SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 32
32 4. mars 2012 Borgin Abbottobad í Himalaja-fjöllum komst í sviðsljós fjöl-miðla á síðasta ári þegar banda-rískir sérsveitarmenn tóku þar af lífi nokkra íbúa í friðsælu heldri manna hverfi. Húsráðandi þar var hinn illræmdi Ósama bin Laden. Morgunblaðið heim- sótti þessa fallegu fjallabyggð í febrúar og skyggnist um for- vitnilegar nærsveitir. Fjölmiðlar hafa gert vígi Ósama nokkur skil en á allra síðustu dögum hefur verið unnið að því að rífa það. Hér er því einu við að bæta að mik- ill meirihluti þeirra bæj- arbúa í Abbottobad sem blaðamaður ræddi við töldu þessa sögu Bandaríkjamanna hrein- an uppspuna og fráleitt að Ósama hafi verið einn af íbúum borgarinnar. Frá þessu voru þó undantekningar og þannig taldi Zubair Awan blaðaljósmyndari sem tók myndir úr húsi hryðjuverkaleiðtogans það rétt að Ósama hafi búið þarna og verið veginn af bandaríkjamönnum ásamt syni og nokkrum öðrum íbúum sem vígamenn heimsveldisins skyldu eftir liggjandi í blóði sínu. Myndir Awan af þeim mönnum og húsinu hafa farið í fjölmiðla um heim allan. „En Ósama var ekki í neinum tengslum við Al-Qaeda,“ bætti Awan við. „Hann var búinn að slíta á þau tengsl og bjó þarna bara með eiginkonum sínum.“ Sætur ilmur Abbottobad Ég man þegar ég kom hingað fyrstog fann sætan ilm Abbottobad. Þannig orti breski herforinginn James Abbott (1807-1896) við burtför frá Ab- bottobad. Hann var árið 1849 settur yfir Hazarahérað í hinni indversku nýlendu Breta og færði skömmu síðar stjórnstöð héraðsins frá bænum Haripur sem herfor- inginn Hari Singh Nawla stofnaði nokkr- um áratugum fyrr. Hin nýja stjórnstöð fékk nafn hins nýja landsstjóra, Abbotto- bad. Ljóðið sem hefur hlotið talsverða frægð orti hann við burtför frá bænum og þar lofar hann snjó sem var hið mesta sjóv, á stað sem var eins í draumi, skammt frá litlum straumi. Dagblaðið Guardian gaf hinu einstaka ljóði James Abbott þá ein- kunn að þar væri komið sá versti kveð- skapur sem nokkur maður hefur sett á blað! James Abbott kemur við sögu í átökum Rússa og Breta í Mið-Asíu þar sem njósn- arar og agentar voru sendir þvers og kruss milli hinna litlu konungdæma til að draga úr möguleikum andstæðingsins til áhrifa. Ein af ævintýralegri ferðum þessa tíma var sendiför Abbotts og síðar félaga hans Sha- kespear til konungsins í smáríkinu Kiva þar sem þeir lögðu hart að honum að sleppa öllum þrælum af rússneskum upp- runa. Þar með hefðu Rússar ekki lögmæta ástæðu til að ráðast á konungdæmið en Bretar töldu slík afskipti Rússa ógna ný- lenduveldi sínu á Indlandi. Bær skóla og hers Abbottobad er um milljón manna borg og byggir tilvist sína á tvennu. Annarsvegar gríðarlega stórri herstöð en pakistanski herinn er langstærsti vinnuveitandi landsins og eins og forsætisráðherrann lét nýlega hafa eftir sér, ríki í pakistanska ríkinu. Hin stoðin undir byggðina í Ab- bottobad eru skólar en menntastofnanir í bænum eru 50 talsins, þar af sjö á vegum hersins og aðrar sjö teljast til skóla á fram- haldsskóla- og háskólastigi. Í vígbúnaði og menntun ber borgin höfuð og herðar yfir aðrar borgir af sambærilegri stærð í Pak- istan. En það er einmitt hinn mikli styrkur pakistanska hersins sem gerir Pakistönum ómögulegt að viðurkenna að starfandi leiðtogi Al-Queda hafi verið búsettur í bænum. Pakistan ver helmingi allra tekna ríkisins til hermála og virðing þjóðarinnar fyrir hernum er mjög einlæg og inngróin hverjum manni líkt og trúin. En fyrir leikmann er ekki erfitt að sjá ástæðu fyrir því að flóttamaður heims- lögreglunnar velji Abbottobad sem sinn verustað. Það er í rauninni af sömu ástæðu og pakistanski herinn hefur hér eina af sínum stærstu bækistöðvum. Við erum hér rétt við gríðarlega illfært ættbálka- svæði þar sem mætast óteljandi menning- arheimar og það er stutt að flýja í skjól frá Abbottobad. Öfugt við nágrannabæina er þessi bær nógu stór til að íbúar Bilal hverf- isins þar sem Ósama bjó, geri sér ekki rellu yfir því þó það búi ókunnugt fólk í einu húsinu. Óvíg fjallaskörð Abbottobad er í 1300 metra hæð og teygir sig um fjallaskörð neðst í vesturenda Hi- malajafjalla. Hér um liggur frægur vegur. Kínverjar og Pakistanar sammæltust um vegagerð þessa eftir að hafa lagt niður vopn og samið um landamæri milli hinna fornu konungsríkja Hunza Pakistanmegin og Kashgar Kínamegin á sjöunda áratug 20. aldar. Framkvæmdin við veginn tók síðan 20 ár. Það eru ekki endilega mikil tíðindi að nágrannalönd semji um vegalagningu en Karakoram þjóðvegurinn er talinn verk- fræðilegt afrek þar sem svæðið var áður nánast ófært öllu nema fuglinum fljúg- andi. Hér um lágu vissulega gamlar þjóð- leiðir en þær fóru mun lengri og krókótt- Frá heimabæ Ósama og ævintýralegum nærsveitum Séð yfir Abbottobad ofan af Sarban-hæð, ungur leiðsögumaður blaðamanns stillir sér upp á fremstu snös. Ljósmyndir/Bjarni Harðarson Bláeygður Kalash-drengur. Gamall maður í Abbottobad. Bjarni Harðarson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.