Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 53
MESSUR 53á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan Reykjavík | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11 hefst
með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga
og fullorðna. Einnig er boðið upp á
biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta
kl. 12. Eric Guðmundsson prédikar.
Aðventkirkjan Vestmannaeyjum |
Samkoma í dag, laugardag, kl. 11.
Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og
fullorðna. Messa kl. 12. Bein útsend-
ing frá kirkju aðventista í Reykjavík. Er-
ic Guðmundsson prédikar þar.
Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum |
Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 í
Reykjanesbæ hefst með biblíu-
fræðslu. Guðþjónusta kl. 12. Þóra
Jónsdóttir prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Sam-
koma á Selfossi í dag, laugardag, kl.
10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn
og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11.
Jeffrey Bogans prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði |
Samkoma í Loftsalnum í dag, laug-
ardag, hefst með fjölskyldusamkomu
kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar.
Biblíufræðsla fyrir alla kl. 11.50. Boð-
ið upp á biblíufræðslu á ensku.
Samfélag Aðventista Akureyri |
Samkoma í Gamla Lundi í dag, laug-
ardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu
fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta
kl. 12.
AKUREYRARKIRKJA | Aðventu-
hátíð barnanna kl. 11. Barnakór Ak-
ureyrarkirkju og kór Lundarskóla
syngja. Perla María Karlsdóttir leikur á
flautu. Umsjón: sr. Hildur Eir, Sunna
Dóra, Hjalti, Sigrún Magna og Sigga
Hulda.
ÁRBÆJARKIRKJA | Jólafjöl-
skyldumessa kl. 11. Tendrað á Hirða-
kertinu. Barnakór Árbæjarkirkju syng-
ur. Jólasaga. Jólatrésskemmtun
sunnudagaskólans og Fylkis í safn-
aðarheimili. Kátir sveinar hafa boðað
komu sína.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl
11. Ásdís P. Blöndal djákni annast
samveru sunnudagaskólans. Dr. Einar
Sigurbjörnsson prófessor prédikar og
herra Karl Sigurbjörnsson biskup Ís-
lands þjónar fyrir altari ásamt sr. Sig-
urði Jónssyni sóknarpresti. Kór Ás-
kirkju syngur, organisti er Magnús
Ragnarsson og Guðbjartur Hákonar-
son leikur á fiðlu. Samvera í safnaðar-
heimilinu á eftir þar sem afhjúpað
verður málverk Stephens Lárusar, list-
málara, af sr. Árna Bergi Sigurbjörns-
syni (1941-2005), fyrrum sókn-
arpresti Áskirkju.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Stoppleikhóp-
urinn sýnir leikritið Sigga og skessan í
fjallinu. Piparkökur og mandarínur á
eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Jólahátíð
barnanna kl 11. Börn úr barnastarfi
kirkjunnar flytja helgileik og stúlkna-
kór úr 6-8 ára starfinu syngja. Sr.
Hans Guðberg þjónar ásamt Grétu
djákna, Auði, Heiðu Lind, Finni, Bald-
vin og Bjarti Loga organista.
BORGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Organisti Steinunn Árnadóttir og
prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjal-
arnesi | Fjölskyldumessa kl. 11. Jóla-
sálmar og kveikt á þremur kertum á
aðventukransinum. Árni Svanur og
Rannveig Iðunn þjóna. Páll Helgason
organisti og gítarsveit Brautarholts-
kirkju leiða söng og tónlist.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11 prestur sr. Gísli Jónasson, kór
Breiðholtskirkju syngur, organisti er
Örn Magnússon. Sunnudagaskóli á
sama tíma í umsjá Nínu Bjargar Vil-
helmsdóttur djákna. Kaffi á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl.
11. Tendrað á þriðja aðventuljósinu.
Hafdís og Klemmi flytja sinn boðskap.
Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaða-
kirkju, kantor Jónas Þórir. Messuþjón-
ar aðstoða, prestur er sr. Pálmi Matt-
híasson. Molasopi og smákökur á
eftir.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson, org-
anisti er Zbigniew Zuchowicz og kór
Digraneskirkju A hópur. Sunnudaga-
skóli á sama tíma.
DÓMKIRKJAN | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar
Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn
syngur, organisti er Kári Þormar. Að-
ventumessa Kvennakirkjunnar kl. 20.
