SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 8
8 4. mars 2012 Hér til hliðar er rætt um Google og Facebook, fyr- irtæki sem byggja sitt á ókeypis þjónustu við not- endur og hagnast síðan á að selja upplýsingar um notendurna eða hagnýta þær á annan hátt. Það eru þó ekki bara slík fyrirtæki sem nýta sitthvað um kúnnann og sem dæmi má nefna Apple. Það er þó ekki talið upp hér sem versta fyrirtækið á þessu sviði, langífrá, heldur vegna þess að notendaskil- málar þess eru gott dæmi um texta sem torvelt er fyrir venjulegt fólk að lesa, hvað þá að skilja. Sem dæmi um það eru skilmálar sem ég fékk upp á iPad fyrir stuttu sem voru 36 síður af tyrfnum texta á ensku. Annar risi, Microsoft, er líka frægur fyrir sínar textaflækjur – rétti upp hönd sá sem lesið hefur skil- málana sem fylgja Windows. Svo eru það farsímarnir – í skilmálum með leiknum vinsæla Angry Birds segir: Forritið má afla sér upp- lýsinga um hvar notandinn er staddur, það má tengj- ast netinu, skrá hjá sér í hvaða númer er hringt og hvaða númer hringir í símann og raðnúmer símtæk- isins. Það getur líka skrifað á minniskort og á ut- análiggjandi drif. Rétt er að vekja athygli á því þetta er með stystu notendaskilmálum; Skype-skilmál- arnir eru þrefalt lengri. Apple og Angry Birds Okkur Íslendingum gengur stund-um illa að átta okkur á því hveútlendingar eru viðkvæmir fyrirdreifingu persónuupplýsinga, enda lifum við í litlu þjóðfélagi þar sem allir þekkja næstum alla og ef maður þekkir við- komandi ekki þá er bara að spyrja næsta mann. Það skýrir það kannski af hverju fólk smellir á OK eða Samþykkja þegar það setur upp hugbúnað í símanum sínum eða í Fa- cebook eða í Gmail án þess að lesa það sem verið er að samþykkja. Þannig virðist enginn gera verður út af þó að hann hafi verið að samþykkja að forritið nýja með lesa tölvu- póstinn, SMSin eða vefslóðirnar sem heim- sóttar voru í vikunni og safni þeim jafnvel saman til að selja þriðja aðila. Google breytir skilmálum Kannski stendur einhvers staðar í smáa letr- inu að notandinn sé að samþykkja það að tekið sé úr honum lífsýni og / eða líffæri, frumburðurinn hirtur eða myndir úr myndaalbúminu seldar í auglýsingar – hver veit? Nú er ástandið kannski ekki svo svakalegt sem hér er gefið til kynna, en aðgangur fyr- irtækja að notenda- og notkunarupplýs- ingum hefur verið í sviðsljósinu undanfarið eftir að Google breytti skilmálum sínum hvað slíkt varðaði og hirti ekkert um það þó að breytingarnar stönguðust líklega á við evrópska löggjöf um persónuvernd. Ef þú, kæri lesandi, ætlar að bregðast við og eyða upplýsingum um þig hjá Google er rétt að benda þér á að breytingin átti sér stað 1. mars sl., eins og sjá mátti í hvert sinn sem leitað var á Google, Gmail opnað eða You- Tube, og því seint í rassinn gripið, nema kannski þér hafi verið alveg sama eftir að hafa lesið skilmálana? Allt á einum stað Í sem skemmstu máli þá byggjast nýir skil- málar Google, sem breytt var notendum til hagsbóta, nema hvað, að sögn fyrirtækisins, á því að Google steypir saman í eitt upplýs- ingum sem það hefur um leitarorð sem við- komandi notandi hefur notað, lykilorðum sem fyrirtækið hefur fundið í tölvupósti til hans og frá hinum og orðum tengdum þeim myndskeiðum sem hann hefur skoða á You- Tube og því sem hann hefur vísað í á Go- ogle+. Fyrir vikið segist Google geta gengið úr skugga um að viðkomandi sjái helst auglýs- ingar sem hann hefur áhuga á notandanum til mikillar gleði. (Rétt er að vekja athygli á því að þetta byggist á því að viðkomandi sé skráður notandi hjá Google, til að mynda í Gmail eða YouTube.) Innan véa Evrópusam- bandsins hafa menn áhyggjur af þessari samþættingu upplýsinga og málið er nú í rannsókn, enda hafa ýmsir frammámenn í Brussel haldið því fram að þetta athæfi sé á skjön við ríkjandi lög innan ESB. Ekki er bara að menn víða um heim hafa áhyggjur af því sem Google hyggst gera og gerir við upplýsingar um notendur sína, heldur hefur Facebook verið legið á hálsi fyrir slíkt hið sama, ekki síst nú þegar aug- lýsingar munu birtast á síðum notenda eftir áhugamálum þeirra og stöðufærslum. Síðast- liðið haust varð til að mynda mikið uppi- stand þegar í ljós kom að Facebook fylgdist með tugmilljónum notenda því þó að þeir væru ekki inni á Facebook-síðunni var smá- forrit í gangi „fyrir misgáning“ sem sendi vefkökur til Facebook með upplýsingum um allar þær síður sem þeir fóru inn á. Notendur eru ekki viðskiptavinir Farsímarnir okkar eru svo ný leið fyrir fyr- irtæki til að fylgjast með okkur, hvort sem þau eru að skrá hjá sér ferðir okkar, eins og kom upp varðandi farasíma frá Apple á síð- asta ári, eða hvaða síður við förum inn á, eins og kom í ljós fyrir stuttu þegar upp komst um daginn að Google sneiddi hjá ör- yggisstillingum í Safari-vafranum í iPhone og iPad til að afla sér upplýsingar um vef- notkun notenda. Sá sem ekki er sáttur við slíkt getur lítið gert annað en hætta að nota viðkomandi þjónustur og eyða þannig öllum upplýs- ingum um sig því fyrirtækin líta ekki á not- endur sem viðskiptavini í ljósi þess að þeir greiða ekki fyrir notkunina – þeir eru hrá- efni en ekki kúnnar. Hráefni en ekki kúnnar Deilt um aðgang að notenda- og notkunar- upplýsingum Reuters Vikuspegill Árni Matthíasson arnim@mbl.is Það er eftir miklu að slægjast í ljósi þess að ríflega milljarður manna notar Google í hverjum mánuði. Önnur vefsetur eru ekki langt undan; Microsoft fær til sín 905 milljónir gesta á mánuði, Facebook 714 milljónir og Yahoo um 700 millj- ónir. Facebook stend- ur þó best að vígi því það veit mest um sína notendur og get- ur því grætt mest á þeim. Milljarður á mánuði

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.