Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 25
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Við biskupskjör næsta sumar eykst hlutur landsbyggðarinnar verulega frá því sem áður hefur verið. Þetta gerist samhliða því að mun fleiri leikmenn í trún- aðarstöðum innan þjóðkirkjunnar fá kosningarétt og verða í meiri- hluta við kjörið. Með breyttum starfsreglum við biskupskjör fjölg- ar þeim til muna sem eiga atkvæð- isrétt. Tímasetning á biskupskjöri liggur ekki fyrir og kjörskrá er ekki endanleg. Á kirkjuþingi í síðasta mánuði var starfsreglum við biskupskjör breytt. Meðal annars var sam- þykkt að formenn allra sókn- arnefnda fengju atkvæðisrétt við biskupskjör. Alls eru sóknir á landinu 272 og þar af eru 235 þeirra á landsbyggðinni. Sóknirnar eru mjög mismunandi fjölmennar og þá um leið fjöldi sóknarbarna á bak við hvert atkvæði. Þannig eru 14.306 íbúar í Graf- arvogi í Reykjavík í Þjóðkirkjunni, en Grafarvogssókn er fjölmenn- asta sóknin. Algengt er að 5-6 þús- und sóknarbörn séu í sóknum á höfuðborgarsvæðinu. Sinna 5-9 sóknum Hins vegar eru aðeins tvö sókn- arbörn í Sæbólssókn í Þingeyr- arprestakalli, Vestfjarðaprófasts- dæmi. Í nokkrum sóknum á landsbyggðinni eru sóknarbörnin innan við tíu talsins og í um 120 sóknum eru þau færri en 100. Ak- ureyrarsókn er fjölmennasta sókn- in utan höfuðborgarsvæðisins með um níu þúsund sóknarbörn. Varaformenn hinna 37 sókn- arnefnda í þremur stærstu pró- fastsdæmunum, þ.e. Reykjavík vestur, Reykjavík austur og Kjal- arnessprófastsdæmum fengu einn- ig kosningarétt. Vegur það á móti fjöldanum á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er yf- irleitt fleiri en einn prestur starf- andi í hverri sókn, en á lands- byggðinni er ekki óalgengt að hver prestur sinni 5-9 sóknum. Alls hafa 159 prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar kosn- ingarétt og eru þeir heldur fleiri í hinum mörgu sóknum landsbyggð- arinnar. Á Kirkjuþingi var samþykkt að djáknar mættu taka þátt í bisk- upskjöri, en þeir hafa ekki áður haft þann rétt. Djáknar eru lang- flestir í þéttbýlinu. Kirkjuþings- fulltrúar hafa atkvæðisrétt, svo og kennarar í föstu starfi við guð- fræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands sem eru guðfræð- ingar. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti verða þeir sem hafa kosn- ingarétt við biskupskjör nokkuð á sjötta hundraðið. Reynt er að forð- ast tvítalningu og þannig eru starfandi prestar, sem jafnframt kenna við guðfræði- og trúar- bragðafræðideild Háskóla Íslands, aðeins taldir einu sinni. Sama á við um kirkjuráðsmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Endanlegur fjöldi þeirra sem hafa kosningarétt við biskupskjör getur átt eftir að breytast. Aukið lýðræði Í upplýsingum á vef kirkjuþings kemur fram að á Kirkjuþingi í síð- asta mánuði var talsverður ágrein- ingur um nýju starfsreglurnar og þá einkum um hverjir ættu að hafa kosningarétt. Í umræðum var bent á „gríðarlegt misvægi atkvæða milli þéttbýlis og dreifbýlis,“ eins og segir á vef kirkjunnar. Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir, verkefnisstjóri hjá Þjóð- kirkjunni, segir að helstu rökin fyrir aukinni þátttöku leikmanna séu að auka lýðræði innan kirkj- unnar og formenn sóknarnefnda séu alla jafna mjög virkir í starfi kirkjunnar. Tekist hafi verið á um það á kirkjuþingi hvort vægi minni sókna og landsbyggðarinnar yrði of mikið, en þetta hafi orðið nið- urstaðan. Ekki megi gleyma því að kirkjan sé mjög öflug í starfi sínu úti um allt land. Leikmenn á landsbyggðinni ráða miklu við biskupskjör  Breyttar starfsreglur og fleiri fá að kjósa  Formenn allra sóknarnefnda með kosningarétt Biskupskjör 2012 Fjölmennar sóknir (íbúar í þjóðkirkjunni) Grafarvogssókn 14.306 Garðaprestakall 11.100 Lindasókn 9.700 Hafnarfjarðarsókn 8.900 513 manns hafa kosningarétt samkvæmt bráðabirgðatölum - endanleg kjörskrá liggur ekki fyrir. Fámennar sóknir á landsbyggðinni Sæbólssókn 2 Fitjasókn 3 Kirkjubólssókn 3 Nauteyrarsókn 3 Dagverðarnessókn 3 272 sóknir 159 prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar. 7 leikmenn úr hópi kirkjuþings- fulltrúa sem ekki eru formenn sókna. 76 í þremur stærstu prófasts- dæmunum. 