EMMANÚELS Baptistakirkjan |
Guðþjónusta (Mass) kl. 12 í Stærð-
fræðistofu 202 í Fjölbrauta-skólanum
í Garðabæ. Gestaprédikari er Brian
Thomas. Guðþjónusta og fyrirbænir á
ensku og íslensku (in English & Ice-
landic) Boðið upp á hressingu á eftir.
FELLA- og Hólakirkja | Jólaskemmt-
un kl. 11. Gengið í kringum jólatréð og
gestir úr fjöllunum koma. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Gísli H. Kolbeins pré-
dikar. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson,
Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni og Þór-
ey Dögg Jónsdóttir djákni þjóna fyrir
altari. Gerðubergskórinn syngur og
leiðir almennan safnaðarsöng undir
stjórn Kára Friðriksson. Organisti er
Guðný Einarsdóttir. Meðhjálparar eru
Kristín Ingólfsdóttir og Jóhanna Freyja
Björnsdóttir. Veitingar á eftir.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Jóla-
söngvar fjölskyldunnar kl. 11. Hljóm-
sveit kirkjunnar leiðir sönginn.
FRÍKIRKJAN Kefas | sunnudaga-
skóli kl. 11. Brúður koma í heimsókn
og hressing í lokin. Almenn samkoma
kl. 13.30. Greg Aikins prédikar, tón-
listarhópurinn leiðir lofgjörð, starf fyrir
börnin, fyrirbænir og kaffi á eftir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldu-
og barnaguðsþjónusta kl. 14. Jólalög
og jólasögur. Börn borin til skírnar.
Fermingarbörn sjá um ritningarlestur,
sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og sr.
Bryndís Valbjarnardóttir leiða stund-
ina. Kór Fríkirkjunnar undir stjórn
Önnu Sigríðar Helgadóttur og Að-
alheiðar Þorsteinsdóttur organista
leiðir sönginn. Veitingar á eftir.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari, kór kirkjunnar syng-
ur og organisti er Hákon Leifsson.
Nemendur úr Tónskóla Grafarvogs
spila aðventu- og jólalög. Sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helga-
son og umsjón hefur Gunnar Einar
Steingrímsson djákni.
Borgarholtsskóli Messa kl. 11. Sr.
Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari, organisti er Guð-
laugur Viktorsson. Nemendur úr Tón-
skóla Grafarvogs spila aðventu- og
jólalög. Sunnudagaskóli kl. 11. Um-
sjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl.
10 og bænastund kl. 10.15. Barna-
starf kl. 11, umsjón hafa Helga og
Nanda María. Messa kl. 11. Altaris-
ganga og samskot til Hjálparstarfs
kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkju-
kór Grensáskirkju syngur, organisti er
Árni Arinbjarnarson og prestur er sr.
Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eftir.
Hversdagsmessa með Þorvaldi Hall-
dórssyni á fimmtudag kl. 18.10.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheim-
ili | Guðsþjónusta á vegum Félags fyrr-
um þjónandi presta kl. 14 í hátíðarsal.
Prestur er sr. Úlfar Guðmundsson,
Grundarkórinn syngur undir stjórn
Kristínar Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11.
Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson,
organisti Hrönn Helgadóttir, kór Guð-
ríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá
Árna Þorláks Guðnasonar. Meðhjálp-
ari er Aðalstein D. Októsson, kirkju-
vörður er Lovísa Guðmundsdóttir,
kaffisopi á eftir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Jóla-
vaka við kertaljós kl. 20. Biskup Ís-
lands, hr. Karl Sigurbjörnsson, predik-
ar. Unglingakórinn og Barbörukórinn
syngja undir stjórn Guðmundar Sig-
urðssonar, Helgu Loftsdóttur og Önnu
Magnúsdóttur. Gunnar Gunnarsson
skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfj.
leikur á þverflautu. Prestar kirkjunnar
lesa ritningarlestra og leiða bænir.
Boðið upp á kakó og piparkökur.
HALLGRÍMSKIRKJA | Orgel-
tónleikar fyrir alla fjölskylduna í dag,
laugardag kl. 14. Messa og barna-
starf kl. 11 á sunnudag. Sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og
hópi messuþjóna. Kvennakór Háskóla
Íslands syngur undir stjórn Margrétar
Bóasdóttur. Organisti er Hörður Ás-
kelsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Barnastarf í umsjá Páls Ágústs og
Hreins. Organisti er Douglas Brotchie,
prestur er sr. Helga Soffía Konráðs-
dóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Jólalof-
gjörð með Þorvaldi Halldórssyni kl.
11. Þorvaldur leiðir jólasönginn og sr.
