) Sig- urður Ingvarsson 1899-1972, 5) Guðmundur Ingvarsson 1900- 1903, 6) Ólafur Karel Ingvars- son 1902-1959, 7) Guðmundur Ingvarsson 1904-1986, 8) Dreng- ur Ingvarsson 1906 –1906, 9 ) Magnús Ingvarsson 1908-1997 10) Sigurgeir f. 18.7. 1914, d. 28.11.2011. Sigurgeir kvæntist ardóttur og eiga þau 3 börn, Sigurð, Sigríði og Ingvar. Þau eiga eitt barnabarn. Sigurgeir og Guðríður hófu búskap að Berjanesi undir Eyjafjöllum og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan fluttu þau í Móeiðarhvolshjáleigu. Þar voru aðstæður til búskapar erf- iðar en þau bjuggu þar í 8 ár. Þá fluttust þau á Heiðarveg 6, Sel- fossi og Sigurgeir hóf vinnu hjá Kaupfélagi Árnesinga en stofn- aði eftir nokkur ár verslunina Brú á Eyrarvegi 7 og verslaði aðallega með vefnaðarvöru. Ár- ið 1971 byggði hann nýja versl- un og íbúðarhús að Eyrarvegi 9. Verslunina nefndu þau hjónin Múla og þar versluðu þau með fatnað og vefnaðarvöru í 27 ár. Hann var iðulega kenndur við búðina og kallaður Geiri í Múla. Guðríður kona hans lést árið 1996 og árið 1998 hætti hann rekstri búðarinnar og seldi hús- næðið. Þar er nú Tónlistarskóli Árnesinga. Sigurgeir vann við verslunarstörf á Selfossi í 51 ár. Hann flutti í Grænumörk 5 og bjó þar í 13 ár, þar til hann fór á hjúkrunarheimilið Ljósheima sl. vor. Útför Sigurgeirs Ingvars- sonar fer fram frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 10. desem- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 13:30. þann 4.6. 1938, Guðríði Guðmunds- dóttur f. 14.11. 1918, d. 24.2. 1996. Hún var dóttir Guð- rúnar Jónsdóttur húsmóður, f. 26.6. 1895, d. 10.9. 1982 og Guðmundar Jónssonar bónda á Háamúla í Fljóts- hlíð f. 2.10. 1861, d, 1936. Guðríður og Sigurgeir eignuðust 3 börn. Þau eru a) Sigrún Inga f. 2.10. 1941, d. 12.8. 2007. Fyrri maður henn- ar var Sigurður Þorvaldsson og eignuðust þau einn son Þorvald sem lést árið 1992. Seinni maður hennar var Reynir Valgeirsson og eignuðust þau tvo syni, þá Sigurgeir og Valgeir Gunnar. Barnabörn Sigrúnar eru 5. b) Guðmundur Birnir f. 31.7. 1944, hann er kvæntur Ágústu Traustadóttur og eiga þau 3 börn, Guðríði Ernu sem lést árið 1999, Trausta og Sigurgeir. Þau eiga 7 barnabörn. c)Pálmar Sölvi f.29.01.1952. Hann er kvæntur Valgerði K. Sigurð- Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar minnast á tengdaföður míns, Sigurgeirs Ingvarssonar, en fæstar rúmast hér á blaði. Ég var ung að árum er ég hitti þau heiðurshjón Geira og Gauju og var feimin að hitta væntanlega tengdaforeldra mína í fyrsta sinn. Það reyndist óþarfi því strax var mér vel tekið. Þó að ég væri borg- arbarn þótti ekki verra að ég væri ættuð úr Fljótshlíðinni eins og Gauja og hefði þar að auki áhuga á saumaskap, því búðin þeirra, Múli, var vefnaðar- og fataversl- un. Geiri snaraðist niður hring- stigann léttur á fæti og sýndi mér búðina. Var það segin saga að nið- ur í búð fór maður í hvert sinn sem komið var til þeirra og oftar en ekki fór maður með eitthvert góss heim. Oft fékk ég ekki að borga þó að ég reyndi, sérstaklega var það erfitt eftir að börn okkar Pálmars fæddust. Þá var laumað að okkur fatnaði á börnin. Mættust oft stál- in stinn því Geiri vildi gefa en við borga. Þegar ég kynntist Geira var hann rúmlega sextugur, grannur og spengilegur, léttur