83 á lands- byggðinni. 74 formenn og varaformenn úr þremur stærstu prófastsdæmunum, Reykjavík austur og vestur og Kjalarness- prófatsdæmi. 22 djáknar mega kjósa, langflestir á höfuðborgar- svæðinu 235 formenn sóknarnefnda utan höfuðborgarsvæðisins 9 leikmenn úr héraðsnefndunum 7 kennarar við guðfræði- og trúarbragðafræði- deild HÍ. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Kosið verður eftir nýju starfs- reglunum strax á næsta ári, en bæði Karl Sigurbjörnsson biskup og Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, hafa tilkynnt að þeir muni láta af störfum. Í nýju starfsreglunum er kveðið á um það að kosningin verði rafræn. Sama fyrirkomulag verður viðhaft við kjör á biskupi og vígslubiskupi. Kosningarétt við kjör á vígslubiskupi á Hól- um hafa þó aðeins þeir sem tilheyra Hólabiskupsdæmi, þ.e. á Norðurlandi og Austur- landi. Tvennar kosningar RAFRÆNT KJÖR Morgunblaðið/Frikki Kirkjuþing Karl Sigurbjörnsson biskup og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, við upphaf kirkjuþings fyrir þremur árum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hefur verið gengið frá endur- skipulagningu á rekstri Skálholts- skóla. „Við munum standa við þær skuldbindingar sem gerðar hafa verið fyrir árið 2012, eftir því sem mögulegt er, og endurráða starfsfólk sem þarf til að halda starfseminni úti. Við erum ekki að loka staðnum,“ segir Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup. Öllu starfsfólki Skálholtsskóla var sagt upp störfum á dögunum vegna erfiðleika í rekstri, auk ráðsmanns og kirkjuorganista. Unnið hefur verið að endurskipulagningu rekstrarins og hefur kirkjuráð falið vígslubiskupi og Þorvaldi Karli Helgasyni biskupsrit- ara að hafa forystu um það starf. Þeir kynntu kirkjuráði hugmyndir í vik- unni en var falið að koma með tillögur til úrbóta í janúar. Uppsagnirnar tóku gildi 1. desem- ber en allir starfa út uppsagnartím- ann nema rektor skólans og bókari þar sem stöður þeirra hafa verið lagð- ar niður. Kristján segir að verið sé að fara yfir starfslýsingar fastráðinna starfsmanna og verkefni og fólkið verði endurráðið eftir því sem umsvif- in gefa færi á. „Við þurfum að hafa fólk til að halda utan um dagskrá og bera ábyrgð á eld- húsi,“ segir Kristján. Skálholtsskóli starfar samkvæmt sérstökum lögum og skal einkum starfa á guðfræðisviði, kirkjutónlistar- sviði og fræðslusviði. Vegna samdrátt- ar hjá kirkjunni og söfnuðum hennar hefur dregið úr lengri námskeiðum þannig að aðstaða og starfsfólk hefur ekki nýst eins vel og áður til tekjuöfl- unar. Kristján segir áhuga á að efla starfið á þessum sviðum. Hann vonast til að geta nýtt reynsluna frá þeim tíma þegar hann var rektor Skálholts- skóla. Mikilsverðast sé að halda lengri námskeið fyrir starfsfólk kirkjunnar; starfandi presta og djákna, organista og kórstjóra og nema á þeim sviðum, með samstarfi við guðfræði- og trúar- bragðafræðideild Háskóla Íslands og aðrar deildir skólans. Ráðstefnur með aðkomu erlendra fræðimanna hafa verið vaxandi þáttur í starfi skólans hin síðari ár og segir Kristján að þann þátt þurfi að efla. Skapa tekjur af ferðafólki Þá segir hann einnig nauðsynlegt að bregðast við auknum fjölda ferða- fólks sem leggur leið sína um Skál- holtsstað. Snyrtingum er haldið opn- uð í húsnæði Skálholtsskóla og því fylgir kostnaður við gæslu og um- hirðu. Kristján segir að finna þurfi leiðir til að fá tekjur upp í hann. Skálholtsstaður hefur safnað upp skuldum á síðustu árum, alls um 35 milljónum kr. Kristján Valur segir að kirkjuráð hafi ákveðið að taka sér- staklega á þessum vanda þannig að staðurinn þurfi ekki að burðast leng- ur með hann. Fyrr á þessu ári var Ríkisendurskoðun falið að gera fjár- hagsúttekt á rekstri skólans og er henni ekki lokið. Rekstur í Skálholti endurskipulagður  Þörf á menntun starfsfólks kirkjunnar segir vígslubiskup  Reynt að fá lengri námskeið  Starfsfólk endurráðið í samræmi við umfang rekstrar  Þurfa tekjur til að þjóna ferðafólki Morgunblaðið/Þorkell Sögustaður Fjöldi ferðafólks kemur að Skálholti til að skoða kirkjuna. Þar er námskeiðahald á vegum Skálholtsskóla og tilheyrandi þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.