SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 42
42 4. mars 2012 Nú getur hver maður komist ígömul blöð og tímarit með þvíað fara inn á slóðina timarit.is.Einnig er hægt að fara á goog- le.is og slá inn leitarorð og ramba þannig inn í tímaritin. Ég setti inn orðið biblíuljóð og var þá óðara kominn í ritdóm Einars Benediktssonar í Dagskrá frá 13. og 20. febrúar árið 1897 um Biblíuljóð sr. Valdi- mars Briem. Sá dómur var ekki tekinn inn í heildarútgáfu á verkum Einars Bene- diktssonar á sínum tíma, hugsanlega vegna þess að útgefandanum hefur þótt hann of hvass. Það þótti a.m.k. dr. Birni M. Ólsen sem andmælti honum í Ísafold þann 8. maí árið 1897. Niðurstaða Björns M. Ólsens um dóm skáldsins Einars um skáldbróðurinn Valdimar Briem er stutt og laggóð: „Eitt gott geta skáldin lært af hröfn- unum: að kroppa ekki augun hvor úr öðr- um.“ Á sínum tíma fengu Biblíuljóðin mikið lof. Þess má geta til marks um vinsældir þeirra að þau voru birt í Lögbergi, blaði Vestur-Íslendinga, eins og framhaldssaga viku eftir viku þetta sama ár. Björn M. Ól- sen talaði því um „hjáróma“ rödd Einars Benediktssonar í þessu sambandi. En um gengi Biblíuljóðanna var Einar þó sann- spár því enginn minnist á þau nú. Gefum Einari Benediktssyni orðið þar sem hann hefur vísað í ljóðlínur úr þeim hluta Biblíuljóða þar sem greint er frá höggorminum: „Öllu þróttminni rímgerð mun naumlega finnast á vorum tíma hjá skáldi er telst meðal betri höfunda.“ Og Einar heldur áfram, og er nú kominn að syndaflóðinu: „Í Flóðinu segir svo, 3. er- indi: „Reiður varð réttvís guð/ rangan er sá hann gang;(!)/ kvað hann af miklum móð:(!)/ ‘Mái eg af kynslóð þá’.“ Guð kvað „af miklum móð“! Smekklausara orðatiltæki mun ekki auðfundið í skáld- skap menntaðra manna. Og guð sá „rang- an gang“! Þetta tvennt er ærið nóg, og getur ekki komið fyrir nema í óvandaðri skáldmennt. Og hvernig kemst svo „bók bókanna“ að orði? – „Og drottinn sá að illska mannanna var mikil á jörðinni og að öll hugsun mannsins hjarta var vond alla daga.“ – Hver vill sjá hinn „ranga gang“ þessa mjög-rímandi klerks við hliðina á svo prjállausu, málmhreinu máli?“ Einar Benediktsson endar grein sína á þessum orðum: „Það mun ekki alls kostar ólíklegt að einhverjum kunni ef til vill að þykja betur að nokkur stöðvun yrði nú á yfirframleiðslu þessa sálmahöfundar, og víst má telja það, að bókmenntir vorar mundu nú eiga mikið færri og betri ljóð eftir hann, ef honum hefði verið bent á það í tíma, að eitt einasta sterkt, vel ort kvæði, sem lýsir ósvikinni tilfinningu, er tíu sinnum betra en heilir tugir af þynnt- um og útflöttum rímþulum.“ Í sálmabók sem mér var eitt sinn gefin eru tvö kvæði eftir Einar Benediktsson. Annað þeirra er Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum? Segja má að með því hafi Einar sannað kenningu sína um „eitt einasta sterkt, vel ort kvæði“ því vel gæti ég trúað að þetta ljóð hans sé nú sungið oftar í kirkjum landsins en nokkur hinna 125 sálma biblíuljóðaskáldsins í nefndri sálmabók. Einar gagnrýndi fleiri skáldbræður í Dagskrá, m.a. skrifaði hann harkalegan dóm um smásögur Gests Pálssonar 7. og 14. nóv. 1896, fimm árum eftir lát Gests. Þar mundi einhver segja að skot hans hafi geigað, a.m.k. ef farið er eftir „líftíma“ Gests, sem enn lifir góðu lífi í skólum landsins og fræðingarnir hafa keppst við að lofa. Einar sagði: „Gestur Pálsson skrif- aði ekki vel. Mál hans er óíslenskt og sjaldan svo sterkt að það sé samboðið þeim fyrirmyndum meðal nýnorskra og danskra höfunda sem hann vildi líkjast.“ Einar bætti því við að Gestur tæki „lausa- tökum á öllum þjóðareinkennum Íslend- inga“ og að hann leiddi fram „dönsku og norsku persónurnar með íslensku nöfn- in“. Hver er þá niðurstaðan í dag? Við getum dregið saman og sagt: 1) Tímaritin gömlu eru gullkista fyrir þá sem vilja afla sér þekkingar um liðinn tíma – eða styrkja málkenndina, sbr. lýsing- arorð Einars Benediktssonar prjállaus og málmhreinn. 2) Það eru ekki einungis skáldin sem kroppa augun hvert úr öðru; í því sam- bandi verður manni meðal annars hugsað til þingmanna og ráðherra sem eiga að heita samflokksmenn. 3) Ritdómendum getur skjátlast. Við skulum ekki taka alla dóma þeirra alvar- lega: góð verk lifa þá af. 4) Forðumst yfirframleiðslu. Styttum mál okkar, t.d. um helming í fyrstu lotu. Lesendum mundi þá fjölga. „Yfirframleiðsla“ ’ Tímaritin gömlu eru gullkista fyrir þá sem vilja afla sér þekk- ingar um liðinn tíma – eða styrkja málkenndina. Málið El ín Es th er Kæri lesandi eftir h undraðþúsund grill jón ár. Svona skrifuðum v ið íslensku árið 2012 . Það sem þú skrifar er bara bull. Skammastu þín. Kveðja, Eddi og Pedró úr f ornöld. Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Við urðum samt að skilja tals-vert eftir,“ segir Rúrí, allt aðþví afsakandi, þegar blaða-maður hefur á orði að ótrúlega mikið af verkum sé á yfirlitssýningunni í Listasafni Íslands. „En við höfum byggt sýninguna þannig upp að áherslurnar eru mismunandi, mismunandi upplifanir í hverjum sal,“ bætir hún við. Ef undan eru skilin stór útilistaverk Rúríar, á borð við regnbogann stóra við Leifsstöð, skúlptúrinn Fyssu í Laugardal, og staðbundnar innsetningar sem hún hefur unnið víða um lönd, þá getur að líta um 100 meginverk Rúríar á sýningunni; lítil og stór, skúlptúra, myndbandsverk og ljósmyndaraðir, en sumar þeirra eru skráningar á gjörningum. Rúrí segir þau Christian Schoen sýn- ingarstjóra hafa átt í nær tveggja ára sam- ræðu um feril hennar og verkin og nú megi sjá útkomuna á sýningunni og í bókinni sem kom út í Þýskalandi á dög- unum og er einnig komin í dreifingu hér. Lítur hún á bókina sem annað form af þessari sýningu? „Vissulega. Það er þægilegra að taka bókina með sér upp í sófa og ekki eiga allir þess kost að sjá sýninguna. Ég vann ekki bókina sjálfa, þótt þetta séu verkin mín, en get ekki annað en dáðst að því hvað allir sem að því verki komu lögðu sig vel fram. Það er lítill vandi að láta eitthvað fara úrskeiðis í jafn viðamiklu verki, en það var haldið afskaplega vel utan um alla þætti. Bókin er vel hugs- uð, forlagið er mjög gott, hönnunin frá- bær og höfundarnir vanda til verka.“ En hvernig fannst Rúri að líta til baka yfir ferilinn, og setja saman yfirlitssýn- ingu og bók? „Að líta til baka, horfa yfir syndirnar sínar?“ spyr hún á móti og brosir. „Það getur verið nokkuð beitt. Maður verður að horfast í augu við sjálfan sig á annan hátt. Er maður sáttur við verkin eða ekki, eftir allan þennan tíma? Maður breytir engu núna en hefði ég átt að gera eitthvað betur? Þessar hugsanir leituðu á mig í ferlinu. Að vissu leyti spurði ég mig hinn- ar klassísku spurningar, hvort ég hefði eytt lífi mínu til einskis. Það er mikilvægt að hafa hæfilegan skammt af sjálfsgagnrýni. Lítillæti er gott, í hófi,“ Hún hlær og bætir svo við: „Og sjálfsálit er líka gott í hófi. Þetta þarf að vera í ákveðnu jafnvægi og maður verður að geta horfst í augu við að stund- um hafi ekki tekist eins vel og maður vildi.“ Var Rúrí þá að endurmeta þessi eldri verk þegar hún tók þau fram að nýju? „Við Christian unnum náið að þessu verki og í því ferli komu stundum upp önnur sjónarhorn og aðrar tengingar að vega og meta. Sumar athuganir gerðu verkin ríkari en aðrar ekki. Einu sinni hélt ég að verkin mín væru öll eins og þau ættu að vera, ég hefði verið búin að hugsa allt út og skynja, en svo hefur komið til mín fólk og sagst lesa úr þeim eitthvað sem ég hafði alls ekki hugsað. Ég get ekki annað en verið þakk- lát fyrir það. Stundum eru þetta mjög fal- legar hugleiðingar, stundum yndislega gagnrýnið, á skarpan hátt, og ég er þakk- lát fyrir það að fólk hafi áhuga á að hugsa um verkin mín“ Hugsunin kemur fyrst Rúrí hefur unnið verk í fjölbreytileg form og miðla, hefur sótt í þá miðla sem henta hugs- uninni í hverju verki. „Það hefur verið meðvitað val hjá mér, að hugmyndin, hugsunin, kemur fyrst. Síðan er að finna aðferðina og efnið sem túlkar verkið best í formi og efni. Ég hef þurft að læra margt og þarf stöðugt að vera að kynna mér eitthvað þegar ég fæ hugmyndir sem krefjast nýrra lausna.“ Sumir listamenn veigra sér hinsvegar við að takast á við nýja miðla, nýjar lausnir. „Ekki ég. Mér finnst það spennandi og skemmtilegt. Alveg eins og að hér í Lista- safninu finnst mér spennandi að takast á við rýmið og finna í því nýjar lausnir,“ segir Rúrí en í sölum safnsins hafa þau Schoen látið byggja veggi og skilrúm, til að verkin fái notið sín sem best. „Við viljum ekki láta rýmið binda sýn- inguna, heldur finna góðu punktana og nýta þá.“ Listin þarf að hafa tilgang Verk Rúríar flokkast undir hugmyndalist og segja má að mörg verkanna séu póli- Listin þarf að vekja fólk til umhugsunar Í Listasafni Íslands var á föstudagskvöldið opnuð viðamikil yfirlitssýning á verkum Rúríar, og er hún í öllum sölum safnsins. Gestum er boðið í ferð um viðamikla myndheima sem hún hefur unnið að síðan á áttunda áratugnum. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’ Mér finnst mikil ábyrgð fylgja því að vera listamaður. Ég verð að vera af- skaplega heiðarleg við sjálfa mig … Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.