á fæti og léttur í lund. Hann var spaugsam- ur, elskulegur maður en ákveðinn. Ef hann tók eitthvað í sig var erf- itt að hagga honum. Hann stóð ætíð teinréttur og flottur við búð- arborðið og allt var með sömu snyrtimennskunni í versluninni og í heimilishaldinu því Geiri var duglegur í húsverkunum með Gauju. Trúlega nokkuð óvanalegt hjá þessari kynslóð. Það segir líka margt um manninn sem Geiri hafði að geyma að frá byrjun bú- skapar þeirra Gauju átti Guðrún tengdamóðir hans heimili þar og Dóra systir Gauju þar til hún fór að heiman. Geiri var einstaklega barngóður maður og gerði allt fyr- ir afabörnin og langafabörnin. Hann sagði frá með fögnuði þegar von var á nýjum einstaklingi í fjöl- skylduna. Það varð honum mikill harmur þegar hann missti tvö barnabörn með sviplegum hætti og sína elskuðu Gauju á aðeins sjö ára tímabili. Við hvert dauðsfall sá mikið á Geira. En lífið heldur áfram og Geiri ákvað tveimur árum eftir fráfall Gauju að hætta verslunarrekstri, seldi Eyrarveg 9 og flutti í Grænumörk 5. Þar tók við fé- lagsskapur sem var honum dýr- mætur. Hann hóf að spila snóker! Geiri var langelstur snókerkarl- anna og þeir kölluðu hann lærling- inn því hann byrjaði að spila seinna en þeir. Þetta átti nú við Geira minn því þeir mættu ætíð uppábúnir og snyrtilegir til spila- mennskunnar. Þegar við komum í heimsókn um helgar suðuðu börn- in í afa að fá að fara í snóker og það var fúslega veitt. Það voru góðar stundir með afa Geira. Geiri náði þeim háa aldri að verða 97 ára án þess að tapa minni og hélt hann reisn sinni fram á síð- asta dag þó að líkaminn væri orð- inn lélegur. Kvöldið sem hann lést skinu norðurljósin skært. Þannig skinu þau líka þegar Gauja kvaddi fyrir 15 árum. Nú læðist sú hugs- un að manni að þau hafi náð sam- an á ný og vonandi hefur hann hitt hópinn sinn fyrir handan eins og hann trúði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. V. Briem. Valgerður K Sigurðardóttir. Látinn er í hárri elli elskulegur afi minn og nafni. Afi hefur alla tíð verið stoð og stytta allra í fjöl- skyldunni, ráðagóður og alltaf reiðubúinn til aðstoðar. Á æskuár- unum voru ófáar stundirnar hjá afa og ömmu í Múla, þar sem margt var brallað, bæði gáfulegt og ekki. Einnig kom stórfjölskyld- an þar saman flest jól og við hin ýmsu tækifæri. Afi og amma ráku verslunina Múla á Selfossi í mörg ár og átti hann þar sinn fasta kúnnahóp og allir bæjarbúar vissu hver Geiri í Múla var. Margt á ég afa að þakka, hann reyndist móður minni einstaklega vel alla tíð og þau feðginin náin. Það tók því mikið á afa þegar hún lést úr veik- indum sínum 2007. Afi og amma stóðu líka vel við bakið á mér þegar ég hóf minn fyrsta búskap í „gamla Múla“, keypti mína fyrstu íbúð og fótaði mig í fjölskylduhlutverkinu. Afi var svo sannarlega höfuð fjöl- skyldunnar og stóð með sínu fólki. Hafa dætur mína einnig notið góðs af því að kynnast langafa sín- um og eiga þær að baki ómetan- legar samverustundir með hon- um. