Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 13 helgi grÍmsson og anna KristÍn sigUrÐardóttir og vígðar um og eftir síðustu aldamót og farið var að nýta þegar gagnaöflun fór fram. Fimm skólar fullnægðu þessum skilyrðum. Jafnframt var ákveðið að hafa jafnvægi milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Á grunni þessara viðmiða voru valdir fjór- ir skólar, tveir sem hannaðir eru með opnum svæðum og tveir sem geta flokkast sem klasaskólar. Rétt er að hafa í huga að í tveimur skólanna hefur hluti byggingarinnar einkenni hefðbundins skóla. Allir skólarnir eru heildstæðir, með nemendur í 1.–10. bekk. Nánari upplýsingar um skólana fjóra eru í töflu 1. Skólarnir hafa fengið tilbúin nöfn til að gæta trúnaðar. Tafla 1. Þátttakendur í rannsókninni Nafn Staður Bygging Meginlag Vígsla/notkun Asparskóli Landsbyggðin Nýbygging Klasaskóli 2000–2002 Birkiskóli Landsbyggðin Endurbygging Klasaskóli* 2003–2005 Furuskóli Höfuðborgarsvæðið Nýbygging Opinn skóli 2003–2005 Greniskóli Höfuðborgarsvæðið Endurbygging Opinn skóli* 2006–2008 * Skólinn hefur áberandi einkenni þessa hönnunarlags þó hluti húsnæðis sé hefðbundinn Í rannsókninni Starfshættir í grunnskólum var aflað fjölbreyttra gagna með viðtölum, spurningalistakönnunum og vettvangsathugunum til að fá sem skýrasta mynd af húsnæðinu, kennsluháttum og viðhorfum. Auk þess var aflað gagna vegna þessarar rannsóknar. Tekin voru tólf viðtöl í október og nóvember 2011 við einn skólastjórnanda í hverjum skólanna fjögurra, einn fulltrúa húseiganda sem var virkur í ferlinu (frá „fræðslu- deild“ eða „byggingadeild“ viðkomandi sveitarfélags) og arkitekt hverrar byggingar. Stuðst var við viðtalsramma sem var lagaður að bakgrunni hvers viðmælanda eins og tilefni gafst til. Hann var forprófaður haustið 2010 í grunnskóla á höfuðborgar- svæðinu. Leitað var eftir upplýsingum um þær áherslur og þau viðmið sem höfð voru að leiðarljósi við hönnunina. Viðtöl voru hljóðrituð og afrituð orðrétt. Þau voru síðan greind bæði út frá hverjum skóla og ákveðnum þemum þvert á skóla. Leitast var við að fá svör við rannsóknarspurningunum, finna sameiginleg þemu milli skólanna og greina ólíkar raddir og sjónarmið eftir aðkomu viðmælanda. Leitað var staðfestingar á nokkrum atriðum, eins og tímasetningum, í skriflegum gögnum á skrifstofum sveitar- félaganna auk þess sem skoðaðar voru skólastefnur viðkomandi sveitarfélags. Stuðst var við vettvangsathuganir í byggingunum í heild sinni og í kennslustund- um sem gerðar voru í rannsókninni Starfshættir í grunnskólum til þess að bregða ljósi á notkun rýmis. Hópur rannsakenda fór um bygginguna, tók ljósmyndir og skráði nákvæma lýsingu. Það sama var gert í kennslustundum. Í lýsingunum var meðal annars leitað eftir upplýsingum um hvort möguleikar á opnun á milli kennslurýma væru nýttir eða ekki. Upplýsingar um stundafjölda vettvangsathugana eru í töflu 2. Tafla 2. Fjöldi athugaðra kennslustunda í fjórum grunnskólum Asparskóli Birkiskóli Furuskóli Greniskóli Athugaðar stundir 23 21 19 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.