SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 23
4. mars 2012 23 Myndir eru undarleg fyrirbæri,“ skrifar Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri fréttabréfsÆttfræðifélagsins, í skemmtilegu og fróðlegu bréfi sem barst Sunnudagsmogganumí tilefni af ljósmynd sem birtist með síðasta rabbi af heimilisfólkinu á Breiðavaði.„Þær fanga augnablikið, gera það ódauðlegt og merkilegra en öll hin augnablikin sem renna óséð inn í eilífðina. Þannig var það með augnablikið sem ungi, sænski ferðamaðurinn, Folke Kahlin, fangaði á fínu Hasselblad-myndavélina sína sumarið 1956. Hann hafði aldrei áður komið til Íslands og kom þangað aldrei aftur. Hann hafði aldrei séð fólkið sem kom til dyra þegar hann ásamt vinkonu sinni bankaði upp á á ókunnum bæ norður í landi.“ Guðfinna segir frá því að unga parið hafi ferðast á puttanum og komið gangandi ofan af fjalli. „Þau höfðu ærslast og kastað snjóboltum hvort í annað, sáu bæ og fólk og spurðu til vegar. Heimilisfólkið var forvitið, kom út og horfði á þessa óvæntu gesti. Þarna voru brosmild og hlýleg miðaldra hjón, ung og falleg stúlka og nokkrir glaðbeittir og kotrosknir strákar. Ferðmaðurinn ungi mundaði Has- selblad-vélina og smellti af um leið og þau kvöddu. Tók eina mynd til minningar á dýrmæta, tólf mynda filmuna sína. Svo leið meira en hálf öld. Unga parið varð að hjónum og saman gengu þau lífsins leið og gera enn, hann 85 ára og hún 80. Auk einnar Ítalíuferðar varð Íslandsreisan eina utanlandsferðin þeirra á langri ævi. En þeim mun hærri sess skipar hún í safni minninganna. Þau sigldu með Heklunni yfir hafið, ferðuðust um landið, meira og minna fótgangandi, í heilan mánuð, kynntust landi og lýð og tóku óteljandi yndislegar myndir. Þau sigldu með Herðubreið inn á allar Austfjarðahafnirnar og ræddu við sjómenn og bændur hvar sem þau komu.“ Í Reykjavík gistu þau á farfuglaheimilinu, sem þá var í Austurbæjarskólanum. „Þar kynntust þau Ragnari Jónssyni, föður mínum, sem var þar baðvörður í fjörutíu ár,“ skrifar Guðfinna. „Hann tók þau upp á arma sína, bauð þeim heim og keyrði þau út og suður. Það þarf ekki að orðlengja það að fjölskylda mín tengdist þessum ljúfu sænsku ferðalöngum, órjúfandi vináttuböndum. Þau heita Ulla og Folke Kahlin, hún handavinnukennari, hann smíðakennari. Ég átti hjá þeim athvarf alla mína tíð í Svíþjóð, sömuleiðis börnin mín bæði og það má til gamans geta þess að dóttursonur minn, 13 ára, er nýkominn heim úr sinni fjórðu heimsókn til þeirra hjónanna á þessu ári, altalandi á sænsku.“ Á myndinni frá Breiðavaði eru hjónin Sigfús Bjarnason og Jóhanna Erlendsdóttir ásamt dóttur sinni Helgu, en Guðfinna þekkti ekki til drengjanna. Þar til þeir spruttu fram „glaðbeittir og kot- rosknir“ í Sunnudagsmogganum með nöfnum og frásögnum. „Fyrir hreina tilviljun hafði einn þeirra, Pétur Kristinsson, hitt Helgu við jarðarför nýlega og hún minnst á myndina góðu,“ skrifar Guðfinna. „Pétur hafði verið í sveit á Breiðavaði, hjá foreldrum Helgu, í fjögur sumur og einn vetur. Gleði Péturs er ósvikin þegar hann segir: „Þetta er eina myndin sem ég á frá þessum árum mínum sem sveitastrákur á Breiðavaði …“ Guðfinna klykkir út með: „Þannig getur ein mynd, eitt augnablik, fangað úr faðmi eilífðarinnar, vakið ómælda og óvænta gleði og varðveitt minningar liðinna ára og atburða. En stundum þarf bæði umhyggju, skilning, vinnu, einbeitni og heppni til þess að minningarnar kvikni.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Að fanga augnablikið Rabb „Um leið og verðið fer upp í 300 krónur er ég hættur.“ Eysteinn Georgsson, formaður Freys, félags leigubíl- stjóra í Reykjanesbæ, en stighækkandi verð á bensíni og dísilolíu kemur sér illa fyrir stéttina. „Ég hefði satt að segja óskað eftir því að bæði ég og þjóðin þyrftum ekki að vera nú í lok febrúar í þessum sporum.