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Takk fyrir allt, elsku afi, Sigurgeir Reynisson. Elsku besti afi er fallinn frá. Afi Geiri var alveg frábær afi. Hann var alltaf svo hlýr og góður við okkur enda yndislegur maður í alla staði. Þegar við komum í heimsókn til hans og ömmu biðu þau alltaf eftir okkur með opna arma og voru svo glöð að sjá okk- ur. Þessi föstu, yndislegu faðmlög eru okkur afskaplega minnisstæð og við söknum þeirra mikið. Þegar inn var komið biðu okkar alltaf kleinur, nammi og allskonar góð- gæti, og auðvitað vanilluhringirn- ir og piparkökurnar á jólunum. Afi og amma voru ávallt tilbúin að dekra við okkur. Að fara niður í búð með afa var Sigurgeir Ingvarsson HINSTA KVEÐJA Elsku langafi, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ragnheiður Inga, Guðlaug Hildur og Magnea Reyndís Sigurgeirsdætur. ✝ Anna Gunn-laugsdóttir fæddist í Ólafsfirði 15. mars 1926. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hornbrekku 29. nóvember 2011. Foreldrar henn- ar voru Gunn- laugur Friðfinns- son f. 20. sept. 1894, d. 19. feb. 1927, og Gunn- hildur Gunnlaugsdóttir, f. 10. maí 1902, d. 16. júlí 1972. Stjúp- faðir Önnu var Sigursveinn Árnason, f. 8. ágúst 1903, d. 13. okt. 1980. Eftirlifandi systir Önnu er Ingibjörg, f. 6. sept. 1923 en hálfbróðir hennar sam- mæðra var Gunnlaugur Sig- ursveinsson, f. 22. des. 1929, d. 22. nóv. 1967. Anna kvæntist 29. júní 1946 Þorsteini Mikael Einarssyni, f. 23. ágúst 1924, d. 31. des. 2006. Foreldrar hans voru Einar Guðbjartsson f. 9. nóvember 1897, d. 13. nóvember 1927 og Guðrún Stefánsdóttir f. 31. des- ember 1899, d. 14. mars 1990. Fósturforeldrar Þorsteins frá 11 ára aldri voru Elín Björg Guðbjartsdóttir, f. 24. des. 1891, d. 28. feb. 1994, og Sig- urður Jóhannesson , f. 4. maí Gunnlaug Björk, gift Birni Frey Björnssyni, þeirra börn eru Hugrún Pála, Birnir Mikael og Arngrímur. 4) Ingibjörg, f. 7. maí 1954, gift Róberti Pálssyni. Þeirra börn eru: a) Karen Sif í sambúð með Sigurði Hólm, þeirra dætur eru Sveina Rósa og Brynja Novi b) Daði, c) Sveina Rún sem lést mán- aðargömul árið 1993. Einnig eignaðist Ingibjörg soninn Inga Viðar árið 1974 sem lést sam- dægurs. 5) Þórhildur, f. 13. mars 1958 gift Páli Pálssyni. Þeirra börn eru: a) Eva, gift Gunnari Jónssyni, þeirra börn eru Emma Ósk, Axel Páll og Þórhildur Karen b) Páll Þór í sambúð með Unni Sigurð- ardóttur og c) Haukur. 6) Elín Rún, f. 12. des. 1969, gift Bjarna Tómassyni, þeirra börn eru Davíð og Anna Líf. Anna fæddist á Ólafsfirði og bjó þar alla ævi. Hún vann ýmis störf ásamt því að sinna heimili og barnauppeldi, s.s. við síld- arsöltun, fiskvinnslu, sauma- skap og var aðstoðarmatráðs- kona á Hornbrekku. Anna vann mikið að félagsstörfum, var for- maður Kvenfélagsins Æsk- unnar um árabil og starfaði einnig með Leikfélagi Ólafs- fjarðar í mörg ár. Anna hafði mikla ánægju af hannyrðum og var víðlesin en hennar mesta yndi var fjölskyldan. Útför Önnu verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, laug- ardaginn 10. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 1892, d. 30. sept. 1981. Börn Önnu og Þorsteins eru: 1) Gunnlaugur Ein- ar, f. 6. apríl 1946, kvæntur Jónasínu Dómhildi Karls- dóttur. Börn þeirra eru: a) Anna Lilja, hennar börn eru Rut Marín og Gunnlaugur Orri. b) Þorsteinn Mika- el í sambúð með Jóhönnu L. Þrastardóttur og c) Helgi Pét- ur. 2) Sigursveinn Hilmar, f. 2. mars 1948, kvæntur Valgerði K. Sigurðardóttur. Börn þeirra eru: a) Gunnlaugur, kvæntur Gerði Ellertsdóttur, börn þeirra eru Örn Elí og Sunneva Lind. b) Þorsteinn Sigursveinsson, hans dætur eru Valgerður Kristjana, í sambúð með Þorsteini Björns- syni, þeirra sonur Hilmar Mika- el og Álfheiður Birta. c) Frey- gerður, gift Hermanni Herbertssyni, þeirra dætur eru Hanna Karin, Hildur Heba og Eva Hrund. 