SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 28
„Já, mörgum sinnum. Leikhússtarfsmenn ganga inn í leikhúsið á haustin og dyrnar lokast á eftir þeim og þeir komast ekki í frí fyrr en fer að vora. Leikarar sem eru í sýningu geta ekki verið úti á landi eða farið til útlanda þegar þeim sýnist. Og á þessum árstíma verður maður alveg friðlaus að komast burt. Og svo er svo mikið myrkur, það er myrkur úti og það er myrkur í leikhúsinu. Kosturinn við starf eins og mitt er að maður er stöðugt að grufla í hinu og þessu. Hvert verk kallar á að maður veiti alls kyns hlutum athygli, setji þá í samhengi og sökkvi sér ofan í þá. Þetta er fjölbreytt starf. Það er hins vegar alveg hryllilega illa launað. Leikarar eru með svokallað háskólanám, flestir hafa langa starfsreynslu og unnið er um helgar og á kvöldin en mánaðarlaunin slaga ekki í 300.000. Þetta er fáránlegt. Fólk ímyndar sér svo að leikarar séu á Hollywoodkaupi og sennilega verður aldrei hægt að berja niður þá bábilju.“ Lærdómsríkt að vinna með útlendingum Þú hefur leikið í kvikmyndum og sú frægasta er Fórnin sem Rússinn Andrei Tarkovsky leikstýrði. Hvernig reynsla var það? „Þetta var fyrsta bíómyndin sem ég lék í. Ég átti yndislegan tíma á Gotlandi með góðu fólki sem kunni vel til verka og hafði sumt unnið alla sína ævi með Ingmar Bergman. Mér hefur sýnst að því betri og reyndari sem listamenn eru því almennilegra fólk eru þeir. Þeir eru komnir yfir einhverja stæla. Tarkovsky var afar skemmtilegur og sérstakur og beitti sínum rússnesku aðferðum sem Svíunum líkaði misvel. Við vissum ekki að Tarkovsky væri fárveikur en hann dó um veturinn úr krabbameini. sem höfundurinn byggir á sjálfum sér, við skulum ætla að hann hafi gert það sem hann langaði, sem var að skrifa þetta leikrit.“ Í verkinu eru fjórar aðalpersónur sem eru allar meira og minna skemmdar. Reynduð þið leik- ararnir eitthvað meðvitað til að létta andrúms- loftið á æfingatímabilinu? „Nei, verkið er ansi svart og yfirleitt sátum við leikararnir í pásum í mjög þungum þönkum og andvörpuðum. Ég varð ekki mikið vör við að við værum að lyfta okkur upp. En samvinnan var mjög góð og það var mjög uppbyggilegt að vinna með Þórhildi.“ Þú hefur fengið frábæra dóma fyrir frammi- stöðu þína. Er léttir að fá góða gagnrýni? „Það er þægilegra en hitt. En ég hef stundum fengið góða gagnrýni fyrir eitthvað sem mér hefur ekki fundist nógu gott. Þannig að það er ekki eins og maður trúi allri gagnrýni. Maður finnur nokk- urn veginn sjálfur hvort maður er að gera vel eða illa og finnur það líka hjá sínum nánustu sem mað- ur treystir til að segja manni satt.“ Vil geta valsað um Áttu þér draumahlutverk? „Mig hefur oft langað til að leika karla sem slá um sig. Mig langar til að leika Dmitri í Karamazov- bræðrum Dostójevskís, en ég veit að ég fæ það ekki. Pétur Gaut hefði ég líka viljað leika. Ég held að ég væri líka ágæt í að túlka persónur í grísku fornleikritunum.“ Hefur þú haft nóg að gera á ferlinum? „Ég hef verið að leika frá 1977. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta en það gengur í bylgjum hvort manni finnst eitthvað varið í það sem maður er að gera. Það koma töfrandi stundir af og til, þó það sé ekki stöðugt þannig. Það sem mér finnst langmest heillandi við leikhúsið er þegar hið fullkomna frelsi ríkir á sviðinu. Þannig ætti það alltaf að vera en er ekki alltaf. Hið fullkomna frelsi þýðir að maður er laus við lög og reglur. Auðvitað hlýðir maður leik- stjóra og fylgir handriti, en leiksvið er svæði þar sem manni á að geta dottið hvað sem er í hug. Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um engar reglur. Ég vil geta valsað um. Ég gæti til dæmis aldrei unn- ið á skrifstofu. Þá vildi ég frekar moka skurð. Leikhúsið er griðastaður sem mér þykir vænt um. Í leikhúsinu er upp til hópa gott fólk, við- kvæmt og meira og minna barngott. Mér þykir vænt um þetta fólk með öllum sínum göllum. Mér þykir óskaplega gaman í leikhúsi þegar það er gaman en ef mér þykir ekki gaman þá líður mér ekki vel. Það er fátt leiðinlegra en að leiðast í leik- húsi.