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þegar honum voru afhentar undirskriftir 31.000 manna sem vilja að hann gefi áfram kost á sér í embættið. „Ég held að það þurfi alveg sérstaka trúgirni til þess að taka það alvar- lega að hann sé að skipta um skoð- un.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við HÍ, um þá yfirlýsingu forsetans að hann þurfi nú að endurmeta ákvörðun sína um að hætta. „Þetta er svona með því lak- ara sem ég hef heyrt frá þingmanni.“ Arnar Sigurmundsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, um hugmyndir Helga Hjörvars þess efnis að sækja fé til líf- eyrissjóðanna til að leiðrétta skuldir heimilanna. „... þá ætlaði ég bara að teikna boltann upp í samskeytin fjær.“ Alfreð Finnbogason sem skaut í þverslá í dauðafæri í landsleiknum gegn Svartfellingum. „Í rauninni eru barneignir íþróttakonu tæknilega eins og það að meiðast.“ Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari. „Það er ekki alltaf sem maður þarf að vera sammála um allt en að koma sér saman, ég held að það sé dálítið áríðandi.“ Pétur Ingason sem átti 60 ára brúðkaups- afmæli í vikunni. „Þetta er óttalegur sauma- klúbbur.“ Snæbjörn Ragnarsson, einn Ljótu hálfvit- anna, sem eru að koma saman aftur eftir spilahlé. „Það stóð nú aldrei til að ég yrði lengi að vinna með Samstöðu.“ Sigurður Þ. Ragnarsson. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal var málið aldrei tekið fyrir í ríkisstjórn, aldrei rætt við meðráðherra okkar úr Alþýðbandalag- inu, stjórnarandstaðan ekkert látin vita um málið og ekkert samráð haft við utanríkismálanefnd. Í framhaldi af þessu var svo þeirri reglu fylgt, að undir forsæti Hermanns Jónassonar voru utan- ríkismál alls ekki tekin fyrir á ráðuneytisfundum, ekkert samráð haft við ráðherra Alþýðubanda- lagsins um meðferð þeirra og lítið sem ekkert við stjórnarandstöðuna. Var enginn ágreiningur um þetta við forsætisráðherra.“ Með öðrum orðum þá voru utanríkismál aldrei rædd á ráðherrafundum á þeim tveimur árum sem þau voru í mestri deiglu og vörðuðu þau þó þá hagsmuni sem mest var um deilt á þessum árum og vörðuðu mestu um hag þjóðarinnar og stöðu í bráð og lengd. Engum manni í þjóðfélaginu virðist þó hafa dottið í hug 17. grein stjórnarskrárinnar, sem nú á að nota til að reyna að innsigla að Geir Haarde hafi verið glæpamaður. Lögfræðingnum Guðmundi Í. Guðmundssyni flýgur ekki í hug að nefna 17. grein stjórnarskrár- innar í þessu sambandi. Lögfræðingnum og fyrr- verandi dómaranum Hermanni Jónassyni ekki heldur. Og formanni ritnefndar bókar Davíðs Ólafssonar, Gunnari G. Schram, sem lengi hafði verið prófessorinn í stjórnskipunarrétti í HÍ, kemur þetta atriði ekki í hug. Og heilum stjórn- málaflokki, Alþýðbandalaginu, virðist ekki hug- kvæmast að vitna til hins mikla ákvæðis stjórn- arskrárinnar til að fá sitt mesta og helsta áhugamál rætt á ráðherrafundi þeirrar stjórnar sem þeir áttu sæti í. Þeir hafa kannski ekki verið vissir um hvort um „stjórnarmálefni“ var að ræða eða ekki. Þarna var þó á ferðinni samningur Ís- lands við mesta herveldi heims, jafnframt við- kvæmasta og eldfimasta mál þessa samtíma. En nú hefur einhver fundvís grafið upp þessa gömlu grein, sem aldrei hefur komist í nokkurt sviðsljós áður, í þeim tilgangi að negla Geir H. Haarde. Og sonarsonur Hermanns Jónassonar, sem svo sann- arlega var enginn veifiskati í stjórnmálum, brást ekki í þeim málatilbúnaði fremur en í öðru því í pólitík, sem ógeðfellt er og hann á kost að leggja sitt léttvæga lið. Já þau eru fjölbreytt eintökin sem láta til sín taka núna og ekki öllum vel í ætt skotið.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.