3) Guðbjörg Þor- steinsdóttir, f. 17. des. 1951, gift Guðbirni Arngrímssyni. Þeirra dætur eru: a) Anna Hilda gift Guðmundi Jónssyni, þeirra synir eru Ívar Örn, Guð- jón Breki og Guðbjörn Máni. b) Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Það var vetrarríki í firðinum hennar mömmu minnar daginn sem hún kvaddi. Firðinum sem hún hafði alið allan sinn aldur, þroskast og mót- ast, í gleði og sorgum, umvafin fjölskyldunni sinni og háum fjöll- um. Þó sorgin sé sár og söknuður- inn mikill þá er þakklæti mér efst í huga, þakkir til almættisins fyr- ir að hafa gefið mér hana Önnu Gunnlaugs fyrir mömmu. Þessa merkiskonu sem af hóg- værð og látleysi kenndi mér svo margt. Með sterkan vilja og hlýju hjartans gekk hún sinn æviveg með Dodda sinn sér við hlið og okkur systkinin sex í halarófu á eftir. Er það furða þó pabbi segði, þegar hann horfði á frúna sína, „Þessi manneskja“. Því það er einmitt það sem mamma var, mikil manneskja. Í lífinu eru mamma og pabbi mín fyrirmynd og það er mín heitasta ósk að ég og mínir náum að tileinka okkur þeirra lífsgildi og lífsviðhorf. Eftir að mamma kvaddi keyrði ég framhjá æskuheimilinu mínu að Gunnólfsgötu 2. Það var ljós í borðstofunni og eitt augnablik fannst mér ég sjá okkur fjölskylduna við borðstofu- borðið að borða sunnudagsmat- inn. Pabbi við borðsendann og mamma að bera matinn á borð fyrir okkur ungana sína. Í fjarska fannst mér ég heyra lagið mömmu og pabba „Vor við fló- ann“ spilað. Svo tóku heiðurs- hjónin dansspor í eldhúsinu eins og oft áður. Það eru ótalmörg svona minningabrot sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Nú hefur mamma kvatt okkur og ég veit að pabbi hefur um- faðmað mömmu þegar að hún kom til hans. Ég er lánsöm og þakklát fyrir að hafa átt svona foreldra til þess að leiða mig í gegnum lífið. Takk fyrir allt og allt. Senn fer vorið á vængjum yfir flóann vaknar allt af vetrarblund um völl og hlíð. Blómin spretta, úr jörð, og litla lóan ljóðar glatt og leikur dátt sín lögin blíð. Um hin kyrru ljúfu kvöld, – er hvíslað létt í skóg. Hin ástarljúfu orð, er angar döggin á grein Senn fer vorið á vængjum yfir flóann vaknar allt af vetrarblund um völl og hlíð. (Jón Sigurðsson.) Þórhildur Þorsteinsdóttir (Tóta.) Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér tilfinningum mínum – mikil sorg og söknuður fylla huga minn og hjarta en það sem fylgir í kjölfarið er óendan- legt þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt svo yndislega móður, þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér og stóð fyrir, þakk- læti fyrir að eiga svo heilsteypta og góða fjölskyldu. Mamma mín var einstök kona sem umvafði alla fjölskylduna með ást, kærleika, hjartahlýju og umhyggju. Hún bar alltaf hag allra í fjölskyldunni fyrir brjósti og fylgdist með öllu því sem hver og einn tók sér fyrir hendur. Hún var ein myndarlegasta húsmóðir sem um getur. Það lék allt í höndunum á henni hvort sem það var matseld, saumaskap- ur eða hannyrðir. Nú þegar ég lít í kringum mig á heimili