SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 35
4. mars 2012 35 Horft til norðvesturs úr fjallshlíðinni ofan við Vega de San Mateo. Eins og sjá má er gróðurfar með besta móti - ólíkt því sem gerist nokkrum kílómetrum sunnar. Ljósmynd/Björg Sveinsdótttir Þessi ganga sameinar fjallgöngu um hrjóstrugt fjalllendi og spássitúr eftir strandvegi; eiginlega það besta sem suðurströndin hefur upp á að bjóða. Gangan hefst í Puerto Rico, sem er skammt vestan við Playa del Ingles, en gengið er til vesturs frá strætóstöðinni, krækt fyrir hæðarrætur og upp gilið að raflínum. Þar er stefnan tekin upp að rafmagnsstaurnum sem hæst stendur, gengið þaðan að „Norska garðinum“, Puerto Rico, en þar hefur félag Norð- manna á Gran Canaria ræktað upp gróðurvin og rétt að setjast þar niður og blanda geði við frændur vora sem eru þar fjölmennir á góðviðrisdögum. Frá Norska garðinum liggur leiðin eft- ir nokkuð greinilegum slóða til suð- austurs þar til komið er niður að ströndinni í Arguineguin, en þar má segja að sé nýlenda Norðmanna á Kan- arí, norsk kirkja og vinsælt veitingahús með norskum hversdagmat. Gengið er til vesturs eftir strandveg- inum í átt að Puerto Rico í gegnum Pa- talavaca og La Verga, en þegar ekki verður lengra komist liggur leiðin til norðurs upp í hæðirnar aftur og göng- unni lýkur að segja má á sama stað og hún hófst í hæðunum fyrir ofan Puerto Rico eftir um fimm tíma þægilega göngu. Puerto Rico-hringurinn Á slóðum Norðmanna Þeir sem gengið hafa á suðurhluta Gran Canaria falla í stafi yfir gróðrinum þegar komið er norðureftir. Vega de San Ma- teo er um 25 kílómetra vestur af Las Palmas og gangan hefst við strætóstöð- ina í miðjum bænum. Gengið er til norð- urs frá stöðinni og síðan til suðvesturs og upp í mót, alls er hækkunin um 500 metrar en gangan öll á malbiki eða greiðförnum malarvegum. Í 1.300 metra hæð er mikill furuskógur og mikið útsýni noður eftir eynni í átt að Las Pal- mas til norðausturs þar sem himinn og sjór renna saman og gámaskipin verða að himinfleyjum. Síðan liggur leiðin til suðausturs nið- ur í gróðursælt gil, hálfgerðan frumskóg, þar sem finna má ýmsan gróður sem ein- kennandi er fyrir eyjarnar í bland við fjallagróður sem verður stórvaxinn í skjólinu. Leiðin liggur svo uppúr því gili og eftir fjallshlíðum til norðausturs í átt að San Mateo þar sem göngunni lýkur eftir ríflega fjögurra tíma rölt. Ólíkt því sem er á suðurströndinni liggur leiðin í gegnum gróskumikinn skóg og gróið land, framhjá kálgörðum, aldingöðum og bóndabæjum. Víða er hægt að kaupa heimagarðan geitaost og aðrar landbúnaðarafurðir á leiðinni, en stór hluti hennar er á Camino Real sem er sumstaðar ekki nema grýttur slóði. San Mateo-hringurinn Skógur og gróið land

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.