SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 47
4. mars 2012 47 Þetta er ekki tónlist!“ hreytireldri kona í ungan fiðluleikaraá lestarstöð í Berlín. „Venju-lega spilar fólk alvöru tónlist hér!“ Þessi sena er úr væntanlegri kvik- mynd gerðri á vegum Kaleidoskop tón- listarhópsins. Fiðluleikarinn er einn af 15 strengjaleikurum hópsins, en við Ís- lendingar eigum tvo þeirra, þau Elfu Rún Kristinsdóttur, fiðluleikara, og Kristján Orra Sigurleifsson, kontra- bassaleikara. Klassíska tónlistarformið hefur verið á undanhaldi og hefur tónleikagestum fækkað til muna á síðustu áratugum. Nýr andblær og áhugasamir tónlist- armenn einsetja sér þó að breyta þessu. „Hvað vekur áhuga og hvað myndum við vilja heyra á tónleikum?“ spurðu þeir Michael Rauter, sellóleikari, og Julian Kuerti, stjórnandi, sig þegar þeir stofnuðu strengjasveitina Kaleidoskop. Á þeim sex árum sem liðin eru frá stofnun strengjasveitarinnar hefur hún tekist á við fjölmörg nýstárleg verkefni. Stærsta verkefnið til þessa, XI, unnu þau síðasta sumar í Berlín. Þátttakendur voru 30 tónlistarmenn ásamt kvik- myndaupptökuliði og parkour- gjörningi, en það eru fimleikamenn sem helst er hægt að lýsa þannig að þeir hlaupi með kúnstum í umhverfi sínu hindrunarlaust m.a. upp og niður hús- veggi. Verkefnið hófst á tónleikum í sal Berl- ínarfílharmoníunnar. Daginn eftir klæddust tónlistarmennirnir einskonar herbúningi og fluttu sex tónlistargjörn- inga í neðanjarðarlestarstöðvum með parkour-listamönnum. „Það stóð til að vera úti á götu en akkúrat þennan dag kom brjálað veður svo við urðum að breyta staðsetningunni,“ segir Elfa Rún. Tónlistin var eftir tónskáldið og arki- tektinn Xenakis, tónverk sem lýsir hljóðum úr seinni heimstyrjöldinni. Parkour-gjörningurinn snerist um að búa til eins konar þrívíddarmynd úr nótum Xenakis, og mynda þannig tengsl milli tónlistarinnar og byggingarlistar. „Um kvöldið dreifðum við okkur svo um borgina. Hver og einn fór á ákveð- inn stað, t.d. í heimahús eða á veit- ingastað, og þar fluttum við tónlist fyrir áheyrendur á staðnum en jafnframt fyrir farsíma. Farsímarnir voru svo tengdir við græjur í bílum sem voru staðsettir við lestarstöðina Gleisdreieck. Bílarnir spiluðu svo tónlistina og keyrðu eftir ákveðnu skipulagi,“ segir Elfa Rún um verkefnið. Verkefnið var tekið upp og kvik- myndað jafnóðum og er kvikmynd um það væntanleg. Hún er ekki tilbúin en kynningu má sjá á heimasíðu Kaleidos- kop, www.kaleidoskopmusik.de. Næsta haust verða tónleikar Kaleidos- kop í Hörpu. Þá gefst Íslendingum í fyrsta sinn tækifæri til þess að sjá og upplifa þennan frumlega tónlistarhóp. Tónlistar- skæruliðar Tónlistarhópurinn Kaleidoskop reynir á þanþol þess hvað er tónlist og hvað ekki. Vegfarendur eiga sér einskis ills von í Berlínarborg, kvikmynd er væntanleg og svo verða þau í Hörpu í haust. Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir Ljósmyndir/Adam Berry

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.