Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 55
DAGBÓK 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
EKKI
LEYFA
HONUM AÐ
HITTA
BOLTANN,
KALLI!
ÞÚ
LEYFÐIR HONUM
AÐ HITTA!
ÞJÓNUSTUSTÚLKAN Á VEITINGA-
STAÐNUM SAGÐI AÐ ÉG OG LÍSA
VÆRUM SVO FALLEGT PAR
ENNNN....
ÞAÐ ER
ALLTAF
„ENNNN...”
EN SVO STEIG ÉG Á FÓTINN Á HENNI
OG HÚN ÖSKRAÐI SVO HARKALEGA AÐ
FÖLSKUTENNURNAR HENNAR FLUGU ÚT ÚR
HENNI OG FESTUST Í HÁLSINUM Á
GESTINUM Á NÆSTA BORÐI
HELGA,
HERRA ÞINN
OG HÚSBÓNDI
ER MÆTTUR!
ÉG VIL FÁ
DRYKK OG HEITAN
MAT EINS OG SKOT!
HÉRNA ER
VATNIÐ ÞITT...
...OG HAFRA-
GRAUTURINN ÞINN ER
Á ELDHÚSBORÐINU
ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER
EKKI AUÐVELT AÐ VERA
VÖRUMERKI
ERU EINHVER YKKAR
SEM HAFA GRIPIÐ TIL
HJÁTRÚAR TIL ÞESS AÐ
TAKAST Á VIÐ ÁLAGIÐ?
ERTU AÐ
GRÍNAST?
KANNSKI ER ÞAÐ EKKI FYRIR MIG AÐ VINNA
MEÐ HÖNDUNUM, EN ÉG ER SAMT BÚIN AÐ FÁ
NÓG AF ÞVÍ AÐ HLUSTA Á VANDAMÁL FÓLKS
ÁTTU EKKI
VINKONU
SEM REKUR
KAFFIHÚS?
KANNSKI
VANTAR HANA
AFGREIÐSLU-
DÖMU
EKKI
TEFJA
RÖÐINA
ÞANNIG AÐ SONUR
ÞINN ÆTLAR AÐ HÆTTA Í
HÁSKÓLA, HVERNIG LÍÐUR
ÞÉR MEÐ ÞAÐ?
ÞÚ ERT AÐ
BRENNA GAT Á
FLUGVÉLINA!
BARA
NÓGU
STÓRT...
...FYRIR
IRON MAN
TIL AÐ
KOMAST
ÚT UM
ÞAÐ TÓKST!
PUPPET
MASTER HEFUR
NÚ ALGJÖRA
STJÓRN Á
IRON MAN!
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Ég mætti karlinum á Laugaveg-inum, þar sem hann gekk upp
Bakarabrekkuna og sagðist hafa
skroppið upp á þingpalla til að
fylgjast með, – hann var með lamb-
húshettu yfir höfuðið og glórði í
augun á honum. „Þetta er ljóti
fimbulkuldinn,“ sagði hann. „Minn-
ir mig á frostakaflann á lönguföstu
árið 1927. Þú manst eftir Jóni
Krukki, hann gekk í stúku, var í
Einingunni:
14° er frostið
og fölur máninn skín.
Í kveld skulum við drekka
kaffi og brennivín.
Í kveld skulum við drekka
kaffi og hundaskammt;
enginn má í Einingunni
um það vita samt.
Við skulum sitja að sumbli
því sála mín er þreytt.
Sumir eiga sorgir
og segja ekki neitt.
Sumir eiga sorgir
og sumir eiga konur.
Einum fæðist dóttir
og öðrum fæðist sonur.
Sumir þjóra í Reykjavík
og sumir þjóra í Höfn.
Sumir fara í hundana
og sumir fara í Dröfn.
Í kveld skulum við drekka
kaffi og brennivín.
14° er frostið
og fullur máninn skín.“
Þegar lokið var kvæðinu Jóns
Krukks skaut ég inn þessari spurn-
ingu, hvað væri að frétta af
þinginu. „Er búið að leggja við-
skiptaráðuneytið niður og gera það
að deild í fjármálaráðuneytinu?“
spurði ég. Þá hnykkti karlinn aftur
höfðinu og sagði:
Árni Páll var enn á skjön
enga bauð fram kosti.
Fjármálaráðherrann fýldi grön,
forsætisráðherrann brosti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Forsætisráðherrann brosti
Útprjónuð lopa-
húfa tapaðist
Hvít og mórauð út-
prjónuð lopahúfa með
böndum tapaðist á leið
frá Freyjugötu niður
að Brynju á Laugavegi
hinn 6. des. Finnandi
vinsamlega hafi sam-
band í síma 694-7899.