mínu er handverk henn- ar um allt – útsaumaðir dúkar, heklað rúmteppi, ýmislegt jóla- föndur og auðvitað uppskriftirn- ar hennar í uppskriftabókunum mínum. Ég vona að ég nái ein- hvern tíma að vera með tærnar þar sem hún var með hælana í þessum efnum. Ótal minningar fylla hugann – mamma að lesa Jón Odd og Jón Bjarna fyrir okkur pabba – og oftar en ekki hló hún svo mikið að hún gat ekki lesið. Mamma að dansa við pabba í eldhúsinu, mamma að kenna mér að ráða krossgátur og svo mætti lengi telja. Minningarnar ylja manni á stundum sem þessum. Mamma og pabbi dvöldu yfir- leitt hjá okkur í Mosfellsbænum þegar þau brugðu sér í höfuð- borgina og eftir að pabbi dó kom mamma oft til okkar. Börnin mín nutu þessara stunda með ömmu og afa enda höfðu þau alltaf tíma til að spjalla eða spila. Mikið er ég lánsöm að hafa átt svo yndislega foreldra. Mamma og pabbi voru einstök hjón – milli þeirra ríkti mikil ást og virðing. Þau voru afar sam- heldin hjón og trúi ég því að þeirra góða samband endur- speglist í hjónaböndum okkar systkina. Ég er alveg handviss um að pabbi hefur fagnað mömmu mjög vel, hún hefur jafnvel eldað kóte- lettur í raspi fyrir hann og svo hafa þau tekið smá dansspor. Það hafa verið fagnaðarfundir. Elín. Elsku amma mín, þú kærleiks- ríka kjarnakona. Komið er að hinstu kveðju og af einskærri eigingirni óska ég þess svo heitt að þú værir enn hjá okkur, þó ekki væri nema bara yfir jólahátíðina sem framundan er. Um hugann fer leiftur ljúfra minninga, svo ótal margs að minnast og lítið hjartað mitt barmafullt af þakklæti og ást. Ég man t.d. fiðringinn sem lítil sveitastelpan fékk í magann þeg- ar fréttist af heimsókn úr firðin- um í dalinn og þegar spennan náði hámarki við að sjá afabíl læðast upp heimreiðina. Amma og afi komin og birtust bæði tvö brosandi út að eyrum með út- breiddan faðminn. Það er dýr- mætara en glóandi gull að hafa átt ykkur að og fengið að kynnast kærleikanum sem umvafði ykkur tvö. Alltaf svo undur ljúft að koma í Gunnólfsgötuna. Aldrei vantaði góðgætið í búrið enda frú Anna Gunnlaugsdóttir húsmóðir á heimsmælikvarða og rúmlega það, já og huggulegheitin upp- máluð í þokkabót með ríflegum skammti af glæsileika líka. Kjarnakona með stóru K-i, það varstu amma mín. Nú eruð þið afi saman á ný og um tárvotan vangann færist bros þegar ég hugsa til ykkar horfandi á hvort annað með blik í augum, umvafin ást, trausti, virðingu og væntumþykju. Dásamlegir dem- antar bæði tvö og fjölskyldan Skó, þetta flotta fólk, fólkið ykk- ar, svo samheldin og sterk, þökk sé ykkur. Ég veit þið munuð vaka yfir okkur öllum og halda áfram að passa vel upp á okkur. Mikið sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynna litlu gullmolana mína tvo fyrir þér, hjartagullin mín. Vonandi get ég miðlað vel af hjartagæsku Önnu ömmu lang- ömmu til þeirra. Hvíldu í friði, ljúfa amma. Þín Anna Lilja. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast svilkonu minnar og vinkonu Önnu Gunnlaugsdótt- ur, sem andaðist á dvalarheim- ilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 29. nóvember sl. Eftir því sem árin færast yfir okkur þeim mun fleiri samferða- mönnum sjáum við á bak, en það er gangur lífsins – kynslóðir Anna Gunnlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.