SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 20
„Sá grunnur sem ég fékk úr Listaháskól- anum hefur gert mann fullkomlega sam- keppnishæfan á evrópskum markaði. Fyr- ir áramót fékk ég tækifæri til að leysa af hjá einu af flottustu kompaníunum í Evr- ópu. Ég fékk launalaust leyfi frá flokknum og var með þeim í sýningarferðarlagi um Evrópu í mánuð,“ segir hann en flokk- urinn er belgískur og heitir Peeping Tom. „Það var ótrúlega gaman að fá að taka þátt í sýningu hjá flokki sem er á topp þrjú list- anum mínum.“ Aðeins aftur að skiptunum úr frjálsum í dansinn. Voru þetta ekki mikil viðbrigði? „Ég hljóp og hljóp og nú er ég loksins kominn á áfangastað,“ segir hann og hlær. „Þetta snýst um að finna sér sína hillu. Ég hefði alveg viljað prófa sem krakki að standa á sviði en ég var frekar óframfær- inn þó þessi löngun hafi blundað í mér.“ Kanntu einhverja skýringu á því af hverju það eru ekki fleiri strákar í dansi en raun ber vitni? „Ég held að það vanti fyrirmyndir. Það eru samt miklu fleiri strákar í dansi en voru fyrir nokkrum árum. Þeir fara bara ekki út í atvinnumennsku en eru í ýmsum dansskólum,“ segir hann og lýsir dans- aralífi sínu nánar. „Kannski á þetta ekki við alla. Dansinn er harður húsbóndi. Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt en þetta er linnulaus þjálfun. Þú ert á sama tíma málverkið og pensillinn. Þegar þú færð gagnrýni snýst hún um líkama þinn. Það er nauðsynlegt að aðskilja sjálfið frá lík- amanum í rýminu þegar maður fær gagn- rýni.“ Dansinn ætti að geta hagnast á jafnari kynjahlutföllum. „Já algjörlega. Strákar sem nemendur eru oft óhræddari við að gera mistök og það er gott í dansinum, að leyfa sér að fara alla leið, gera mistökin og læra af þeim strax. Strákar eru líka oft óhræddari við að detta.“ Vantar Coke Zero-auglýsinguna Ásgeir segir stundum vanta einhvern vinkil til að glæða áhuga stráka á dansi. „Maður hefur þessa hugmynd um að dansinn sé fallega, brothætta ballerínan. En það þarf að gera einhvers konar Coke Zero-auglýsingu um dansinn. Sýna þessa töff hlið á dansinum þar sem allt er að ger- ast. Maður er að gera brjáluð trix sem eiga meira skylt við áhættuleik í kvikmyndum en brothættu ballerínuna.“ Hann segir dansinn geta verið harðan húsbónda. „Ef maður starfar sjálfstætt fylgir því flökkulíf. Það getur verið erfitt að þurfa að flytja ef maður er búinn að skjóta rótum einhvers staðar eða er í sam- bandi.“ Ásgeir var ráðinn til árs hjá Íslenska dansflokknum en núna er verið að skipta um listrænan stjórnanda en Lára Stef- ánsdóttir hefur verið ráðin í það starf til næstu fimm ára frá og með haustinu. Ás- geir kann vel við sig hjá flokknum og von- ast til að eiga samleið með nýjum stjórn- anda. Sem stendur sýnir flokkurinn verkið Mínus 16 á stóra sviði Borgarleikhússins og vill Ásgeir endilega að sem flestir sæki danssýningar og mæti með opinn huga. „Það þarf ekki endilega að lesa út sögu- þráð í danssýningu, oft eru þetta meira tilfinningar. Það sem þú upplifir sem áhorfandi getur aldrei verið vitlaust og fólk á alls ekki að vera hrætt við að skilja ekki.“ Áður en Ásgeir byrjaði að dansa vissi hann ekki einu sinni að það væri til eitt- hvað sem héti Íslenski dansflokkurinn. „Það er eins og maður sé að ganga inn í hús þar sem opnast alltaf fleiri og fleiri dyr. Því meira sem ég hef lært því meira opnast þessi heimur upp fyrir manni. Ég held að ég hafi aldrei verið sérstaklega upptekinn af því sjálfur að hugsa um hver væri mín fyrirmynd. Ég hugsaði alltaf: Hvert stefni ég? Og setti síðan markið allt- af aðeins hærra.“ Ásgeir Helgi Magnússon dansari æfði millivegalengdarhlaup en er nú kom- inn á áfangastað hjá Íslenska dans- flokknum en hér er hann í dansstúdíói flokksins í Borgarleikhúsinu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.