Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 9

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 9
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 9 HELGI GRÍMSSON SJÁLANDSSKÓLA ANNA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR MENNTAvÍSINDASvIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Nám og námsumhverfi 21. aldarinnar: Væntingar og veruleiki Mikið hefur verið byggt af skólahúsnæði hér á landi síðustu áratugi. Hvorki liggja fyrir saman- teknar upplýsingar um það hvaða menntaáherslur réðu för við hönnun þessa nýja húsnæðis né hvort og þá hvernig þær hafi skilað sér í breyttu námsumhverfi og skólastarfi. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þær kennslufræðilegu áherslur sem höfðu áhrif á hönnun nokkurra valinna nýrra grunnskóla og hvernig þær hafa skilað sér í skólastarfið. Skoðaðar voru fjórar ný- legar skólabyggingar. Greint er hvaða áherslur lágu að baki hönnun þessara bygginga og skoðað hvernig til hefur tekist. Gagna var aflað með viðtölum við þátttakendur í hönnun skólanna, spurn- ingalistum til kennara og vettvangsathugunum. Niðurstöður benda til þess að lögð hafi verið áhersla á að hanna sveigjanlegt námsumhverfi til að stuðla að fjölbreyttu og einstaklingsmiðuðu skólastarfi. Þá virðist vera þörf á markvissari stuðningi við starfsfólk skóla á fyrstu starfsárum í nýju skólahúsnæði en átti við í þessum tilvikum ef takast á að innleiða þessar nýju áherslur. Efnisorð: Skólabyggingar, námsumhverfi, hönnun skóla, menntaáherslur, starfshættir skóla inn gang Ur Vatnaskil urðu í íslensku skólastarfi í kjölfar þess að rekstur grunnskóla færðist frá ríki til sveitarfélaga árið 1996. Lögð var áhersla á að einsetja grunnskóla um allt land og koma upp aðstöðu til framreiðslu skólamáltíða. Fræðsluyfirvöld í Reykjavík mótuðu menntastefnu þar sem nemandinn var hafður í forgrunni með áherslu á einstaklings- miðað nám og aukna samvinnu nemenda. Það felur meðal annars í sér að tekið er mið af stöðu hvers og eins nemanda. Nemendur eru ekki að læra það sama á sama tíma heldur geta þeir verið að fást við ólík viðfangsefni og verkefni einir sér eða í hópum (Menntasvið Reykjavíkurborgar, 2007). Lögð er áhersla á ábyrgð nemandans og aðlög- un viðfangsefna að námslegri stöðu hans og áhuga. Þetta kallaði á breytta starfshætti Uppeldi og menntun 22. árgangur 1. hefti 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.