Íris Kristjánsdóttir þjónar ásamt
messuþjónum. Jólaball sunnudaga-
skólans kl. 13. Sungið og dansað í
kringum jólatréð. Jólasveinn færir
börnunum glaðning.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík |
Samkoma kl. 20. Rannvá Olsen talar.
HVALSNESSÓKN | Aðventustund í
safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20.
Karlakór KFUM og K syngur undir
stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur,
ræðumaður er Sigurbjörn Þorkelsson
rithöfundur og ljóðskáld. Barnakórinn
syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálm-
arsdóttur, nemendur úr tónlistarskól-
anum leika á hljóðfæri, almennur
söngur. Kertaljósin tendruð. Organisti
er Steinar Guðmundsson, prestur er
sr. Sigurður Grétar Sigurðsson.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam-
koma kl. 13.30. Lofgjörð og fyr-
irbænir. Örn Leó Guðmundsson pre-
dikar. -Barnastarf á sama tíma, í
aldursskiptum hópum. Kaffi á eftir.
KAÞÓLSKA Kirkjan:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl.
11 og laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa
kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl.
18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa
kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30
(nema föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði |
Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa
kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl.
10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga
er messa kl. 18.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk |
Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30.
Laugardaga er messa á ensku kl.
18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og
virka daga kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Jólaball
sunnudagaskólans kl. 16. Jóla-
tónleikar kórs Keflavíkurkirkju og kórs
Holtaskóla kl. 20.
KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20.
Tónlistarflutningur og stjórnun sam-
komunnar er í höndum Gleðisveit-
arinnar. Samkomuþjónar verða Maja
og Auðunn. Á eftir er sælgætis- og
gossala KSS-inga opnuð.
KIRKJA heyrnarlausra | Messa kl.
14 í Grensáskirkju, í tilefni af 30 ára
afmæli Kirkju heyrnarlausra. Biskup
Íslands, Herra Karl Sigurbjörnsson
ávarpar söfnuðinn. Sr. Birgir Ásgeirs-
son, prófastur predikar, Jeremy Sebe-
lius djákni fer með trúarjátninguna
með söfnuðinum. Táknmálskórinn
syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafs-
dóttur ásamt Stúlknakór Reykjavíkur
undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Englakór syngur, Kolbrún Völkudóttir
flytur ljóð. Organisti er Árni Arinbjarn-
arson, Agnes Steina Óskarsdóttir er
radd- og táknmálstúlkur, prestur er
Miyako Þórðarson. Afmæliskaffi á eft-
ir í safnaðarheimilinu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson þjónar
fyrir altari og börn úr leikskólanum
Kópasteini flytja helgileik. Sunnudaga-
skólinn undir stjórn Þóru Marteins-
dóttur, verður í kirkjunni. Kór Kópa-
vogskirkju syngur undir stjórn Lenku
Mátéová, kantors.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í
Dómkirkjunni kl. 20. Margrét Há-
konardóttir guðfræðingur flytur hug-
leiðingu og Kristín Birna Óðinsdóttir
syngur einsöng. Kór Kvennakirkjunnar
leiðir söng við undirleik Aðalheiðar
Þorsteinsdóttur. Á eftir er kaffi.
LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli. kl. 11. Barn borið
til skírnar. Börnin fara með Kristínu og
Gísla í sunnudagaskólann að skírn
lokinni. Erla Dóra Vogler syngur ein-
söng. Messuþjónar lesa ritning-
arlestra. Organisti er Jón Stefánsson,
prestur er Sigrún Óskarsdóttir. Kaffi
og djús á eftir.
LAUGARNESKIRKJA | Jólaball
sunnudagaskólans hefst kl. 11 á
helgistund í kirkjunni og fer svo í safn-
aðarheimili þar sem allt fer fram í
samræmi við gamlar hefðir kringum
tréð. Kvöldmessa um kvíða og hugar-
hreysti kl. 20. Hafsteinn Helgason
sem nýlega fékk gervifætur segir frá
lífi sínu. Erna Blöndal syngur ásamt
kór Laugarneskirkju við undirleik tríós
Gunnars Gunnarssonar. Bjarni Karls-
son prédikar. Kaffi.
LÁGAFELLSKIRKJA | Litlu jól barna-
starfsins og sunnudagaskólans kl.
11. Ljósakórinn og barnakór yngri
deilda. Arnhildur og Hreiðar stjórna,
prestur sr. Skírnir Garðarsson.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Þor-
valdur Halldórsson tónlistarmaður
leiðir safnaðarsönginn, sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson þjónar. Í
Boðaþingi sýnir Leikhúsið 10 fingur
leikritið Jólaleikur.
