SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 45
4. mars 2012 45 Óhlætt er að segja aðsíðustu ár hafi veriðgósentíð fyrirskandinavískar bókmenntir, þ.e. skandinav- ískar glæpabókmenntir. Sagan af velgengni Arnaldar Indriðasonar er öllum kunn og eins að Yrsu Sigurðardóttur hefir líka gengið bráðvel ytra, aukinheldur sem ýmsir reyfarahöfundar aðrir ís- lenskir hafa fundið sér útgef- endur vestan hafs og austan. Sagt hefur verið að sænsku hjónin Maj Sjöwall og Per Wahlöö séu foreldrar norrænu glæpasögunnar og áhrifa þeirra sér líka víða stað, en uppganginn nú er rétt að skrifa á Stieg sáluga Larsson og Millennium- þríleikinn sem situr enn ofarlega á metsölulistum sex árum eftir að fyrsta bókin kom út í heima- landi hans. Ekki má þó gleyma því að Henning Mankell ruddi í sjálfu sér brautina fyrir Larsson, enda var Larsson kynntur sem spor- göngumaður Mankells vestan hafs. Í kjölfar Mankells og Larssons fylgir legíó höfunda; Karin Alvtegen, Åke Edwardson, Kerstin Ekman, Karin Fossum, Anne Holt, Lars Kepler, Åsa Larsson, Camilla Läckberg, Jo Nesbø, Håkan Nesser, Johan Theorin og Helene Tursten, svo aðeins sé getið þeirra höfunda sem gefnir hafa verið út á ensku á síðustu árum. Þetta er drjúgur skammtur af skandinavísku þunglyndi og kemur ekki á óvart að sumir gagnrýnendur kveinka sér yfir grámanum sem drýpur af hverju orði. Útgefendur eru líka margir teknir að svipast um eftir næsta tískufyrirbrigði; kannski það verði frá Austur-Evrópu og skammt í að allir séu að tala um Boris Akunin, sem er reyndar ekki nýr af nálinni, George Ar- ion, Nilolai Aleksandrov, Zyg- munt Miloszewski, Pavel Koho- ut, Bogdan Hrib og Oana Stoica-Mujea. Roð- inn í austri Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Þetta er drjúgur skammtur af skandinav- ísku þunglyndi og kemur ekki á óvart að sumir gagnrýnendur kveinka sér. Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar RÚRÍ YFIRLITSSÝNING 3.3. - 6.5. 2012 Sýningin opnar fyrir almenning laugardaginn 3. mars kl. 11. SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott allan daginn! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. Listsýning Eddu Heiðrúnar Backman. Munnmáluð vatnslitaverk og olíumálverk. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Á BÓNDADAG – A Farmer´s Day Feast Aðalheiður S. Eysteinsdóttir 20. janúar– 18. mars Aðalheiður verður með leiðsögn sunnudaginn 4. mars kl. 15.00 Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Áttu forngrip í fórum þínum? Komdu með hann í greiningu til sérfræðinga safnsins sunnudaginn 4. mars kl. 14:00-16:00 Barnaleiðsögn sunnudaginn 4. mars kl. 14:00 Fjölbreyttar sýningar: Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu TÍZKA – kjólar og korselett Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum Kyrralíf Sýning á kyrralífsmyndum eftir íslenska listamenn Sunnudag 4. mars kl. 15 Sýningastjóraspjall - Ólöf K. Sigurðardóttir Undanfari Sigurður Guðjónsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 10. febrúar til 4. mars 2012 Systrasögur Tvíhent á striga Sara og Svanhildur Vilbergsdætur Síðasta sýningarhelgi Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ HLUTIRNIR OKKAR Sýningunni lýkur 11. mars SJÁLFSAGÐIR HLUTIR (10.2.- 20.5. 2012) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÁSJÓNA Verk úr safneign Viltu teikna? --- Pappírsævintýraheimur Baniprosonno --- Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Rokksveitin Rolling Stones á fimmtíu ára afmæli á árinu og minnist þess á ýmsa vegu. 12. júlí næstkomandi kemur út ljós- myndabók með myndum frá ferli sveitarinnar til að minnast þess að þann dag 1962 sté sveitin fyrst á svið í Marquee- klúbbnum í Oxford-stræti í Lundúnum. Obbi myndanna er úr safni dagsblaðsins Daily Mirror, sem á heimsins stærsta safn Stones-mynda, en alls verða í bókinni um 700 myndir, þar af um 300 litmyndir. Í bók- inni verður einnig að finna fyrstu stúdíómyndir sem teknar voru af sveitinni fyrir hálfri öld. Fimmtugir Rollingar Frá fyrstu stúdíómyndatöku Rolling Stones. Philip Townsend tók mynd- ina 1963, áður en þeir félagar tóku upp nýtt og meira krassandi útlit. LjósmyndPhilip Townsend Það getur borgað sig að halda upp á lesefni æskuáranna. Safn 345 hasarblaða, sem bandarísk- ur unnandi teiknimyndasagna keypti sem drengur á fjórða áratugnum, var selt fyrir 3,5 milljónir dala á uppboði, um 430 milljónir króna. Meðal gersemanna var eitt- hvert dýrasta fágæti í sögu hasarblaða, nær ólesið eintak af 27. tölublaði Detective Comics frá 1933 en þar birtist of- urhetjan Batman, Leðurblök- umaðurinn, lesendum í fyrsta sinn. Þrátt fyrir að hafa kostað aðeins 10 cent á sínum tíma, var þetta eintak slegið hæst- bjóðanda á rúmlega 60 millj- ónir króna. Í safninu var líka fyrsta tölu- blað Action Comics frá 1938, en þá birtist Súperman fyrst. Um 200.000 eintök voru prentuð en um 100 hafa varðveist. Maður að nafni Billy Wright kom sér upp safninu á sínum tíma en það fannst ekki fyrr en eftir að hann lést, árið 1994. Heftin fundust þá í snyrtilegum stöflum í kjallara heimilis hans í Virginiu og voru seld af ætt- ingjum hans. „Það var ótrúlegt að sjá hvað þau voru verð- mæt,“ er haft eftir einum frænda Wrights, en hann fann hasarblöðin þegar verið var að tæma húsið. Rándýr hasarblöð Þetta tölublað Detective Comics fór á rúmar 60 milljónir króna. AP

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.