Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 34
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201334 viÐbrögÐ leiKsKólaKennara viÐ hl Jóm-2 almennum málþáttum þar sem unnið var með orðaforða, frásagnir og almennan mál- skilning. Þjálfunin hafði mismunandi áhrif eftir því með hvað var unnið. Hópurinn sem fékk þjálfun í hljóðvitund og lestri varð marktækt betri í þeim þáttum sem voru þjálfaðir en hópurinn sem fékk þjálfun í orðaforða og almennum málskilningi var marktækt betri í almennum málþáttum. Um helmingur barnahópsins þurfti áfram- haldandi stuðning við mál og lestur eftir að þjálfunartímabilinu lauk. Birtar hafa verið niðurstöður úr einungis einni íslenskri rannsókn á áhrifum þjálf- unar hljóðkerfisvitundar á væntanlegt lestrarnám barna. Valin voru 160 börn fædd 1992, 1993 og 1994 úr tveimur leikskólum í Reykjavík. Börnin fædd 1993 og 1994 voru í tilraunahóp en til samanburðar voru höfð börnin fædd 1992. Öll börnin í tilrauna- hópnum í umræddum leikskólum fengu þjálfun í hljóðkerfisvitund með námsefninu Markviss málörvun (Helga Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve og Þorbjörg Þóroddsdóttir, 1999) en ekki bara þau sem greinst höfðu í áhættuhópi. Niðurstöður sýndu að börnin sem voru í tilraunahópnum (fjöldi 93) voru marktækt meðvitaðri um hljóðkerfi máls- ins eftir þjálfun en þau sem fengu ekki þjálfun í hljóðkerfisvitund (fjöldi 31) en nokkurt brottfall var meðal þátttakenda (Guðrún Bjarnadóttir, 2004). HLJÓM-2 Skimunarprófið HLJÓM-2 var hannað til að leggja það fyrir börn í elsta árgangi leik- skólans með það í huga að leikskólakennarar gætu með markvissum hætti fundið börn í áhættuhópi varðandi lestrarerfiðleika. Eingöngu leikskólakennarar eða annað fagfólk getur, að undangengnu námskeiði, fengið réttindi til að leggja HLJÓM-2 fyrir og túlka niðurstöður prófsins. Þegar talað er um annað fagfólk er átt við menntaða starfsmenn sem vinna í leikskólum, til dæmis þroskaþjálfa eða grunnskólakennara. Yfir 1000 leikskólakennarar og annað fagfólk hafa sótt námskeið og fengið réttindi (Ásdís Jónsdóttir, 7. október 2011, munnleg heimild). HLJÓM-2 var gefið út 2002 og hönnun þess var byggð á sex ára rannsóknum á tengslum málþroska og lestrarnáms. Það samanstendur af sjö undirþáttum sem reyna á færni í rími og samtengingu og sundurgreiningu hljóða, atkvæða og orða (Ingibjörg Símonardóttir o.fl., 2002). Heildar- niðurstöður prófsins spá best fyrir um væntanlegt lestrarnám og námsgengi í grunn- skóla (Amalía Björnsdóttir o.fl., 2003; Jóhanna Einarsdóttir o.fl., 2011). Flestir undir- þættir prófsins kanna hljóðkerfisvitund samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu þess hugtaks (sjá t.d. Snow o.fl., 1998). Sýni niðurstöður slaka eða mjög slaka færni gefst færi á að undirbúa nemandann til að takast á við væntanlegt lestrarnám með sérstakri örvun. Einnig er hægt að vísa honum í frekari greiningu eða til talmeinafræðings ef grunur er um frekari frávik í málþroska. Í handbók prófsins eru almennar leiðbeiningar um aðgerðir eftir fyrirlögn og á réttindanámskeiðunum er bent á bækur sem hægt er að nota til að vinna með hljóð- og málvitund barna (Ingibjörg Símonardóttir o.fl., 2002). Engin námskeið fylgdu í kjölfar réttindanámskeiðanna um íhlutun eða örvun barna sem greindust í áhættuhópi eftir fyrirlögn HLJÓM-2 né heldur leiðbeiningar um það hvert leikskólakennarar gætu leitað eftir ráðgjöf og stuðningi. Í ársbyrjun 2010 var gerð könnun að tilstuðlan faghóps leikskólasérkennara um notkun HLJÓM-2 í leikskólum á Íslandi. Megintilgangurinn var að kanna hversu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.