SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 40
40 4. mars 2012 Lífsstíll Það er ótrúlega skemmtilegt aðsogast inn í eitthvað skemmti-legt. Sama hvort það er bók,bíómynd eða leikrit. Í vikunni sem leið var ég svo heppin að fá að sitja rennsli á Vesalingunum sem ég hef aldrei séð á sviði áður. Ég sogaðist al- gjörlega inn í sýninguna og fannst ég næstum vera ein í salnum. Svo algjörlega var ég komin inn í söguna og naut þess fyrir augu bar. Þessi sýning minnti mig á sýningar sem ég hef séð erlendis. Þeirra á meðal má nefna Chicago og The King and I sem ég sá í Englandsdvöl minni fyrir rúmlega áratug. Slíkar sýningar með flottum söngatriðum og búningum sitja sérstaklega eftir í huga mér. Vissulega er gaman að hlusta stundum líka á vel fluttan og skorinorðan texta. En ég verð að játa á mig þá „ómenningu“ að hrífast frekar af gleði og söng. Eitt sinn fékk ég þá flugu í höfuðið að semja minn eigin söngleik. Aðalsögu- hetjur hans áttu að heita „Mr Libel“ og „Mrs Slander“. Frekar rætin hjú og laus- mál líkt og nöfnin gefa til kynna. Söng- leikurinn átti síðan að fylgja eftir för þeirra hjúa í gegnum breska laga- frumskóginn. Þar gátu þau ekki leyft sér að segja hvaðeina sem þeim datt í hug. Á vegi þeirra urðu nefnilega ýmis konar lögfræðingar og málafærslumenn sem slógu um sig með reglugerðum og ákvæðum. Þetta hljómar kannski ekkert sérstaklega spennandi. En ég trúi að slíkt verk hefði þó í það minnsta getað gengið fyrir fullu húsi í Whitehall hvert ein- asta fimmtudagshádegi. Í það minnsta björguðu þessar söng- leikjahugmyndir geðheilsu minni á þeim tíma sem ég slóst við að læra breska fjölmiðlalögfræði. Hugmyndin náði aldrei lengra en eina eða tvær blað- síður í tölvuskjali. En hver veit. Kannski er tími til kominn að vekja þau róg og meiðyrði af værum blundi sínum lengst inni í skóginum. Leyfa þeim að komast á svið og syngja. Reuters’ En ég trúi að slíkt verk hefði þó í það minnsta getað gengið fyrir fullu húsi í Whitehall hvert einasta fimmtu- dagshádegi. Söngleikjaórar vakna Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ég hrífst af söngleikj- um. Sama hvort þeir eru sorglegir eða fyndnir. Mér hefur meira að segja dottið í hug að skrifa handrit að söngleik. Að loknu ferðalagi er tilvalið að teygja aðeins á stirðum útlimum. Leggðu barnið á bakið á mjúkt und- irlag, taktu um hendurnar og teygðu varlega til beggja hliða. Krossleggðu handleggina yfir brjóstið og haltu kyrrum um stund. Endurtaktu æfinguna og teygðu sí- fellt meira úr handleggjunum og breyttu víxlun þeirra yfir brjóstið. Leggðu saman iljar barnsins og þrýstu varlega að náranum svo hnén vísi út. Haltu þeim kyrrum um stund og teygðu síðan á fótleggj- unum. Endurtaktu nokkrum sinnum. Úr bókinni 1001 Leið til að slaka á eftir Susannah Marriott, Salka. Teygjur við lok ferðalags Loksins kom ég því í verk að sjá kvik- mynd Woody Allen, Midnight in Paris. Ég er enginn sérstakur aðdáandi kauða en þessi mynd olli mér sannarlega engum vonbrigðum. Strax á fyrstu mínútunum féll ég. Féll fyrir París. Borginni þar sem ég hef aðeins lent á flugvellinum og keyrt síðan um í brjálæðislegum hring- torgum til að keyra annað. Náði líka að kíkja í garðinn í Versölum. Komst ekki lengra því búið var að loka kóngsins höllu þann daginn. Leikkonan og söngkonan Marion Cotil- lard er skínandi stjarna í þessari mynd. Hún smellpassar við umhverfi Parísar. Enda frönsk og fallega „brune“ eins og þeir segja í Frakklandi. Það er að segja dökkhærð með dökk augu og ólífublæ á hörund. Það er ekkert skrýtið að hin bandaríska söguhetja mynd- arinnar verði alveg tjúllaður í henni. Hún er fíngerð, þokka- full og talar enskuna með sjarmerandi frönskum hreim. Hún er hin „dæmigerða“ franska kona. Þessi sem borðar heila steik í hádeginu með frönskum og fitnar ekki, verður sólbrún af næst- um engu og einhvern veginn svífur um í lausu lofti. Ég veit ég er að fabúlera. Það er bara svo auð- velt að ímynda sér svona og missa sig í Frakklands- aðdáun og -áhuga. Frönsk dama

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.