Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 23
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 23
helgi grÍmsson og anna KristÍn sigUrÐardóttir
Tafla 7. Ánægja/óánægja kennara með húsnæði, vinnuaðstöðu og hljóðvist
Spurning
Aspar-
skóli
Birki-
skóli
Furu-
skóli
Greni-
skóli
Allir 20
skólar
Húsnæði 5,1 4,6 4,1 3,5 4,0
Vinnuaðstaða 4,5 4,8 4,7 4,1 4,3
Hljóðvist 4,5 3,9 3,1 2,4 3,3
Kvarði frá 0–6, hærri tala gefur til kynna meiri ánægju
Aðspurðir um hversu vel skólahúsnæðið og skólastofan (húsnæði og búnaður) hæfði
þeim kennsluháttum sem þeir vildu helst viðhafa sögðu kennarar að það hæfði þeim
almennt frekar vel eða mjög vel (tafla 8). Svarmöguleikar voru: Að öllu leyti vel, mjög
vel, frekar vel, hvorki vel né illa, frekar illa, mjög illa og að öllu leyti illa. Kennarar
Asparskóla og Birkiskóla álitu skólastofur og húsnæði hæfa vel þeim kennsluháttum
sem þeir vildu helst viðhafa. Samþykkið var minna hjá Furuskóla og Greniskóla. Eng-
inn skólanna fjögurra skar sig þó marktækt frá öðrum skólum í úrtakinu hvað þetta
varðar.
Tafla 8. Mat kennara á því hversu vel eða illa húsnæði skólans hæfir þeim kennsluháttum sem þeir vilja
helst viðhafa
Spurning
Aspar-
skóli
Birki-
skóli
Furu-
skóli
Greni-
skóli
Allir 20
skólar
Hæfi skólastofu að kennsluháttum kennarans 4,5 4,4 3,8 4,1 4,1
Hæfi skólahúsnæðis að kennsluháttum kennarans 4,7 4,4 4,0 3,9 4,1
Kvarði frá 0-6, hærri tala gefur til kynna meiri ánægju
UMrÆÐa
Tvær spurningar leiddu þessa rannsókn. Annars vegar um það hvaða kennslufræði-
legu áherslur lágu til grundvallar við hönnun fjögurra nýrra grunnskóla og hins vegar
hvernig hefði gengið að laga skólastarf í nýrri byggingu að þessum forsendum. Rétt er
að ítreka að ekki var skoðað hvernig þessar kennslufræðilegu forsendur urðu til eða
hverjir komu að því að ákveða þær. Margvísleg vinnubrögð voru viðhöfð við undir-
búning hönnunar (sjá nánar í Helgi Grímsson, 2012) og misjafnt hverjir komu að.
Af niðurstöðum má ráða að væntingar sveitarfélaga til starfs í nýjum skólabygging-
um séu í góðu samræmi við einkenni „skóla 21. aldarinnar“ eins og þau eru sett fram
af OECD/PEB og DfES (2006). Þessi einkenni hafa almennt skilað sér inn í hönnun
skólanna fjögurra. Í öllum tilvikum var lögð áhersla á að skapa námsumhverfi sem
væri sveigjanlegt og fjölbreytt og biði upp á gróskumikla kennsluhætti, stuðlaði að
vellíðan nemenda og starfsfólks, styddi við notkun tölvu- og upplýsingatækni og
styrkti tengsl skóla, umhverfis og samfélags. Til þess að stuðla að auknum sveigjan-
leika voru settir upp felliveggir milli almennra kennslustofa eða byggð stærri opin
svæði í hluta hússins eða því öllu. Til þess að auka fjölbreytileika voru víða hópvinnu-