Kirkjan og
hornsteinar
Enn hefur verið vegið
að þegnum íslenskrar
þjóðkirkju. Í þetta
skiptið skal vegið að
gildismati kirkjunnar
á íslensku jólahaldi og siðvenjum
sem verið hafa í áratugi. Ekki á að
leyfa þegnunum að hafa drottinn
sinn og frelsara í fyrirrúmi á þessu
skipi vonar og kærleika. Að sjá
mannkynið fara á haugana er sárt
öllu sjáandi auga. Þeim sem ekki
þekkja muninn á manni og dýri er
ekki treystandi til þessa að greina
hér til frá góðu. Ég hefði haldið að
„Faðir vor“ sé sann-
leikur og sá eini sann-
leikur sem hald er í. Ef
umbjóðendur horn-
steina kirkjunnar
svifta þegnanana þess-
um sannleika að þá er
ekki fitjað fyrir öðrum
betri. Ég hvet því alla
til þess að álykta af
sannfæringu hver
muni þá vera endalok
þessa talaða orðs í röð-
um þeirra mátt-
arstólpa kirkjunnar
sem eiga að leiðbeina.
Björn Sölvi Valagils.
Belti tapaðist
Ég tapaði belti af minkapelsinum
mínum 8. desember milli kl. 12.30 og
13 á Laugaveginum. Beltið er úr
mink og ég heiti góðum fund-
arlaunum, síminn er 864-1880.
Velvakandi
Ást er…
… þegar hann stjanar
við þig.
Orðið „seinheppni“ hefur aðramerkingu í íslensku en orðin
„afglöp“ eða „fávísi“. Það er notað
um mistök, sem verða vandræðaleg
fyrir rás viðburða, þótt stundum
komi óskhyggja við sögu.
Gunnar Knudsen, þá forsætisráð-
herra Noregs, sagði til dæmis í stór-
þinginu 17. febrúar 1914: „Núna
horfir svo við að á himni al-
þjóðastjórnmálanna er hvergi ský að
sjá miðað við það, sem verið hefur í
mörg ár.“ Nokkrum mánuðum síðar
logaði álfan.
Ekki þótti heldur spámannlega
mælt er Jón Trausti skrifaði um
jafnaðarstefnu að Þorsteini Erlings-
syni látnum í Skírni 1915: „Nú er
fremur að dofna yfir henni úti um
heiminn og forkólfar hennar farnir
að fara sér hægar. Hvernig sem
menn líta á hana verður því ekki
neitað að hún hefir haft geysiáhrif,
einnig á kirkjuna, og mörgu hrundið
til verulegra bóta. Hér á landi hefir
henni líklega að mestu lokið með
Þorsteini.“
Seinheppni stafar stundum af því
að menn eru of vissir í sinni sök. Til
dæmis birti bandaríska stórblaðið
Chicago Daily Tribune risafyrirsögn
á forsíðu 3. nóvember 1948: „Dewey
sigrar Truman.“ Skoðanakannanir
höfðu bent til sigurs Tómasar De-
weys ríkisstjóra í forsetakjöri í
Bandaríkjunum og blaðið studdi
hann eindregið en Truman sigraði.
Sama ár skrifaði kanadísk-banda-
ríski hagfræðingurinn John Ken-
neth Galbraith um viðskiptahöft í
Vestur-Þýskalandi: „Það hefur aldr-
ei verið minnsti möguleiki á end-
urreisn í Þýskalandi með afnámi
þeirra.“ Ludwig Erhard, þá við-
skiptaráðherra, afnam höftin um
þær mundir og í hönd fór „þýska
efnahagsundrið“.
Og Þorvaldur Gylfason hagfræ-
ðiprófessor sagði í Lesbók Morgun-
blaðsins 23. nóvember 1996: „Taí-
lendingar hafa á skömmum tíma náð
aðdáunarverðum árangri af eigin
rammleik og heilbrigðu hyggjuviti.
Sjálf berum við Íslendingar með
sama hætti einir ábyrgð á því,
hversu kjörum okkar hefur hrakað
síðustu ár miðað við margar aðrar
þjóðir nær og fjær.“ Þorvaldur hafði
varla sleppt orðinu, þegar stórkost-
leg kreppa skall á í Taílandi, og
dróst hagkerfið saman um 10,2% ár-
ið 1997. Hagvöxtur (án teljandi
skuldasöfnunar) reyndist hins vegar
ör næstu átta ár á Íslandi.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Seinheppni og óskhyggja