NESKIRKJA | Ljósamessa og barna-
starf kl. 11. Sameiginlegt upphaf.
Fermingarbörn lesa, leiða bænagjörð
og tendra ljós og félagar úr Kór Nes-
kirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er
Steingrímur Þórhallsson og sr. Örn
Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyr-
ir altari. Umsjón með barnastarfi hafa:
Sigurvin, Katrín og Ari. Veitingar á
Torginu á eftir. Seld verða kerti fyrir
Hjálparstarf kirkjunnar.
ÓHÁÐI söfnuðurinn | Aðventukvöld
/ endurkomukvöld kl. 20. Kór safn-
aðarins ásamt meðlimum úr kór Orku-
veitu Reykjavíkur flytja aðventutónlist
undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Einnig syngur Auður Gunnarsdóttir
sópran. Ræðumaður kvöldsins Davíð
Þór Jónsson guðfræðingur. Í lokin
verður kirkjan böðuð kertaljósum.
Boðið upp á kaffi og smákökur.
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 17 í Grensáskirkju. Ræðumaður er
Hermann Bjarnason.
SELFOSSKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Stúlkur úr unglinga-
kór syngja ásamt kirkjukór, stjórn-
endur eru Edit Molnár og Jörg
Sondermann. Prestur er sr. Óskar Haf-
steinn Óskarsson. Veitingar á eftir.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Kveikt á fjárhirðakertinu. Al-
menn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Kór Seljakirkju leiðir safn-
aðarsöng, organisti er Tómas Guðni
Eggertsson. Kvöldguðsþjónusta kl.
20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson
prédikar og þjónar fyrir altari og Þor-
valdur Halldórsson stýrir tónlistinni.
Altarisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa
og sunnudagaskóli kl. 11. Aðventuljós
tendruð. Ragnar Ingi Aðalsteinsson
frá Vaðbrekku, les ljóð sitt um aðvent-
una og Ólafur Egilsson les ritning-
arlestra. Organisti Friðrik Vignir Stef-
ánsson, félagar úr Kammerkór
kirkjunnar syngja. Prestur sr. Bjarni
Þór Bjarnason. Kaffi.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Aðventuhátíð kl.
17. Karlakór KFUM og K syngur, ræðu-
maður er Sigurbjörn Þorkelsson rithöf-
undur og ljóðskáld. Börn úr barnakór
Gerðaskóla syngja undir stjórn Vitor
Hugo Rodrigues Eugenio, Kolfinna
Jóna Baldursdóttir syngur einsöng.
Nemendur tónlistarskólans leika á
hljóðfæri, börn úr NTT starfinu flytja
Lúsíusöng, fermingarbörn taka þátt,
almennur söngur. Organisti er Steinar
Guðmundsson og prestur er sr. Sig-
urður Grétar Sigurðsson. Messa á
Garðvangi kl. 15.30.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Aðven-
tuhátíð kl. 14 með þátttöku barnanna.
Boðið upp á kökur og súkkulaði á eftir.
VÍDALÍNSKIRKJA | Skólaguðsþjón-
usta kl. 11. Börn og kennarar í Flata-
skóla þjóna í guðsþjónustunni ásamt
sr. Jónu Hrönn Bolladóttur. Helgi-
leikur, hljóðfæraleikur og upplestur.
Jólaball kl. 11 í safnaðarheimilinu á
vegum sunnudagaskólans. Margrét
Rós Harðardóttir leiðir stundina
ásamt Jóhanni Baldvinssyni organista
og fræðurum sunnudagaskólans.
Ungar stúlkur úr fimleikastarfi Stjörn-
unnar sýna listir sínar. Börn úr TTT-
starfinu sýna leikrit.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Fjölskylduhátíð kl. 17. Barna- og ung-
lingakór Víðistaðakirkju flytur helgi-
leik, stjórnandi Áslaug Bergsteins-
dóttir, undirleikari Arngerður María
Árnadóttir. Súkkulaði og smákökur á
eftir.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Minningarmessa kl. 20. Kveikt
á kertum í minningu látinna. Hannes
Baldursson og Gestur Áskelsson sjá
um tónlistina. Jólaaðstoð er úthlutað
15. desember.
ORÐ DAGSINS:
Orðsending Jóhann-
esar.
(Matt. 11)
Grundarfjarðarkirkja.
