SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 38
Pixie Geldof var mjög áberandi á nýliðinni tísku-viku í London þar sem hún var jafnan í fremsturöð. Hún er fædd 17. september árið 1990 og erþví 21 árs. Hún er yngsta dóttir Bobs Geldofs og Paulu Yates. Pixie, sem þýðir álfur, er ekki venjulegt nafn en systur hennar bera ennþá óvenjulegri nöfn, Fifi Trixibelle og Peaches Honeyblossom. Hún á líka eina yngri hálfsystur, Heavenly Hiraani Tiger Lily Hutc- hence Geldof, sem er dóttir Yates og söngvara INXS, Michael Hutchence, en þau féllu bæði frá fyrir aldur fram við sviplegar aðstæður. Pixie sækir marga viðburði í tísku- og listaheim- inum og hafa bresku blöðin gaman af því að fylgjast með henni. Hún er eins og svo mörg önnur smá- stirni skráð á Twitter en þar fylgjast rúmlega 17.000 manns með athöfnum hennar. Auk þess að vera áberandi í samkvæmislífinu starfar Pixie sem fyrirsæta. Það virðast vera örlög margra dætra frægra rokkara en til dæmis eiga Keith Richards og Mick Jagger dæt- ur sem hafa lagt fyrirsætustörf fyrir sig. Fyrsta tímaritaforsíða hennar var hjá blaðinu Tatler árið 2008. Hún var nýlega fyrirsæta í auglýsinga- herferð hjá Debenhams en hún hef- ur líka verið í auglýsingum fyrir Levi’s, Diesel, Henry Holland, Agent Provocateur, Loewe og Pringle of Scotland auk þess að hafa gengið sýningarpallinn fyrir Vivi- enne Westwood, PPQ, Luellu og Jeremy Scott. Hún er líka söngkona í eigin hljómsveit sem ber nafnið Violet. Hver veit, kannski á hún eftir að vekja meiri athygli á tón- listarsviðinu, en upptökum er ný- lega lokið á smáskífu sveitarinnar. Pixie Geldof er yngsta dóttir Bobs Gel- dofs og Paulu Yates og hefur vakið at- hygli í samkvæmislífi Lundúnaborgar og sem fyrirsæta. Hún er líka söng- kona í hljómsveitinni Violet. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is AP Álfamær úr tískuheimi 38 4. mars 2012 Að vísu semur enginn maður bók né gerir yfirleitt nokkurnskapaðan hlut án þess einhverjar hugleiðingar ráði gerðumhans og hann boði með verki sínu einhvers konar heim-speki. Jafnvel annálaritari, sem skrifar fáeinar línur eða blaðsíður um atburði líðandi ára og gerir engar athugasemdir um þá frá eigin brjósti, er með hverju orði að kveða upp dóma og láta skoð- anir sínar á tilverunni í ljósi.“ Svo kemst Sigurður Nordal að orði í ritinu Íslensk menning. Á 20. öld var Sigurður meðal áhrifamestu manna enda voru kenningar hans á sviði bókmenntafræði og heimspeki í dýru gildi hafðar. Hann var, eins og segir á Vísindavef Háskóla Íslands, þjóðernishyggjumaður og lagði rækt við íslenskt mál og hugsun. Nam norræn fræði við Hafn- arháskóla en kom til starfa við Háskóla Íslands árið 1918 og starfaði þar upp frá því, en gegndi embætti sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn frá 1951 til 1957, einkum til að vinna að lausn handritamálsins. Kenningar Sigurðar um uppruna Íslendingasagna mörkuðu kafla- skil. Hann var maður svonefndrar bókfestukenningar, það er að sög-Sigurður Nordal mótaði íslenska menningu öðrum mönnum meira. Annálaritarar kveða upp dóma, sagði hann. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 1966 Að lifa áfram í skærri birtu Frægð og furður Á bresku Elle- tískuverðlaunahá- tíðinni í kjól frá Dolce & Gabbana. Á forsíðu breska tímaritsins Tatler.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.