“ Þú ert búin að vera leikkona í áratugi. Hefurðu einhvern tíma séð eftir að hafa farið í þennan geira? Guðrún S. Gísladóttir leikkona fær frá-bæra dóma gagnrýnenda fyrir leik sinn íleikverkinu Dagleiðin langa eftir Eu-gene O’Neill sem Þjóðleikhúsið sýnir í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Auk Guðrúnar leika í sýningunni Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurð- arson og Hilmir Snær Guðnason. Í þessu margfræga fjölskyldudrama O’Neills, sem er að sumu leyti sjálfævisögulegt, fer Guðrún með hlutverk móð- urinnar, sem er eiturlyfjasjúklingur. Þetta er krefj- andi hlutverk sem margar þekktar leikkonur hafa spreytt sig á. „Þetta er mjög erfitt hlutverk sem tekur virki- lega á,“ segir Guðrún. „Mér fannst kvíðavænlegt að takast á við hlutverkið og efaðist um að ég réði við það. Kannski minnkar sjálfstraustið með árunum. Það var allavega þannig að þegar ég var yngri ef- aðist ég ekkert um að ég ætti að vera í stórum og erfiðum hlutverkum, ég bara óð í þau þegar þau buðust. Ég fæ oft sviðsskrekk en ég hef aldrei verið eins kvíðin og núna. Ég held að það fylgi leik- arastarfinu að efast oft um það hvort maður sé að gera rétt því maður er alltaf að versla með sjálfan sig. Svo er annað, að þegar maður verður fullorðinn þá er ekki sérlega mikið um stór kvenhlutverk eins og í þessu leikriti. Í leikritum eru ungu konurnar og mæðurnar og einstaka sögulegar kvenpersónur. Það er ekki nógu mikið af góðum og fjölbreyttum kvenhlutverkum, en móðirin í Dagleiðin langa er virkilega fín og bitastæð rulla.“ Kynntirðu þér hvernig aðrar leikkonur hafa leikið hlutverkið? „Við horfðum á gömlu myndina með Katharine Hepburn og Ralph Richardson um það bil sem við vorum að ljúka æfingum. Það er fín mynd. Svo sá ég viðtal við Liv Ullmann sem lék hlutverkið ný- lega í Noregi og mér fannst bara ánægjulegt að heyra hana segja að hún hefði verið mjög kvíðin og að hún hefði aldrei lent í öðrum eins textamassa.“ Finnst þér þetta leikrit hafa staðist tímans tönn? „Ég var satt að segja farin að hugsa: Ætli þetta sé gott leikrit, það virðist engan enda ætla að taka! En svo kom generalprufan með áhorfendum í salnum og þá fann ég að leikritið gerði ýmislegt sjálft. Það fylgir því mikill léttir að finna að leikrit er gott höf- undarverk því stundum þarf maður að draga vagn- inn í verkum sem eru ekki nógu góð. Þetta leikrit, eins og Allir synir mínir eftir Arthur Miller, sem ég lék nýlega í, gerir svo mikið sjálft. Það væri mjög auðvelt að afgreiða þetta leikrit með því að segja að það fjalli um fíkn. Það er samt ekki svo einfalt því verkið fjallar ekki bara um fíkn heldur líka um brostna drauma. Persónur verksins flýja í fíknina af því að þeim tókst ekki að gera það sem þær langaði til í lífinu. Nema yngsti sonurinn, Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Langar til að leika karla sem slá um sig Guðrún S. Gísladóttir er í hópi bestu leikara þjóðarinnar en segist oft fá sviðsskrekk. Hún hefur fengið sérlega góða dóma fyrir leik sinn í leikritinu Dagleiðin langa en efaðist á tímabili um að hún réði við hlutverkið. Í viðtali ræðir hún meðal annars um leiklistina, draumahlutverkin, gagnrýni og hið fullkomna frelsi á sviðinu. ’ Erlendir leikstjórar horfa á mann með öðrum augum og nota mann öðruvísi. Þeir sjá mann ekki eins og ís- lenskur almannarómur segir að maður sé, eru ekki að hugsa um það af hvaða ætt maður sé, hverjum maður sé giftur eða hvaða skoðanir maður hafi. Þetta er lítið land og við erum fá og það getur verið íþyngjandi að vera Íslendingur. 28 4. mars 2012

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.