SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 29
Það hefur kennt mér afar mikið að vinna með útlendingum. Erlendir leikstjórar horfa á mann með öðrum augum og nota mann öðruvísi. Þeir sjá mann ekki eins og íslenskur almannarómur segir að maður sé, eru ekki að hugsa um það af hvaða ætt maður sé, hverjum maður sé giftur eða hvaða skoðanir maður hafi. Þetta er lítið land og við erum fá og það getur verið íþyngjandi að vera Íslend- ingur. Á móti kemur að íslenskir leikarar fá fjöl- breytt verkefni miðað við það sem gerist í Ameríku og Bretlandi þar sem leikari getur átt á hættu að festast í sama hlutverki allt sitt líf. Þegar maður hittir erlenda kollega eru þeir stundum hissa á því að maður sé ekki hafður í vissri skúffu og sé alltaf að leika svipaðar týpur.“ Áttu þér eftirlætisleikara? „Já, Anthony Quinn. Mér finnst hann algjörlega ómótstæðilegur og það sama má segja um John Gielgud. Af íslenskum uppáhaldsleikurum nefni ég Erling Gíslason og Kristbjörgu Kjeld. Ég lærði heil- mikið af því að vinna með Kristbjörgu og fylgjast með henni. Hún tekur vinnu sína sérlega fallegum tökum og er ákaflega fagleg. Hún er virkilega til fyrirmyndar í vinnubrögðum.“ Maðurinn þinn, Illugi Jökulsson, þýddi Dag- leiðina löngu. Rædduð þið leikritið mikið heima? „Við ræddum leikritið eiginlega ekki neitt. Hann kom ekki fyrr en undir lok æfingatímans að sjá það. Hann vinnur sína vinnu og ég vinn mína, þótt ég stynji yfir hinu og þessu þegar ég kem heim.“ Illugi hefur skrifað mikið um þjóðfélagsmál. Hefur þú sama brennandi áhuga á þeim málum og hann? „Já. Ég er ekki sérlega ánægð með íslenskt þjóð- félag eins og það er þessa stundina. Fólk er að flýja land vegna þess að hér er ekki boðið upp á nægilega góð kjör. Ég þoli ekki þá tilhugsun að börnin mín eða barnabörn þurfi að flýja til útlanda til að geta átt gott líf. Ég get ekki séð af hverju við ættum ekki að geta haft það ágætt. Sem þjóð virðumst við vera orðin svo rugluð í ríminu að við vitum ekki lengur hvað er satt og rétt og hvað er það ekki. Stjórn- málamenn okkar virðast svo vera ótrúlega fljótir að hverfa frá mennsku um leið og þeir ganga inn í stjórnmálin. Þeir fara eftir einhverjum allt öðrum lögmálum en við hin.“ Hefur starf þitt sem leikkona haft einhver áhrif á heimilislífið? „Illugi hefur unnið meira og minna heima og svo hef ég dreift barneignum þannig að á heimilinu hefur verið bara eitt lítið barn í einu. Ég held að starf mitt hafi ekki haft tiltakanleg áhrif á heim- ilislífið. En auðvitað er ég misjafnlega þung á brún fyrir frumsýningar. Þá er ég ekki alltaf skemmtileg því ég er alltaf viss um að allt fari í handaskolum. Kannski er heimilisfólkið bara fegið því að ég sé ekki alltaf heima.“ Guðrún Gísladóttir: Ég held að það fylgi leikarastarfinu að efast oft um það hvort maður sé að gera rétt því maður er alltaf að versla með sjálfan sig. Morgunblaðið/Golli 4. mars 2012 29

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.