SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 2
Hundaslagur er gömul og gróin íþrótt í Afganistan og á hverjum föstudegi koma þúsundir manna saman við fjallsræturnar í Kabúl til að horfa á afganska slagsmálahunda af gerðinni Kuchis kljást sín í millum. Hófs er gætt og stendur hver leikur aðeins í hálfa mínútu. Veröld Reuters Slagsmálahundar 2 4. mars 2012 Við mælum með Þjóðleikhúsið Vesalingarnir eftir Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg, einn allra vinsælasti söngleikur leikhússögunnar, öðlast á nýjan leik líf á Stóra sviði Þjóðleik- hússins í flutningi leikara og söngvara. Frumsýnt er í dag, laugardag. Leikstjóri er Selma Björnsdóttir og tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Vesalingunum 6 Eins og að vinna HM Franski sjarmörinn Jean Dujardin segist ekki munu breytast vegna Óskarsverðlaunanna sem hann vann til um síðustu helgi. 14 Að kæra sig um Ísland Haraldur Þór Stefánsson sýnir svart-hvítar landslagsljósmyndir á neðri hæð Gerðarsafns í Kópavogi næsta mánuðinn. 26 Lugu fyrir drauminn Danski sagnfræðingurinn Bent Jensen er harður andkommúnisti en efast um að rétt sé að efna til uppgjörs við gamla sovétsinna. 28 Langar til að leika karla … Guðrún S. Gísladóttir er í hópi bestu leikara þjóðarinnar en segist oft fá sviðsskrekk. Hún hefur fengið góða dóma fyrir Dagleiðina löngu. 32 Frá heimabæ Ósama ... Borgin Abbottobad í Himalajafjöllum komst í sviðs- ljós fjölmiðla á síðasta ári þegar bandarískir sér- sveitarmenn tóku þar af lífi nokkra íbúa í friðsælu heldri manna hverfi. 40 Söngleikjaórar vakna María Ólafsdóttir hrífst af söngleikjum. Sama hvort þeir eru sorglegir eða fyndnir. Henni hefur meira að segja dottið í hug að skrifa handrit. Lesbók 42 Listin þarf að vekja fólk … Í Listasafni Íslands var á föstudagskvöldið opnuð viðamikil yfirlitssýn- ing á verkum Rúríar, og er hún í öllum sölum safnsins. 44 Minnesota-þríleiknum lokið Hrafnarnir, síðasta bókin í hinum spennandi Minnesota-þríleik norska rithöfundarins Vidar Sundstøl, er nýkomin út í íslenskri þýðingu. 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson af Ásgeiri Helga Magnússyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. 38 Augnablikið Kælismiðjan Frost við Fjölnisgötu á Ak-ureyri síðdegis á fimmtudag. Morgun-blaðið er mætt á staðinn til þess að takamynd af Guðmundi Hannessyni, sölu- og markaðsstjóra, og Gunnari Larsen fram- kvæmdastjóra, í tilefni samnings sem fyrirtækið hefur gert, ásamt Skaganum hf. á Akranesi, um sölu á stórri verksmiðju til vinnslu og frystingar á uppsjávarfiski til Færeyja. Óhætt er að fullyrða að íslensku fyrirtækin og starfsmenn þeirra séu sólarmegin í lífinu þessa dagana. Bæði er vorið komið – a.m.k. fyrir norðan – og verkefnið fyrir Færeyingana mikilvæg gjald- eyrisöflun. Og þeir mega vera stoltir; þetta er jafn- vel stærsta verksmiðja sinnar tegundar í norður- álfu, segja þeir Frost-menn. Undirritaður dregur upp myndavélina. „Já, fínt að stilla sér upp þarna við hólkana.“ Þeir eru hluti þess sem Frost sendir til Færeyja. „Getið þið verið svo elskulegir að brosa? Þetta er stór og jákvæður dagur, þegar skrifað er formlega undir samninginn.“ Gunnar brosir og lítur ljómandi vel út, en Guð- mundur á í basli með að horfa almennilega í vélina. Íslendingar bölva ekki sólinni sem skín inn um gluggann, en nú veldur hún vandræðum. Ég vil mynda þá við hólkana og hafa vinnandi menn í baksýn. Guðmundur stígur aðeins framar, svo að- eins afturábak, snýr sér í hálfhring – en það er eins og sólin elti hann. Flassið ræður ekki við að dempa birtuna. Skyndilega dregur fyrir sólu; hvað er að gerast? Ljósmyndarinn bænheyrður? Nei, einn blikksmiðurinn greip til sinna ráða, sem að þessu sinni var að sækja hluta blikksins sem fer til frænda okkar í Færeyjum og halda því fyrir sólargeisl- unum. Flóknara var það nú ekki. Samtakamátt- urinn skilaði árangri, eins og svo oft áður. Sá mátt- ur gleymist oft. „Þessi maður á skilið launahækkun,“ segir und- irritaður „Það er honum að þakka að þið, skrif- stofumennirnir, lítið almennilega út á myndinni!“ Allar líkur eru á því að Jón Þór Jónsson blikk- smiður verði kominn á forstjóralaun strax um næstu mánaðamót. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Dró fyrir sólu! Frost-maðurinn Jón Þór Jónsson sýndi að samtakamátturinn getur m.a.s. slökkt á sólinni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samtök gegn sólu Guðmundur, til vinstri, hefði líklega birst svona í blaðinu hefði Jóni Þór ekki dottið snjallræðið í hug... Baráttudagur kvenna Í tilefni af Al- þjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars munu fjöl- mörg samtök, stétta- og fag- félög standa að dagskrá í Iðnó kl. 17. Yfirskrift fundarins er Vorið kallar. Kolbrún Halldórs- dóttir er fundarstjóri og Magga Stína syngur nokkur lög. Málmveislu Í dag, laug- ardag, kl.20.30 keppa 6 ís- lenskar sveitir á Nösu um það hver verður fulltrúi Íslands á Wacken Open Air í ágúst. Sveitin sem stendur uppi sem sigurvegari á Wacken hlýtur hljómplötusamning við Nuclear Blast.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.