Ljósmynd/Aðalsteinn Þorvaldsson
lögmennsku eða öðru. Hún var
fagleg og traust.
Hún var líka góð manneskja.
Raunverulega góð. Það fundu
þeir sem næst henni stóðu og
þeir sem til hennar leituðu. En
því var ekki flaggað. Ég minnist
þess ekki að hafa nokkurntíma
heyrt hana hæla sér af einu né
neinu, eða geta þess að hún hafi
greitt fyrir málum, sem hún svo
sannarlega gerði á sinn hljóðláta
hátt. Ekki aðeins í starfi sínu,
heldur einnig í hversdagslífinu.
Hún var mjög náin systrum
sínum, og samband hennar og
eiginmanns hennar, Þorsteins
Pálssonar, var fallegt. Þau voru
jafningjar. Hún sagði mér á sín-
um tíma, að þau hefðu oft setið í
stofunni og skipst á að lesa upp-
hátt úr ljóðabókum hvort fyrir
annað meðan hún gekk með
fyrsta barn þeirra hjóna, stúlk-
una sem barnung svaraði upp-
hringingu á þann veg að pabbi
hennar gæti ekki komið í símann,
hann væri að skrifa leiðara. Ég sé
þau líka fyrir mér skellihlæjandi
á fullri ferð, hvort í sinni rólu,
þegar vinahópurinn var í sum-
arbústað og krakkarnir hættir að
róla. Alltaf til í að bregða á leik í
sínum hópi.
Eftir að Þorsteinn varð for-
maður Sjálfstæðisflokksins og
ráðherra, var pólitíkin fyrirferð-
armeiri í lífi þeirra, og Ingibjörg
var ekki hlutlaus áhorfandi í því
ferli. Það var gaman að fylgjast
með þeim í Washington þegar
Þorsteini var boðið í opinbera
heimsókn til forseta Bandaríkj-
anna. Meðan hann var á fundi
með Reagan og hans fólki, var
Ingibjörg að ræða við forseta-
frúna, Nancy Reagan. Sagði að
það hefði verið áhugavert og
skemmtilegt samtal. Sjálfri
fannst mér að hún ætti að sitja
með Þorsteini á forsetafundinum.
Bæði þá og síðar, þegar for-
sætisráðherrar Norðurlandanna
héldu tveggja daga fund í Harp-
sund í Svíþjóð, þótti mér gaman
að sjá hvað þau bæði kunnu sig í
hvívetna, en voru ósnortin af við-
höfn og valdi.
Ingibjörg Rafnar naut þess að
vera amma, og að vera með
barnabörnum sínum. Þegar hún
var að tala um þau við mann kom
mildur tónn í röddina og innan-
birta í andlitið. Veikindum sínum
tók hún af æðruleysi og yfirveg-
un, en ef ég þekkti hana rétt hef-
ur henni þótt sárt að fá ekki að
sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi,
en þau munu kynnast henni
gegnum frásagnir foreldra sinna
og afa Þorsteins. Og það verða
fallegar sögur.
Jónína Michaelsdóttir.
Í dag kveðja félagar í Rotary
Reykjavík Miðborg góðan félaga.
Ingibjörg var ein af stofnfélögum
klúbbsins og var umhugað um
starfið innan hans. Það var gott
að hafa Ingibjörgu í röðum okkar
rótarýfélaga í Miðborgarklúbbn-
um, hún var hreinskiptin og
gjarnan ákveðin í fasi. Hún var
stelpuleg, með skemmtilegt blik í
augum og tók virkan þátt í um-
ræðum.
Það er ljúft að minnast hennar
í sumarferðum rótarýklúbbsins
okkar. Þar var hún létt á fæti,
gekk rösklega með Þorsteini sín-
um og naut þess greinilega að
njóta íslenskrar náttúru. Þau
voru falleg saman, greinilega
miklir vinir og félagar.
Ingibjörg var heilsteypt, lá
ekki á skoðunum sínum og var
glögg að koma auga á það sem
máli skiptir. Það var gott að
hlusta á hana og kynnast viðhorf-
um hennar. Okkur finnst sárt að
horfa á eftir henni, allt of fljótt.
Við sendum Þorsteini og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Við kveðjum hana
með söknuði og virðingu og
geymum góðar minningar um
góðan og traustan félaga.
Fyrir hönd félaga í Rótarý-
klúbbi Reykjavíkur, Miðborg,
Hrönn Greipsdóttir og
Margrét Theodórsdóttir.