SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 11
4. mars 2012 11 Fótboltamenn koma og fara eins og aðrir dauðlegir menn. Sumir staldralengi við, margir allt of stutt; lífið rétt að byrja en skyndilega klippt áglæstan feril eins og spotta og enginn veit hvað hefði getað orðið. Samamá segja um stjórnmálamenn, leigubílstjóra, pípara, tónlistarmenn, for- seta, kennara, sjómenn. Goðsagnir verða til, jafnvel í lifanda lífi, aðrir gleymast eins og gamalt lag eða léleg bók, löngu áður en þeir yfirgefa það tíðnisvið sem við dveljum í. Ryan Joseph Wilson, sem á unglingsaldri tók upp ættarnafn móður sinnar, Giggs, er einn þeirra sem ekki gleymast. Giggs er líklega einn örfárra sem verða eilífir og stytta af þessum velska fótboltamanni örugglega reist við Old Trafford, heimavöll Manchester United, áður en langt um líður. Þar er þegar stytta af Matt Busby, manninum sem byggði upp stórveldið, í tvígang reyndar, og önnur af skyttunum þremur; Best, Law og Charlton – aðalmönnunum þegar United varð fyrst Evrópumeistari 1968. Best var frægastur þeirra allra, bæði fyrir snilli á grasinu og skrautlegt líferni utan þess. Giggs er ótrúlegur; hefur verið meðal þeirra bestu á Englandi í rúma tvo áratugi; 12 sinnum Englandsmeistari, oftar en nokkur annar, fjór- um sinnum bikarmeistari, hefur þrisvar orðið deildarbikarmeistari og tvisvar fagnað sigri í Meistaradeild Evrópu! Nafni hans verður haldið á lofti svo lengi sem knetti verður sparkað. Þótt kusk hafi fallið á hvítflibbann vegna kvenna- mála fyrir skömmu gleymast ekki galdrarnir með boltann. Hetjan tók þátt í 900. leiknum með aðalliði United um síðustu helgi og hélt upp á daginn með því að gera sigurmarkið gegn Norwich, á 90. og síðustu mínútu! Annar United-maður, sem líklega hefði orðið sá allra frægasti, lést aðeins 21 árs að aldri í kjöl- far flugslyssins í München. Alls létu 19 lífið þeg- ar í stað, Duncan Edwards var sá 20. sem mað- urinn með ljáinn sótti. Margir hafa spurt sig, hvað ef …? Edwards var stór og sterkur, snemma ótrú- lega þroskaður leikmaður. Lék yfirleitt sem aft- asti miðjumaður, varðist vel en sótti líka af krafti þegar með þurfti. Því hefur verið haldið fram að hefði Edwards lifað, hefði hann lyft heimsmeist- arastyttunni 1966 sem fyrirliði enska landsliðsins, ekki Bobby Moore. Moore sjálfur líkti Edwards við Gíbraltarklett. Áðurnefndur Bobby Charlton, einn heimsmeist- aranna, sagði George Best með sérstaka hæfileika, líka Pele og Maradona, en í sín- um huga væri ekki vafi á því að Duncan hefði orðið sá besti; ekki bara í Englandi heldur bestur í heimi. „Hann var miklu betri alhliða leikmaður en þeir,“ sagði Charlton einhverju sinni og bætti því við að Duncan Edwards væri eini leikmað- urinn sem hann hefði haft minnimáttarkennd gagnvart. Charlton lifði af slysið í München, var ári yngri en Edwards. Hvað ef? Við því fæst aldrei svar. En ekki skortir möguleikana á vangaveltum. Meðal annars þess vegna er fótboltinn miklu meira en bara leikur … Strákar Busbys; Manchester United í keppnisferð í Danmörku árið 1955. Þjálfarinn Busby neðst til hægri, goðsögnin Duncan Edwards, þá 18 ára, aftast fyrir miðju. Lifandi goðsögn og hin látna Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ryan Giggs fagnar eftir stórbrotið mark í undanúrslitum ensku bik- arkeppninnar gegn Arsenal 1999. Reuters ’ Edwards var eini leikmað- urinn sem ég hafði minnimátt- arkennd gagnvart, segir Bobby Charlton Overman ernafn næstustutt-myndar sem Mbl Sjónvarp sýnir á sunnudögum í sam- vinnu við Kvikmynda- skóla. Hún er sú áttunda í röðinni. Höfundur myndarinnar er Daníel Bjarnason sem lauk námi fyrir rúmu ári. Myndin fjallar um tvo menn; í stuttu máli má segja að annar yfirgaf fjölskyldu sína sjálfvilj- ugur en hinn var yf- irgefinn af sínum nán- ustu. „Mér fannst hugmyndin að myndinni bæði mjög heillandi en um leið ógeð- felld,“ segir Daníel. „Stundum virðist eins og jörðin hafi gleypt fólk og það er reynd- ar algengara en maður heldur. Ég velti því fyrir mér hverjar orsakirnar geta verið; hvort menn „týnast“ í alvörunni eða vilja losna og láta sig hverfa þess vegna.“ Í Overman segir frá venjulegum manni. „Hann er í öruggri vinnu, á fjölskyldu, en hverfur einn daginn án þess að láta nokk- urn vita. Hann lætur alla halda að hann sé dáinn en líkið finnist einhverra hluta vegna ekki. Síðan fer hann sína leið, ferðast um heiminn og lifir sínu lífi. Myndin er samtal tveggja manna, þar sem hann segir sögu sína og miðlar reynslunni til manns sem líkt er farið fyrir en þó öðruvísi. Hann er einn vegna þess að hann klúðraði eigin lífi og enginn vill lengur hafa hann í kringum sig, m.a. vegna alkóhólisma. Þegar hann heyrir sögu viðmælandans veltir hann því fyrir sér að ef til vill hefði hann átt að grípa til sama ráðs; að láta sig hverfa sporlaust og skilja þannig raunveru- lega við alla sína í góðu. Overman er útskrift- arverkefni Daníels úr kvikmyndaskólanum og er fyrsta leikna mynd hans. „Áður hafði ég gert heimildarmyndir, en draumurinn er að geta framleitt leikið efni og leikstýrt sjálfur. Ástandið er hins vegar þannig núna að það erf- itt er að fá peninga í það.“ Betur gengur að út- vega fjármagn til gerðar heimildarmyndar, að sögn Daníels, og auðveldara að byrja smátt á þeim vett- vangi. „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á kvikmyndagerð og var löngu ákveðinn í að vinna við hana. Ég ætlaði í skóla í New York en það var á þeim tíma sem hrunið varð svo ég ákvað að læra hér heima og er mjög sáttur við námið. Ég kynntist mörgu hæfileikaríku fólki í skólanum, fólki sem ég er enn í sambandi við.“ Daníel starfar nú hjá Skjá einum sem tökumaður, klippari og framleiðandi og vinnur að Málinu með Sölva Tryggvasyni. „Má ég ekki nefna næsta þátt? Hann er á mánudagskvöldið og að þessu sinni er fjallað um nauðgunarlyf. Ég hvet alla til þess að horfa á þáttinn.“ skapti@mbl.is Kvikmyndir Árni Pétur Guðjónsson og Darren Foreman fara með hlutverkin í Overman. Að hverfa eða vera yfirgefinn Árni Pétur Guðjónsson í hlutverki sínu í myndinni. Daníel Bjarnason leikstjóri.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.