SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 12
12 4. mars 2012 Mánudagur Anna Rósa grasalæknir Í dag heyrði ég þessari tinktúru lýst sem sannkölluðum „stíflu- eyði“. Ég held það hafi verið hrós frekar en eitthvað annað … Sólhattur og hvönn er auðvitað alveg rót, rót- sterk með góðum slatta af chili og engifer og rífur vel í enda duga eng- in vettlingatök á kvef og flensu. Ég man þegar ég var að þróa hana saup einn harðnaglinn rækilega á og táraðist, þá hugsaði ég sem svo, þetta er orðið passlega sterkt! Þriðjudagur Eva Einarsdóttir Mik- ið er þetta fallegur dagur! Hann kemur aldrei aftur, best að njóta hans! Elín Arnar Á leið í viðgerð svo allt virki smurt og vel fyrir hnjúkinn í maí … Föstudagur Örn Úlfar Sævarsson Hafin er æsi- spennandi kosning um það hvort ég verði með flagaraklút eða slaufu í þætti kvöldsins. Guðmundur Jör- undsson, hvað finnst þér? Fésbók vikunnar flett Hönnun á símanum er framúrskar- andi. Honum svipar mjög til Nokia N9, sem kom eiginlega aldrei á markað en ég skoðaði forðum í höfuðstöðvum Nokia. Hann er traustur viðkomu og rennilegur, 11,6 cm á hæð, 6 á breidd og 1,2 á þykkt. Dálítið þungur, 142 g. Hann er rennilegur og fer einkar vel í hendi. Skjárinn á síman- um er frábær, sem sést einna best þeg- ar skoðaðar eru myndir eða myndskeið í honum eða kvikmyndir. Skjár- inn er 3,72" 480x800 díla AMO- LED með styrktu Gorilla-gleri með rúnnuðum hornum. Myndavélin er fyrirtak, átta megapixla með Carl Zeiss-linsu og tvöföldu LED-flassi, sner- tifókus og svo má telja. Á hliðinni á síman- um er hnappur til að smella af, sem ég kann alltaf best við. Sára- einfalt er að deila myndum og sýsla með þær, en það er einn af kostum Windows Phone- stýrikerfisins. Með fylgir Nokia Drive- leiðsöguforrit með inn- byggðum kortum. Lengi von á einum Biðin eftir snjallsíma frá Nokia er orðin býsna löng og einhverjir gerðu því skóna að slíkur sími myndi aldrei líta dagsins ljós. Annað kom á daginn því Nokia Lumia 800 er snjallsími í fremstu röð. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Síminn er með Windows Phone 7.5 Mango, sem er fyrirtaks stýrikerfi að flestu leyti, hraðvirkur og keyrslan stöðug, eða það er reynslan af nokkurra daga notkun. Ég sakna nýjunga frá N9, eins og strokum til að fletta á milli heimaskjás og keyrandi forrita og eins að geta tvísmellt til að ræsa símann, en það kemur víst síðar. Á símakaupstefnu í Barcelona fyrir skemmstu vakti heldur en ekki at- hygli þegar Nokia kynnti farsíma, Nokia 808 PureView, með myndavél og 41 megapixils myndflögu. Því til viðbótar er Carl Zeiss-linsa í mynda- vélinni og Xenon-flass. Keppinautar Nokia tóku tilkynningunni illa og sögðu það tóma dellu að myndirnar sem vélin skilaði væru 41 megapixils, en eins og vill vera með slíkar yfirlýs- ingar þá eru Nokia-menn að segja satt, en þó ekki alla söguna. Myndflagan í 808 PureView- símanum er mun stærri en gengur og gerist í farsímum, 1/1,4", sam- anborið við 1/3,2" í iPhone 4S sem tekur átta megapixla myndir, og 2,5 sinnum stærri en flagan í N8, sem tekur 12 megapixla myndir. Hún er meira að segja stærri en í flestum vasamyndavélum. Síminn tekur svo sem samsvarar 41 megapixils mynd og notar upplýsingarnar til að skila fimm megapixla mynd sem er umtals- vert betri en ella og talsvert betri en myndir úr símunum sem nefndir eru. Nokia 808 PureView Milljónamyndavél í umdeildum nýj- um Nokia-síma

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.