Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 26

Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 26
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skýrt er kveðið á um það í EES- samningnum að engar skuldbind- ingar skuli fylgja samstarfi ríkjanna í efnahagsmálum. Að óbreyttu ætti nánari samvinna aðildarríkja Evrópusambandsins í efnahags- málum því ekki að hafa bein áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Orðrétt hljóðar 46. grein 5. kafla um samvinnu og stefnu í efnahags- og peningamálum svo: „Samningsaðilar skulu skiptast á skoðunum og upplýsingum um framkvæmd samnings þessa og áhrif samstarfsins á efnahags- starfsemi og framkvæmd stefnu í efnahags- og peningamálum. Þeir geta enn fremur rætt stefnu, ástand og horfur í efnahagsmálum. Þessi skipti á skoðunum og upplýsingum skulu fara fram án nokkurra skuld- bindinga.“ Skiptast á upplýsingum en án nokkurra skuldbindinga Einnig má rifja upp grein 76 í 4. kafla í hagskýrslugerð en hún bregður líka birtu á samstarfið: „Samningsaðilar skulu tryggja úr- vinnslu og dreifingu samfelldra og sambærilegra hagskýrslna sem lýsi og geri kleift að fylgjast með öllum þeim þáttum sem máli skipta á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála á Evrópska efnahagssvæðinu,“ seg- ir í greininni og er svo kveðið á um „sameiginlegar starfsáætlanir og vinnubrögð við hagskýrslugerð hvar sem það á við í stjórnsýslunni“. Undirstrika báðar greinarnar að EES-samningurinn bindur ekki hendur samningsríkjanna í efna- hagsmálum. Á því sviði eru áhrifin minni en til dæmis í umhverfis- málum þar sem íslensk stjórnvöld og sveitarstjórnir þurfa að innleiða ýmsa staðla vegna samningsins. Ströng skilyrði evrusamstarfs Nokkur grundvallaratriði undir- strika þann mun sem er á aðild að EES-samningnum annars vegar og aðild að Evrópusambandinu og sam- starfinu um evruna hins vegar. Nægir þar að benda á að til að geta tekið upp evru þurfa ríki að uppfylla Maastricht-skilyrðin. Er þar meðal annars kveðið á um að halli af rekstri hins opinbera skuli ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu, skuldir þess ekki meiri en sem nemur 60% af vergri landsframleiðslu og verð- bólga ekki vera 1,5% meiri en í þeim þremur aðildarríkjum ESB sem hafa hagstæðustu verðbólgu- þróunina. Krefst aukinnar samleitni Fjallað er um Maastricht- skilyrðin á vef Seðlabanka Íslands með þeim orðum að „aukin efna- hagsleg samleitni þátttökuríkja Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU) [sé] talin nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að taka upp evru með árangursríkum hætti“. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar ESB um nýsamþykkt samkomulag aðildarríkjanna undirstrikar að ætl- unin er að samþætta efnahagsstjórn evrópskra ríkja enn frekar. Er þar rætt um „nýjan „efna- hagslegan sáttmála“ og um umtals- vert öflugri samhæfingu efnahags- stefnunnar á sviðum þar sem ríkin eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta“. „Þetta krefst nýs samnings milli aðildarríkja evrunnar ... í sameigin- legum, metnaðarfullum reglum sem endurspegla eindreginn stjórnmála- legan ásetning þeirra í nýrri laga- umgjörð“. Þarf því að breyta reglum um evrusamstarfið til að heimila yfirstjórn fjármála. Þær breytingar snerta ekki krónulandið Ísland. Samþættari efnahagsstefna hefur ekki áhrif á Ísland Reuters Í nauðvörn Ekki sér fyrir endann á skuldakreppunni á evrusvæðinu. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS 2008 2011 Í dag eru um 2.400 VR félagar á atvinnuleysisskrá eða hátt í 9% félagsmanna. Þetta er óásættan- legt og krefst VR þess að stjórnvöld og atvinnulífið grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Til að vekja athygli á atvinnuleysinu hafa verið hengdir upp borðar á Kringlumýrarbraut, einn borði fyrir hvern atvinnulausan VR félaga. VR félagar Atvinnulausir VR félagar 519 26.835 2.465 27.929 FÍ T O N / SÍ A Þegar Jón Baldvin Hannibals- son, þáverandi utanríkis- ráðherra, mælti fyrir frum- varpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið, þ.e. um heimild fyrir Íslands hönd til að fullgilda samning um Evr- ópska efnahagssvæðið, rifjaði hann upp sérstaka fyrirvara Íslendinga við undirritun samningsins. ,,Við getum aldrei gefið okkur á vald yfirþjóðlegum stofnunum. Við getum aldrei afsalað okkur fullveldinu eða rétti okkar til þess að taka eigin nauðsynlegar ákvarðanir til að tryggja afkomu okkar og sjálfstæði.“ Nánari samvinna aðildar- ríkja Evrópusambandsins í ríkisfjármálum fellur undir fyrirvarann sem íslensk stjórnvöld gerðu forðum, enda verður nú hægt að hlutast í ríkisfjármál þeirra ríkja sem ekki uppfylla skilyrði hinnar nýju efnahagssamvinnu. Fullt forræði þjóðþinga yfir útgjöldum hins opinbera verð- ur þar með úr sögunni. Gegn anda samningsins YFIRÞJÓÐLEGT VALD Árið 1993 Úr þingsal Alþingis þeg- ar EES-samningurinn var ræddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.