SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 26
26 4. mars 2012 Kommúnistar í Danmörku ogvíðar á Norðurlöndum höfðuaf ýmsum ástæðum mun meiriáhrif á stefnu þjóðar sinnar í kalda stríðinu en ætla hefði mátt af at- kvæðamagninu sem þeir hrepptu að jafn- aði í kosningum, segir Bent Jensen, fyrr- verandi prófessor í sagnfræði við háskólann í Óðinsvéum og þekktasti sér- fræðingur Dana í sögu Sovétríkjanna. Jen- sen var hér á landi í boði Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands og Almenna bókafélagsins og flutti á mánu- dag erindi í Árnagarði og svaraði fyrir- spurnum. Bent Jensen er afar mikilvirkur sagn- fræðingur en umdeildur, jafnvel hörðustu andstæðingar viðurkenna þó að hann sé afburðamaður á sínu sviði. Hann er fædd- ur 1938 og uppalinn á Jótlandi, lauk raf- virkjanámi en hóf síðan nám í sagnfræði og lauk doktorsprófi. Hann á nú rúss- nesk-fædda konu og býr á bóndabæ á Fjóni þar sem hann stundar m.a. bý- flugnarækt. Á yngri árum kaus hann vinstriflokka en snerist, er nú liðsmaður hins borg- aralega Venstre-flokks en er alls ekki allt- af sauðtryggur. Rit sem hann vinnur að um samskipti Dana við kommúnistaríkin í kalda stríðinu hefur þegar valdið deilum, sumir vinstrimenn segjast ekki treysta honum fyrir því að segja söguna með óvil- höllum hætti. Aðrir segja að skýringin á andróðrinum gegn Jensen sé önnur. Í gögnum sem hann hafi fundið séu traustar vísbendingar um að ekki hafi bara kommúnistar verið hlýðnir Sovétríkjunum; sumir frammá- menn jafnaðarmanna hafi einnig gengið erinda alræðisríkisins. ,,Ótrúlega klárir og duglegir“ „Smám saman reyttist fylgið af komm- únistum og á sjöunda áratugnum komu kommúnistar engum að á þingi,“ segir Jensen. „Síðan náðu þeir sér aftur á strik um hríð á áttunda áratugnum en því blómaskeiði lauk fljótlega. En áhrifin voru miklu meiri en atkvæðatalan og félaga- fjöldinn í flokknum sagði til um. Fyrst og fremst var það vegna þess að komm- únistar voru bæði ótrúlega klárir og dug- legir, ég hef oft dáðst að því hvað þeir voru vel skipulagðir og vinnusamir, ag- aðir. En ég er algerlega ósammála þeim sem segja að upprunalega hafi komm- únistaflokkurinn verið þjóðlegur verka- lýðsflokkur en kalda stríðið hafi spillt honum. Jafnvel á níunda áratugnum var DKP með fleiri menn á launaskrá en nokkur annar danskur stjórnmálaflokkur. Og flokkurinn hrundi samstundis þegar Sovétríkin voru úr sögunni. Ég hef séð ótrúlega nákvæm fyrirmæli í sovéskum göngum þar sem danska flokknum var sagt í smáatriðum hvernig hann ætti að haga sér. Þegar umræður voru á danska þinginu um skipulag varnarmála sendi DKP fyrirspurn til Moskvu til að fá að vita hvernig bæri að greiða atkvæði á þingi. Það er alveg óþarfi að deila um þetta, DKP var að sjálfsögðu verkfæri í höndum erlendrar alræðisstjórnar, enginn venju- legur stjórnmálaflokkur. Þess vegna var líka fullkomlega réttlætanlegt að hafa lög- reglueftirlit með flokksmönnum. En innan raða DKP voru margir bráð- greindir stjórnmálamenn. Aksel Larsen var flokksformaður í nokkra áratugi, hann var afar snjall, hann var rekinn úr flokkn- um og stofnaði þá á sjötta áratugnum Sósíalíska vinstriflokkinn, SF, sem rauf öll formleg tengsl við sovéska flokkinn, fékk aldrei fjárstuðning hjá honum. Hins vegar held ég að þrátt fyrir það hafi þessir for- ystumenn SF alltaf verið mótaðir af upp- runa sínum í kommúnistaflokknum. Þeir litu enn á Sovétríkin sem ákveðna fyrirmynd, gallaða að vísu en samt miklu betri en það sem vestrænar þjóðir buðu upp á. Þeir vildu þjóðnýtingu, áætl- unarbúskap og allan pakkann. Og Banda- ríkin voru óvinurinn á heimsvísu. Þannig höfðu kommúnistar áfram áhrif á flokk- inn þótt óbein væru, Leiðtogi þeirra, Gert Petersen, sagði 1987, skömmu fyrir fall Sovétríkjanna, að Lenín hefði verið mik- ilhæfur leiðtogi sem margt mætti læra af. Áhrifamiklir mennta- og menningar- forkólfar Kommúnistar hafa auk þess alltaf getað teflt fram býsna mörgum áhrifamiklum mennta- og listamönnum, rithöfundum, blaðamönnum og öðrum slíkum. Einu sinni sá ég lista yfir alla þá fjölmörgu fé- laga í danska blaðamannafélaginu sem höfðu lýst stuðningi við flokkinn. Aðeins eitt kommúnistablað var gefið út, Land og folk, svo að þeir hafa verið margir sem unnu á öðrum fjölmiðlum, líka svo- nefndum borgaralegum blöðum, Politiken og Berlingske Tidende. Vafalaust líka á Jyllandsposten sem var í mörg ár með virtan og afkastamikinn fréttaritara í Þýskalandi, seinna kom í ljós að hann var njósnari fyrir Stasi!“ Og áhrifin voru mikil í menntakerfinu, margir af þeim sem kenndu Jensen voru beinlínis í DKP. Áhrif vinstrisinnaðra sagnfræðinga á sögu- kennslu og sagnfræðirannsóknir í vest- rænum ríkjum hafi verið gríðarleg og þau sjáist enn. Sjálfur hafi hann upprunalega dáð mjög fræga enska sagnfræðinga og marxista eins og E. H. Carr og Isaac Deutscher. En síðar hafi hann áttað sig á því að þessir menn og margir fleiri hafi í reynd hvítþvegið kommúnismann með skrifum sínum og margir dáð bæði Lenín og Stalín, verið reiðubúnir að fórna sann- leikanum fyrir drauminn. Oft sé fullyrt að Stalín hafi skrumskælt stefnu Leníns en þetta sé út í hött, báðir hafi þessi menn verið einstaklega grimmir og engu skeytt um annað fólk. Furðulegt sé að sjá hvernig þekktir, vestrænir sagn- Lugu fyrir drauminn Danski sagnfræðingurinn Bent Jensen er harður andkommúnisti en efast um að rétt sé að efna til uppgjörs við gamla sovétsinna. Tryggja þurfi samt að engum mikilvægum upplýsingum um kalda stríðið og samskiptin við alræðisstjórnina sé stungið undir stól. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bent Jensen fv. prófessor í sagnfræði. Morgunblaðið/Sigurgeir S. ’ En öll höfum við inn- byggða þörf fyrir ein- föld svör við flóknum veruleika og kommúnistar áttu slík svör. Leiðtogar alræðistefnunnar á 20. öld, Jósef Stalín og Adolf Hitler.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.